Leita í fréttum mbl.is

Bravó !

Þá hafa kjósendur bjargráðin sem þeir kusu yfir sig í fljótræðinu í vetur.

Í stað þess að reyna að vinna gegn atvinnuleysinu og nota sparaðar atvinnuleysisbætur til annarra útgjalda  eru hækkuð útgjöld láglaunafólksins. Hækkað benzínið,  sem einstæðar mæður nota til að keyra með börnin á leikskóla meðan þær þræla í láglaunastörfum. Hækkaðir skattar á láglaunafólkinu svo það verði að vinna enn meira. Hækkuð innflutningsgjöld á bílum láglaunafólksins til þess að draga úr óhófinu.    Hávextir til þess að vinna gegn þenslunni og  verðbólgunni, nánara samstarf við AGS um niðurskurð ríkisútgjalda og allsherjar   kaupmáttarskerðing  er framtíðin.  Sem sagt, vinstriklassík sem leiðir til enn meiri hagsældar og hamingju.

 Ég held að Sari þurfi kannski að kaupa sér nýjan pott og eldspýtur fyrir veturinn.

Barack Obama segir að batamerki séu nú sjáanleg í USA. Þetta skiptir öllu máli fyrir okkur og heiminn. Öll okkar líðan og heimsins sveiflast í takt við Bandaríkin. Ef þeim batnar, batnar okkur líka.

Leikritið um  refinn Rauðgrana og heilaga Einfeldni verður fleirum en Baldri Hermannssyni  að yrkisefni á næstunni. Vinstri stjórnin er loksins að vakna til lífsins.  Tímabundin breyting á fiskveiðistefnu ESB bjargar okkur inn í ESB. Framtíðin er björt Íslendingar. Upp með húmorinn.

Bravó !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, Halldór, loksins vænkast hagur strympu, ég er þegar farinn að hlakka til Jósmessunnar, því að þá verður unnt að nota blessaða döggina í bland, ef Ommi verður búinn að skattleggja gosið ? Reyndar , ef að er gáð, geta sumir sleppt dögginni, því að SJS er búninn hækka brennivínið.

Þetta er alveg í anda Görans Persons, sem hældi sér af að kunna að hækka skatta !

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 29.5.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband