Leita í fréttum mbl.is

Misvægi atkvæða í ESB.

Misvægi atkvæða hefur lengi viðgengist hjá okkur. Eitt sinn höfðu Vestfirðingar fjórfaldan atkvæðisrétt á við Kópvæging. Nú er þetta BARA 2.28 falt.

En  bráðum förum við í ESB og þá verður allt í lagi með lýðræðið. Eða hvað ?

Þar verður tekið fyllsta tillit til sérhagsmuna okkar og fiskveiðistefnunni var breytt í gær til þess að hún yrði aðgengileg fyrir okkur. Eureka æptu kratarnir. Þarna sjáið þið hversu gott bandalagið er  ! Aðeins Pétur gamli Blöndal  spurði i útvarpinu í morgun hvort ESB gæti ekki breytt stefnunni aftur úr því að það gat breytt henni núna ? Við eigum víst að fá 4 menn á Evrópuþingið. Það þýða greinilega mikil áhrif segja kratarnir. Spurning hvort þau dugi ?

Á síðu Gunnars Rögnvaldssonar eru þessar upplýsingar:

" Jú ég þarf einungis að ná til þingmanna þessara landa: Frakkland - Austurríki -Lettland - Finnland - Holland -Bretland - Portúgal- Ungverjaland - Svíþjóð - Tékkland - Slóvenía - Eistland - Pólland- Slóvakía - til að fá 54% atkvæða allra þingsæta. Ekki nóg með það, þá voru þingmenn þessara landa kosnir á þingið með einungis 60,6 milljón atkvæðum. En þessir 60,6 milljónir kjósenda eru 18,1% af öllum kjósendum til þingsins. Sem sagt: þingmenn sem eru kosnir af 18,1% af öllum kjósendum í Evrópusambandinu geta ráðið þar ríkjum með 54% meirihluta þingsæta."

Fellur þetta ekki ljómandi vel að atkvæðasmekk íslenzkra framsóknarmanna úr öllum stjórnmálaflokkum ? Jafnvægi í byggð landsins hét það víst einu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta lætur nærri að vera fimmfalt !? Þetta er > tvöfalf vægi atkvæða á Íslandi í dag. Hvenær má búast við leiðréttingu á svona ójafnvægi innan ESB ?

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 29.5.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband