Leita í fréttum mbl.is

Gjörningaveðrið á Gunnar Birgisson.

Ég hef eiginlega haldið mig frá því að taka þátt í umræðunum um Gunnar Birgisson í Kópavogi og þær svívirðngar, sem á hann hafa verið bornar. Mér auðvitað svíður það að heyra svona talað um vin minn til áratuga, því ég veit í hjarta mínu að Gunnar er góður drengur og heiðarlegur.

Doktorinn er kannske klaufi stundum, of óþolinmóður  og fer stundum of hratt yfir til að minni intelektar geti fylgt honum. Slíkt veldur skiljanlega afbrýðissemi hjá sumu fólki, sem skynjar einhvern vanmátt sinn gagnvart menntun og meira atgervi til munns og handa. Enda maðurinn minnugur og töluglöggur með afbrigðum. Það væri gaman að sjá spurningakeppni milli allra bæjarfulltrúanna 10 á móti Gunnari einum um málefni Kópavogs. Ég held að þar mættu margir hafa sig alla við.

Venjulegir Íslendingar, sem stóðu  andspænis Gretti Ámundarsyni í gamla daga  fóru sér hægt í að segja hug  sinn til hans beint.   En öðru máli gegndi þegar þeir gátu skýlt sér bakvið öruggt skjól eða aðkeyptan fordæðuskap  sem þá var beitt.   Lyddur allra tíma hafa sömu skapgerðareinkenni. Það sannast svo um munar í þeirri ófrægingarherferð sem skipulögð hefur verið gegn dr. Gunnari og fjölskyldu hans. Mest af því að menn finna ekki nein alvöru málefni til að rífast um því bæjarmálin hafa gengið svo vel lengst af.

Við margt nenni ég ekki að elta ólar. Til dæmis um sorpskrif fræknu feðganna á DV. Annað getur manni sárnað þegar maður veit að álygarinn veit betur.

Þvílikar gersimar eru þessir menn, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson og Jón Júlíusson.  Bera Gunnar  sökum þegar það er skjalfest að þeir standa saman að því að bjarga fjármunum LSK.  Allir saman taka þeir ákvörðun um að bjarga fjármunum lífeyrissjóðsins,  sem þeir bera alla  ábyrgð á sjálfir sem kjörnir fulltrúar Kópavogsbúa.

Þeir hlaupa síðan burt eins og hræddar geitur þegar löggan birtist og hefur rannsókn. Benda á Gunnar stjórnarformann og segja:  Hann blekkti okkur, við skildum ekkert hvað við vorum að gera. Eða með öðrum orðum : Við erum bara ekki nógu greindir til að skilja hvað við erum að gera eða höfum ákveðið að gera.  Eða með öðrum orðum; Við bara treystum á Gunnar til að redda þessu fyrir okkur sem við vorum búnir að samþykkja í október sl., að lána Kópavogi milljarð af sjóðnum.  Þetta gerðum við til að tryggja sjóðnum ávöxtun, sem var ófáanleg annarsstaðar. En við erum of miklir heiglar til að viðurkenna að við vitum að þetta er ekki alveg í samræmi við einhver paragröff. Við látum bara hengja Gunnar fyrir okkur. Hann bara segir af sér við þessar aðstæður.

Ekki við, því við verðum að fá okkar kaup eftir sem áður. Svo erum við svo heilagir að lögreglurannsókn snertir okkur ekkert, bara formanninn Gunnar. Við skiljum bara ekkert í því að við skulum vera settir af líka. 

Að vísu stendur Flosi Eiríksson þarna alveg undir mínum væntingum hvað almennt siðferðisþrek varðar. Svo lengi hef ég séð til þessa Mökkurkálfa kommanna.  En ég hélt að bandamaður okkar og samherji í meirihlutanum ,  Ómar Stefánsson,  væri stærri gerðar en þetta.  Víst er að svona myndu Sjálfstæðismenn ekki hafa komið fram gagnvart honum ef skákin  hefði staðið á hann. Og víst er að Sigurður Geirdal hefði aldrei hegðað sér með þessum hætti.  En það verður víst hver að fljúga sem hann er fjaðraður til.

Jón Júlíusson var hér lengi íþróttafulltrúi. Hann stökk úr því starfi með gullglampann í augunum til að taka við framkvæmdastjórn hjá einkafyrirtæki,  sem hann hafði samið við um uppbyggingu í bænum sem íþróttafulltrúi  Kópavogs og svo til viðbótar sem yfirmaður sjálfs sín sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.  En seta starfsmanna bæjarins í bæjarstjórn hefur mér alltaf fundist skringleg þversögn í besta falli.   

Skemmst er frá að segja að félag þetta fór lóðbeint á hausinn undir stjórn Jóns.  Þá voru góð ráð dýr hjá Jóni Júlíussyni. Stendur uppi atvinnulaus og líklega með námsskuldir,  sem hann gæti hafa stofnaði til í starfstíð sinni hjá Kópavogi.  En mér fannst Jón vera  oftlega fjarverandi við nám sitt þegar maður þurfti að ná í hann í vinnunni.  

Hvert ráð var á brugðið af Jóni Júlíussyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, fyrrum íþróttafulltrúa og háskólastúdenti ? 

Jú , farið á fund Gunnars Birgissonar og hann grátbeðinn um að ráða sig aftur í starf. Þá sá eina ferðina enn ég hversu miklu stærra hjarta Gunnar Birgisson hefur en ég.

Ómar Stefánsson;  Hvernig ætli þú sjálfur myndir þola  slíkt gjörningaveður sem  Gunnar hefur fengið  á sig ?  Þeir sem henda grjóti eiga ekki að búa í glerhúsum sjálfir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Finnst þér eðlilegt að Gunnar geti skaffað dóttur sinni greiðslur frá bænum án þess að hún þurfi að gera neitt á móti? Er það eitthvað annað en þjófnaður? Gunnar Birgisson hefur eflaust látið eitthvað gott af sér leiða í gegnum tíðina en hann er ekki hafinn yfir lög frekar en annað fólk. Hér er um háar upphæðir að ræða sem hefðu getað nýst í eitthvað gagnlegt. Systir mín býr ásamt börnum sínum í félagslegri íbúð í Kópavogi og hefur gert í 10 ár. Þar eru allir gluggar ónýtir vegna raka og málning flagnar af veggjum af sömu ástæðu, en peningar eru ekki til fyrir viðgerðum. Þess vegna er sárt að sjá hvernig Kópavogsbær fer með peninga sína. Það er kannski talið mikilvægara að hygla ættingjum bæjarstjórans en að halda við félagslegum íbúðum.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.6.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað er eiginlega að þér Margrét Birna ?

Hver hefur sagt þér að Gunnar hafi skaffað dóttur sinni greiðslur frá bænum ám þess að hún þurfi að gera neitt á mót ? Trúirðu þessu virkilega ? Eða er það svona sem þú skilur það sem sagt er í fréttum ? Hvernig skilurðu annars umhverfi þitt ?

Veiztu ég held að ég bara vorkenni þér fyrir að vera svona hugsandi. Það er eins og þú hafir ekkert kynnt þér í kringum þetta mál. Og því miður þá er fullt af fólki, sem telur sig sæmilega upplýst sem túlkar fréttirnar svona. Hefurðu gert þér grein fyrir því hvernig ein fjöður verður að fimm hænum?

Lestu HC Andersen þér til skilningsauka á mannlegu eðli. 

Halldór Jónsson, 27.6.2009 kl. 19:44

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þetta er einmitt það sem málið snýst um. Það er staðreynd að dóttir Gunnars hefur fengið háar fjárhæðir greiddar frá bænum án þess að hafa þurft að gera mikið á móti. Þetta hefur verið í fréttum undanfarið og ég hef ekki séð ástæðu til að rengja fréttastofur landsins.

Þetta mál mun eflaust fara sína leið og við skulum spyrja að leikslokum. Þú mátt vorkenna mér eins mikið og þú vilt ef þú ert þannig þenkjandi. Vald spillir og algert vald gjörspillir, var einhvern tímann sagt. Það má vera að Gunnar geti komið með rök fyrir gerðum sínum, það hefur t.d. komið fram að honum hafi ekki verið skylt að bjóða út viðkomandi verk. En er verknaðurinn eitthvað fallegri fyrir bragðið? Hann lætur dóttur sína hafa verk og  tryggir henni margfalt hærri greiðslur en eðlilegt getur talist og lætur bæjarbúa fá reikninginn, það er ekki fallegur verknaður. Og það er svo sannarlega þjófnaður, hvort sem lög ná yfir hann eða ekki. Þú vilt verja vin þinn en vinur er líka sá sem til vamms segir.

Ég mæli með Charles Dickens ef þú vilt kynna þér mannlegt eðli.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.6.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Margrét Birna,

Ég bara endurtek 3.málsgrein mína í svarinu til þín áðan. Nú breytirðu fullyrðingunni um að  "án þess að hún þurfi að gera neitt á móti? " í "án þess að hafa þurft að gera mikið á móti" Dregur í land stóryrðin. 

Þú bullar um mál sem þú veist ekkert um og mér finnst það í raun ekki ómaksins vert að reyna að svara þér. Þetta er svo yfirþyrmandi kommalygi sem þú ferð með og á ekki við nokkur rök að styðjast.

En þú ert ekki ein um þennan málflutning. Þið rógberarnir viljið hafa þetta svona. Josef Göbbels sagði það, að ef maður endurtæki lygina nógu oft þá yrði hún að sannleika.

Þetta getur virkað svona :  Ef ég fullyrði að mér sé sagt að þú sért hið versta kvenskass, drykkjusjúk og drag...., muntu væntanlega mótmæla því.

Þá segi bara VÍST, ég hef sko heyrt þetta. Þá segirðu aftuir NEI en ég segi bara aftur það sama. Fólk heyrir þetta og fer að trúa því að það hljóti að vera einhver fótur fyrir þessu úr því að ég er að tönnlast á þessu. Svo spyr ég þig hvort þú sért hætt að berja börnin þín. Svaraðu já eða nei, engin undanbrögð. Svona get ég haldið áfram.

Þannig fúnkerer Gróa á Leiti og þannig verður ein fjöður að fimm hænum Margét mín Birna.

Ég held að ég stingi ekkert uppá því að þú kynnir þér málin.  Þú ert bara líklega svona innréttuð. Kýst örugglega allt annað en Sjálfstæðisflokkinn.

Halldór Jónsson, 27.6.2009 kl. 22:45

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú sammála þér um þessar galdraofóknir. Ekki bara í garð Gunnars, heldur virðist kastljósið og kraftar fjármálaeftirlits og fleiri aðhaldsaðila beinast að sveitarfélögum  og einhverjum bókhaldsfeilum þar, í stað þess að einblína á orsakavalda hrunsins.  Hér eru fjölmiðlar í eigu útrásarkónganna hvað ötulastir við að beina umræðunni í kolrangar áttir og frá því sem skiptir máli, þ.e. glæpmum sjálfum og glæpamönnununum.

Til viðbótar þá birtast drottningarviðtöl við slúbertana sjálfa, þar sem þeir segjast vera að hjálpa okkur upp úr klúðri, sem þeir sjálfir komu þjóðinni í.  Göfgin ein eð hitt þó heldur. Huggun eins var sú að hann væri að selja erlendum stófyrirtækjum þær eignir og fyrirtæki, sem þeir höfðu sölsað undir sig. Ágætt skerf í átt að því að gera landið aftur að léni erlendra lénshherra.  Frábært er það ekki?

Svo gagga blogghænsnin eftir spuna dagblaðanna í öllum sínum króníska athyglisbresti og gleyma í öllu því sem skiptir máli.

Gunnar var ekki með hefti kópavogsbæjar í vasanumm og hann var ekki einráður þar. Þetta er rekið eins og hvert annað sveitarfélag, með endurskoðendum fjárlögum, útboðum og fundum fjölda ábyrgra manna.

Allt sem hann hefur til saka unnið er að vera stórhuga og kraftmikill framkvæmdamaður, sem lét verkin talla í stað þess að fást við fjármálaklæki. Það er ekkert athugavert við það að eitt af hundruðum fyrirtækja í viðskiptum við bæinn skuli vera í eigu dóttur hans.  Ef því fyrirtæki hefur verið ofborgað, þá er það fjármálastjóra, endurskoðanda eða öðrum ábyrgum um að kenna. Þetta eru smáaurar og ekki sýnt að hér hafi neitt óheiðarlegt eða viljandi átt sér stað.

Fólk er reitt og það vill blóð, fjölmiðlarnir sjá um að seðja það hungur og finna blóraböggla um allar jarðir annarstaðar en í ranni eigenda sinna.  ef fólk fer ekki að sjá í gegnum þennan spuna þá er því ekki við bjargandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2009 kl. 23:07

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka þér fyrir Jón Steinar,

Þegar maður ber saman þín skrif við skrif Margrétar Birnu þá fær maður aftur trú á mannkynið. Að þetta sé ekki allt vonlaust.

Þetta er mjög góð greining á málinu hjá þér, þetta er eiginlega bara nákvæmlega svona.

Blogghænsnin  ! Stórgott orð yfir sumt sem maður sér lélegast 

Ég hef þá nýlega reynslu af Fjármálaeftirlitinu, að það hreinlega þýði  ekki fyrir  smáfólkið að snúa sér þangað . Þeir bara ansa ekki kvabbi fólks eins og stofnfjáreigenda í BYR. Málefni eins og þau í LSK, þar sem hægt er að gera stórmál úr engu, það ráða þeir við.

Þetta sama apparat gaf bönkunum okkar hæstu einkunn nokkrum vikum fyrir hrunið. Er þetta ekki bara eitthvað óþarft ríkisbitlingaapparat, sem má leggja niður í sparnaðar-og niðurskurðarherferð heilagrar Jóhönnu ?  

Halldór Jónsson, 27.6.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vilji menn saka Gunnar um spillingu, þá er best að þeir fari réttarleiðina með það. Ef þeir kjósa heldur að vaða um ritvöllinn með gremjukenndar ásakanir á hendur honum, þá eru þeir sekir um glæp sjálfir.

Ég vona svo að fólk skynji að um leið og það hefur slíkt í flimtingum út frá orðrómi Gróu einnar, þá eru þeir að saka alla bæjarstjórn Kópavogs um spillingu.

Margt hefur verið umdeilt um framkvæmdir í stjórnartíð Gunnars, en það hefði þá átt að fá umfjöllun þá en ekki nú.  Hafi hann gerst brotlegur við lög í þeim framkvæmdum, þá hefði hann ekki notið þess traust að sitja allan þennan tíma í stjórn bæjarins. Hann er lýðræðislega kjörinn og það vegna mannkosta og driftar en ekki vegna vafasamra tiltækja.

Við ættum nú að hafa uppi háværar kröfur umm að fjármálaeftirlit og ríkisendurskoðun beini sjónum sínum að mikilvægari málum en að leggja skítblönk bæjarfélög í einelti, eða einstaklinga þar innan. Það skiptir engu máli í samhengi þeirra hluta, sem við blasa. Menn geta tekið þannn þráð upp síðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.6.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta hefði verið auðveldara fyrir Gunnar ef hann hefði komið fram af hógværð  og stillingu en ekki farið í vörn með að tala niður þá sem vildu rannsókn og ef hrokinn í svörunum hefði verið minni. Þar tapaði hann samúð almennings.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.6.2009 kl. 09:45

9 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Ef þú ert ekki sammála mér ertu kommatittur og ekkert að marka þig. Sjaldgæft að sjá svona hroka og barnaskap eins og í þessum skrifum Halldórs Jónssonar.

Bjarni Kristjánsson, 28.6.2009 kl. 10:47

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er ekki að sjá að dóttir Gunnars hafi mikið þurft að hafa fyrir þessum peningum, ef nokkuð. En mér finnst þú nota all svakaleg orð um mig, ég held að ég hafi aldrei áður verið kölluð rógberi. Hvernig getur skipt máli hvað ég kýs? Ég þekki marga prýðilega sjálfstæðismenn og leyfi mér að efast um að það sé viðtekin venja að umgangast tékkhefti bæjarins á sama hátt og Gunnar Birgisson. Það getur ekki verið eðlilegt að bæjarstjórinn hafi dóttur sína á jötunni eins og hann hefur gert. Hann hefur sjálfur notað orðið skítapólitík en er ekki bara ósköp eðlileg krafa að þessi viðskipti séu rannsökuð? Þau virðast vera í meira lagi vafasöm og það getur ekki annað en verið Gunnari í hag að hreinsa sig.

Svo er aftur annað mál að stundum þarf að vera hægt að treysta fólki til að hafa hagsmuni bæjarins í fyrirrúmi og láta ekki afkvæmi sín komast upp með að mjólka sveitarfélagið. Það má vera að það sé löglegt, en siðlegt er það svo sannarlega ekki.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.6.2009 kl. 10:57

11 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Eftir nánari hljóðgreiningu frá CIA og FIB segir Gunnar ekki "það er gott að búa í Kópavogi" heldur það er gott á þig að búa í Kópavogi

eða þannig

Ragnar L Benediktsson, 28.6.2009 kl. 12:21

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Margrét Birna margir Kópavogsbúar hafa leitast við að setja sig inn í þetta mál.

Mitt mat er það að það eigi að fara mjög varlega í að eiga viðskipti við ættingja sína þegar menn eru í ábyrgðarstöðu fyrir sveitarfélag.

Hef lesið að greitt hefur verið fyrir verk sem sem ekki hafa verið unnin. Leitað hefur verið svara og þá er bent á afmælisrit sem aldrei kom út. Hins vegar átti Frjáls miðlun ekki að skrifa það rit, heldur að setja upp og selja í það myndir. Því skilaði Frjáls miðlun. Þá var bent á hönnun vefs og því skilað fyrirtækið einnig. Ekki hefur verið bent á fleiri verk  sem greitt var fyrir, sem ekki áttu að hafa verið unnin.

Þeir sem þekktu til Sigurðar Geirdal fyrrum bæjarstjóra, vissu að hann þekkti vel til útgáfumála. Hann borgaði sannarlega ekki meira fyrir slík verk, en þurfti til. Ef hann notaði Frjálsa miðlun, getur maður verið nokkuð öruggur með að þá var verið að fá gæði fyrir hagstætt verð. Fram hefur komið að ítrekað voru gerðar verðkannanir og síðan fóru fram útboð. Það að bjóða út hvert verk er einfaldlega ógerleg og óskynsamleg stjórnsýsla.

 Þrír bæjarfulltrúar minnihlutans skrifuðu nýlega  blaðagrein nýlega þar sem þeir fullyrtu að verk hefðu ekki verið unnin og margrukkað hafi verið fyrir önnur verk. Miðað við að ekki komi fram frekari verk, sýnist mér að þau gætu auðveldlega fengið á sig kæru og dóm  fyrir atvinnuróg.

Miðað við skrif þín hér að ofan, og að þú kemur ekki fram með neinar nýjar upplýsingar til þess að rökstyðja þitt mál, finnst mér þú með réttu hafa áunnið þér það að vera kölluð rógberi. Slúðurkerlingar voru hér áður ekki dæmdar fyrir róg, þar sem erfitt reyndist að sanna slíkt á þær. Ef þér finnst orðið rógberi erfitt að bera, þá er til annað orð yfir slíkt, og það er lygalaupur.

Sigurður Þorsteinsson, 28.6.2009 kl. 12:29

13 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Er ég rógberi og lygalaupur af því að ég tek mark á því sem sagt er í fréttum? Eru fréttir þá yfirleitt rógburður?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.6.2009 kl. 14:33

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei Margrét Birna, vegna þess að þú berð út róg um annað fólk. Dóttir Gunnars á rétt eins og börnin okkar rétt á því að njóta sannmælis. Ef hún hún er sökuð um að hafa sent inn reikninga til Kópavogsbæjar án þess að það sé sannað, er verið að fara með  ósannindi um hana. Viðkomandi sem ber þau ósannindi á borð fyrir aðra er þá lygalaupur. Ef sá lygalaupur gerir í því að bera þann óhróður út til þess að sem flestir heyri og lesi, er rógberi. Það að viðkomandi lesi slíkt út úr einhverjum fréttum, réttlætir ekki rógburðinn.

Sigurður Þorsteinsson, 28.6.2009 kl. 18:55

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað sagði Gróa á leiti ? Sagði hún ekki einmitt: "Ólyginn sagði mér "

Mér finnst þú Margrét mín Birna einmit vera að gera svipað og hún Gróa. Þú tekur einhverja frétt, sem er afvegaleiðandi og ferð svo áfram með hana og leggur útaf henni við aðra.

Maður verður aðgæta sín á fjölmiðlum. Þeir eru ekki allir vandaðir né heldur áfram um að segja fréttir nema sem þjóna þeirra skoðunum.Trúirði t.d.öllu sem skrifað er í DV ?

Ég heyrði eina frétt sem sagði beinlínis þetta um að dóttirin hefði fengið greitt fyrir hönnun á riti em aldrei kom út. Þetta varð í meðförum fjölmiðla að því að hún hafi fengið greitt fyrir verk sem hún vann ekki. Sigurður Þorsteinsson  hefur skýrt það hvernig í málinu lá.

Eða eins og þú orðar það ;

"Hann lætur dóttur sína hafa verk og  tryggir henni margfalt hærri greiðslur en eðlilegt getur talist og lætur bæjarbúa fá reikninginn, það er ekki fallegur verknaður. Og það er svo sannarlega þjófnaður, hvort sem lög ná yfir hann eða ekki."

Og svo heldurðu áfram: 

"Það getur ekki verið eðlilegt að bæjarstjórinn hafi dóttur sína á jötunni eins og hann hefur gert. Hann hefur sjálfur notað orðið skítapólitík en er ekki bara ósköp eðlileg krafa að þessi viðskipti séu rannsökuð? "

Frjáls Miðlun hefur gefið út ársreikninga Kópavogs frá 1991 held ég flest árin. Fyrirtækið stofnaði Guðjón sem varð síðar tengdasonur Gunnars. Það fóru ítrekað fram verðkannanir á þessum áratugum og leiddu til þess að oftar en var talið hagkvæmast að versla við það fyrirtæki.

Og að slíkum málum koma embættismenn Kópavogs til margra ára. Heldurðu virkilega að maður komist upp með eitthvert svínerí á mörghundruðmanna vinnustað ? heldurðu að þetta fólk sé allt samsafn af pakki og bjálfum, eða lyddum og skriðdýrum ? Heldurðu að þetta ffólk fylgist ekki með almennu verðlagi heldur kaupi bara af vinum Gunnars ?  Í tvo áratugi samfleytt.

Sérðu hvað þú ert að gera  Margrét Birna ?

Þú ert að ausa auri yfir minningu og æru látins sómamanns , hans Sigurðar Geirdal sem var bæjarstjóri í 14 ár. Síðan Hansínu Björgvinsdóttur sem var bæjarstjóri í hálft ár eftir það. Og svo loks yfir  garminn hann Gunnar,  sem er bæjarstjóri frá miðju ári 2005 þangað til að hann er flæmdur úr starfi af þínum líkum um mitt ár 2009.

Bæjarstjórnarferill Gunnars nær aðeins yfir fimmtung þess tíma sem Kópavogsbær er í viðskiptum við Frjálsa Miðlun.

Sigurður Geirdal var bæjarstjóri í Kópavogi frá 1990 til 2004. Heldurðu að hann hafi verið í einhverju samsæri með Gunnari til að borga dóttur hans úr bæjarkassanum fyrir ekki neitt sallan þennan tíma 

 Eða heldurðu að hann Sigurður hafi alls ekki verið að vinna fyrir Kópavogsbúa allan þennan tíma ? Bara að sukka með fá Kópavogsbúa með Gunnari Birgissyni ?

Finnst þér þetta virkilega  í lagi hvernig þú talar ?  Heldurðu ekki að  það geti ekki verið að þér skjótist yfir eitthvað ?

Halldór Jónsson, 28.6.2009 kl. 18:58

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, hversvegna skyldu þeir Ómar, Flosi og Jón Júl vera hæfari til þess að sitja í bæjarstjórn en Gunnar þegar lögreglurannsókn stendur yfir á þeim ?

 Ég finn ekki aðra skýringu en þá sem raunar kemur fram í yfirlýsingum   þeirra , að þeir séu svo vitlausir að þeir skilji ekki hvað fram fer á fundum, skilji ekki eigin tölvupósta eða mælt mál framksæmdastjórans,  sem er kona. Látum vera þó þeir skilji ekki Dr. Gunnar, sem á stundum erfitt með að skýra út einfalda hluti þar sem hann hefur verið meira á háskólastiginu í raunvísindum en í máladeildinni og að auki í tossabekkjunum.

Og það eru svo líka stjórnarskrárvarin réttindi að fólk hefur leyfi til þess að vera hálfvitar. Þessvegna hafa þeir áreiðanlega fullan rétt á að vera kyrrir.

Halldór Jónsson, 29.6.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband