Leita í fréttum mbl.is

Vonlaust !

GREIÐSLUR samkvæmt Icesavesamningnum verða mestar árið 2017 þegar þær munu nema um 3,5% af vergri landsframleiðslu. Þá er gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla verði 2.141.361 milljón króna og Icesave- greiðslur verði 75.529 milljónir króna. Þetta kemur fram í mati á efnahagslegum áhrifum Icesavesamningannasem fjármálaráðuneytið vann og lagt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í gær.

Afborganatímabilið á Icesavesamningnum hefst 5. júní árið 2016 og lýkur 5. júní árið 2024. Í matinu er gert ráð fyrir að greiðslurnar vegna samningsins fari lækkandi með hverju ári það sem eftir er afborganatímabilsins frá árinu 2017 og verg landsframleiðsla vaxi jafnt og þétt um leið. Samkvæmt matinu verða afborganir vegna cesave tæplega 2% af vergri landsframreiðslu í lok lánstímans.

Hvernig dettur svavari Gestssyni og Steingrími J. Sigfússyni að ber þetta á borð ? Þessi þjóð er dauðadæmd ef svona fer fram.

1 % af þjóðarframleiðslu árlega í þrjátíu ár   er það alhæsta sem nokkur þjóð getur á sig lagt fyrir slíka syni sína sem þeir Björgólfar og Sigurjón Digri eru.

Annað er vonlaust !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bretar mun hafa hótað stríði á mælikvarða USA. Hótuðu að beit öllum ríkjum EU til að fella úr gildi kafla í ESS samningnum. 

Birti þýðingu úr Frönsku á rétti innlánara til bóta, hjá Lofti A. í dag. Íslenska þýðingin sem notuð var til að Ófrægja DO er meira en glannlega þýdd á Íslensku. Von að sumir geta ekki samið.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo var þýtt þegar afi Júlíus Björnson eldri var í MR.

Þar eð þessi tilskipun getur EKKI skuldbundið meðlimaríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra hvað varðar innlánara, úr því að þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu  eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innlánaranna í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir;

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 10:00

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Forystumenn þjóðarinnar, sem ætla að skuldsetja Ísland fyrir hærri upphæð en hægt er að greiða og gera óborna þegna landsins að Ísþrælum vegna hótunar Evrópusambandsins og ætla síðan að eyða 6-800 milljónir í samningaviðræður í þeim tilgangi að ganga í það sama samband starfa ekki í mínu umboði.  Það að þeir reyndu að halda samningnum leyndum jafnframt því að leyna lögfræðiálitinu  það er í mínum huga kornið sem fyllir mælinn.  Delar!

Sigurður Þórðarson, 9.7.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvar fékkstu þetta skjal?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2009 kl. 15:37

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

þe. áætlunina

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2009 kl. 15:37

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Felur aukin verg landframleiðsla virkjun Gullfoss?

Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 25% á nokkrum árum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Skjalið er bara úr Mogganum Jakobína.

Var afi þinn og nafni Júlíus sá með búðina ?

Halldór Jónsson, 9.7.2009 kl. 17:53

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Aukin landsframleiðsla. Ætli það sé í fjármálastarfsemi?  Mér er sagt að álverðið verði að vera 1650$ tonnið til að standa undir afborgunum af Kárahnjúkum til 40 ára auk vaxta.  Reyndar fór verðið hæst upp í 3300$ en lengst af hefur það verið undir þessum mörkum og því er Kárahnjúkavirkjun að sliga Landsvirkjun.

 Kárahnjúkavirkjun var á gígantígskan mælikvarða við íslenskt efnahagslíf en samt kostaði virkjunin ekki nema 100 milljarða. Samt ætla stjórnvöld að fara með skuldirnar upp í 2500 milljarða með því að leggja Icesave við þessa 1800 milljarða sem við skuldum nú þegar!!

Sigurður Þórðarson, 9.7.2009 kl. 19:56

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Staðan er vonlaus og miklu svartari en menn gera sér grein fyrir.  Það skiptir litlu máli hvort við skrifum undir skuldasamninga eða ekki. Málið er ekki hvort við getum borgað heldur hvað og hvernig.  Það er þetta "hvernig" sem skiptir útlendinga miklu máli.  Þeir vilja ráða ferð um hvernig er staðið að þessu.  Þeir þurfa að gæta hagsmuna sinna kjósenda og sýna þeim að þeir hafi komið fram af festu og hörku. Það er í þeirra hag að við skrifum undir Icesave og sækjum um ESB.  Notum okkur því þessa staðreynd til að styrkja okkar samningsaðstöðu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.7.2009 kl. 20:18

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég mun aldrei skrifa undir neitt eða kjósa, sem ég sé ekki fram á að geta borgað. þeir sem ætla að gera það verða að koma með rök fyrir því hvernig þeir ætla að borga.

Ég vil ekki skorast undan ábyrgð þjóðarinnar, en ég vil frekar gefast upp á heiðarlegan hátt en að lofa með enn einum svikunum í nafni þjóðarinnar, að ég geti eitthvað sem ég get alls ekki, miðað við núverandi stöðu.

þetta er mín heiðarlega skoðun.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2009 kl. 22:39

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk öll!

Verum bara hreinskilin við þetta fólk allt. Við erum  stödd í hamförum. Við getum byrjað að borga 1 % af landsframleiðslu eftir sjö ár. Enga vexti, ekkert skuldabréf, engin veð. Take it or leave it !

Annars er líklega skynsamlegast í stöðunni að segja að við borgum bara ekki neitt af þessu Icesave. Rukkið bara Bjöggana og Sigurjón Digra.

Það verðu smáhvellur. Við þraukum og finnum okkur aðra vini en þetta helvítis Evrópubandalag. Rússar og Kínverjar eru væntanlegir vinir. Og svo gamli góði Kaninn. Hann á ekkert sökótt við okkur. Við komumst í gegnum þetta með ákveðni og kjarki. En til þess þurfum við að losna við þessa ræflaríkistjórn sem við höfum og fá íhaldið aftur að borðinu. Fyrr fæst ekkert vit í þetta.

"Kratar eru verstir!" sagði Tryggvi Ófeigsson við Ásgeir Pétursson.  

Halldór Jónsson, 9.7.2009 kl. 23:26

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í 1. lagi: Við eigum ekki að borga Icesave. Það er málið.

Í 2. lagi: Tölurnar frá fjármálaráðuneytingu um verga landsframleiðslu árið 2017 upp á 2.141.361 milljónir króna eru augljóslega afar hæpnar og bjartsýnar, eftir að við höfum verið að borga af öðrum skuldum ennþá meiri en Icesave þessi 8 næstkomandi ár.

Þeir Indriði H. Þorláksson voru að gefa sér um daginn, að það væri "varlega" áætlað, að landsframleiðsla myndi aukast um 4,2% á ári næstu árin, af því að þeir höfðu þar til samanburðar 8,4% aukningu hennar á vissu árabili fram undir 2008, en þar tóku þeir kolvitlausan pól í hæðina, því að gífurleg aukning varð þar á álframleiðslu vegna Fjarðaáls og stækkunar í Straumsvík, auk fjármálastarfsemi! Ekkert slíkt er nú á döfinni í viðlíka mæli. Þeir ættu miklu fremur að gefa sér, að allt standi hér í stað (m.a. vegna atvinnuleysis og brottflutnings fólks úr landi og þar með minnkandi þjóðartekna), meðan lunginn af erlendum gjaldeyri fer í að borga ríkisskuldir (sem verður vart framfylgt nema með stalínskum hætti) og miklu minna en síðustu 30?40 ár fer í að greiða fyrir innflutning. Bílainnflutningur mun t.d. leggjast svo gott sem af, og gjaldeyrishöft verða á innflutningi tækja og tóla. Efnahagsleg ísöld heldur svo innreið sína, ef Icesave-svikapakkinn verður samþykktur af einhverju svikapakki á löggjafarþinginu.

Athyglisverðar hugleiðingar þínar þarna í lokin, en þú leikur þér að eldinum með því að tala þarna um Rússa og Kínverja. Rússar fóru svívirðilega með ýmsar smáþjóðir allt frá tíma Leníns, og þú þú sérð nú meðferðina á þessari múslimsku þjóð af tyrkneskum stofni í Vestur-Kína, sem búið er að drepa allt að 600 manns af á síðustu dögum (sjá Mbl.grein í gær, fimmtudag), sbr. einnig meðferð þeirra á Tíbetum! Ég skil ekkert í þér að slást í lið með einhverjum vitleysingum og kommúnistum varðandi þau mál.

Nær væri okkur að stefna að því, að Ísland, Færeyjar og Grænland kæmust undir verndarvæng Bandaríkjanna og NAFTA-þjóðanna – að þau ábyrgist öryggi okkar, þegar Evrópubandalagið færir sig upp á skaftið í norðurhöfum, eins og þeir í Brussel stefna að. Þetta er hótinu skárra en að láta innlimast í þetta sambræðslu-stórveldi á meginlandinu, sem tæki af okkur löggjafarvaldið og yfirráðin yfir efnahagslögsögunni.

Stattu vörðinn og vaktina, Halldór.

Og ætla menn ekki að fara að þora að mæta niður á Austurvöll og MÓTMÆLA SVÍNARÍI VALDHAFANNA? Hvernig væri að standa þar og hrópa kröfur okkar á morgun frá kl. 2?

Jón Valur Jensson, 10.7.2009 kl. 00:45

13 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er einhver von um aukna landsframleiðslu eða hagvöxt undir stjórnvöldum sem eru á móti öllu nema að skríða undir pilsfaldinn á Evrópusambandinu...? Tæpast. Eini hagvöxtur þessarar stjórnar felst í aukinni skattpíningu, en þeir gleyma því að þar er af engu að taka.

Ómar Bjarki Smárason, 10.7.2009 kl. 00:58

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn einn uppgjafarmaðurinn mættur á svæðið (Ómar Bjarki).

BERJUMST fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Burt með svikarana, sem fela mikilvægustu gögn frá þjóðinni til að eiga auðveldara með að troða upp á hana áþján og skuldakúgun. Minnumst þess, sem segir í 2.–4. málslið 91. gr. landráðabálks almennra hegningarlaga, og túlki nú hver fyrir sig eftir sinni lestrargetu:

"Sömu refsingu [fangelsi allt að 16 árum] skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.

Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi."

1) L. 82/1998, 23. gr.

Jón Valur Jensson, 10.7.2009 kl. 01:05

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hugmynd Jóns Vals mætti kalla Nýfundnalandsleið.  Ísland er nú í svipaðri stöðu og Nýfundnaland var eftir síðustu kreppu.  Þeir samþykktu í þjóðaratkvæði með 52% meirihluta að ganga í ríkjasamband við Kanada eftir að hafa þraukað með óyfirstíganlegan skuldabagga í 14. ár!. Auðvita er landfræðilegur möguleiki að Grænland og Ísland verði hluti af Kanada.  Hins vegar mundi það þýða að enskan tæki yfir hér og menningarleg áhrif af þeirri leið yrðu afdrifaríkari fyrir landið en ESB aðild.

Svo má ekki gleyma að við verðum látin borga fyrir Icesave sama hvort við skrifum undir eða ekki.  Annað hvort borgum við með samningi eða tollum. ESB kaupir yfir 70% af okkar útflutningi og hefur því öll tromp á sinni hendi. Bretland er okkar stærsti næsti markaður og því breytum við ekki.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.7.2009 kl. 06:37

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Kratar hafa lýst því að fyrir þeim sé Icesave aukatriði. Það verði bara að skrifa undir svo hægt sé að senda Carli Bildt umsókn um inngöngu í ESB.

Andri, við getum held ég ekkert samið um neitt. Við erumá hnjánum og framtíð okkar er í algerri óvissu. Þjóðin er í lífshættu í bókstaflegri merkingu.

Jón Valur, við verzluðum við Sovét undir Stalin og Beria og höfðum hag af. Ekki vera svona hræddur við að versla við þessar þjóðir ef aðrar vilja ekki versla við okkur.

Andri Geir, við erum ekki að tala um Nýfundnalandsleið ef við segjum að við borgum ekki. Period. Við verðum einangruð um tíma sen það greiðist úr því. Kratarnir segja að við megum ekki styggja EES og ESB af því að 70 % af fiskútflutningnum fer þangað. Það var ekki alltaf svo. Við fluttum mikið til USA var það ekki.

Kína er tilbúið að gera við okkur fríverslunarsamning en hann hefur legið í láginni vegna okkar hirðuleysis, ekki þeirra.Ég hygg að það sé sama með NAFTA, þessu er ekkert sinnt vegna Kratanna og ESB einblíni þeirra.

Halldór Jónsson, 10.7.2009 kl. 13:32

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Undir Hæl Breta innlimuð í EU, undirlögð af skrælingja hráefnis viðskiptum og mengandi iðjuverum ,endum við eins og Nýfundna land af efnahagslegum ástæðum. Bullandi uppvöxtur er í ASÍU helsta keppinautar EU hingað til.

Ísland hefur alla burði til að stands á rétti sínum og skipa sér upp meðal ríkustu þjóða heims.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 13:57

18 identicon

Mikið rétt og ekki gleyma að við eigum enn eftir að finna olíuna. EU langar örugglega í vinnslurétt eða í það minnsta bita af kökunni. Hvað vit er þá í ríkisábyrgð á Icesave?? Leyfa þeim að taka veð í olíunni???

Við eigum eftir að verða ríkasta þjóð í heimi enda að eigin viti gáfuðust allra jarðarbúa.Þannig hafa Íslendingar hugsað og hagað sér lengi

Stöndum á okkar og segjum"Up yours Euroclowns"

Góða helgi allir.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 15:12

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir svarið, Halldór, ég hélt bara, að þú ættir við eitthvað umtalsvert meira en frjálsa verzlun við Rússland og Kina – sem ég er ekkert á moti; hef m.a.s. ítrekað margsinnis, að við eigum að reyna að ná fríverzlunarsamningum við Kína, Japan, S-Kóreu, Indland, Brasilíu o.fl. lönd, ekkert síður en við Mexíkó og Kanada (sem við höfum nú þegar).

Vegna ummæla Andra Geirs vil ég taka fram, að ég var alls ekki að tala um Nýfundnalandsleiðina. Ég vil að Ísland verði áfram frjálst ríki og fullvalda.

ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ESB! Það hrópaði ég margsinnis fyrir utan Alþingishúsið áðan og fekk aðra í lið með mér, meðan þingmenn ræddu þar umsókn um innlimun í það tröllabandalag. Einnig hrópuðum við: ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ESB! og ennfremur ENGA SVIKASAMNINGA! og margt fleira.

Hvar eru allir hinir? Þora menn ekki út í góða veðrið að berjast fyrir sjálfum sér? Icesave kostar hverja 4 manna fjölskyldu minnst 4,8 til 8,8 milljónir króna, í ofanábót við alla aðra áþján vegna annarra og enn meiri skulda. En hér er sá munurinn, að við EIGUM EKKI AÐ BORGA Icesave-skuld Landsbankans.

NÚ, NÚNA er tíminn til að mótmæla; það er of seint eftir viku!

Og svikarar eru að bræða það með sér hvernig þeir geti sem snarlegast troðið okkur inn í Evrópubandalagið. Þeir voru hrópaðir niður í dag.

Ég var með hreinskilið erindi um Icesave-svikamálin í Útvarpi Sögu kl. 12.40, endurtekið líkl. kl. 18.00 í dag og svo rétt fyrir hádegi á morgun.

Jón Valur Jensson, 10.7.2009 kl. 15:40

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Valur,

Var að hlusta á ræðu þína á Sögu rétt í þessu. Skeleggur varstu. Er með þér í anda á Austurvelli.

Ég er sammál Pétri Hákoni um það, að við getum orðið ríkastir þjóða Íslendingar. Helsta hindunin eru of margir kommar og kratar.

Við þurfum að hefja eitthvað mannræktarátak til þess að vinna gegn þessari tegund alltof útbreiddu heilafötlunar.

Bættur efnahagur allra  er besta meðalið gegn komma-og kratisma. Því verðum við að efla alla atvinnustarfsemi sem allra mest, virkja og byggja.

Engan "hégóma og bull,

en  meira silki og ull,

meira verksmiðjuskrölt,

fleir sýrur og sölt, "

eins og Davíð (frá Fagraskógi) orðaði það.

Við sitjum á krossgötum og eigum að versla of alla Atlantzála. Við alla og ekki láta fífla okkur í ómerkilegt tollabandalag eins og ESB er.Hér eiga allra myntir heimsins að vera jafngjaldgengar, ef þú vilt ekki krónu eða dollar þá færðu bara pund eða evru. 

Halldór Jónsson, 10.7.2009 kl. 18:59

21 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Halldór! Setja markið nógu hátt og byggja á  bjargi. Þegar ég var í sveit og maður þurfti að stökka yfir sprungur var miðið sett langt fram yfir lendingar brúnina. Hugrekki er þor.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 19:21

22 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Segjum svo að við neytum að borga Icesave sem fellir ESB umsókn sjálfkrafa.  Lánshæfni landsins mun fall niður í "junk flokk" og flestar erlendar fjármálastofnanir mega ekki hafa viðskipti við nema "investment grade" aðila þannig að erlend fjármálaviðskipti munu að mestu stöðvast nema með hjálp IMF.  Líklegt er að ESB muni líka þetta illa og setja pressu á Ísland með því að segja upp EES samningnum og setja tolla á íslenskan fisk.  Segjum svo að það finnist erlendir aðilar sem þrátt fyrir allt vilji koma með fjármagn til landsins til að byggja og virkja eins og þú segir.  Hvað heldur þú að ávöxtunarkrafa þessara aðila yrði til að dekka þeirra vaxtaálag við þessar aðstæður?  Íslendingar munu ekki auðgast af svona samningum heldur útlendingar.  Við verðum eins og Írak.  Nóg af olíu en engir peningar til að vinna hana og setja á markað.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 11.7.2009 kl. 11:27

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samdráttur í EU er kominn í meir en 5%. Dómstólaleiðinn: Bretar mega ekki við umræðu um lokun lánalína og beitingu hryðjuverkalaga, þar sem þeir högnuðust allra mest á vexti einkabankanna. Málaferli eru í uppsiglingu út um allt EU, þar sem neytendur telja sig svikna: talið trú um almenna ávöxtun sem fæst ekki staðist. Einkamál á hendur Landsbanka. Icesave: ein hliðin er að hlífa eigendum,stjórnendum og Bretum við raunverulegi ábyrgð meintrar glæpastarfsemi. Stóra hliðin er að veikja mótstöðuafl Íslands gegn innlimun og sníkjuauðmagni.  

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 12:40

24 Smámynd: Halldór Jónsson

Andri Geir

Það er verst fyrir þá sjálfa að segja upp EES. Þá fá þeir bara dýrara að éta. Auk þessa yrðu þeir berir að hefndaraðgerðum gegn aumingjum, flott til afspurnar fyrir gamla nýlendukúgara og þrælasala eins og Hollending, Belga og Englendinga.

F....them all. Við borgum ekkert nema ef okkur passar. Ég vil fá stjórnmálamenn sem þora að gera eitthvað og eru ekki eins og hræddar geitur eða eins og Steingrímur J. og Svabbi Gests 

Halldór Jónsson, 11.7.2009 kl. 19:40

25 Smámynd: Bjarni Þór Hafsteinsson

Hún er ólíðandi sú niðurlæging sem Íslenska þjóðin er nú að verða fyrir. Að alþjóðasamfélagið-Bretar, Hollendingar, ESB og alþjóða handrukkunarsjóðurinn ætli sér að ráðskast með Ísland og eigur og aulðlindir á þeim hátt er þeim sýnist.

Ég tek undir með Halldóri F... them all.

Og það er nauðsyn: Að það komi fram stjórnmálamenn (og flokkar?) sem þora að berjast fyrir heiðri og sjálfstæði Íslands. Hverjir eru tilbúnir að taka slaginn? 

Bjarni Þór Hafsteinsson, 12.7.2009 kl. 00:22

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

HJ: "Auk þessa yrðu þeir berir að hefndaraðgerðum gegn aumingjum, flott til afspurnar fyrir gamla nýlendukúgara og þrælasala eins og Hollending, Belga og Englendinga."

Rétt hjá þér, Halldór.

Gungurnar hér heima eru alltaf að gefa sér, að ef við neitum að borga, muni þeir beita okkur refsiaðgerðum. En þær vita ekkert um það (gungurnar þ.e.a.s.). Við myndum ekki neita að borga án þess að skora á fjendurna að sækja hingað sinn meinta "rétt", ef þeir telja sig hafa hann, bölvaðir lygararnir, sem sneru merkingu tilskipunar Esb um innistæðutryggingasjóði gersamlega á hvolf!

Skyldu þeir taka áskoruninni? En ef ekki, veikist þeirra málstaður frammi fyrir heimsbyggðinni.

En þar að auki, fyrir þá sem hafa geð sér til að semja við þessa fjárkúgara um breytingar á Icesave-samningnum, þá sjá stjórnvöld Breta nú þegar svo marga afleiki af hálfu samninganefndar okkar og hafa náð svo ótrúlega miklum árangri með sinni öflugu samninganefndarsveit (sem OKKUR er ætlað að borga, þ.e. sérfræðinga þeirra!), að þeir hafa auðvelt færi á að bjóða afslátt frá þessum svikasamningi, ef naumur meirihluti Alþingis fellir hann. En ekki myndi ég skrifa upp á slíkan samning fremur en hinn. Þeir geta troðið þessu öllu upp í kokið á sér.

Jón Valur Jensson, 12.7.2009 kl. 03:14

27 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ætli viðhorf Breta og Hollendinga ráðist ekki frekar af þeirri staðreynd að,

"Beggers can´t be choosers"

Það má ekki gleymast að bresk og hollensk stjórnvöld verða að gæta hagsmuna sinna kjósenda sem margir hafa farið ansi illa út úr glæpastarfsemi örfárra Íslendinga.   

Svo er ég ekki sammála að Hollendingar og Bretar hafi niðurlægt þessa þjóð það höfum við sjálf gert.  Þjóðin á skilið þá stjórnmálamenn sem hún kýs yfir sig og hún kaus Davíð Oddsson með miklum meirihluta sem gerði Björgúlfsfeðgum kleyft að opna glæpasjoppuna Landsbankann með hörmulegum afleiðingum.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.7.2009 kl. 08:45

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Borguðu Feðgar ekkert út í reiðufé?

Komu þeir inn með fjársterkt bakland?

Það geta varla margir einstaklingar hafa fundist hér á landi til uppfylla skilyrðið um einkavinavæðingu. Allir Bankastjórar þriggja stærstu Fjármálastofnanna í hverju ríki munu allavega eftir ráðningu verða mjög nánir æstu yfirmönnum hvers ríkis. Heimurinn er ansi lítill þarna uppi: óháð fjölda almennings. 

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 09:35

29 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gleymum ekki útvegsbankanum!

Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband