Leita í fréttum mbl.is

Innhverf íhugun ?

Einn greindur vinur minn kom til mín í þunglyndinu yfir flokknum mínum og umsókn Íslands  um aðild að ESB.

 

Hann sagði:

 

“Huggaðu þig við það, að það fækkar í hópi félagshyggjufólksins á stjórnmálasviðinu, á borð við þá sem eru að spreyta sig á þjóðinni um  þessar mundir.  Þessu fólki sem heldur að aukin skattlagning  þeirra sem enn hafa vinnu geti aukið þjóðinni þrek og getu. Flest af þessu er fólk, hefur aldrei þekkt annað en að eiga vísan launatékkann sinn frá ríkinu næsta föstudag.Er ekki bara gott að það geti orðið upptekið við annað en að finna upp nýja skatta á okkur ?

 

Var það ekki jákvætt að  ESB stöðvaði þetta lið í að hækka VASK-inn í 28 %, það var víst eitthvert ákvæði í regluverkinu sem kom í veg fyrir þetta.  Þegar fram líða stundir flyst svo margt kerfisfólk til Brüssel að vinna í krateríinu þar, að Ísland verðu mun betra á eftir. Það verður landhreinsun.. Vertu bara feginn að losna við það til kontóranna í ESB. Þá skaðar það okkur minna því áhrif þess dofna hérlendis.Það verður minna pláss til að finna upp nýjar séríslenskar vitleysur þar sem það er búið að finna svo mikið upp af vitleysum  í regluverkinu fyrir okkur. Svo þú sérð að ESB hefur mikla kosti fyrir landið!

 

Það er eins með Sjálfstæðisflokkinn. Hann mun smátt og smátt laxéra út þessu fólki, sem heldur sig vera stærra en flokkurinn .  Hefur bara sannfæringu sína til að fara eftir en varðar ekki hætishót um niðurstöður landsfundar um stefnu flokksins. Fólk, sem er líkt gömlu kóngunum í því að telja sig  hafa sitt umboð frá Guði en ekki landsfundi flokksins. Auðvitað ertu fúll yfir að hafa haldið  að við  værum í  flokki  með  fólki sem tryði á sömu hugsjónir og við og virti stefnu flokksins frá landsfundi.  Vertu þolinmóður, upp úr þessari öskustó mun Sjálfstæðisfálkinn rísa sem Fönix  úr öskustónni og hefja sig til flugs á ný. Laus við ýmsa óværu verður hann aftur traustur bakhjarl hinn gömlu góðu gilda,  flokkur allra stétta-Sjálfstæðisflokkur. Þetta lagast allt kall minn , þetta lagast. ”

 

Ég sat  nú hljóður og hnípinn  eftir þessa ræðu vinar míns. Veit ég  um þessar mundir í hvaða pólitíska átt ég á að horfa?  Getur maður verið í flokki og lent óvart í ESB án þess að hafa viljað það ? Til hvers er maður í flokki ? Er maður orðinn pólitískur munaðarleysingi ? Íslendingur, sem á bráðum ekkert föðurland nema tollabandlag Kratanna í ESB?

 

Þarf ég bara ekki  að  fara í pólitíska endurhæfingu og innhverfa íhugun ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Allt satt og rétt. Það þarf að hreinsa til í flokknum og mætti vel byrja á ritstjórn Morgunblaðsins. Hún hefur valdið flokknum gífurlegum skaða undanfarin misseri. Því er ekki Björn Bjarnason gerður að ritstjóra? Þar væri réttur maður á réttum stað. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 20.7.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Vilhjálmur,

Þjónar Mogginn ekki eigendum sínum með því að ráða sér leigupenna til að skrifa það sem þeim þóknast. Er einhver munur á Mogga og Fréttablaðinu hvað þetta snertir ? 365 Milðlar þjóna  þeir Bónusfeðgum ? DV ?

Ég held að Davíð haifi haft rétt fyrir hvað varðar yfirráð pengingafurstanna á fjölmiðlum þó að Ólafur píreygi hafi séð nauðsyn þess að stöðva" hans skítlega eðli " í þessu máli, úr því að hann lá við höggginu. Ekki ólíkur frænda sínum Þorgeiri Hávarssyni. 

Halldór Jónsson, 21.7.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Vandamálið er ekki síst að Mogginn hefur undanfarin ár ráðið fullt af ungum blaðamönnum, nýsloppnum úr forritun hjá Þorbirni Broddasyni og hinum kommunum upp í háskóla. Þetta lið hefur yfirtekið blaðið smátt og smátt, ekki ólíkt því að kommarnir yfirtóku fréttastofu útvarps á sínum tíma og síðar ýmislegt fleira, t.d. Amnesty. Það þarf að moka flórinn algerlega hjá Mogganum og raunar víðast annars staðar í fjölmiðlun, en hér er við ramman reip að draga.

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.7.2009 kl. 18:54

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hvernig væri nú að reyna að koma upp faglegu dagblaði sem dregur tauma eigenda í hæfilegu óhófi..... það er víst bjartsýni að fara fram á það að dagblöð séu óháð og frjáls, því það verða þau seint. Og það myndi væntanlega litlu breyta í því tilliti þó Björn Bjarnason yrði gerður að ritstjóra Moggans. Það gæti hins vegar vegið upp á móti Fréttablaðinu og maður væri þó nokkuð viss um í hvers þágu blaðið er. Best að hafa þá hluti á hreinu. Spurning hvort það ætti ekki að standa skírum stöfum á forsíðum blaðanna hverra máli þau tala.....?

Ómar Bjarki Smárason, 21.7.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú er Mogginn með ESB, áður á móti, nú er hann með kvótanum en áður á móti. Nú er hann að túlka skoðanir  ritstjórans og pabba ritstjórans í ESB málum. og svo eigendanna Samherjafrændanna, og ekkju Sigurðar í Eyjum, þess afbragðsmanns.

Þorsteinn Már var með Jóni Ásgeiri í Sjóð9 dæminu og Glitni þannig að ekki fer nú Mogginn að gera annað en Þorsteinn og vinurinn Jón Ásgeir vilja. Þannig ræður Jón Ásgeir bæði Mogganum og Fréttablaðinu hvað meginlínur snertir. Og DV ræður hann líka í gegnum kumpán sinn Hrein Loftsson til margra verka og Tortólaæfinga. Og stöð 2 stjórnar hann alveg líka.

Þorsteinn Pálsson í Fréttablaðinu dásamar það af Kögunarhól sínum hvernig Ragnheiður Ríkharðs og Þorgerður klufu Sjálfstæðisflokkinn í ESB málinu. Þetta sé nú aldeilis fínt að hafa sjálfstæða þingmenn.

Mér fannst hann Þorsteinn Pálsson sjálfur nú heldur fúll þegar Albert fór á sínum tíma vegna þess að Þorsteinn hafði aðrar skoðanir en Albert og uppskar Borgaraflokkinn í staðinn. . Eftir það sáu nú allir að það væri betra að fá annan formann, nema ég sem stóð með Þorsteini því hann var jú formaður. En ég held nú að það hafi verið gott að hvíla hann og fá Davíð enda kaus ég hann alla tíð síðan sem ég gat. 

Jón Ásgeir stjórnar ekki Moggablogginu ennþá, sem er orðið eini frjálsi miðillinn í landinu að frátalinni ÍNN hans Ingva Hrafns, sem er eins og eldstólpi í eyðimörkinni, Arnþrúður á Sögu gapir uppí Bónusfeðga af því að Jói lánaði henni pening og hún er hans bandingi síðan.

Það eru margir að spyrja mig af hverju  ég skrifi aldrei í Moggann. Þeir hættu , í tíð Styrmis, að birta greinar eftir mig nema líkræður og stofnuðu fyrir mig bloggsíðu sem þeir sögðu mér að ég mætti skrifa á og það hef ég gert mér til dundurs og veri þeir margblessaðir fyrir þessi almennilegheit við gamalt fífl.

Og Fréttablaði hætti líka að birta tilsendar greinar frá mér svo ég hætti að angra þá líka. Enda er það blað hundleiðinlegt einsleitt áróðursblað, með litaðar fréttir og þjónkunin við Baugsveldið yfirþyrmandi og leiðinlega greinahöfunda. DV er miklu betra blað að verða, þeir taka þó á málunum. Þþó þeir ljúgi oft eins og þeir eru langir til þá eru þeir skemmtilegt og vel upp sett blað, það mega þeir...   eiga 

Þegar þið farið að hugsa um það, þá er ekki í nein hús að venda fyrir fólk en Bloggið og Facebook. Hún finnst mér hinsvegar svo leiðinleg og vitlaus, fólk talar bara um sig sjálft og nærbuxurnar sínar, hver nennir því  til lengdar ? Hvaða tilgang hefur það að senda svona smáblaði eins og Mogginn er orðinn, sem ekki helmingur þjóðarinnar les , grein sem kemur eftir mánuð þegar hún er orðinn úrelt.Alveg er þetta eins með Fréttablaði, greinar koma seint eða aldrei ef innihaldið er Bónus ekki þóknanlegt. Og ég held að það sé nú farið að gilda líkt með Moggann. Ég kaupi hann ekki og nenni lítið að fletta honum. Þó er Mogginn miklu skemmtilegri en Fréttablaði, sem er svo leiðinlega uppsett, leiðinlegar greinar eftir kommúnista eða krata sem er enn verra, auglýsingar um hvað Bónus sé góður og svo smáauglýsingar frá Rauða Torginu og mótorhjólasölum.

Bloggið virkar strax og þeir lesa sem vilja.

Halldór Jónsson, 22.7.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband