Leita í fréttum mbl.is

Hringekja Þorvaldar Gylfasonar.

Þorvaldur Gylfason skrifar enn í Baugstíðindin í dag. Skemmtilega og fróðlega grein eins og hans er von og vísa. .

Prófessor Þorvaldur hefur áður lagt mikla áherslu á það að Ísland gangi í ESB.

Í þessari grein rekur hann það í glöggu yfirliti, hversvegna smáþjóðum hafi fjölgað og að þeim vegni yfirleitt alls ekki verr en stærri þjóðum og oftast mun betur.  

"Sumir kenna smæð Íslands um bankahrunið og efast um getu Íslendinga til að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki. Ég er á öðru máli. Af öllum ríkjum heims, rösklega 200 talsins, eru um 100 minni en Ísland að flatarmáli, og hin 100 eru stærri. Á mælikvarða mannfjöldans er Ísland samt klárlega smáland, en þó ekki dvergríki. Um 40 lönd eru fámennari en Ísland. Það er álitlegur hópur. Helmingur allra ríkja er fámennari en Danmörk með röskar fimm milljónir manna. Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru mörg og stórveldin fá. ESB er smáríkjasamband."

Enn segir dr.Þorvaldur:

"Mannfæðin er mesta félagsböl Íslendinga, sagði Einar Benediktsson skáld. Hann og aðrir lögðu til, að Íslendingar flyttu inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að stækka landið. Þeir eygðu enga leið til að bjóða Íslendingum viðunandi lífskjör til langs tíma litið nema með því að fjölga þeim nóg til að ná því, sem eðlisfræðingar kalla "krítískan massa". Þennan krítíska fólksmassa töldu þeir liggja langt yfir 100.000, sem var íbúafjöldi landsins 1925. Í Aþenu til forna bjuggu 200.000 manns og vegnaði vel. Feneyjar og Flórens blómstruðu á miðöldum með 115.000 og 70.000 íbúa, en þær voru að vísu í alfaraleið ólíkt Íslandi og gátu bætt sér upp mannfæðina með miklum viðskiptum við önnur svæði."

Þorvaldur spyr enn: 

"Hvers vegna er Evrópa ekki eitt land? Það stafar af því, að fólk er ólíkt og hefur ólíkar hugmyndir, óskir og þarfir. Þess vegna eru lönd heimsins mörg og misstór. Krafan um batnandi lífskjör í skjóli hagkvæms stórrekstrar knýr að sínu leyti á um sameiningu og samruna."...... "Kýpur og Máritíus eru fámenn eyríki, þar sem ólíkir kynþættir búa saman og efnahagurinn hefur blómstrað."

Enn skrifar Prófessorinn: 

"Reynslan sýnir, að smáþjóðum vegnar í efnahagslegu tilliti engu síður en stórþjóðum á heildina litið og stundum betur að því tilskildu, að smálöndin bæti sér upp óhagræði smæðarinnar með miklum viðskiptum við önnur lönd. "

Svo kemur niðurstaðan úr athugun á gengi smáþjóða í heiminum: 

"Íslendingar tóku rétta ákvörðun í sjálfstæðismálinu á sínum tíma. Engin efnahagsáföll munu nokkurn tímann raska þeirri niðurstöðu. Mannfæð þarf ekki að standa í vegi fyrir skilvirku fullveldi, hagvexti og velferð, sé vel á málum haldið, þótt færa megi rök að því, líkt og Einar Benediktsson gerði, að fleira fólk myndi lyfta landinu. "

Þorvaldur Gylfason vill ganga í ESB. Hann telur Ísland hafa gert rétt með því að verða sjálfstætt ríki. Hann telur að smáþjóðum geti vegnað vel með mikilli milliríkjaverslun eins og Ísland hefur.  Ísland sé alveg nógu stórt til að geta staðið á eigin fótum.

Hversvegna er niðurstaða prófessorsins:

"Aðild að ESB stefnir að stækkun Íslands."

Hvort var þá réttara að gerast sjálfstæð þjóð eða flytja inn erlent vinnuafl ? Eða gerðum við ekki hvorutveggja ? Tæknilega geta komið hingað milljón A-Evrópubúar á morgun vegna Schengen samningsins.  Hverju á ég að trúa ?

Eða er prófessorinn bara að skemmta sér  í hringekju ESB ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Skemmtileg pæling hjá þér Halldór. En mér sýnist prófessornum nú hafa tekist að skemmta bæði sjálfum sér og þér einnig.

En í Aþenu hið forna voru ekki orkuveitur, flugfélög, kvóti eða útrásarvíkingar. Það er því ekki nema vona að þeim hafi vegnað vel um tíma, a.m.k

Gekk okkur ekki bara nokkuð vel á tímabilinu 1991 til svona 2001 eða þangað til farið var að gefa bankana og ýmislegt fleira. Er þetta ástand í dag ekki bara allt einkavæðingarnefnd að kenna....? Og skiptu þeir sem þar sátu ekki allir um lið....?

Það þarf að gera úttekt á tímabilinu 1991 - 2001 annars vegar og 2001 - 2008 hins vegar og sjá hvar munurinn á milli þessara tveggja tímabila liggur. Er þetta ekki svona fyrir og eftir útrás...?

Ómar Bjarki Smárason, 13.8.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Að sönnu er prófessorinn glöggur maður og margt til lista lagt, en ESB-aðild Íslands mun ekki stækka landið, heldur þrengja kosti þess. Kannski mun Evrópa verða einskonar vandræðabarn veraldarinnar, þegar frá líður. Hver veit? En kratar eru ekkert sérlega hrifnir af fámenninu hér og er skemmst að minnast þeirra sjónarmiða Bifrastarrektorsins, sem vildi flytja hingað svo 4-5 milljónir útlendinga, svo landið yrði almennilega byggilegt.

Gústaf Níelsson, 13.8.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Fyrir og eftir Krist ?. Kannki verður einhverntíma sett skora í borðstokk sögunnar við þessa atburði.

Já, ég held líka að rektorinn hafi heldur ekki gert neinn greinarmun á því hvernig þessar milljónir ættu að vera á litinn. Eina álfan þar sem slíkt mannval liggur á lausu er Afríka.

Af hverju hefur enginn spurt hann nánar útí þetta mál?

Halldór Jónsson, 13.8.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í ljósi öldrunar þegna Þýskalands þá sér ríkisstjórn Þýskalands sér ekki fært að eyða nema 50 miljörðum evra í mótvægisaðgerðir gegn kreppunni.

Þeir treysta sér ekki að skuldsetja landið fyrir meiru en þessu. Þetta er rétt að fara í gengum þýska þingið núna. Skrifar Der Spiegel.

Þýskaland treystir sér semsagt ekki í meira því það verða engir til að borga skuldir þýska ríksins í framtíðinni því þá verða nefnilega allir lifandi dauðir í Þýskalandi, því engir fæðst nýjir skattgreiðendur (börnin) í þessari blessaðri hóstandi vél evrusvæðisins. Þeir geta því ekki tekið á sig nýja Versala samninga eins og ríkisstjórnin á Íslandi vill troða ofaní framtíðar skattgreiðendur Íslands alveg að nauðsynjalausu. Treysta sér ekki í það aftur.

Þýskaland ætlar sér því að treysta á V-laga kreppu sem allir sem hugsa smávegis vita að verður einmitt ekki V-laga heldur W-laga eða L-laga.

Þetta verður "one off shot" í byssunni hjá Þýskalandi því landið hefur ekki efni á meiru: framtíðarhorfur þess eru svo kolsvartar.

Þetta er það sem Þorvaldur Heimsendir vill steypa Íslandi inn í. Eitt stórt elliheimili sem á sér eina stóra svarta framtíð og óneytanlega jafn ömurlega fortíð (ef maður horfir burt frá nýlendutímabilinu)

Já, þetta mun stækka augun í Þorvaldi.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 01:04

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Tkk fyrir þetta Þorsteinn, frábær analysa hjá þér á þinni síðu.

Gunnar, þú kemur að vanda inná kjarna málsins, sem er etnografía landanna. Það er nefnilega hárrétt að þetta Damoklesarsverð hangir yfir Þýzkalandi og búið að vera lengi.

Þeir hafa leyst það með því að flytja stöðugt  inn óþjóðir til landsins og eru komnir í bullandi vandræði vegna þessa.

Deutsche Wunderkinder nefnilega hikuðu ekki við að selja land sitt fyrir stundarhagsmuni elveg eins og kollegar þeirra í íslenzku Samfylkingunni er tilbúnir að gera án tafar.

4 milljónir( Afríkubúa) strax til Íslands  sagði pófessor Ágúst Einarsson í útvarpið einu sinni.

Halldór Jónsson, 14.8.2009 kl. 13:00

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ekki að furða þó raunverð fasteigna hafi fallið um 20% frá árinu 2000 til 2005 í Þýskalandi. Maður þorir varla að gá lengur hvernig þetta stendur til núna. Frá 2005 til 2008 fækkaði Þjóðverjum um 400.000 manns. Þetta er aðeins byrjunin á rússíbanaferð Þýskalands, Spánar, Ítalíu, Portúgal og allarar Austur Evrópu niður í holskeflu hnignunar á öllum mörkuðum þessa efnahagssvæðis.

En þetta lagast náttúrlega í kosningunum núna í september því þá mun 50% kjósenda í Þýsklandi verða orðnir sextugur og eldri svo ekki mun verða kosið um neitt nema meðvinda á hjólastígum Þýskalands því ekki verða bílar þeirra þar á ferð á næstu áratugum því sá ritvélaiðnaður Þýskalands er steindauður og sömu sögu er að segja um allt samfélags- og iðnaðarmódelið í Þýskalandi. Það lifir aðeins á náð og miskunn frá hagkerfum sem geta búið til eftirspurn heima hjá sér

Verst er að þetta hefur mikil smitandi áhrif því Danmörk sem er rígbundin föst við Þýskaland og evrusvæðið er að sökkva með því. Danmörk hrapar bara og hrapar á listnaum yfir ríkustu þjóðir í OECD og er að ná Þýskalandi í sniglabandalagi ömurlegs hagvaxtar hin síðustu mörg ár. Eftir 7 ár er Norðursjávarolía Danmerkur búin og þá mun ginið gapa stórt og gleypa þetta norræna "velferðarkerfi" hennar Jóhönnu og bryðja það mélinu smærra. En þá veð ég farinn. Löngu farinn.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.8.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband