Leita í fréttum mbl.is

Blátt armbindi?

Enn er prófessor Þorvaldur Gylfason á ferð í Baugstíðindum. Nú finnur hann út að þó að við séum öll sek í hruninu, eins og Þjóðverjar í Helförinni undir forystu nasistaflokksins.Hér  sé það Sjálfstæðisflokkurinn sem sé hinn raunverulegi sökudólgur. Hann segir:

" Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, heldur áfram að reka sig á veggi. Hún ætti ef til vill að athuga, hvort þeir stjórnmálaflokkar, sem leiddu hrunið yfir landið í eiginhagsmunaskyni, eða menn á þeirra vegum, hafi gerzt sekir um refsiverða háttsemi. Fordæmi er til. Saksóknari rússneska ríkisins lýsti Kommúnistaflokki Rússlands sem glæpasamtökum fyrir rétti 1992"

Ég geri fyllilega ráð fyrir því, að prófessor Þorvaldur eigi hér við Sjálfstæðisflokkinn en ekki samstarfsflokk hans í hruninu, Samfylkinguna. Langur formálinn um uppgang nasista í Þýzkalandi til niðurstöðunnar og hlutfallslegt og sambærilegt kosningafylgi þeirra er nokkuð bein tenging við atburðina á Íslandi.

Enda hafði Þorvaldur þetta að segja fyrr í greininni:

"En ábyrgð þjóðar á ríkisstjórn í lýðræðisríki felur ekki í sér sekt þjóðarinnar. Við berum öll ábyrgð á bankahruninu og afleiðingum þess, hvort sem okkur líkar það vel eða illa, og það er hörmulegt, en við erum ekki öll sek, því fer víðs fjarri."

Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er sekur sýnist manni vera niðurstaða Þorvaldar Gylfasonar rétt eins og Nasistaflokkurinn bar ábyrgð í Þýskalandi. Of hver var formaður Nasistaflokksins ? Og hver var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins?

Eigum við sjálfstæðismenn að fara að bera sértök einkenni til tákns um að við iðrumst og lofum að lúta leiðsögn eldstólpa eins og Þorvaldar Gylfasonar?  Viðurkennum "skítlegt eðli " okkar og lofum að gera þett aldrei aftur?

Blátt armbindi með sorgarrönd ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þið ráðið hvernig þið klæðið ykkur og hvort þið iðrist en ykkur skal ekki koma á óvart þó fólk geti ekki fyrirgefið ykkur meðan þið sýnið enga iðrun. Hvort þið sækist eftir virðingu eða fyrirgefningu meðborgara ykkar er ykkar að ákveða.

Héðinn Björnsson, 20.8.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband