22.8.2009 | 00:43
Samþykkja Icesave eða hafna!
Ég átti tal við sjóaðan lögfræðing í kvöld. Hann nam ungur alþjóðarétt við útlenda háskóla. Lifði langa ævi í hinum slungna heimi lögvísinnar og stjórnmála, -maður margra sæva og mikilla landa, og mikillar reynslu.
Hann sagði Icesave málið væri að grunni til einfalt samkvæmt alþjóðavenjum. Samningurinn væri gerður milli þriggja ríkisstjórna sem allar hefðu þingmeirihluta á bak við sig. Slíkum samningum yrði ekki breytt. Þeir væru gerðir og þeir giltu. Hvert þjóðþing gæti hafnað samningnum sem þá félli allur úr gildi. En honum yrði ekki breytt eftirá.
Öðru máli gegndi ef einn samningsaðili á síðari stigum sæi sig tilneyddan að óska endurskoðunar. Þá væri alþjóðavenja að gera slíkt.Semja uppá nýtt. Enda væru þá komnir aðrir þingmeirihlutar, aðrar ríkisstjórnir osfrv.
Hans álit var, að það yrði að skrifa undir óbreyttan samninginn um Icesave úr því að ríkisstjórnin,-Ögmundur líka,- eru búin að samþykkja hann. Fyrirvarar væru aðeins blekking og væri ekki hægt að bera fyrir sig við löglega gerðan samning eins og Icessave er.
Þjóðin á það pólitískt við ríkisstjórnina hvað hún gerði henni með samningnum. Samningurinn verður ef til vill talin ganga næst landráðum einhverntímann eins og menn hafa látið. Það verður útkljáð síðar.
En núna, þýðir ekki annað en að staðfesta. Án fyrirvara því þeir eiga aldrei við í milliríkjasamningum sem þessum. Eða hafna alfarið. Og þá er þessi stjórn auðvitað fallin.
Þetta er hin lagalega skýring manns sem hefur meira lagavit en ég. Ef til vill skortir aðra meiri menn en mig einhvern lagaskilning í alþjóðaréttti sem nú hæst láta á Alþingi.
Sem sagt: Samþykkja samninginn eins og hann er, nota svigrúmið, -Og beiða síðan upp síðar eins og beljurnar gera ef fóðurskortur verður. Sem verður líklega!
Eða hafna samningnum og taka því sem af höndum ber. Enda er best að Steingrímur fái ekki útlent fjármagn frá AGS til að koma á norrænu velferðarkerfi á Íslandi fyrir meiri skuldsetningu þjóðarinnar en orðið er. Vinstri stjórnir kunna ekki með fé að fara. Og áreiðanlega ekki Jóhanna Sigurðardóttir -eyðslumálaráðherra margra ríkisstjórna.-
Það er meira að mínu skapi að þiggja aldrei frið ef kostur er á ófriði! Þessvegna græt ég ekki það, að ganga úr EES, og fara aldrei í ESB Bjóða þessum dónum byrginn og hananú! Vingumst við Rússa og Kínverja úr því að Evrópuþjóðirnar og Bandaríkjamenn vilja ekki hjálpa okkur. Verum vinir vina okkar en óvinir óvinum okkar.
Áfram Ísland!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll; Halldór, æfinlega !
Vel mælt; verkfræðingur góður.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 00:57
Já, höfnum Icesave-samningnum alfarið, það eru alltaf að koma fram fleiri gögn, sem sataðfesta, að það er eina 100% rétta leiðin.
VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA NEITT AF ICESAVE-SKULDUM LANDSBANKANS! Það er staðreynd málanna og m.a.s. staðfest af frönskum dómstól, af áliti franska seðlabankans og í dómi Evrópudómstólsins í Lúxemborg! (C222 árið 2002), eins og Vigdís Hauksdóttir, alþm. og lögfræðingur, upplýsti um í ræðu sinni á nýliðnu kvöldi og hefur áður talað um. Um þetta hef ég margt ritað og þá ekkisíður hann Loftur verkfræðingur Þorsteinsson (altice.blog.is), einnig ýmsir aðrir, s.s. Frosti Sigurjónsson, Guðm. Ásgeirsson, Axel Jóhann Axelsson, Jón Lárusson o.fl. moggabloggarar.
Svo þarf að hefjast handa við að verja þjóðina erlendis með kynningu lagalegs réttar okkar í málinu, bæði gagnvart almenningi þar og stjórnvöldum; það kostar tíma, fyrirhöfn og sérfræðinga, en það er margfaldlega þess virði.
Jón Valur Jensson, 22.8.2009 kl. 02:16
"Vingumst við Rússa og Kínverja úr því að Evrópuþjóðirnar og Bandaríkjamenn vilja ekki hjálpa okkur. Verum vinir vina okkar en óvinir óvinum okkar."
Hm....................................... með bláa armborða?
Björn Birgisson, 22.8.2009 kl. 03:17
Sæll Halldór,
Takk fyrir athyglisverðan pistil. Það sem þinn lögfróði maður hefur að segja kemur mér ekki á óvart enda hef ég haldið því fram á mínu bloggi að happasælast sé fyrir okkur að samþykkja þennan ógæfusamning án fyrirvara og fara fram á endurskoðun seinna. Ég get nú sagt þér að það er ekki mikil stemmning fyrir þessu hér í bloggheimum enda held ég að ég sé sá eini sem held út svoleiðis skoðunum.
Svo er ég alveg sammála þér að við eigum að mörgu leiti meiri samleið með Rússum og Kínverjum. Við erum spillt þjóð eins og þeir og neitum að fara eftir alþjóðasamningum og venjum og hunsum mannréttindi þegar það hentar okkur. Flott tríó!
Andri Geir Arinbjarnarson, 22.8.2009 kl. 07:51
Ég efast ekki um að þessi skýring sjóaða lögfræðingsins er hárrétt. Enda liggur það í augum uppi að samningum verður ekki breytt einhliða eða gerðir einhliða fyrirvarar við samning.
Það er eiginlega sorglegt að horfa upp á þennan þykjustuleik í leikskólanum Austurvallaborg og að 63 einstaklingum skuli haldið þarna á kjaftasnakki vikum saman í tómri vitleysu. Það hefði varla verið nema viku vinna að komast að því sem lögfræðingurinn sjóaði sagði þér!
En samningurinn hlýtur að vera fallin og ríkisstjórnin líka, því varla samþykkir Ögmundur og nokkrir skynsamir Vg þingmenn..... Þetta þvarg á þinginu er því kannski spurning um að halda lífinu í ríkisstjórninni í nokkra daga eða vikur í viðbót...
Ómar Bjarki Smárason, 22.8.2009 kl. 08:01
Sama er ég búin að seja allan tímann. Þetta er sannarlega sandkassaleikur og þykjustuleikur þeirra þarna við Austurvöll en vitið er ekki meira en Guð gaf.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 22.8.2009 kl. 10:26
Sannarlega segir þú satt,EN eitt er víst að ekki er einn einasti þingmaður né ráðherra sem er hliðhollur þjóð sinni eingin þeirra getur sagt það að þessi samningur sé hráka smiði og verði ekki samþykktur og hættum að þvarga um hann, NEI NEI HELDUR VERÐUM VIÐ AÐ NYÐURLÆJA ÞJÓÐINA MEIRA,ÞETTA ER MOTTÓ ÞEIRRA SEM STJÓRNA ,
Jón Sveinsson, 22.8.2009 kl. 12:00
Já þú hefur gaman af að hræra í súpunni.
Kv. JAT
Jón Arvid Tynes, 22.8.2009 kl. 12:41
Hinn lögfróði vinur þinn hefur, held ég lög að mæla. Úr því sem komið er , þá er ekki annar kostur, - svo illur sem hann er ,en samþykkja þetta og taka málið upp á nýju innan sjö ára frestsins, kannski að 2-3 árum liðnum. Þá verða allar forsendur gjörbreytttar. Þótt illt sé á alla lund er þetta ekki heimsendir eins og vilja vera láta. Svona til að vera vitur eftir áá , - þá hefégh verið þesarar skoðunar nokkuð lengi.
Eiður Svanberg Guðnason, 22.8.2009 kl. 14:06
Takk Halldór. En eru ekki lögfræðingar heimsins mest að hugsa um að verja órettlætið og svikin. Þeir hafa nú komið að því að móta heiminn í þennan ósanngjarna farveg?
Hver er það sem stýrir lögfræðináminu á bak við tjöldin? Af hverju er svo ervitt að túlka lögin? Hvers virði eiga lögin að vera, og fyrir hvern? Af hverju eru til svona margar leiðir til að túlka lögin? Mér sýnist það vera til að þeir sem stýra náminu bak við tjöldin, geti svo hagrætt eftir eigin geðþótta eftir heimspólitíkinni. Hvernig lögfræði lærðu þeir sem áttu að verja Ísland fyrir þessu hruni? Enginn getur svarað þessu, ég veit það.
Fyrirgefðu mér Halldór minn, en ég skil ekki nógu vel öll þessi fræði, það er satt sem Þórdís segir um að vitið sé ekki meir en guð gaf. Illt þykir mér að ekki var mér gefið meir af því, til að skilja þetta lögfræðirugl. Kv. Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2009 kl. 16:48
Ef ýtrustu fyrirvarar samkvæmt Indefence eru fyrirfram samþykktir af bretum og hollendingum áður en ríkisábyrgð er samþykkt gæti þetta sloppið fyrir horn. Ef ekki, engin ríkisábyrgð.
Kolbeinn Pálsson, 22.8.2009 kl. 21:51
Ég held að Vigdís Hauksdóttir hafi hitt naglann á höfuðið í ræðu sinni í gær. Fyrirvararnir skipta nefnilega ekki nokkru máli fyrir réttarkerfið í Bretlandi.
Umræðurnar í fjárlaganefnd og á Alþingi eru einfaldlega tímasóun, nema farið verði með samninginn til baka og samið upp á nýtt. Best væri að það væri gert að frumkvæði núverandi ríkisstjórnar, því stjórnarkreppa er það síðasta sem við þurfum akkúrat núna og það er í raun enginn af flokkunum, hvorki þeir sem eru í stjórn í dag eða í stjórnarandstöðu, stjórntækir.... Því verðum við líklega að lifa við núverandi ástand í stjónarráðinu næstu 2 árin eða svo.....
Ómar Bjarki Smárason, 22.8.2009 kl. 22:55
Til vors 2013.
Björn Birgisson, 22.8.2009 kl. 23:07
Svartsýnn ertu Björn....!
Ómar Bjarki Smárason, 23.8.2009 kl. 00:18
Bjartsýnn, minn kæri Ómar.
Björn Birgisson, 23.8.2009 kl. 00:24
Málið er ekki, hvort þessi ríkisstjórn situr til vors eða til 2013, heldur hitt, að hún geri skyldu sína og hafni því að samþykkja ríkisábyrgð á þessari gerviskuld; hún má vel sitja áfram, ef þingmenn hennar sansast í því máli.
Við eigum einfaldlega ekki að borga skuldir einkafyrirtækis.
“Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda í aðstæðum sem þessi tilskipun skilgreinir.” [Og við stofnuðum slíkt 'kerfi', þ.e. Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta, árið 2000.]
Þannig er það ákvæði tilskipunar Evrópubandalagsins frá 1994, sem við getum grundvallað á réttarkröfu okkar fyrir dómstólum, að ÞVÍ BER AÐ HAFNA, AÐ VIÐ EIGUM AÐ BORGA, þ.e.a.s.: þetta getum við, ef þjóð og þing hrinda af sér þeim þjóðsvikasamningi sem fjárlaganefnd er nú jafnvel að hugsa um að samþykkja með sínum gagnslausu blekkingar-fyrirvörum, þrátt fyrir að komin eru fram TVÖ NÝ LÖGFRÆÐIÁLIT á nýliðnum laugardegi, sem setja hvort um sig og hvort á sinn hátt AFAR stórt strik í stefnu Icesave-stjórnarsinna.
Jón Valur Jensson, 23.8.2009 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.