Leita í fréttum mbl.is

Álit meirihluta fjárlaganefndar.

„Frjálsa hagkerfið, sem á tímabilivirtust engin takmörk sett, var allt íeinu í fjötrum sjálfs sín – og traustirúið. Í samfélagi þjóðanna varð Íslandí besta falli að athlægi, í verstafalli útilokað frá alþjóðaviðskiptum.Hér var úr vöndu að ráða fyrirniðurlút stjórnvöld sem fyrst umsinn gátu ekki gert margt annað enað biðja þjóð sinni guðs blessunar.Hver var ábyrgð þeirra í samskiptumþjóða? Hver var hluturþeirra í fallinu? Og hver var staða almenningsþegar kemur að ábyrgðsamfélagsins?“

Þetta er úr áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um það, hvort þjóðin eigi að borga Icesave eða ekki.

Ég vissi ekki að starfsnefndir Alþingis stunduðu bókmenntastörf. Ég hélt að þær væru þarna til að leggja mat á það hvað ætti að gera.  Nú sýnist manni að þeir geti allt að einu sótt um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Það er slík sveifla í þessu að maður stendur eiginlega klumsa. Ef til vill er ein skýringin sú að Sigmundur Ernir er einn af höfundunum en hann er mikill stemningsmaður eins og við höfum séð.

Kannski verða fjárlögin bráðum flutt í bundnu máli og mælt fyrir lagafrumvörpum með söng og undirspili?.

Hvernig getur nefndarálit sem gengur útá fjárhagslegt líf eða dauða  heillar þjóðar verið skrifað með ljóðrænum hætti ? Þurfum við ekki að komast að lagarökum í þessu máli ? Ekki hvort rétt hafi verið af Geir Haarde að biðja Guð að blessa íslensku þjóðina. Sem virðist nú meira og meira vera það eina sem henni getur orðið til bjargar eftir því sem þessi ríkisstjórn situr lengur. Ríkisstjórn sem ætlar ekki að nýta orkulindir þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem ætlar að efla ríkiseign á framleiðslufyrirtækjum og fjármálakerfi.

Ég finn ekki annað vænlegra en að taka undir með Geir Haarde. Ég sé því miður ekki neitt annað fyrir stafni þjóðarskútunnar.

Heimilin í landinu standa á brún örvæntingar. Það hefur ekkert verið gert af ríkisstjórnin sem ætlaði að slá skjaldborg um heimilin. Í stað þess hefur hún slegið Gjaldborg um heimilin með gríðarlegum verðhækkunum og gengisfalli. Landflótti er brostinn á. Þeir sem geta bjargað sér flýja land. Hinir linari sitja eftir. Færri til að borga meira.

Er ekki fangaráð að efna til samkeppni um lag til að syngja texta meirihluta fjárlaganefndar á næstu þjóðhátíð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ertu ekki að grínast Halldór. Er þetta virkilega texti frá fjárlaganefnd? Það gæti staðið í mönnum að þíða þetta yfir á ensku og hollensku...!

Ómar Bjarki Smárason, 23.8.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta stendur í Mogga í dag í grein eftir Ragnhildi Sverris.

Halldór Jónsson, 23.8.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Elle_

Ha, ha, fyrst hélt ég þetta væri skrýtla úr Fréttablaðinu. 

Elle_, 24.8.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband