Leita í fréttum mbl.is

Hanna Birna gegn verðbólgu !

Á liðlega hálfu ári hefur kaffibollinn í Sundlauginni í Laugardal hækkað um 55 % .

Er þetta framlag meirihlutans í Borgarstjórn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni, sem er versti óvinur láglaunafólksins ?

Kaffið er ennþá frítt fyrir alla gesti í Kópavogi ef einhver vill vita það.

Megum við gamlingjarnir í Laugardal ekki koma með okkar Neskaffi sjálfir og hita okkur eigin kaffi á morgnana til að drýgja ellistyrkinn. Er ekki hægt að verðjafna kaffið í Laugardal við Ráðhúsikaffið ?

Skyldi þessi kaffihækkun í Sundlaugunum leiða til stýrivaxtalækkunar og gengisstyrkingar?

Hanna Birna, hækkaðu hægar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Halldór

Ég held nú að Hanna Birna eigi lítinn eða engan þátt í þessari kaffihækkun. Þetta ber miklu meiri keim af verkum Jóhönnu, að ráðast gegn almenningi sem einustu úrlausn. Vísa sérlega til skerðingar lífeyrisbóta, sem næstum hefur tekist að þaga í hel. Björgvin Guðmundsson verðist vera sá eini sem berst fyrir málstað okkar. Skora á þig að leggja málinu lið.

Annars undrar mig hve lítið er látið af Hönnu Birnu, nánast aldrei minnst á hana, eða birtar myndir af þessari glæsilegu konu, nema þá til lítilækkunar. Ég held að Hanna Birna sé einhver glæsilegasti upprennandi leiðtogi Islands og þar með alls heimsins. Hún er talin af útlenskum meðal merkustu kvenna í veröldinni í dag.

Björn Emilsson, 1.9.2009 kl. 01:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Björn, gaman að heyra í þér að vestan Er ekki allt að lifna þar ?

Ég deili með þér aðdáun á Hönnu Birnu. Hún hefur innleitt stjórnunarstíl í Reykjavík sem er sagður einsakur. Hún lætur alla vinna með sér, meira að segja Jakob Magnússon er sagður þrælfúnkéra sem Miðborgarstjóri.

Það er ekki sífelldir bardagar við minnihlutann heldur spilar hún á liðið og það fylgja henni allir. Stórgóður leiðtogi enda Sjálfstæðiskona sem við erum stolt af.

Það er einhver munur frá gamla settinu, 100 faga dótinu osfrv. Nú er aftur kominn pólitískur dagur í borginni. Ég vildi óska að hún gerði eitthvað í Sundlaugunum, td. selja okkur heitt vatn í Neskaffið okkar  ódýrt.  

Halldór Jónsson, 1.9.2009 kl. 08:17

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þekki ekki annað til ástæðna hækkananna en líklega er þarna um sama að ræða og þegar hrávara hækkar, hækkar afurðin líka.

Kaffipakkinn er nú ekki frír í dag, hvorki fyrir Rvíkurborg né aðra.

Hinsvegar erum við höfðingjar heim að sækja, við rukkum ekki ellilífeyrisþega annarra sveitafélaga, líkt og tíðkað mun víða annarstaðar.

Veitingaaðstaðan okkar í Laugardalslaug er ekki til þess ætluð, að vera stórgróðafyrirtæki en standa undir rekstri, svo ekki verði baggi á herðum útsvarsgreiðenda í Rvík, nóg er samt.

Hinsvegar ættir þú að taka fram, svo allrar sanngirni sé til haga haldið, að á föstudögum er kaffið frítt og ekki í annan tíma eins mikið hellt uppá en einmitt þá.

Erum afar þakklát fyrir þínar heimsóknir hingað og léttir það mjög svo yfir öllu að vita af þér og stjórnmálaumræðunum sem vísast spinnast upp í kringum þig.

Vinarkveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 1.9.2009 kl. 08:29

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Er ekki kominn tíma á að fara að flyja inn kaffibæti eins og í gamla daga.

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.9.2009 kl. 09:51

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór

Þetta minnir mig á þær verðhækkanir sem urðu víða í ESB þegar tekin var upp evra þar. Þetta minnir mig einnig á þær verðhækkanir sem hafa átt sér stað hérna í Danmörku síðustu 2 árin. En hér hefur matvælaverð hækkað um 30% á tveim árum og hefur nú verið krafist að þetta verði rannsakað því Danmörk er jú matvælaland og framleiðir mat ofaní 15 miljón manns á hverjum degi ársins.

Nú svo komið að kaffibollinn hér er kominn í 25-30 danskar krónur (600-720 ISK) þegar um skólp-kaffi er að ræða en kostar svo heilar 35-40 DKK þegar um gott haffi er að ræða á sæmilegu main-stream kaffihúsi (840-960 ISK). Láglaunamaðurinn um ca. 30-40 mínútur að vinna fyrir svona kaffibolla eftir skatt.

Kaffipakkinn í búð er á 37-50 DKK (888-1200 ISK) og 2 lítrar kók eru á 600-700 ISK. Þetta er svo sem eðlilegt því Danmörk, Finnland og Írland eru nú með dýrari matvörur miðað við kaupmátt en Íslendingar samkvæmt verðlagsrannsókn Eurostat 2008 (miðað við kaupmátt): Eurostat: Consumer price levels in 2008 

Kveðjur úr himnaríki ESB

PS: og ekki að gleyma þeirri hamingju að hitaveitan hjá mér er 60.000 ISK á mánuði og orka og frárennsli því samtals alls um 100.000 ISK hvern mánuð ársins. Samkvæmt nóbelsverðlauna hagfræðinni um dýrasta mat i ESB í matvælalandinu Danmörku, þá ættu Íslendingar að vera með dýrustu orku í Evrópu. It just plain works man!

Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Gunnar,

Er það ekki margra mál að verðlag í Danmörku sé orðið svo hátt að danska krónan hljóti að gefa eftir. Það er ekki andskotalaust ef verðlag í Slóveníu og  Búlgarríu i er orðið helmingi lægra en í Danmörku og til viðbótar orðið 40 % dýrara í Danmörku en Þýzkalandi.

Hvað gerist næst þarna hjá Dönum? Hvernig fer með evruna gagnvart dollar ?

Halldór Jónsson, 1.9.2009 kl. 16:38

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já evran gegn dollar, Halldór minn, mun sennilega hækka ennþá meira á næstuni - býst ég fastlega við - og koma af miklu öryggi í veg fyrir óþarfa hagvöxt sem gæti truflað atvinnuleysingja við ákafar nefboranir á evrusvæðinu.

Þetta hentar Kínverjum nefnilega svo ákaflega vel. Þetta er nefnilega mynt án höfuðs eða hala og stærsti leiksoppur spákaupmanna gjaldeyrismarkaða. Engum til gagns en öllum til ógagns.

Það birtust líka þær gleðifréttir í dag að stabílt og öruggt atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er nú komið í tæp 40% á Spáni (38,4%). Það er þessvegna sem Brussel vill útrýma börnum því þá verður ekkert ungdómsatvinnuleysi að kljást við. Svona leysast málin alltaf af sjálfu sér.

Þannig að, Halldór minn, númer tvö japanski-áratugur evrusvæðis getur nú hafist. En það eru Japan og evrusvæið sem deila sigursætinu í lélegasta hagvexti í OECD síðastliðin 15 ár. (þetta eru 365 dagar x 15 ár = 5475 dagar á næstum núll sem er afrek útaf fyrir sig)

Danir munu innan næstu 5 ára horfa ofaní ginnungargap þverrandi tekna ríkissjóðs, því frá og með þar næsta ári hér munu tekjur og gjöld ríkissjóðs ekki lengur hanga saman sökum þess hve vinnuafl landsins er orðið lítilfjörlegt og gamalt. Árið 2014 verður Norðursjávarolía Dana þurrausin. En hún hefur hingað til dekkað olíunotkun Dana - þ.e. tekjurnar frá henni.

Það er þó ekki hægt að hækka skattana meira en sem komið er því þeir eru nú þegar stilltir á MAX PAIN og 75% af öllum kjósendum í DDR DK eru nú á framfærslu hins opinbera, að fullu leyti eða að hluta til.

Segið svo ekki að það séu ekki til ríki þar sem þegnarnir elski ríkið sitt meira en sjálfa sig. Sendinefnd frá Úkraínu sem kom hingað til DDR DK eftir hrun Múrsins hélt því fram að Dönum hefði tekist það sem USSR tókst ekki.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2009 kl. 17:44

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór, ég gleymdi að segja frá því að það er björgun á leiðinni fyrir Danmörku.

Jú vinur minn, Sósíaldemókratar í Danmörku hafa nebbnilega komið með þá tillögu að lítið mál verði að bjarga Danmörku. Þeir leggja því til að það verði flogið með þyrlum yfir öll hús í Danmörku og teknar af þeim infra-rauðar ljósmyndir til að kortleggja hitatap frá öllum þessum híbýlum manna hér. Þetta er ekki lygi.

Það er eins gott að hafa gluggana lokaða hér á næstu árum, því annars mun hitalögreglan kannski birtast og sekta mig einn góðan eða slæman veðurdag. Birtast með glóðvolg sönnunargögnin í höndunum. Og svo er það háaloftið maður (svitna hér) en þar er ég ekki með neina einangrun í þessu 100 ára gamla húsi.

En það verður þó sennilega óþarfi því húsið mitt er komið á sölu núna (tralla la la) og ég verð þá stunginn af til Íslands og bý þar á heiðarbýli með vélbyssum, mörgum gulum skiltum á öflugri rafmagnsgirðingu þar sem á stendur letrað: THE GOVERNMENT IS ALWAYS THE ENEMY KEEP OUT OF MY LIFE, GO TO BLOODY HELL !

Gunnar Rögnvaldsson, 1.9.2009 kl. 18:11

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gunnar - þurfa danir ekki bara að taka upp Evru..... Bjargast ekki allt með því? En eigum við á hættu að samtala hitunarkostnaðar og frárennslis frá hverju heimili verði sett sem kr. 100.000 í ESB löndum og þar sem hitunarkostnaður á hitaveitusvæðum er ekki nema um kr. 10.000 á mánuði, þá verði settur á okkur 90.000 kr frárennsliskattur á mánuði...?

Og svo verður náttúrlega fróðlegt að fylgjast með verðlagsþróun á sundlaugakaffi eftir að þeir félagar Halldór og Bjarni Ben eru búnir að koma okkur inn í ESB, en þeir virðast vera að hallast meira og meira í þá áttina, enda búnir að sannfæra hvorn annan um ágæti sinnar útgáfu á Icesave samningnum..... Þeir félagar eru eiginlega búnir að tala sig á sama stað og fjármálaráðherra, þó þeir hafi kannski farið hringinn í gagnstæðar áttir.... athyglisvert mjög....!

Ómar Bjarki Smárason, 1.9.2009 kl. 21:42

10 Smámynd: Björn Birgisson

Geri hér undantekningu frá reglunni. Set hér inn heila bloggfærslu frá mér. Síðueigandi hendir þessu bara út ef honum ekki líkar. Mér algjörlega að meinalausu.

Kaffið er frítt fyrir þig - af því að aðrir borga fyrir sopann!

Ég staldra oft við þegar ég heyri að eitthvað sé frítt, án endurgjalds. Mér er minnisstætt þegar Milton Friedman (1912-2006), Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, einkum peningahagfræði, kom til Íslands til að halda hér fyrirlestur árið 1984. Fyrirlesturinn nefndi hann: Í sjálfheldu sérhagsmunanna. Úps! Hann var svo sannarlega boðberi frjálshyggjunnar, þó ekki þeirrar öfgafullu sem nú hefur fært flest í kaf. Í Íslandsheimsókninni var Milton Friedman boðið að koma fram í íslensku sjónvarpi, til að ræða fræði sín og kenningar. Tveir ungir vinstri menn voru þesss albúnir að spyrja hægri postulann spjörunum úr. Þetta voru þeir Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðingur og Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur. Ein af fyrstu spurningunum var einhvern veginn svona: Af hverju var ekki frítt inn á fyrirlesturinn þinn? Milton Friedman varð svolítið undarlegur í framan. Hissa á spurningunni. Frítt? Haldið þið að það kosti ekkert að fá mig hingað? Hvað um flugmiða, uppihald og laun? Bætti svo við: Ef frítt hefði verið inn á fyrirlesturinn, hefðu bara þeir, sem ekki mættu, þurft að borga reikninginn, er það ykkar vilji? Þá urðu Ólafur Ragnar og Birgir Björn skrýtnir á svipinn, þá þegar orðnir nokkuð jötuvanir báðir. Með tveimur setningum kenndi Milton Friedman viðmælendum sínum að aldrei er nokkur hlutur frítt, án endurgjalds.

Elskulegur, afar íhaldssamur bloggari, sem á það til að senda mér fallegar kveðjur, gerði verðlag á kaffi nýlega að umtalsefni á síðunni sinni. Sagði Hönnu Birnu borgarstjóra hafa hækkað kaffisopann í Laugardalslauginni um 55%. Lítið hrifinn af því karlinn. Bætti svo við að í Kópavogslauginni væri kaffið frítt. Hann hefur líklega ekki lesið Milton Friedman nýlega blessaður karlinn. Í Kópavogi er ekki einn einasti kaffibolli án endurgjalds. Hann er greiddur af skattborgurum þess ágæta samfélags. En verði öllum, íhaldsmönnum og vinstri mönnum skattakaffið að góðu!

PS. Hvers eiga þeir skattgreiðendur að gjalda sem aldrei komast í sund?

Björn Birgisson, 2.9.2009 kl. 00:09

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn Birgisson,

Ja nú mátaðirðu mig eiginlega, ég get ekki annað en verið ánægður með þig núna. Auðvitað er enginn frír hádegisverður til eins og Milton sagði.

Það sem ég var nú eiginlega að fara er að kaffið hefur verið hækkað langt umfram verðlagsþróun. Svona eins og þegar ljósmæður og kennarar taka sér langtum meiri kauphækkanir er aðrir og hleypa þannig af stað verðbólgu. Ef ég væri í aðstöðu til að láta alla borga mér skatt eða kaupa af mér þjónustu, þá hlýtur hækkun hjá mér að kalla á fjáröflun hjá þeim sem núna þurfa að borga mér meira.

Masshalten, sagði Ludvig Erhardt við Þjóðverja þegar hann var að reyna að hemja góðærið 1958, stillið ykkur !

Þessi tillitslausa hegðun íslenzkra þrýstihópa sem knýja fram Kjarabætur með verkföllum kemur í veg fyrir að Ísland geti haft annan gjaldmiðil en krónu sem hægt er að fella. Hvar halda kratarnir að þeir fái evrurnar sem fara til að kynda vitleysuna umfram nágrannalöndin?

Ætli þeir haldi að þeir geti prentað þær? Eða er þeim bara ansdkotans sama bara ef þeir komast til Brüssel.? 

Halldór Jónsson, 2.9.2009 kl. 20:34

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar minn Rögnvaldsson

Alltaf ertu hressilegur og fræðandi. Takk fyrir þínar góðu upplýsingar. Það eiginlega gefur manni von að enn geti vont versnað hjá Íslendingum þegar hitalögreglan tekur til starfa hér, því við öpum jú allt eftir sósialdemokrötum á Norðurlöndum, svona 3 árum eftir að þeir eru snúnir frá villu síns vegar, sbr. mengið sem við tókum upp eftir Svíum þegar þeir voru hættir með það.

Bestu kveðjur og þakklæti til þín fyrir þessi tilskrif.

Halldór Jónsson, 2.9.2009 kl. 20:45

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ómar Bjarki. 

Ég efast um að eitthvað geti bjargað svona þyrlusamfélagi Sósíaldemókarta í Danmörku. Ekki mun evran gera það eins og hinir vísu menn Danmerkur hafa fundið út úr: Hinir vísu menn Danmerkur: enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku

Eina vonin liggur í Dönum sjálfum. Þeir hafa sagt nei við evru og ætla ekki að taka hana upp úr kartöflugörðum Þjóðverja. Þeir vilja sínar eigin kartöflur. Enda eru þeir ekki fæddir í gær! :: Gengið á gullfótum yfir silfur Egils

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2009 kl. 20:51

14 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Halldór, ég er þér algjörlega sammála um þrýstihópana. Þeir hafa alltaf leikið Rússneska rúllettu, tilbúnir að skjóta hausinn af þjóðfélaginu. Til að fá nokkrar krónur í budduna, sem svo hverfa eins og dögg fyrir sterkri sólu í verðbólgunni. Þetta er ekkert hægri eða vinstri dæmi. Bara tóm vitleysa. Sterkari gjaldmiðill, sem við getum ekki mótað eins og leir, gæti dregið úr þessari vitleysu. Góðar stundir!

PS. Afsakaðu "lookið" á Milton færslunni. Þú getur lagað það á síðunni þinni í View og Text Size. BB

Björn Birgisson, 2.9.2009 kl. 20:58

15 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Gunnar, það er áhugavert að Danir skuli ekki vilja evru. Íslenskir auðvisar færu líklega lítið betur með evrur en krónur og vandamálið sem olli hruninu var kannski það a menn fóru of geyst í að leika sér með gjaldeyri. Tóku ódýr erlend lán, sem svo urðu ansi dýr á endanum....

En svo ég snúi mér aftur að kaffinu sem þeir þrátta um Halldór og Björn, þá er spurning hvort vandamálið með kaffið hafi ekki verið svipað og vandamálið með laun ljósmæðra. Það er náttúrulega fáránlegt að hjúkrunarfræðingur sem bætir við sig námi og lærir til ljósmóður skuli lækka í launum vi það.

Ég ímynda mér þannig að Hanna Birna hafi setið með gamla birgðir af Bragakaffi, arfleifð frá Alfreð, og síðan þegar hún fór að skeikja Halldóri kaffi frá Kaffitár þá er ekkert eðlilegra en að verðið hækki....! Og er þetta dýra kaffi ekki miklu betra, Halldór en það gamla frá þeim feðgum Braga og Alfreð...?

Ómar Bjarki Smárason, 2.9.2009 kl. 21:59

16 Smámynd: Björn Birgisson

Ómar Bjarki, við Halldór Jónsson gætum aldrei þráttað um kaffið sem slíkt. Erum reyndar ekki að þrátta um nokkurn skapaðan hlut. Bara að skiptast á skoðunum. Honum finnst oftast nær lítið til mín koma og ég skil það auðvitað manna best. Mér finnst hann flottur karl, eins flottur og íhaldshundur getur orðið. Er ekki allt afstætt? Hann er orðinn "pínulítið" ánægður með mig núna. Það endist kannski kvöldið út. En kaffið er mannsins megin. Hvað sagði ekki skáldið:

"Kaffið kysi ég heldur, ekki síst ef eitthvað væri út í það" (Guðrún frá Lundi, Dalalíf II)

 

Björn Birgisson, 2.9.2009 kl. 22:21

17 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Halldór og allir þeir heiðursmenn á blogginu þínu. Amrikanar hugsa ekki mikið um polítík, og eru almennt ekki leikmenn á Wall Street. Því minni ríkisafskipti því betra.

En hvað blessaðan kaffisopann varðar, ofbauð mönnum að borga fimm dollara og þaðan af meira fyrir kaffimálið hja Starbucks. Kaffiskúramenn, afar vinsælt fyrirbæri, brugðust við með að hafa fáklæddar ungmeyjar við afgreiðslu á vökvanum. Ekki stóð á árangrinum. Viðskiptavinirnir mest ´nútíma Cowboyar´ á stóru pallbílunum sínum, mynduðu langar biðraðir, til að sjá herlegheitin.

Ég er ansi hræddur um ef Hanna Birna væri ásjóna Islands, væri margt öðruvísi í malefnum Islands. Getum huggað okkur við það að sá tími mun koma. Kannske fyrr en seinna.

Björn Emilsson, 2.9.2009 kl. 23:42

18 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Gunnar. Það hefur vakið athygli mína að vinur minn danskur sem býr nær landamærum Danmörku og Þýskalands, fer yfir landamærin til innkaupa. Handan landamæranna þe í Slesvik Holstein, er allt margfallt ódýrara. Danir nota sér þetta auðvitað ósppart. Engir tollar eða ríkisafskipti eru um þessi viðskipti.

Gaman væri að heyra þína útlistun á þessu fyrirbæri. Eg vil taka það fram, að þessi vinur minn heldur varla vatni yfir hrifningu sinni á ESB og telur það allra meina bót fyrir alla menn.

Björn Emilsson, 2.9.2009 kl. 23:50

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Björn

Það er ódýrt í Þýskalandi af því að Þjóðverjar hafa ekki fengið launahækkun síðustu 10 árin. Það eru engin eiginelg lágmarkslaun í Þýskalandi og það hefur verið massíft atvinnuleysi þar samfleytt síðastliðin 28 ár (Atvinnuleysi á evrusvæði síðastliðin 28 ár). Hagvöxtur Þýskalands er ákaflega lélegur, eða einn sá lélegasti í OECD í samfleytt 15 ár. Meðalhagvöxtur á ári hin síðustu 10 ár í Þýskalandi er ca. 0,3-0,4% á ári. Þetta er deyjandi samfélag þar sem 50% af kjósendum eru orðnir sextugir og eldri. Svo hræðilega fá börn fæðast í Þýskalandi og hafa gert það áratugum saman. Það segir kannski dálítið um hversu björtum augum ungt fólk lítur á framtíðina þar. 

En já, svona heldur Þýskaland öllu evrusvæðinu í járngreipum og þrýsta niður launum í nágrannaríkjunum. Evrusvæðið er á þennan hátt orðið hinn heilagi einka-útflutningsmarkaður Þýskalands því þeir pressa laun og kostnað miskunarlaust niður hjá sér og niður fyrir alla aðra. Verkalýðsfélögin í Danmörku verða að taka tilliti til þessa og því meiga tímalaun í iðnaði ekki hækka meira en í Þýskalandi. En það er bara erfitt að mæta svona niðurþrýstingi því danskt samfélag er ekki innréttað á sama hátt og það þýska (Sjá grein: Hindrar evra atvinnusköpun ?)

En Þjóðverjar keyra svo sjálfir austur á bóginn til að komast í ódýrari vöruverð og ferðastaði, þ.e. þeir hafa landamæraverslun sína austur á bóginn.

En auðvitað nennir enginn til lengdar að keyra langt eftir nauðsynjum. Nýja brumið fer fljótt af þessu. Sjálfur fer ég aldrei til Þýskalands að kaupa inn. Bæði er það er of langt og svo nenni ég ekki að hossast á yfirfullum gatslitnum harðbrautum í myrkri og rigningu til að eyða 1000 kallinum í að spara 100 kallinn. Þetta er mest tómstundagaman hjá flestum nema kannski þeim fáu Dönum sem búa niðri við landamærin og eru Landamæra-Danir. En þarna er atvinnuástand því miður einna verst í allri Danmörku svo auðvitað er gott fyrir þá sem þar búa að geta drýgt tekjurnar eitthvað. Að keyra einn Km í bíl kostar venjulega 5-7 DKK þegar allt er tekið saman: bílakaup með 180% tolli + viðhald + bensín + afföll + skattar.

En að sjálfsögðu er danski ríkiskassinn ekkert yfir sig ánægður með þetta. Allir vilja fá vörur á verðlagni Rúmeníu en enginn vill þó vera á launum Rúmena. Þetta hangir náttúrlega ekki saman, hvorki efnahagslega né andlega

Kveðjur   

Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2009 kl. 03:35

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar, væri ekki gott fyrir Dani að fella bara dönsku krónuna? Ætli það yrði ekki hamagangr á Hóli ?

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 07:44

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hvet alla til að lesa #Hindrar evr atvinnusköðun?" á síðu Gunnars Rögnvaldssonar.

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 07:54

22 Smámynd: Halldór Jónsson

"Hindrar evra atvinnusköpun"(ég hef aldrei lært á ritvél!)meinti ég

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 07:55

23 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki jákvæða hliðin á hugsanlegri inngöngu okkar í ESB að þá færum við að stunda helgarinnkaupin í Bónus-Valborg.... Bónus-Valborg kemur til með að bjóða upp á ókeypis flug fyrir þá sem versla fyrir 1000 evrur og bjóða svo upp á frían flutning á varningnum til lansins með flugvélum útbúnum frystigeymslum og kælum og síðan stærri stykkjum með frögturum. Nú ef verslað er fyrir 2000 evrur flýtur makinn með og krakkarnir þegar framvísað er kvittunum upp á 5000 evra verslun. Svona ferð færi maður einu sinni í mánuði sem verður ólíkt huggulegra en að berjast um í norðanátt og vindi til út í Ánanaust á laugardögum. Og svo verður náttúrulega flogið beint frá Reykjavík og því eins gott að flugvöllurinn verði þar enn þá.....

Ómar Bjarki Smárason, 3.9.2009 kl. 11:42

24 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

...og segðu svo, Björn, að það skapist ekki góð umræða í kringum hækkun á einum kaffibolla....! Eins gott að hún drukkni ekki úti á krá....

Ómar Bjarki Smárason, 3.9.2009 kl. 11:43

25 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Danska krónan er evra að öllu nema nafninu.  Danir vilja hafa drottninguna á sínum seðlum. Danir hafa fylgt fastgengisstefnu fyrst við þýska markið og síðan evruna.  Vextir og gengi krónunnar fylgir evru ótrúlega vel enda hefur danski Seðlabankinn bæði traust og varasjóð til að verja krónna.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.9.2009 kl. 14:53

26 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Ómar Bjarki

Já, oft veltur lítil þúfa þungu hlassi. Mér sýnast stjórnunarmál á Islandi vera í því fari, að tæki þau eina handauppréttingu, án umræðna að samþykkja milljarða fjárfestingu, sbr. Icesafe, Þegar ákörðun um kaup á nýrri kaffikönnu fyrir starfsfólkið, gæti dregist á langinn endalaust og yrði að lokum hafnað.

Mig er farið að hlakka til að heimsækja ykkur í Sundlaugarnar og smakka á þessu ábyggilega frábæra Hönnu Birnu kaffi. Helst að hún skenkti mér kaffisopann sjálf, blessunin.

Björn Emilsson, 3.9.2009 kl. 17:22

27 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er rétt Andri að gengi dönsku krónunnar er bundið fast við evru í gegnum ERM II samvinnu ESB sem þýður að frávik má ekki vera meira en +/- 2,25% á gengi þessa tveggja gjaldmiðla. Þetta er hið þrönga band EMS/ERM gengissmavinnunnar sem gárunganrir kölluðu og kalla ennþá fyrir "The Extended Recession Mechanism".

En þetta er gagnkvæm binding núna og ekki einhliða. Það hefur tekið Danmörku um 18 ár að ná tökum á þessu. Kostnaðurinn er mikill því Danmörk er orðið hlutfallslega miklu fátækara þjóðfélag fyrir vikið því Danmörk hefur á þessum tíma hrapað frá því að vera númer 6 á lista OECD yfir ríkustu þjóðir og niður í 12. sæti listans á árunum frá 1997 til 2007.

Danmörk mun halda áfram að hrapa neðar á þessum lista OECD því Danmörk stendur til að fá 4. lélegasta hagvöxt í OECD frá 2011-2017. Gengisbindingin eða EMS/ERM samvinnan (sjá nánar hér um sögulegar ófarir þessa fíflagangs; Hrun ERM/EMS gjaldmiðlasamstarfs ESB árið 1992) hefur hinsvegar ekki gagnast Danmörku hið minnsta, þvert á móti, þvi eins og sést hér á myndinni fyrir neðan geta menn spurt sjálfa sig hvort það sé heil brú í því að vera með 11% stýrivexti í 1,3% verðbóglu eins og var hér í áráraðir, til þess eins að forðast gengissveiflur gagnvart markði sem fer þverrandi. Ég kom nánar inná þetta í grein minni Seðlabankinn og þjóðfélagið sem birtist áður í Þjóðmálum við síðustu áramót 

Stýrivextir, vrðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008 

Danir hafa fundið vel fyrir því hversu óhentugt það er að hafa ekkert gengi, en þeir segja að yfir 100.000 dönsk atvinnutækifæri hafi tapast á undanförnum fáum árum eingöngu vegna beintengingar dönsku krónunnar við gengi evru, sem er núna nálægt sögulegu hámarki allra tíma. Um 50% af útflutningi Danmerkur fer til landa utan evrusvæðisins og þau lönd eru ekki beintengd við evru. Þumalfingurreglan segir að fyrir hver 3–4% sem gengi dönsku krónunnar hækkar tapist 40.000 atvinnutækifæri því útflutningur verður þá síður samkeppnishæfur við vörur frá löndum utan myntsvæðisins.

Margir gleyma að þó að gengi dönsku krónunnar sé bundið fast við gengi evru, þá hoppar og skoppar danska krónan á hverjum degi gagnvart öllum öðrum gjaldmiðlum heimsins. Þetta þýðir að gengisstöðugleiki er einungis gagnvart einum gjaldmiðli. Og vaxtarmöguleikarnir fyrir danska framleiðslu hafa ekki reynst vera á markaði þessa eina gjaldmiðils. Sá markaður hefur að miklu leyti verið frosinn fastur í vaxtargildru Evrópusambandsins í áratugi. Aðalvöxturinn fyrir útflutningsvörur Danmerkur hefur verið á öðrum mörkuðum og mun svo einnig vera í framtíðinni.

Hvert fer utflutningur Danmerkur 

Atvinnurekendur hafa tekið eftir þessu og lært hér af. Þegar evrunni var ýtt úr vör töldu danskir atvinnurekendur lífsnauðsynlegt að Danir tækju strax upp evru, en þessi skoðun er svo sannarlega breytt núna. Þessir sömu dönsku atvinnurekendur hafa horft á evruna falla um 30% gagnvart dollar og svo hvernig hún hefur hækkað um 100% aftur gagnvart dollar. Allt þetta hefur átt sér stað á þeim 10 árum frá því evra kom til sögunnar, sem sýnir að evra lýtur nákvæmlega sömu lögmálum og allir aðrir gjaldmiðlar heimsins. Það er þó fyrst og fremst hagvaxtargildra Evrópusambandsins sem hefur haft úrslitaáhrif á minnkandi áhuga danskra atvinnurekenda á evru. Þeir sækja jú vöxtinn þar sem hann er að fá og það er ekki á evrusvæðinu.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2009 kl. 20:16

28 Smámynd: Halldór Jónsson

Hlýtur ekki evran að falla Gunnar ? Hvernig geta þeir staðist USA með svona háu gengi ?

Halldór Jónsson, 4.9.2009 kl. 21:02

29 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það geta þeir heldu ekki Halldór. VLF (þjóðartekur) á hvern haus í ESB dragast alltaf meira og meira aftur úr VLF á hvern haus í BNA. Þær eru núna í ESB eins og þær voru í BNA á tímum Reagans eða ca. 1985. Þetta er alveg andsætt Lissabon 2000 markmiðum ESB. En samkvæmt þeim áttum við í ESB að vera búin að ná BNA núna. Þetta gengur þó bara afturábak; Evrópusambandið og Bandaríkin

Það eru því 118 dagar eftir þangað til ég verð ríkur!

Þessutan þá hefur atvinnuleysi í ESB verið miklu miklu hærra en í Bandaríkjunum alveg frá því að Reagan kom, sá og sigraði heiminn. Alltaf stanslaust miklu hærra. Þ.e. þar til nú, að það er að ná ESB level sökum áfallana núna í kreppunni. En kreppan hófst 18 mánuðum á undan í BNA en í ESB. En að 18 mánuðum liðnum "the delayed cluster bomb of Europe's unemployment will have detonated"

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2009 kl. 04:51

30 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú hefur kannski tekið eftir því Halldór að Spánn (50 milj. mans) eru með þessa þýsk/frönsku mynt sem heitir evra:

  • 5. september 2009; Smásala á Spáni hefur nú dregist saman um 10,11% frá því í nóvember 2007. Þetta er 24 mánaða stanslaust hrunferli 
  • Bygginga og mannvirkjagerð á Spáni hefur fallið um 30,5% frá því í júlí 2006. Þetta er 38 mánaða stanslaust hrunferli
  • Iðnaðarframleiðsla Spánar hefur dregist saman um 33,45% frá því í júní 2007. Þetta er 27 mánaða stanslaust hrunferli; P2P In The Spanish Economy

 

Þýskaland mun fá versta niðurtúr meiriháttar lands í heiminum öllum í þessari kreppu. Þar hefur þjóðarframleiðsla hrunið um 4-6% sem af er árinu og sem er ekki alveg ósvipað og hrunið á Íslandi er að ná núna. Ekkert stórt land mun fara eins illa út úr þessari kreppu eins og Þýskaland. Ef það hefði ekki komið til þessi ríkisstyrkta skrott-premia fyrir gamla bíla frá henni Angelu Merkel til ritvélaiðnaðar Þýskalands (bílaiðnaðarins), þá væru þeir sennilega flestir komnir í algert þrot núna

Gunnar Rögnvaldsson, 5.9.2009 kl. 05:12

31 Smámynd: Halldór Jónsson

Lissabon 2000 markmið Evrópusambandsin

Mæling árangurs Lissabon 2000 markmiða Evrópusambandsins. Markmiðin mæla svo fyrir að hagkerfi Evrópusambandsins eigi að vera orðið ríkasta og samkeppnishæfasta í heimi árið 2010. Samtök verslunar og iðnaðar í Evrópu, EuroChambres, ákváðu strax að fylgja eftir framvindu þessara markmiða, og hafa birt niðurstöður tímafjarlægðar mælinga sinna í þrem sjálfstæðum skýrslum

Staða miðað við BNA / ár

2004

2005

2006

2007

Þjóðartekjur á mann

18 ár á eftir BNA

?

21 ár á eftir BNA

22 ár á eftir BNA

Framleiðni

14 ár á eftir BNA

?

17 ár á eftir BNA

19 ár á eftir BNA

Atvinnuþáttaka

25 ár á eftir BNA

?

28 ár á eftir BNA

11 ár á eftir BNA

Rannsóknir & þróun

23 ár á eftir BNA

?

28 ár á eftir BNA

30 ár á eftir BNA

Internet

 

?

4 ár á eftir BNA

4 ár á eftir BNA

  • 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
  • Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
  • Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti yfir innri landamæri ESB
  • Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi

Heimild: Euro-Chambres; The Association of European Commerce and Industry: Time Distances 2005, 2007, 2008; www.eurochambres.eu

 

Sæll Gunnar,

Ég fékk þessa töflu hjá þér. Mér finnst að okkar kratar sem ætla að keyra okkur endilöng inní þennan klúbb eigi að svar þessu. Geta þeir hrakið nokkuð í þessum tölun ?

Þurfa þeir engu að svara þessir menn  í Samfylkingunni?

Halldór Jónsson, 5.9.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband