Leita í fréttum mbl.is

OECD-enn á ferð!

OECD er mér sagt með einhverja íslenzka háskólamenn á launum hérlendis til að skrifa um íslenzk efnahagsmál og gefa þeim vikt með þessum flotta stimpli. Oftar en ekki eru þessi álit  misvísandi. Mig minnir að þeir hafi ekki séð hrunið fyrir frekar en ég.

Nú segja þessir menn: Íslendingar, dragið saman ríkisútgjöld. Hækkið skatta. Gangið i ESB og takið upp evru.

Ef við drögum saman ríkisútgjöld í kreppu og atvinnleysi þá eykst atvinnuleysi og kreppan magnast. Ef við hækkum skatta á sama tíma, þá minnkar skattstofninn og atvinnuleysi vex. Til hvers þarf ríkið aukna skatta ef útgjöldin snarminnka ?

Ef einhver getur fært rök með því að skattahækkanir hafi örvandi áhrif á atvinnustigið og leysi kreppuna, þá væri gaman að heyra í honum.  Ég undanskil Steingrím J. eða nokkurn úr ríkisstjórnarflokkunum. Við þá er ekkert hægt að rökræða um hagfræði.

Fyrir mér er þetta álit OECD, hver sem annars skrifar það, hrein vitleysa, efnahagslegt bull,-jafnvitlaust eins og sú hugmynd að taka upp evru eða ganga í ESB.

 Við þurfum súrefni og aukinn bruna í kötlunum.

Fullan þrýsting!

Áfram Ísland !

Útaf með OECD !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Og útaf með AGS!

Sigurður Þórðarson, 2.9.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Elle_

Röksemdafærsla OECD hefur keim af AGS ógnar-öflum: Draga úr ríkis-útgjöldum, hækka skatta, hækka skatta, draga úr ríkis-útgjöldum og hækka skatta.  Ekki væri ég heldur hissa að Bjarni Ben væri líka kominn inn í AGS-handrukkara-liðið úr því hann vildi endilega að forseti vor skrifaði undir ICE-SLAVE, svo þjóðin yrði örugglega handrukkuð fyrir nauðungina.  AGS vinnur akkúrat svona.  Hlustið á John Perkins og Michael Hudson.

Elle_, 2.9.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Halldór,

Fyrstu varnaraðgerðir kanadískra stjórnvalda, var að fara í margvíslegar innspýtingaraðgerðir til að milda áhrif kreppunnar.  Þessar aðgerðir miðuðu allar að því sama; að örva neyslu, auka ríkisútgjöld og viðurkenna halla á fjárlögum.

Stjórnvöld hér sjá nefninlega aðra vídd í þessu líka, sem er að margföldunaráhrif innspýtingar og aukningar neyslu, skilar sér til baka í auknum skatttekjum, án þess að hreyft hafi verið við prósentunni.

Hallarekstur ríkis, er eitur í beinum stjórnvalda en engu að síður tóku þeir skrefið.  Nú þegar aðeins mánuður er liðinn frá því að "kreppan" var kölluð af hér í Kanada, hóta þeir sem styðja minnihlutastjórn Harpers, að láta af stuðningi og krefjast kosninga.  Ef af yrði, yrðu þetta 4.kosningar á 5 árum.  Quebéc leiðtoginn brýst fram og segist geta lokað fjárlagagatinu án þess að hækka skatta.  "Hvernig?" þá skottaðist hann aftur að hljóðnemanum og sagði "you just have to wait and see"

je ræt!  Ég er hrædd um að fáir ef einhverjir munu gefa sig fram hér sem telja að hækkun skatta á "hrunið Ísland" muni leysa atvinnulífið úr vítahring, eða flýta afturbata.  Þætti líka gaman að heyra þau rök.

Það þarf að skera þetta opinbera skýrslugerða og kjaftakerfi niður, loka öllum sendiráðum nema 3, og senda alla í öflun þjóðartekna, og hætta þessu spreði.

Ætla ekkert að fara að karpa við þig um ESB eða Evru, enda virðist leiðin að því markmiði löng og ströng, og brýnni verkefni bíða í bráð.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.9.2009 kl. 06:47

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk öll,

ElleE

Bjarni Ben er á móti afskiptum forsetaembættisins af Alþingi. Svo á líka að vera og var þangað tlil þessi Óli kom þangað, sem getur ekki látið ver að ganga erinda kommúnista og krata allan tímann, bekkjast við Bandaríkin ef hann getur eins og þegar hann niðurlægði sendiherrann með því að boða hann á Bessastaði í sparifötunum til að taka á móti Fálkaorðu en sagði honum svo með gotti á vör -allt í plati, aðeins verðugir sendiherrar fá svona orðu !.Hvað er annars skítlegt eðli?

 Þingið er kosið til að leysa mál þjóðarinnar, ekki einhver kall á Bessastöðum sem er kosinn í þetta fígúruembætti af minnihluta þjóðarinnar. Embættið hefur verið skaðlaust þangað til að Óli sýndi okkur hversu það getur verið hættulegt í höndum samviskulauss fants.

Jemmý, takk fyrir þetta. Ekki myndi hagfræði ríkisstjórnar Íslands, Steingríms J og Jóhönnu og AGS fá mikið gengi í Kanada. En hér þykir hún merkileg og sýnir hvaða vanda er við að fást á þessu landi þar sem helmingur þjóðarinnar heldur að það sé hagfræðilausn að hata Sjálfstæðisflokkinn.

Ertu að ráðleggja mér að fara í ESB ? Af vherju ekki í NAFTA og reyna að hafa meiri samskipti við Kanada ?

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 07:40

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

OECD er aðeins að segja það sama og AGS og okkar nágrannaþjóðir.  AGS hefur alltaf sagt að þjóðir eigi að auka súrefnisgjöfina til að örva hagkerfi sín NEMA þær þjóðir sem eru í gjörgæslu hjá AGS.  Þessar þjóðir þarf að svæfa og setja í uppskurð. Endurhæfing þessara þjóða verður erfið og hæg.   

Við erum í raun komin inn á lokaða deild þar sem doktor AGS er með lyklavöldin.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.9.2009 kl. 07:51

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Og hefur líka hérlenda hálfvita til að taka við smálánum gegn því að samþykkja allt annað.

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 07:58

7 Smámynd: Elle_

Halldór:

Eðlilegast hefði verið að forsetinn hefði ekki skrifað undir.  Hann vissi vel hvað stór hluti alþýðu var andvígur.  Og burt með flokkavald.  Við verðum bara að vera á öndverðum meiði með það.  

Elle_, 3.9.2009 kl. 09:22

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Forsetinn situr á Bessastöðum til að undirrita lög. Önnur störf hans eru aukavinna!

Ómar Bjarki Smárason, 3.9.2009 kl. 15:25

9 identicon

VIð synjun fjölmiðlalaganna á sínum talaði Óli um gjá sem myndast hafði milli þings og þjóðar í því máli , sem öllum er nú augljóst, að var bara á milli eigenda og stuðningsaðila Óla .

Nú við undirskriftir yfir 10 þúsund íslendinga gegn ICESLAVE, er engin sérstök gjá milli þings og þjóðar!?!?!?, enda bara svartur almúginn sem er óánægður,, ekki velunnarar Óla. Athyglisvert það.

Ómar, Það þyrfti að segja honum Óla til hvers embættið er , ég held að hann haldi að það sé ferðaskrifstofa útrásarvíkinga og SKÁLKAorðuveitingar. 

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 18:00

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Pétur, ég hélt að kallinn hefði nú bara húkkað sér far með einkarellunum sem voru hvort eð er í stöðugum ferðum út um víða veröld. Og kannski var honum stundum boðið. Þetta hefur vafalaust lækkað kostnað vegna flugferða á vegum embættisins verulega.....

Ómar Bjarki Smárason, 3.9.2009 kl. 21:10

11 Smámynd: Elle_

Að ofan, kl. 23:37 sagði ég: Hlustið á John Perkins og Michael Hudson.  Vil bæta við Joseph Stiglitz:

After watching the IMF at work during the 1997 East Asian economic crisis, Joseph E. Stiglitz, 2001 winner of Nobel Prize in economics, wrote in April 2000:
“I was chief economist at the World Bank from 1996 until last November, during the gravest global economic crisis in a half-century. I saw how the IMF, in tandem with the U.S. Treasury Department, responded. And I was appalled.”
“The IMF may not have become the bill collector of the G-7, but it clearly worked hard (though not always successfully) to make sure that the G-7 lenders got repaid.”

Elle_, 4.9.2009 kl. 22:39

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ElleE,

Þtta var athyglisvert hjá Stiglitz og rennir stoðum undir að Perkins hafi ekki verið eins vitlaus og ráðamenn okkar lugu upp á hann.

Ómar, gæti maðurinn með hattinn á DV ekki farið ofan í ferðakostnað Óla aftur í tímann svona til að finna sparnaðinn af því að ferðast frítt.

Halldór Jónsson, 6.9.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband