Því miður tel ég ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins benda til þess að ekkert slíkt sé á dagskrá þeim megin víglínunnar. Þar á bæ standi ekkert til nema allsherjar herkvaðning ofan í skotgröfina. Davíð hefur aldrei verið maður yfirvegunar eða sáttfýsi, heldur ávallt þvermóðsku, þykkjukulda, langrækni og hefnigirni. Hann er holdgervingur alls þess sem ekkert erindi á í vitræna umræðu. Hún mun því fara fram annars staðar en í Mogganum."
Ég veit ekki hver persónuleg kynni Davíðs Þórs af Davíð Oddssyni hafa verið í gegnum tíðina.Mikið má Davíð hafa blekkt mig í gegnum tíðina ef þetta væri allur raunveruleikinn. Mér hefur aldrei sýnst Davíð vera svona innrættur þó kratar haldi því fram með svona skrifum. En auðvitað eru þeir í raunverulegri örvæntingu yfir því að þjóðin hlýði þeim ekki í Icesave og Evrópumálunum.
Ég held svei mér næstum því að ég verði að fara að kaupa Moggann aftur eftir margra ára hlé til að leggja mitt litla lóð á vogina til þess að Jón Ásgeir f.h. Samfylkingarinnar og í umboði ríkisbankanna geti ekki endalaust gert út slíka leigupenna til að koma Íslendingum í ESB. Hvað þá ef honum og ríkisbönkunum tekst að kafsigla aðra fjölmiðla með auglýsingapeningum frá fyrirtækjum sem ættu fyrir löngu að vera komin í umsjá skuldheimtumanna.
Athugasemdir
lífsýn þín er alveg með eindæmum.... Allir þeir sem þola ekki Davíð eða Sjálfstæðisflokkinn og hlintir inngöngu í evrópusambandið, eru annað hvort leigupennar á vegum Baugs eða afturhaldskommatittir. Vinnstri skríll og ég veit ekki hvað.
Það hlítur að vera gott að búa upp í svona fílabeinsturni þó mér þykir þetta viðhorf þitt helst til paranojað að mínu mati. Fyrst þú heldur að menn eins og Davíð Þór Jónsson sem er betur þekktur sem klámfengin grínisti sé í reykmettu herbergi að þiggja pening hjá Jóni Ásgeirssyni í þeim tilgangi að ná sér höggi á sjálfstæðisflokkinn þá ætla ég ekki að tjónka við þeirri hugmynd þinni. Enda er hún með öllu afleidd og dæmir sig algjörlega sjálf sem grátbroslegur brandari.
Maðurinn er einfaldlega að segja það sem stærstur hluti þjóðarinnar er að hugsa og er það vel.
Brynjar Jóhannsson, 26.9.2009 kl. 10:42
Skoðanakannanir sýna nú víst, Brynjar, að meirihluti þjóðarinnar er á móti því að ganga í ESB. Samt skal reynt að þvinga því upp á þjóðina að hún skuli inn; hvað sem það kostar..... Er það heiðarleg og yfirveguð pólitík... Ég bara spyr.
Ómar Bjarki Smárason, 26.9.2009 kl. 12:14
Það gleymist alltaf að ræð um hver tilgangurinn var með að sækja um eða hugsanlega ganga i ESB.
Sigurður Sigurðsson, 26.9.2009 kl. 13:36
Ég verð að játa Halldór að ég veitti ekki athygli þessari "lærðu grein" Davíðs Þórs. Þar sem mér þykir hún hvorki lærð né athyglisverð að öðru leyti, get ég ekki þakkað þér fyrir að benda mér á ritsmíðina.
Davíð Þór er þarna að lepja upp það glundur sem aðrir Sossar hafa verið að hrækja á milli sín, um ráðningu Davíðs Oddssonar að Morgunblaðinu.
Ef eitthvað er hægt að læra af orðræðu Sossanna, þá er það heldst að þeir syrgja brottför Ólafs Stephensen. Nú verður Morgunblaðið ekki lengur lokað fyrir opna umræðu. Jafnvel málstaður fullveldissinna mun fá þar innigengt.
Á rúmu ári tókst Ólafi Stephensen ekki bara að gera gjaldþrota blað vinnuveitanda síns Björgólfs Guðmundssonar. Honum tókst einnig að ögra svo siðferðisvitund meirihluta almennings, að allur fjöldinn var hættur að lesa blaðið.
Í tíð Ólafs hefur lítið annað birtst í blaðinu en minningargreinar um dáið fólk og slúður um erlenda iðjuleysinga. Að auki hefur blaðið verið uppfullt af lygaþvættingi um dásemdir Evrópusambandsins.
Mín skoðun er því sú, að æsingur Sossanna stafi fremur af brottför Ólafs en inngöngu Davíðs. Hins vegar hafa stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar tamið sér þann óskemmtilega talsmáta, að ræða málin aldreigi af hreinskilni. Lygar, prettir og blekkingar eru þeim tamari. Pistill Davíðs Þórs er gott dæmi um þetta.
Loftur Altice Þorsteinsson, 26.9.2009 kl. 13:40
áróður Davíðs gegn Davíð er enn ein atlagan að því að lesendur Evrópumála geti ekki dregið sínar eigin ályktanir.
Fólk nötrar yfir þessari ráðningu....hverju skiptir hún eiginlega?
Við vitum alla vega hvar við höfum ritstjórann...eiga allir blaðamenn á mogganum nú að þurfa að svara fyrir blaðamannsheiður sinn vegna þess hver er ritstjóri....
það væri nú svo sem ekki ný umræða....hafa ekki fréttamenn stöðvar tvö, td sigmundur ernir, róbert marshall ofl. þurft reglulega að benda á að engin tengsl hafi verið á milli þeirra og Baugs né annarra stjórnmálaflokka.....
þetta "uppnám" er fáránlegt.....
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:47
Takk kærlega fyrir þetta Halldór
Mér finnst að það ætti strax að færa umræðuna um hvers vegna við öll þurfum að ganga í Samfylkinguna uppá hærra plan. Það verður að gefa fólki hlutlausa mynd af Samfylkingunni. Þessi hlutlausa umræða veður af fara fram. Ekki satt?
Þeir sem skilja ekki að ESB er fyrst og fremst pólitík eru mjög illa staddir. Þeir eru að bíða eftir "hlutlausum" rökum og fréttum af stærsta pólitíska organi sem til er í Evrópu. Það er langt langt síðan þessi félagsskapur hætti að vera efnahagsbandalag, því það virkaði náttúrlega aldrei. Því til sönnunar er hægt að skoða innvortis líffæri ESB. Allt í 30 ára steik hér, hnignun og hrörnun.
Hinum efnahagslega samruna ESB er lokið, sá lagarammi er kominn. Vinsamlegast reynið að skila það. Það sem er í gangi núna í Evrópusambandinu er hinn pólitíski samruni Evrópu. Að bíða eftir "hlutlausum" rökum fyrir eða gegn ESB aðild er eins og að bíða eftir hlutlausum rökum fyrir því að ganga eða ganga ekki í Samfylkinguna að eilífu. ESB er fyrst og fremst pólitík og lítið annað.
Hvað með smá heiðarleika? Spaði er spaði. Einhver sem hefur heyrt hlutlausa pólitíska umfjöllun um pólitík? Ekki það, nei. Það datt mér svo sem í hug.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2009 kl. 15:40
Skrif Davíðs Þórs á baksíðu Fréttablaðsins eru hans skoðun á málunum (vona ég) en það er langt frá því að ég sé sammála honum, hann, eins og svo margir aðrir illa upplýstir menn hliðhollir Samfylkingunni halda að hinn Davíð, þ.e. Oddson, sé illmennið sem fella þurfi, þjóðin hefur í mörgum könnunum gert hug sinn alkunna, þ.e. við viljum ekki í EB !
Guðmundur Júlíusson, 26.9.2009 kl. 19:40
Vá hvað þetta er klikkað. Ég hélt að þetta væri djók þegar mér var sagt hversu blindaðir sjálfstæðisflokksdindlar væru að skrifa á þessu bloggi en það er ekki einu orði ofaukið sem maður hefur heyrt. Halldór síðueigani og Loftur hér fyrir ofan hljóta að vera kolgeggjaðir menn, það er augljóst.
Andspilling, 26.9.2009 kl. 20:07
.....svo maður reyni nú að vera málefnalegur, svona á laugardagskvöldi Halldór, þá spyr ég nú bara hvort þeir þarna á Fréttablaðinu séu ekki farnir að taka tölvur í notkun úr því að þeir eru sífellt að leiga sér "penna".....?
Ómar Bjarki Smárason, 26.9.2009 kl. 21:29
Það sem Davíð Þór er einfaldlega að biðja um í bakþönkum sínum í Fréttablaðinu í dag, er að umræðan verði meira upplýsandi og menn vandi málflutning sinn hvort heldur þeir séu með aðild eða móti.
Í blaði Jóns Ásgeirs, í dag lætur Sturla Böðvarsson t.d. sannleiks ástina ekki þvælast mikið fyrir sér. Þar segir Sturla t.d. þetta með leyfi forseta: “Skyndilegur áhugi Evrópusambandsins, og þar með sænskra stjórnmálamanna, beinist fyrst og fremst að því að komast yfir auðlindir okkar. Ekki síst auðlindir hafsins og tryggja aðgang að þeim hafsvæðum sem við ráðum.” Það er þvæla af þessum toga sem Davíð Þór of fleiri eru að vonast til að hverfi út umræðunni.
Atli Hermannsson., 26.9.2009 kl. 21:31
Atli
Auðvitað vona þeir að þetta hverfi úr umræðunni Atli, því þetta er mjög viðkvæmt mál. Þetta vonaði líka fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Poul Schlüter, þegar Danir voru ofsa hræddir um að verið væri að búa til eitthvað sem í framtíðinni gæti kallast Evrópusambandið. Danir gengu nefnilega í EF/EB og ekki í The European Union.
"Unionen er stendød"
Með slagorðinu "Evrópusambandið er steindautt" sem hugmynd, mælti þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, Poul Schlüter, með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Þá var verið að búa til hinn svokallaða "innri markað". Hinn innri markaður er ennþá kenning á blaði. Þessi ímyndaði innri markaður hefur aldrei virkað hið minnsta umfram það sem heimsvæðingin hefur haft í för með sér hjá flestum löndum.
Poul Schlüter róaði þarna Dani með slagorðinu "sambandið er steindautt" (danska: "unionen er stendød"). Danir voru nefnilega mjög svo áhyggjufullir yfir að það væri hugsanlega verið að tæla þá inn í eitthvað sem gæti endað í líkingu við "the European Union" eða "EF-Unionen". Að EF gæti endað með "Evrópusambandinu" ef þeir segðu já í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi fullvissa Poul Schlüters um að það yrði aldrei neitt Evrópusamband til gerði það að verkum að Dönum varð rórra í þjóðarsálinni. Þeir létu því til leiðast og kusu "já"
25. febrúar 1986
"Evrópusambandið er steindautt þegar við kjósum já á fimmtudaginn", sagði Poul Schlüter forsætisráðherra Danmerkur í kosningakappræðum danska ríkissjónvarpsins, tveim dögum fyrir kosningadag. Úrslit kosninganna tóku mið af þessu. Danir þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að Efnahagsbandalag Evrópu (EF) myndi þróast í eitthvað sem gæti orðið Evrópusambandið (Union). Því sögðu 56,2% kjósenda já. Þeir sem sögðu nei voru 43,8% kjósenda
Tikk takk, tikk takk, það líða 8 ár
1994: Poul Schlüter hinn fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur tekur sér sæti sem þingmaður á þingi þess Evrópusambands sem hann 8 árum áður hafði lýst sem verandi steindautt. Hann lofaði Dönum því að Efnahagsbandalag Evrópu myndi aldrei þróast í það að verða The European Union, eða neitt sem myndi líkjast því. Þessvegna var Dönum alveg óhætt að kjósa "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um EF pakkann. Hvað tók þetta mörg ár? Jú þetta tók aðeins 8 ár
Smá úrdráttur úr; “Collective Energy Security: A Road Map for Europe”
A publication by the Center for European Policy Analysis (CEPA) útgefin í júlí 2009
[ . . ] Under provisions in the EU Treaty, members could technically establish an Enhanced Cooperation group in as little as four months. While a collective energy security pact should constitute the core component of any cooperative agreement, the Lisbon Treaty only requires that at least nine countries agree to partner in an Enhanced Cooperation group. The most natural candidates would be those countries that tend to be disproportionately dependent on Russian imports – e.g., the new EU member states of Central Europe (Bulgaria, Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Slovakia, Slovenia and Romania). The inclusion of Austria, Greece, Finland or even producers like the Netherlands would further strengthen the group’s influence within the EU, since Russian energy dependence is not solely a problem for Central Europe. [ . . ]
[ . . ] Lasting energy security is possible when this ad hoc crisis cooperation is codified into a collective energy security agreement between member states. Future supply disruptions to one member would be treated as a supply disruption to all members. Such a “musketeers’ pact” would create an institutional political framework for integrating internal markets and connecting national transmission grids across Europe. Most importantly, a collective security agreement would not foreclose an eventual unified European policy. Instead, it would allow for a bottom-up solution to take root until an EU-wide response matures. This would strengthen the strategic alignment of countries within the Union and limit the temptation for members to undercut the EU’s diversification goals with bilateral Russian energy agreements.[ . . ]
[ . . ] Viable energy security is possible when the ad hoc crisis cooperation that emerged organically during the January gas shut-off is codified into a collective energy security pact. By incorporating such an agreement into the framework of the EU’s Enhanced Cooperation mechanism, national governments can better align shared strategic interests toward a common goal. Likewise, this approach overcomes several long- standing obstacles to a viable EU energy policy:[ . . ]
[ . . ] By agreeing to share energy supplies during a crisis, the collective security component of Enhanced Cooperation would lessen the pressure on national governments to sign bilateral Russian deals that undermine – rather than support – the EU’s institutional integrity. [ . . ]
[ . . ] If the EU is to overcome the current energy security dilemma (supply and demand), member states must adopt a collective approach to energy security in which a supply disruption to one member state is treated as a supply disruption to all member states. [ . . ]
[ . . ] This is an ambitious task; however, the framework for a collective energy security agreement already exists within the governing structures of the EU. [ . . ]
[ . . ] The German Question
If a collective energy security initiative is to succeed, its participants will have to determine what to do about the EU’s largest member state, Germany. As Berlin moves closer to Gazprom, Germany has increasingly grappled with the conflict created by its traditional role in the vanguard of European integration and concerns for the interests of its Russian energy partners. Before leaving office in 2005, for example, former German Chancellor Gerhard Schröder agreed to provide Gazprom with $1.3 billion in loan guarantees for Nord Stream. Now, as chairman of the project’s shareholder committee and a director of TNK-BP, Schröder has come to exemplify the new politics of energy that are defining Russian-German relations. Some German policy-makers may not look kindly upon the formation of an energy security pact in the east. Thankfully, the Lisbon Treaty offers a practical solution. [ . . ]
[ . . ] Enhanced Cooperation would provide the institutional structure necessary for members to coordinate a common approach to ownership unbundling, energy market liberalization and crisis management. [ . . ]
En eins og Poul Schlüter sagði þarna 1986; Evrópusambandið er jú steindautt, svo það er ekkert að óttast kæru Íslendingar. Ekkert að óttast - eða - er sambandið ekki örugglega steindautt?
Því miður Alti minn.
It’s all in the United States of Europe’s national interests!
Þetta varðar öryggi Bandaríkja Evrópu, þú tapaðir væni minn, sorry
En ESB er jú steindautt. Það vitum við nú, er það ekki? Forsætisráðherrann sagði okkur það. Dautt. Dead, zero, null, ekki til. Tikk takk
Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2009 kl. 22:53
þvæla já................auðlindir???
ESB er síbreytilegt....reglur og aðferðir verða aðlagaðar að tíma hverjum. Hvað ef fiskinn vantar? (70% fiskistofna í ESB eru ofveiddir), hvað ef orkuna vantar.....? ég er ekki búin að gleyma því að ráðherrraráð ESB gaf því undir fótinn fyrr í vetur að samnýta ætti olíulindir Breta...þá varð allt vitlaust í UK.... og fallið var frá þessu sem tillögu......hvað ef Evrópa fer í stríð....hvað þá....eiga þá bara Bretar og Germanir að berjast.....eða verður herskylda sett á?????.......................það eru mörg "ef"..........í ESB
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 22:54
Sjálfstæðisflokksdindilmenskan ríður ekki við einteimi. Og kvennfólk (að vísu ekki mjög sexy) lætur svona bull frá sér líka.
Það þyrfti að stofna 12 spora samtök fyrir þráhyggjuna ykkar.
Andspilling, 26.9.2009 kl. 23:01
Persónan á bak við bloggauðkennið "Andspilling" reisti sér hér með eftirminnilegan minnisvarða á Netinu. Skoðið hann vel.
Gunnar Rögnvaldsson, 26.9.2009 kl. 23:15
Og trúðu mér kæri Dindill þeir munu verða fleiri, minnisvarðarnir (nema auðvitað að Dabbi ykkar láti loka og læs á mig, enda kæmi sú skoðannakúgun ekkert á óvart úr ykkar ranni).
Andspilling, 26.9.2009 kl. 23:19
Auðvitað verða atvinnulausir víkingar skikkaðir í Evrópuherinn..... Kannski er það mannauðurinn sem ESB sér í okkur og vill beisla....
Annars ætti stjórnarliðið, eða ESB armur þess, að fara að átta sig á því hvernig okkur vegnar í samskptum við tvær svokallaðar "vinaþjóðir" varðandi Icesave og fara þá kannski að gera sér grein fyrir því hversu mikið mark verður tekið á okkur í bandalagi fleiri þjóða..... Ég gef mér það hér að vísu að þau sem sitja við stjórnvölinn hafi liðlega meðalgreind, flest hver a.m.k.
Við erum og verðum utangarðsþjóð í samfélagin Evrópuþjóða og þurfum að fara að skoða stöðu okkar í því ljósi.....
Ómar Bjarki Smárason, 26.9.2009 kl. 23:20
Samkvæmt viðmiðun Halldórs hlýt ég líka að vera leigupenni Baugs. Halldór getur þá kanski líka svarað því afhverju ég fæ aldrei útborgað.
Óskar (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:55
Gunnar, Mikið vildi ég gefa fyrir að við Íslendingar hefðum sambærilegt eða jafngott efnahagsástand og er í Danmörku - eða bara Færeyjum. Ég get sagt þér í fullri einlægni að það sem er nógu gott fyrir Dani er nógu gott fyrir mig. Þá kem ég bara ómögulega auga á það hvernig þessar raforku Road-map pælingar ættu að þurfa að skaða okkur Íslendinga eða á einhvern hátt halda fyrir okkur vöku sem einangruð erum út í ballarhafi... En það er greinilegt á þessum pælingum að þeir eru að hugsa um sameiginlega hagsmuni allra íbúa Evrópu en ekki hvernig þeir geti mismunað einstaka samfélagshópum eða svæðum á kostnað heildarinnar... fallega hugsað.
Atli Hermannsson., 27.9.2009 kl. 00:10
Atli, við vorum ekki að tala um Danmörku. En ef þú endilega vilt þá er það alveg hægt:
Vldir þú Atli minna hafa haft 4. lélegasta hagvöxt í OECD frá 1997-2007 og því hafa hrapað frá að vera í 6. sæti ríkustu landa OECD og niður í 12. sæti? Hvað skyldi valda þessu Atli? Til að Danir nái því atvinnustigi sem Íslendingar hafa notið síðustu 32 árin samfleytt þá hefðu 400-500.000 Danir þurft að koma úr felum kassageymslna ríkisins og út á atvinnumarkaðinn. Þetta þýðir að 400-500.000 manns hafa ekki verið í vinnu hér á hverju ári síðustu 32 árin af því að þar var enga atvinnu að hafa.
Atvinnuleysi í Danmörku hefur aðeins farið undir 6% í 3 ár af síðustu 32 árum eða frá 1977. Er þetta gott Atli? Er þetta eitthvað til að öfundast út í? Viltu borga 63% tekjuskatt? Af hverju heldur þú að hann sé svona hár? Ekki er peningunum eytt í heilbrigðiskerfið, svo mikið er víst og ekki í gamla fólkið því 20% ellilífeyrisþega Danmerkur hafa ekki efni á nýjum skóm og þurfa að prjóna eða hekla jólagjafir til barna barna sinna. Ég nefni ekki dagblöð.
Ég er alveg 100% handviss um að þú hefur enga hugmynd um hversu gott Íslendingar hafa það miðað við allar þjóðir ESB. Þið eruð mikið clueless, því miður. Þetta synd, því í stað fyrirlitningar og vanþakklætis ættuð þið að vera þakklát og stolt. Kreppan mun ganga yfir. Sannaður til. En sú samfélaglega eyðni sem hrjáir öll nema 2-3 lönd ESB mun ekki hverfa eða lagast. Það er of seint. Þetta eru ekki sjálfbær samfélög og hafa ekki verið það síðustu 30-40 árin. Nú kemur reikningurinn þar sem t.d. stærsta hagkerfi ESB mun fremja innvortis demógrafískt sjálfsmorð á næstu tveim kynslóðum og fækka sér um allt að helming.
Það væri líka gaman að vita hvernig þér og ungmennum á Spáni finnst að leita að atvinnu í 37% atvinnuleysi ungmenna þar. Enginn vill eignast börn í svona umhverfi Atli.
Það eru ekki til neinir sameiginlegir hagsmunir allra íbúa Evrópu Atli. Evrópa er heimsálfa með mögum ólíkum löndum með ólíka menningu og 100 tungumálum. Þau eiga ekkert sameignlegt nema þetta skítabandalag elítu Evrópusambandsins sem þvælist þar fyrir þeim og öllum til mikils ama á himinháum skattfrjálsum launum elítunnar, því annars hefði enginn áhuga á þessu skíta bandalagi sem það er orðið eftir að EU komst á koppinn og leysti litla EB af hólmi.
Humpf!
Gunnar Rögnvaldsson, 27.9.2009 kl. 04:20
Góðan dag
Já Davíð er og verður alltaf á milli tanna almennings þangað til skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt almenningi ef hún þá þolir það.
Björgvin G Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra ritar grein í MBL í gær um aðdraganda bankahrunsins og að enginn hafi hringt í hann til fundar í Seðlabankanum kvöldið góða þótt hann væri fagráðherra?? Hvað má lesa út úr slíkum ákvörðunum? Seðlabankastjórarnir voru mættir í bankann eftir fundarboðun seint um kvöld en Davíð upplýsti að hvorki hann né hinir stjórarnir hefðu fengið að vera inni á fundinum og hefur Ingimundur fyrrum stjóri staðfest þessi ummæli Davíðs í fjölmiðlum eftir að hann lét af embætti. Það liggur nokkuð ljóst fyrir hverjir tóku þessa áhlaups ákvörðun og þeir verða bara að lifa með henni en saklausir menn verða að njóta sannmælis uns sekt er sönnuð.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 08:24
Ég vildi kanski bæta inn í ESB umræðuna sem ég hef lítið hugsað um hvað það sé raunverulega sem hangi á spýtunni. Ítalía og Spánn sem eru ESB lönd eru svo illa stödd fjárhagslega að allt leikur það á reiðiskjálfi og hvorki hægt að hækka skatta né breyta vöxtum heldur bara skera niður við trog lífskjör almennings.
Mér finnst að þegar þessar þjóðir gengu formlega í samfélagið ESB hafi alveg gleymst að skoða framleiðslukostnað á milli landanna og þar með launakostnað og þess vegna hella bændur nú niður mjólk þar í landi. Hvernig á heilbrigð samkeppni að ríkja milli landa nema að launin verði samræmd líka?? Verkamaður í Þýskalandi hefur mun hærri laun en sá Spánski og hvernig á þetta að ganga upp?? Kanski verður Íslensk verkalýðsbarátta fyrir bættum kjörum launamanna strikuð út og Brussel ráði því alfarið. Sjómenn fara þá á mánaðarlaun í stað aflahlutar sem dæmi og sjómannaafsláttur hverfur.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 08:31
Gunnar: Atli, við vorum ekki að tala um Danmörku. En ef þú endilega vilt þá er það alveg hægt:
Þetta er alveg typiskt Gunnar og lýsandi fyrir það hversu vonlaust er að eiga orðastað við þig; Ég minntist á Danmörku í einni stuttri setningu og það ekki fyrr en eftir að þú hafðir sett inn 350 orða langloku um hrakfalla- og hörmungar sögu Danmerkur allar götur frá 1986 - er þeir misstu sjálfstæðið. Það er gott að fá tölfræði upplýsingar frá Danmörku líkt og þér er tamt að setja inn, en hagnýtustu upplýsingarnar fæ ég þó frá tveim góðum vinafjölskildum sem lengi hafa búið þar. Þær eru trúðu mér ekki á heimleið, en þú ert velkominn að sjálfsögðu.
Atli Hermannsson., 27.9.2009 kl. 11:31
Af færslu þinni má það eitt lesa að upplýst umræða um þetta ESB mál sé af hinu vonda. Þetta viðhorf, að sitja á upplýsingum og koma í veg fyrir umræðu og upplýsingaflæði, hefur verið einkennandi fyrir allar tegundir af harðstjórnum allt frá miðöldum. Í dag vill býsna margt fólk fá að vita hvað er í ESB pakkanum.
Sættu þig við að í dag krefst fólk upplýsinga. Það að kalla menn leigupenna fyrir að benda á þetta, bendir ekki til víðsýni.
Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2009 kl. 12:08
Nei upplýsta umræðu á að banna með öllu enda líður Foringinn ekkert kjaftæði sem er honum ekki þóknanlegt. Af hverju heldurðuað hann hafi verið ráðinn ritskoðari eina fjölmiðilsins sem var hægt að treysta í þessu landi, þar til ræningjarnir sem eignuðust Árvakur í gegnum innherjaupplýsingar eyðilögðu 35 ára uppbyggingu Morgunblaðsins, á einum degi?
Andspilling, 27.9.2009 kl. 12:19
Ég sé að margir bloggarar hafa farið þá leið að birta ekki athugasemdir fyrr en að lokinni skoðun. Það fyrirbæri sem felur sig á bak við nafnið Andspilling heyrir greinilega miklu frekar undir Landlæknisembættið en það umræðusamfélag sem er á blogginu.
Ég vil biðja hann vinsamlegast að halda sig í burtu með sín sjúku skrif undir dulnefni af þessari síðu. Komdu fram ef þú þorir og þá getum við talað við þig. Annars ekki.
Halldór Jónsson, 27.9.2009 kl. 15:41
Haha, sorglegri gerast menn varla í dindildýrkun sinni. Þú ert bara dindill Halldór, ekkert annað. Viðurkenndu það og iðrastu, lofaðu að kjósa aldrei aftur flokkinn sem eyðilagði Ísland og fyrsta skrefið í átt til bata hefur verið stigið. En kannski við hittumst á Lansanum ef þú iðrast ekki enda átt þú meira erindi þangað en ég þó ég óttist enn fremur að ekki verði nein deild lengur opin fyrir menn eins og mig og þig því e.t.v. munu IceSlave skuldir Sjálfstæðisflokksins þíns setja okkur algjerlega á hausinn eins og menn óttuðust og ekki hægt að koma í veg fyrir það þó heiðarlegt fólk hafi reynt allt til að bjarga okkur út úr því á sl. mánuðum.
En þú ert svo mikill snillingur að þú ætlar auðvitað að kenna brunaliðinu um eldinn í stað þess að viðurkenna og iðrast jafnan, að þú kýst brunavargana alltaf aftur og aftur og aftur...
Andspilling, 27.9.2009 kl. 17:32
" Maðurinn er einfaldlega að segja það sem stærstur hluti þjóðarinnar er að hugsa og er það vel." Stærri hluti þjóðarinnar vill ekkert þangað inn fara og getur notað andspyrnu gegn EU og Ice-slave í stórum fjölmiðli kannski loksins. Og ekki síst mafíósa nánast allra hinna miðlanna.
Og ef Andspilling þessi hefur í huga að kasta í mig skít nú eins og í gær vegna EU og Ice-slave skoðanna minna og troða mér aftur inn í Sjálfstæðisflokkinn: Er óháður kjósandi og getur látið það kyrrt liggja að klína á mig pólitískum flokk.
Elle_, 27.9.2009 kl. 18:38
Yeah right ElleE - helst gæti ég túað þú sért alter ego einvhers svo innvígðs að þú þorir ekki að koma fram undir nafni með öfgar þínar.
Andspilling, 27.9.2009 kl. 18:48
Heldur fólk í alvöru að það séu bara Sjálfstæðismenn sem ekki vilji ganga inn í EU og gangast undir Ice-slave nauðungina og borga skuldir þjófa? Hvað er í gangi með þann mann? Held þú sért þarna í óþökk síðueiganda.
Elle_, 27.9.2009 kl. 19:02
Og hvað ætli sé öfgafullt við að vilja ekki ganga inn í EU? Og hvað ætli sé öfgafullt við að vilja ekki borga skuldir mafíósa? Littu í spegil. Þar muntu finna miklar öfgar í spegilmyndinni.
Elle_, 27.9.2009 kl. 19:11
Mafíósarnir eru fjárhaglegur bakhjarl Sjálfstæðsflokksins. Ertu blindur, ásamt því að vera heimskur?
Andspilling, 27.9.2009 kl. 19:16
Anspilling, má ég biðja þig um að hætta að skrifa á þessa síðu.
Halldór Jónsson, 27.9.2009 kl. 20:17
Svo náhirðardaunninn í ykkur sé samhljóða og í kór? Dæmigerður dindill.
Andspilling, 27.9.2009 kl. 20:21
Halldór.
Það er hægt að fara inn í stjórnborð bloggsins hjá þér og smella á flipann „Blogg“ . Þar undir fer maður í flipa sem heitir „Athugasemdir“. Þar áttu að geta séð skrif þeirra sem skrifa á síðuna þína. Með því að smella á þann sem þú vilt að hafi ekki aðgang að skrifum á síðunni þinni þá opnast smá gluggi. Þar er gefinn kostur á að smella á flipa sem heitir „Banna notanda“.
Þannig mun vera hægt að útiloka viðkomandi frá því að skrifa á síðuna þína.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.9.2009 kl. 22:38
Þakk þér fyrir Cacoethes, þarna er ágæt leið til að aflúsa. Það er ekki hægt að líða það að geðsjúklingar vaði uppi á síðunum við að svívirða aðra gesti.
Halldór Jónsson, 27.9.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.