3.10.2009 | 22:55
Sjálfstæðisflokkurinn er vonin!
Bjarni Benediktsson var á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í morgun.
Bjarni fór yfir stöðu mála hjá ríkisstjórninni, sem engin önnur úrræði hefði önnur en að hækka beina skatta og þóknast AGS með því að samþykkja allar kröfur Hollendinga og Breta og beita niðurskurði í ríkisrekstrinum sem myndi leiða til mun meira atvinnuleysis en nú væri framundan.Ríkisstjórnin virðist samstíga um að hindra alla uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Alcoa sem hafði boðist til að kaupa alla orku sem landsmenn gætu framleitt á Þeystareykjasvæðinu auk þess að bjóðast til að falla frá kaupum ef ríkisstjórnin hefði aðra kaupendur til annars en álframleiðslu, hefur ríkistjórnin flæmt í burtu. Með þetta að bakhjarli hefðu Íslendingar geta ráðist í virkjanir. Þessu hefði ríkisstjórnin vísað frá.Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað lausnir á fjárlagahallanum með öðrum leiðum en hækka beina skatta. Á þetta væri ekki hlustað enn sem komið væri. Sjálfstæðisflokkurinn teldi grundvallarforsendu endurreisnar vera þá, að koma hjólum atvinulífsins á stað á nýjan leik. Án þess að efla erlenda fjárfestingu og almennt atvinnulíf í landinu til útrýmingar atvinnuleysinu yrði leiðin útúr kreppunni mun lengri. Bjarni svaraði gagnrýni fundarmanna á það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki látið nægilega á sér bera að undanförnu. Hann benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið hlut sinn í skoðanakönnunum úr 25 % í 30 % frá kosningum. Þetta er 20 % fylgisaukning á skömmum tíma. Flokkurinn hefur auðvitað ekki enn náð sinum fyrri styrk. En vöxturinn er jafn og stöðugur og málefnastarfið myndi skila árangri fyrr en varir. Þjóðin mun sjá að þörf er á sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins við úrlausn vandamálanna. Án þeirra verður leiðin í gegnum kreppuna mun lengri en annars.Bjarni var spurður um álits á fregnum Framsóknarmanna um að stórfé gæti verið í boði hjá Norðmönnum til láns fyrir Íslendinga. Hann sagði telja að þetta væri því miður ekki eins raunhæft og sagt hefði verið.
Landsmenn þyrftu líka að spyrja sig að því, hversu mikil lán væri skynsamlegt að taka og til hvers. Röksemdir ríkisstjórnarinnar fyrir risavaxinni lánsfjárþörf væru ekki endilega réttar.Hér væri nú hagstæður viðskiptajöfnuður. Til lengri tíma myndi það skipta öllu máli fyrir stöðu landsins í heiminum hvort Íslendingar væru að framleiða verðmæti í landi sínu, hvort hér væri heilbrigð atvinnustarfsemi eða allt í kaldakoli og hátt atvinnuleysi. Bjarni taldi nauðsynlegt að endurskoða afstöðuna til AGS og spyrja sig hverra hagsmuna stofnunin væri að gæta.Boðaður hefur verið nýr skattur á hvert framleitt kílówatt framleitt í landinu. Þetta er ekki hvetjandi til þess að fá nýja orkukaupendur til landsins. Ekkert væri gert til þess að hleypa nýju erlendu fjármagni inn í landið án þess að læsa það inni í sama búri og gömlu krónubréfin væru í vegna gjaldeyrishaftanna.Bjarni svaraði fjölda fyrirspurna fundarmanna og var gerður góður rómur að.
Af þessum fundi kom ég með þá sannfæringu, að efling Sjálfstæðisflokksins geti leitt landsmenn útúr þeim ógöngum sem þjóðin er nú í. Ljósið í myrkrinu sem nú ríkir yfir þjóðlífinu, En hvernig á að koma þessu liði frá sem nú keyrir Evrópubandalagsbrautina og öllu fórnar fyrir hana, það er önnur saga.Aukin áhrif uppbyggingaraflanna á kostnað marxískrar skattpíningarhagfræði ríkisstjórnarflokkanna er það sem getur bjargar þjóðinni úr þeirri lægð sem hún er í.
Sjálfstæðisflokkurinn er vonin !Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Þetta er ekkert smá fagnaðarerindi sem þú flytur okkur, Halldór minn góður. Ég sperrist allur upp og vinstri drunginn sem hvílt hefur yfir mér í allan dag var sem strokinn burt á augabragði. Mér líst einmitt ferlega illa á þessar skattahækkanir - betra væri að skera meira niður í ríkisbúskapnum. Báknið hefur þanist svo út síðastliðin 20 ár að unnt væri að skera niður gríðarlega. Það væri unnt að spara tugmilljarða með því að fækka millistjórnendum út um allt kerfið og afnema allan þann aukabúnað sem búið er að prjóna utan um starfssemi hinna ýmsu stofnana. Sjálfur starfa ég nú í skólakerfinu og veit gjörla um hvað ég er að tala.
Baldur Hermannsson, 3.10.2009 kl. 23:15
Ég trúi frekar á Harry Potter
Finnur Bárðarson, 4.10.2009 kl. 00:02
Hvernig fóru kommahelvítin að því að þenja svona út kerfið á meðan Flokkurinn hélt utan um fjárlögin? Það er greinilega erfitt að forðast þessa skratta þótt þeir séu utan ríkisstjórnar.
Árni Gunnarsson, 4.10.2009 kl. 00:46
Sjálfstæðisflokkurinn er vonin !
Veit ekki betur en þessi flokkur setti þjóðina á hausinn og er að kenna öllum öðrum um...! Raunveruleikafirring...!
Snæbjörn Björnsson Birnir, 4.10.2009 kl. 00:49
Snæbjörn
Menn úr Sjálfstæðisflokknum eru ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Flokkurinn er hugsjónabandalag. Hann tekur ekki ábyrgð á asanatrikum hvorki mín né annarra. Fremur en Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á Finni Ingólfssyni eða Sigurði Einarssoyni ðer se. Þeir voru ekki leiðandi í hreyfingunni þó þeir væru skráðir félgar.
Þú ert ekki einn um að rugla þessu tvennu saman, huggaðu þig við það þegar þú hugsar málið.
Halldór Jónsson, 4.10.2009 kl. 01:46
Sá Bjarna Benediktsson í fréttum á föstudagskvöldið. Hann var þrælgóður þar. Við þurfum á leiðtogum í þessa uppbyggingu. Bjarni hefur a.m.k. til þess heilindi.
Sigurður Þorsteinsson, 4.10.2009 kl. 20:29
Árni Gunnarsson frændi minn er meinlegur að vanda. Það getur verið erfitt að hemja kommana. lo.
S.l. 10 ár hafa ríkisútgjöld þanist út, versta dæmið er ekki menntamál en þar hefur aukningin verið 40% að raungildi á þessum tíma. Núna þegar til stendur að skera vel innan við 5% kemur sparnaðurinn fram í því að skera 100% af fjarkennslu og 100% endurnýjun á tækjum. Hvoru tveggja leiðir til meiri útgjalda síðar.
Sigurður Þórðarson, 4.10.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.