Leita í fréttum mbl.is

Nú byrjar Bergmann.

Nú ryðst Evrópufræðingurinn Eiríkur Bergmann fram á völlinn og byrjar að hóta Íslendingum ef þeir ekki samþykki Icesave. Þá sé EES samningurinn í hættu.

Hvernig færi að við færum að gera upp hvað við höfum grætt á EES.

1.Hefði bankahrunið orðið án EES?

2.Væri hér allt vaðandi í erlendum glæpamönnum án EES ?

3.Hefði þjóðfélagið sporðsreists af uppgangi þotuliðsins án EES ?

4.Hefðu krónubréfin komið án EES ?

5.Hefði útrásin orðið án ES ?

Hver er þá nettógróðinn af Eiríki Bergmann, Jóni Baldvin og EES ? Hefði fiskurinn ekki selst og stóriðjan og virkjanirnar verið byggðar  þó að það hefði ekki komið til ?

Er ástæða til að láta Bergmann hræða okkur með órökstuddum upphrópunum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gott að þú skulið vekja máls á EES-dæminu Halldór. Er það ekki ámælisvert að ekki skuli vera búið að endurskoða EES-aðildina ?

Það eru liðin 15 ár frá því að við fórnuðum góðum tvíhliða viðskiptasamningi fyrir EES. Hvernig væri að skoða hvers vegna Svissland kýs ennþá að hafna EES ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.10.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Kári Friðriksson

Man greinilega að Jón Baldvin sagði að viðskipti mundu aukast svo mikið við það,árið eftir jukust þau um 2 miljarða við Evrópu en 8 við Asíu.   Iðnaður átti líka undir högg að sækja eftir þetta,Akureyri "hrundi" sem iðnaðarbær.

Framtíðarvöxtur er Rússland og Asía,ekki Evrópa,lokumst ekki inni í þeirri "Sovétklíku"

          Kári Friðriksson.

Kári Friðriksson, 7.10.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég hef einmitt verið að spyrja menn: þurfum við endilega að vera í EES, hver er hagnaður okkar? En ég fæ engin svör. Þarna eru klárar ábendingar um augljósar meinsemdir sem allir þekkja. Einhverjir kostir hljóta þó að vera - veit einhver um þá?

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já takk fyrir þetta. Er það bara ekki svoleiðis að það gengur allt á klissíum hérna ? EES er svo mikið töfraorð að það er eins sjálfsagt og eftirsóknarvert eins og himnaríki, þó enginn viti nákvæmlega hvernig þangað er farið?  

Nú stefnum við á norrænt velferðarkerfi án þess að vita hvernig það er í laginu ?

Ef við ekki borgum ICESAVE, þá er allt til andskotans. En hvernig?

Ef við förum ekki í ESB þá einangrumst við alþjóðlega? Eru ekki meira en hundrað lönd utan þess ? Hvernig komast þau af ?

Við verðum að hafa forsetaembætti til þess að við getum haft sameiningartákn eins og Ólaf Ragnar Grímsson ? En til hvers raunverulega?

Ég hélt einu sinni að ég yrði að lesa Moggann á hverjum degi. En svo er ég samt lifandi- eða held að ég sé það.

Halldór Jónsson, 7.10.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenski sérfræðingurinn um útþenslustefnu ráðandi meirihluta Evrópsku Sameiningarinnar. Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða. Á ekki við í efnahagslegu tilliti Íslands til langframa gagnvart ES miðstýringu hæfs meirihluta, fólkfjölda og náttúrauðlinda vandamála.

Þegar ég var barn og staðreyndafræði var en í blóma hvað varðaði almenn sameiginleg málefni svo endurveitingu skattfjár, þá þurftu fræðibækur ekki tryggingarheimildamanna lista eins og nú með fjöldaframleiðu fræðinganna.  

ES byggir á sömu Meðlima-Ríkja menningu Meginlanda ríkja Evrópu. 

Sviss byggir á allt öðrum grunni sem hefur reynst þeim vel og hlíft við kreppum og þeirra stríðsfylgifiskum.

Sjálfbærni, Nægjusemi, gæði, hlutleysi gangvart alþjóðasamfélaginu. Þeir hafa alltaf sagt knýið á og fyrir þér verðugum verður upplokið hvað varðar þá nágranna þeirra sem eru ósjálfbærir, þurfandi með magnvandamál.

Eiginlegi grunnur Íslenski er líka í sjálfum sér ólíkur grunni Meginlandsríkja ES.

Heldur sá er veldur. Íslensku vandamálinn er að nú er byggt á röngum grunni magns og miðstýringar.

Júlíus Björnsson, 7.10.2009 kl. 18:40

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mogginn vitnar í þennan pistil í Staksteinum á bls. 10 í dag með mynd af höfundi.

 

Hverju er verið að hóta?
Er ástæða til að láta Bergmann hræða okkur með órökstuddum upphrópunum?« spyr Halldór Jónsson verkfræðingur í pistli sínum. Í spurningunni felst í rau...

Halldór Jónsson
Er ástæða til að láta Bergmann hræða okkur með órökstuddum upphrópunum?« spyr Halldór Jónsson verkfræðingur í pistli sínum. Í spurningunni felst í raun það mat Halldórs að það sé með öllu ástæðulaust. Er óhætt að taka undir það.
 
Hitt er áleitið umhugsunarefni, hvers vegna stuðningsmenn ESB og Icesave eru alltaf á þessum hótunarbuxum. Eiríkur Bergmann er alls ekki einn um það en hann er þó drjúgur í því. »EES samningurinn í hættu falli Icesave« segir hann. Er það svo?
 
Eiríkur hlýtur að vita að hvert einasta þjóðþing þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum yrðu að segja honum upp, jafnt Pólverjar, sem Danir, Eistar sem Slóvenar. Finnst honum líklegt að þær þjóðir og allar hinar tæplega 30 geri það, ef Íslendingar vilja fá skorið úr um lagaskyldu sína til að taka á sig óheyrilegar skuldir sem óábyrgt einkafyrirtæki stofnaði til. Það getur varla verið að Eiríkur trúi þessu.
 
En er það annað sem hann hræðist? Er það hinn ógnvænlegi veruleiki að falli Icesave kynni það að þvælast fyrir inngöngunni í Evrópusambandið? Töpuð paradís blasi við. Paradís þar sem hans og annarra hlutlausra evrópufræðinga bíða 70 meyjar, óspjallaðar í evrópufræðum og önnur eilíf sæla.
 
Sem sagt rétt mat hjá Halldóri einsog fyrri daginn, þótt hann hljóti á stundum að vera veikur fyrir málflutningi Bergmanns og sálufélaga hans, sem oftar en ekki er algjör steypa.

Ágúst H Bjarnason, 8.10.2009 kl. 09:02

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eiríkur Bergmann reis hæst í fáránleika sínum, þegar hann hélt því fram að undirgefni við ESB fæli í sér hámörkun frelsis einstaklinga og fullveldis þjóðar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 09:08

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glæsilegur pistill hjá þér, Halldór, ásamt spurningunum í viðauka þínum, og nú hefur það gerzt, að Mogginn hefur ekki aðeins aflétt af þér ritskoðun, heldur boðið þér heim í hús, eins og sést á Staksteinum í dag, þar sem áfram er svo tekizt er á við þetta sama mál með frábærum hætti.

Tek undir með Baldri og Lofti. Baldur, þú ert mættur á völlinn í tæka tíð!

Jón Valur Jensson, 8.10.2009 kl. 09:22

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Baldur, eini kosturinn við EES er að þaðan er stutt yfir í Gosenland Sossanna. Af alkunnri forsjálni (forsjárhyggju) sinni, vissi þetta forusta Sossanna: Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson.

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 09:40

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur, hvað með tolla-ívilnanir?

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 10:18

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágúst, ég er ansi hræddur um að Staksteinahöfundur þekki ekki Halldór Jónsson persónulega ef hann heldur að sá góði drengur láti nokkru sinni blekkjast af þvaðri Eiríks Bergmanns.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 10:19

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Baldur, ég veit ekki til að tollar af okkar vörum inn á ESB séu lægri en til dæmis Svisslendinga. Það er sjálfsagt barnaskapur að telja eðlilegt að skoða EES-aðildina í ljósi þess sem hún færir okkur. Ætti ekki að vera komin reynsla á 15 árum, sem hægt er að byggja á raunhæft mat ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 11:45

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Loftur. Nú heyrast efasemdarraddir um EES. Það er deginum ljósara að sú aðild hefur fært okkur ægilegar búsifjar. En mig langar til að vita hver ávinningurinn hefur verið, hann hlýtur að vera talsverður.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 11:49

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

EES-samningurinn hefur raunar reynzt okkur gildra. Fyrstu fjögur árin eða svo reyndist hann hafa í för með sér meiri kostnað en hag fyrir okkur, skv. athugunum dr. Hannesar Jónssonar, fyrrum sendiherra, og Ragnars Arnalds, eins og ég skal fjalla nánar um í pistli hjá mér. Á síðustu 2-4 árum hefur hann svo reynzt okkur beita til að ætla að gerast "alþjóðleg" umfram getu og þvert gegn allri skynsemi; ef menn hrinda hér ekki af sér Icesave-kröfum Breta og Holl. og segja okkur (ranglega) eiga að borga vegna EES, þá er tjónið af EES-samningnum orðið meira en við getum vænzt að græða á honum á hálfri til heilli öld.

Svo lýsi ég með ykkur eftir því, hversu mikið við högnuðumst á EES í raun, meðan allt lék í lyndi. Svisslendingar völdu miklu betri leið: gagnkvæma tollasamninga við EYB, eins og ég er farinn að kalla það (Evrópuyfirráða-bandalagið); sú leið hefði reynzt okkur þúsundfalt betur en leið Jóns Baldvins, sem farin var. En honum gekk það trúlega til að EES yrði net til ná Íslandi inn í EYB. Eybinginn, og nú stærir hann sig af öllu saman!

Losum okkur við Icesave, AGS, EES og EYB! Við getum vel staðið á eigin fótum, og það er alltaf markaður fyrir fisk og ál og aðrar útflutningsvörur okkar, sem fá bara betri samkeppnistækifæri, ef gengið sígur verulega við þessi umskipti, og ferðmannastraumurinn heldur áfram að aukast.

Jón Valur Jensson, 8.10.2009 kl. 12:12

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Jón, hvar er hægt að finna þessar athuganir Hannesar og Ragnars?

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 12:22

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Baldur, ég hef lengi auglýst eftir úttekt á aðild okkar að EES. Mig grunar að aðildin hafi valdið okkur óbærilegum skaða og þá er ég að tala um brúttó áhrif.

Í fréttum RUV heyrði ég haft eftir Indriða yfir-fjármálaráðherra, að við þurfum ekki að taka fé að láni hjá Rússum. Okkur standi svo mikið fjármagn til boða hjá "nánum vina og bandalagsþjóðum", að sjálfhætt sé samningum við Rússa.

Hefur eitthvað stórvægilegt skeð, sem ég hef misst af ? Fréttir frá Norvegi herma að aldreigi hafi verið leitað eftir lánum frá þeim, nema undir væng AGS. Grunur minn um skemmdarverk Icesave-stjórnarinnar vex með hverjum degi.

Allir vita að Sossarnir eru álíka glæpalýður og Vítisenglar, en hvers vegna taka Vinstri Grænir þátt í þessum aðgerðum gegn þjóðinni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 13:12

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Leoðrétting: brúttó átti að vera nettó !

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 13:13

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Baldur, þetta er í bók Ragnars Arnalds, Sjálfstæðið er sívirk auðlind (1998), og í endurminningabók dr. Hannesar Jónssonar, Sendiherra á sagnabekk, II. bindi (2001), a.m.k. á bls. 368 o.áfr., þar sem hann vísar líka í blaðagreinar sínar um málið. Heildarskrá um tugi blaðagreina hans um "Evrópumarkaðs- og samrunamál: EFTA, EES, ESB" er að finna í sömu bók, s. 376 og 377. – Þarf að fletta upp í Ragnari til að finna hans umfjöllun um þetta.

Jón Valur Jensson, 8.10.2009 kl. 13:58

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk Jón, allt veist þú.

Baldur Hermannsson, 8.10.2009 kl. 14:01

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Einhver gæti haft gaman að lesa eftirfarandi:

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=34144

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 14:22

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér er stórgóð grein eftir Jón Val Jensson, sem á erindi í þessa umræðu:

http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/811017/

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.10.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband