Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarklisjur.

Getur ekki verið að við Íslendingar séum búnir að festa okkur í allskyns stórasannleikjum án þess að hugsa um hvort þeirra sé þörf?

EES er svo mikið töfraorð að það er eins sjálfsagt og eftirsóknarvert eins og himnaríki, þó enginn viti nákvæmlega hvernig þangað er farið? Þetta er eitthvað ginnheilagt sem enginn má draga í efa að hafi gert okkur eitthvað gott ?   

Eitt af markmiðum ríkisstjórnar okkar, fyrir utan að hækka skatta, er að byggja upp norrænt velferðarkerfi. Ekki veit ég hvernig slíkt kerfi er í laginu. Ég hef heyrt  að í Danmörku séu veitt verðlaun fyrir að benda á möguleg skattsvik nágrannans. Láta vita ef hann kaupir sér nýjar mublur eða fer oft til útlanda. Vantar þetta ekki hér ? Og til þessarar uppbyggingar norræns velferðarkerfis þarf ógrynni lánsfjár, sem verður að koma frá AGS, og kemur ekki nema við borgum það allt til Icesave.

Catch 22 !

Þarf þetta kerfi ef það hefur ekki verið hérna undanfarna áratugi ? Af hverju núna ?

Stjórnlagaþing? Það bráðvantar segir Jóhanna. En hefur mig vantað þetta eitthvað sérstaklega ? Ég hef ekki fundið það á mér.

Steingrímur J. segir okkur að borgum við ekki ICESAVE, þá sé  allt til andskotans. En hvernig? Hvað gerist ? Vill einhver segja okkur það ? Hvað er gert ef Íslendingar segjast ekkert geta borgað um þessar mundir? Af hverju verð ég að standa í einhverju ástarsambandi við Breta og Hollendinga ? Get ég ekki bara sneitt hjá þeim meðan þeir kólna niður?

Ef við förum ekki í ESB þá einöngrumst við alþjóðlega? Eru ekki meira en hundrað lönd utan þess ? Hvernig komast þau af ?

Ef við göngum úr Schengen þá þurfum við passa til að fara í flugvél til Evrópu. En er ekki alltaf spurt um passa í Keflavík ? Lettneskir glæpamenn þurfa hinsvegar ekki passa til að komast hingað inn.

Við verðum að hafa forsetaembætti til þess að við getum haft sameiningartákn eins og Ólaf Ragnar Grímsson ? En til hvers raunverulega? Hvað gerir þetta embætti fyrir vesælan mig ?  Get ég verið án þess ? Ég verð líka að vera án forseta allan tímann sem Ólafur er í útlöndum, sem eru allt að 200 dagar á ári.

Ég hélt einu sinni að ég yrði að lesa Moggann á hverjum degi. En svo er ég samt lifandi- eða held að ég sé það. Ég veit ekki nema ég verði að lesa hann eftir að Davíð varð þar ritstjóri Ð Nema ég komist af án þess ?

Hvernig á maður að gera nýtt gildismat fyrir sjálfan sig ?

Verður maður að hafa yfir einhverjar þjóðarklisjur til að geta farið á fætur á morgnana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já Moggann þarftu skýlaust að lesa og ég er eiginlega kominn á þá skoðun að ekki verði hjá því komist að borga I-reikningana. Ég hlustaði á Eirík Tómasson í hljóðvarpinu um daginn, hann var að útskýra lagalegu hliðina. Eftir það viðtal sýnist mér ljóst að þetta sé tapaður slagur.

Baldur Hermannsson, 7.10.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú verður að setja þetta í umhverfismat, Halldór. Fróðlegt að vita hvort Svandís myndi snúa því mati við.....!

Ómar Bjarki Smárason, 10.10.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband