Leita í fréttum mbl.is

Traust !.

Á Íslandi ríkir ekki traust meðal manna. Hver tortryggir annan. Líklega mun meira á stjórnmálasviðinu en viðskiptasviðinu. Maður hittir ennþá sanna Íslendinga, sem eiga viðskipti með handabandi og það stendur. Ég er ekki viss um að þetta sé mikið tíðkað meðal nýbúa ennþá, enda eru þeir nákvæmari með vaskaviðskipti og svoleiðis.  

Það er skortur á trausti meðal manna, sem er orsakavaldur kreppunnar. Það er enginn hörgull á gæðum jarðar, það er enginn hörgull á peningum, það er enginn hörgull á framleiðslugetu, það er enginn hörgull vináttu milli manna, ást milli karla og kvenna. Það er bara hörgull á því að við treystum stjórnmálamönnum. Þeir eru nefnilega búnir að reynast vera lygarar. Þeir lugu að okkur um að þeir væru svo klárir að við gætum treyst leiðsögn þeirra. Svo var ekki. Og þeir ljúga enn hver um annan þveran. Folk á enn eftir að greina á milli lygalaupa og ærlegra.

Satt og logið sitt er hvað

sönnu er besta að trúa.

En hvernig á að þekkja það,

þegar flestir ljúga.

Ég veit ekki hvort þetta er ekki eftir langafa minn  Jón Ólafsson ritstjóra. En kannski veit það einhver betur.

Kreppan leysist daginn sem menn fara að treysta hvorir öðrum.  Ekki fyrr. Þegar þú ferð að skipta um gír, hleypa umburðarlyndinu inn og víkja hatrinu til hliðar, þá lætur kreppan undan síga.

Peningakerfið, gjaldeyrishöftin, tortryggnin, verðbólga, gengisfellingar, allt voru þetta staðreyndir sem ég þurfti að glíma við lengstan minn aldur í viðskiptum. 

Þegar við frændurnir Sveinn og ég  stjórnuðum Steypustöðinni gömlu stóðu menn í röðum eftir því að fá að skipta á krónunum sínum og ótryggðum kvittunum frá okkur fyrir steypuinneign til næsta árs. Sem sagt kvittanir frá okkur voru betri en peningaseðlar með undirskrift Jóhannesar  Nordal og fleiri stórstirna bankaheimsins.  

Ég held nú að  fólk myndi ekki treysta Steingrími J. fyrir sparifé sínu í sama mæli og okkur frændum var treyst þá. Hver vill skipta á peningaseðli og inneignarnótu hjá íslensku fyrirtæki, jafnvel ríkisfyrirtæki,  í dag ? Eða loforði stjórnmálamanns ?O tempora ,O mores!

Ég held að það væri betur að ríkinu væri stjórnað  eins og Steypustöðinni var stjórnað á þeim miklu umbrotatímum sem þá ríktu. En þá voru stjórnvöld heldur ekki nærri eins vitlaus og þau eru núna, þó þau hafi verið kolvitlaus að flestra dómi þá.

Kreppan mun leysast þegar traust milli manna fer að sjá dagsins ljós aftur.

Rotschild varð að fyrsta bankanum af því að menn treystu honum til að geyma gullið sitt. Enginn fær gull til geymslu sem ekki er treyst. Íslenzlu bankaglæpamennirnir sködduððu hið heilaga bankatraust. Þeir sköðuðu hin dýrustu gildi mannlegs heiðurs.Þeir stálu eyri ekkjunnar án þess að depla auga. Þess vegna verða þeir að verða útlægir áður en við getum byggt upp aftur.

Dagur traustsins er ekki enn upp runninn í heiminum. En hann kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það setur að manni trega, ég vann um tíma í afleysingum við að rukka fyrir Steypustöðina. Þær innheimtuaðferðir aflögðust eðlilega þegar tæknin leysti þær af hólmi.

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2009 kl. 03:00

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Tek undir þetta Halldór.  Svo má ekki gleyma eignarréttinum, hann er verndaður í stjórnarskránni en ef við förum að þynna hann út er ekki gott í efni.

Eins og staðan er í dag eru pólitískar skilanefndi að eyða mestum af sínum tíma að stjana í kringum útrásarvíkingana og finna leiðir fyrir þá til að eignast eignir sem eru ekki þeirra með því að veita þeim skuldaniðurfellingar og endurfjármögnum allt undir því yfirskini að þetta séu einu mennirnir sem geta rekið fyrirtæki á Íslandi.  Ef þetta er ekki spilling þá veit ég ekki hvað!

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 10:05

3 identicon

Takk fyrir þetta Halldór, þetta er málið í hnotskurn.  Við treystum ekki þessu fóki á þingi, flokkarnir þurfa að fara í endurskoðun og reyna að byggja upp traust hjá sínum kjósendum.  Það gerist meðal annars með því að hafa fólk í forystunni sem ekki tók þátt í þessu spili sem leiddi okkur til glötuna.  Hvort sem það fólk var eða er í stjórn eða stjórnaraðstöðu.

Guðrún Atladóttir (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:08

4 identicon

sönn og góð aðkoma að málefninu hjá þér,svo nú er bara spurningin hvenær og hvernig stjórnmálamenn ætla að vinna sér inn traust þjóðarinnar.mér líkaði aldrei þau orð ráðamanna um útrásarvíkingana að þeir væru svo harðir í viðskiptum,mér fannast það alltaf benda til óheiðarleika.

zappa (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:01

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þetta var góð hugvekja fyrir morgundaginn. Þetta er einmitt málið Halldór. Traust. Í siðblindu samfélagi ríkir ekkert traust, en það var það fyrsta sem var fórnað á altari græðginnar. Ef traustið vantar þá er sama hve mörg lög og reglugerðir stjórnvöld setja, sama hve margar gjörðir koma frá ESB, það stoðar lítt ef gott siðferði er ekki til staðar.

Jón Baldur Lorange, 10.10.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Björn Birgisson

Athyglisverður pistill. Lygarnar verða fyrst að list þegar sá sem spinnur upp lygi heyrir hana frá þriðja manni og trúir henni sjálfur. Gæti það átt við margan stjórnmálamanninn?

Björn Birgisson, 10.10.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: Elle_

Mig hryllir við póslitísku skilanefndunum sem vinna fyrir auðrónana, eins og Andri lýsti að ofan.   Hvað gerum við til að stoppa ófögnuðinn?

Elle_, 12.10.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband