Leita í fréttum mbl.is

Dýr fjölskylda !

Faðirinn, Svavar Gestsson, var sendur að semja um Icesave. Hann vildi spara dagpeningana og nennti ekki að sitja lengur yfir þessu stagli. Skrifaði undir blankótékk fyrir hönd mín og annarra að borga hvað sem væri með vöxtum til Breta og Hollendinga. Flokksforinginn, Steingrímur J. fagnaði glæsilegri niðurstöðu í samningum sem hann hálfu ári fyrr vildi ekkert hafa með með að gera. Stefnufesta Steingríms í þessu máli og ESB málinu vekur líka óskipta aðdáun allra sem á horfa. 

Dóttirin, Svandís Svavarsdóttir, er alveg klár á því að engin orka sé í boði handa frekari stóriðju. Því slær hún Suðurlínu af til þess að engin orka berist til netþjónabúa í Keflavík eða álvers í Helguvík. Hún  afsalar sér íslenzka ákvæðinu um losunarkvóta, sem er talinn jafnvirði 15 MILLJARÐA Á ÁRI og setur okkur í KAUPENDAHÓP slíkra kvóta.  Þrátt fyrir það að af 80 Terawattstundum virkjanlegrar orku á Íslandi hafi aðeins 18 verið virkjuð, þá er þetta nóg fyrir hana til að sparka Alcoa á dyr því hér sé enga orku að hafa. Hún er líka klár á því fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, að hún hafi ekkert við frekari lán til orkuöflunar að gera. Hún sé nægilega skuldsett fyrir. þvílík mannvitsbrekka er hún Svandís Svavarsdóttir.

"Grát ástkæra fósturmold" sagði einu sinni hryggur maður í sínu heimalandi.

Getur maður horft þurrum augum á slíka meðferð á landinu sínu og þjóðar í fjötrum?

Hvaða verð erum við tilbúin að borga fyrir eina dýra fjölskyldu og hversu lengi ?

Ein dýr fjölskylda ræður för heillar þjóðar fram af bjargbrúninni ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þau eru Soprano fjölskylda Íslands.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:18

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gera men sér grein fyrir að Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar flytja allra þjóða mest inn frá Íslandi hefur verið gerð úttekt á því hvað Íslandsverslun er að skila í þjóðarbú þessarar landa? Virðisauki af hráefnum og 1 stigi framleiðlu þeirra í evrum ekki prósentum eru ekki það sem skiptir máli hjá ríkustu þjóðum heims heldur er það fullvinnslan, og smásalan sem þau byggja veldi sitt á það sem mestu evrum af háum kostnaðar höfuðstól.

Aðgöngumiði sossa að tjáningarsnobb sölum EU kostar sitt enda nennti Svavar ekki að hafa formsatriðin hangandi yfir sér. 

Efnahagstríð milli þjóða snúast um hagnað til framtíðar handa sínu fólki.

Ef Íslendingar geta hætt viðskiptum við Hollendinga, Breta og Þjóðverja þá hafa þeir ekkert að óttast.

EU er samvinna um samkeppni grunn en ekki um samvinna um keppnina á honum sem byrjar þegar öllum Meðlima-ríkjum hafa verið tryggð  hráefni og 1.stig vinnslu þeirra, launþegar og orka á sem lægst verðum. Þetta markmið mun hafa komið inn 1957. Er nú á lokastigi þroskaferils síns.   

Ríki innan EU sem byggja á gamalgrónum alþjóða fjármálgeirum ráða öllu þegar upp er staðið í krafti þess sem skiptir meira máli en allt lýðræði.

Júlíus Björnsson, 11.10.2009 kl. 04:02

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Já - forðumst breskar og hollenskar vörur - kaupum Íslenskt !

Kristinn Pétursson, 11.10.2009 kl. 15:10

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Holendingar og Þjóðverðjar munu aðlega flytja inn álhráefni með frumvinnslu viðkomu á Íslandi. 94% af álinu fer þangað til fullvinnslu. Bretar hinsvegar kaupa inn um 25% af heildarútflutningi sjávarhráefna til sinnar hávirðisaukaframleiðslu. Sjávarútvegur skapar 60% teknanna ef álinu er sleppt.

Ég reikna ekki með því að ef við spörum okkur nokkrar krónur og segjum upp núverandi EU regluverki að Álverið verði látið gjald þess að hálfu EU.

50% af sjávar mörkuðum sem betur fer mun utan EU.

Hversvegna erum við að kaupa eldsneyti að Svíum? Er það til þess að eyða evrum? 

Kaupum utan EU. Seljum meira utan EU. Þegar gengið er rétt kapa Íslendingar Íslenskt sem borgar sig.

Júlíus Björnsson, 11.10.2009 kl. 21:27

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn, gott að heyra í þér.  Við erum hættir að drekka sjénever Íslendingar og ef við sleppum Heineken þá eru þeir afgreiddir Holllendingar. Þá er bara að hætta við Gordons ginið og Johnny Walker og þá þurfum við ekkert á Bretum að halda heldur. Styðjum heldur íslenzka framleiðslu og vörur ! Veljum innlent !

Júlíus, ég hef aldrei skilið það af hverju Ameríkumarkaðurinn í fiskinum drabbaðist svona niður. Hvað kom eiginlega fyrir Coldwater og Samband Seafood ? Endilega að skapa fiskiskort hjá EU. Förum annað ! 

Halldór Jónsson, 11.10.2009 kl. 22:54

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það kvað nægjanlegt af hreinræktuðum Kaþólikkum í BNA til að sporðrenna öllum okkar saltfisk al la bacalo.

Bróðir minn heitinn flutti lengi vel sérvalda hluta af lambi til sinna hótela (sevven arches og delmonicos sem voru afar dýrir restorantar þegar Burton og frú hans pöntuðu Flemma sérlega  (Flemmi var semsé bróðir minn).

Ekkert hefur breystst annað en það , að Kvóta liðið ræður of miklu.

Við verðum að sameinast um  andóf við LÍÚ á næsta Landsfundi og láta flugvallar ómyndina liggja milli hluta.  Það Breta skítakerfi er hvort sem er steindautt ef heilbrigð skynsemi nær yfirhöndinni.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 11.10.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mig minnir að fullframleiðsla í USA hafi byggt á samningum um sölu í mötuneyti hins opinbera: skóla, fangelsi,...

Svo kom skýring þegar evru áhuginn byrjaði að mikill ufsaafli á Kanadamiðum hefi bolað okkur út.

Ég heyrði manneskju segja að þegar gestir hennar útlendingar hefðu borðað Íslenskan fisk þrisvar sinnum vildu þeir ekkert annað.

Fiskur er léttur í maga og inn hjá uppunum í USA að því leyti.

Hversvegna  vegna ekki að reyna auka lúxus fisk sölu í USA á sömu forsendunum og er verið að gera með Íslenskt kjöt.   Allt er betra en verðlagseftirlitið í Brusselles framtíðarinnar þegar við við verðum að lúta hámarkverðum á hráorku og hráefnum til dreifingar. Þá gera fullframleiðslur EU körfu um óbreytta skiptingu á hráefnum og 1 fyrsta vinnslustigi þeirra.

Þær þjóðir EU sem eiga sterkustu fjármálageiranna eiga bestu tilboðinn þegar endurskoðun fer fram á skiptingu.

Málið er: sá sem á ber ábyrgð á að greiða skuldir. Nútíma nýlendustefna er einmitt byggð á þessum lögmáli. Alþjóða fjárfestar hafa engan áhuga að eiga og bera ábyrgð á öðru en reiðufé. Alveg ótrúlegt að mörgum meintum hægrimönnum á Íslandi skuli detta annað í hug.

Þegar gengið er rétt kaupa Íslendingar Íslenskt sem borgar sig.

T.d. væri ég til að kaupa 100% dýrari rafmagnsvörur settar saman hér ef endingar tíminn er 30 ár en ekki 5 ár. 

Júlíus Björnsson, 12.10.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Halldór, það sem vekur furðu mína er þetta stóra misræmi á óvirkjaðri orku sem þú nefnir,

80 Terawattstundum virkjanlegrar orku á Íslandi hafi aðeins 18 verið virkjuð

  og í grein Sigmundar Einarssonar sem telur að álverin í Helguvík og Bakka muni nánast soga til sín alla hagkvæma orku sem eftir er á Íslandi.

Er þessi samantekt og grein Sigmundar tóm þvæla?

Sturla Snorrason, 12.10.2009 kl. 17:30

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Sturla 

Af vef orkustofnunar hefur verið fengið:

"Frumorka sem nú er tekin úr jarðvarma nemur um 22 TWh á ári borið saman við nýtanlegt náttúrulegt flæði til endurnýjunar sem var um 59 TWh á ári.

Sjálfbær raforkuframleiðsla úr háhita hefur verið metin um 20 TWh/ári miðað við núverandi tækni og reynslu. Til hennar þyrfti frumorku sem næmi um 200 TWh á ári og væri markvert meiri en náttúruleg endurnýjun. Ef síðar reynist t.d. tæknilega mögulegt að nýta varmastraum á sprungubeltinu utan þekktra háhitasvæða og/eða vinna háhitann á meira dýpi en nú tíðkast, kann mat á vinnanlegum jarðhita til raforkuvinnslu að hækka til muna (sjá Sveinbjörn Björnsson, Orkuþing 2006).

Vatnsafl sé tekið mið af náttúrusjónarmiðum er um 25-30 TWh á ári "

Eru kannski kílówöttin orðin pólitísk eins og annað. Velta á pólitískri innstillingu sérfræðinganna ? Svona eins og matið á Icesave?

Enda æpa kommarnir hátt hallelúja fyrir þessum Sigmundi og krefjast stóriðjustopps hið snarasta svo við getum búið til bensín þegar ég og þú eru dauðir úr hor.

Ég vona að Jakob Bjönsson láti í sér heyra um þetta.

Halldór Jónsson, 12.10.2009 kl. 21:43

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ág+ust H. Bjarnasons haefur þetta að segja um vísindi Svandísar og Sigmundar:

"Ég efast ekki um að sérfræðingar ÍSOR þekki manna best jarðhitann á Íslandi. Þar starfa menn á heimsmælikvarða sem oft hafa verið fengnir til rannsóknarstarfa erlendis vegna þekkingar sinnar. Auðvitað vita þeir miklu meira en Svandís og Sigmundur sem þú nefnir. Sérfræðingar þekkja jú best til á sínu sviði.

Það liggur í hlutarins eðli að við vitum minna um jarðhitann en orku vatnsfalla. Í raun þá vitum við mjög lítið um jarðhitasvæðin fyrr en við förum að virkja þau og mæla áhrifin á svæðin, oftast með aðstoð ÍSOR. Svartsengi er gott dæmi. Þegar menn hófu að virkja þar á áttunda áratugnum höfðu menn nánast enga hugmynd um svæðið. Boruð var ein tilraunahola sem lofaði góðu. Reist var lítil virkjun sem var kölluð Orkuver 1. Eftir því sem menn lærðu betur á svæðið var meira virkjað í áföngum, þannig að nú eru orkuverin orðin 6 alls með 12 hverflum auk varmaskiptarása til að framleiða heitt vatn. Nú, þrjátíu árum eftir a fyrsta orkuverið var reist, þekkja menn svæðið mjög vel, þó það hafi verið nánast óþekkt í byrjun.

Halldór Jónsson, 14.10.2009 kl. 11:15

11 Smámynd: Sturla Snorrason

Það er ekki auðvelt fyrir leikmann að finna út hvorar eru réttari þínar fullyrðingar eða Sigmundar.

Þetta er það eina sem ég hef fundið, sem hljómar við þínar tölur. En þarna kemur fram að búið sé að virkja 20% af nýtanlegri orku.

En þetta eru tölur frá 2007 og eru Kárahnjúkar sennilega ekki taldir með. Allt annað sem ég hef séð kosta pælingar eða samantekt svipaðar og eftir Sigmund sem eru eingöngu á færi fagaðila svo að viti sé.

Íslenskar orkulindir eru ekki óþrjótandi

Enda þótt Ísland búi yfir miklum ónýttum orkulindum eru þær ekki óþrjótandi. Mat á umfangi og afli orkulindanna er ávallt háð mörgum óvissuþáttum er lúta að mögulegri nýtingu, tæknilegum möguleikum, hagkvæmni og umhverfissjónarmiðum. Lauslegt mat - að gefinni verulegri óvissu - er að nýtanlegt vatnsafl sé í kringum 30-35.000 GWh (gíga-watt-stundir)  á ári og jarðhiti til raforkuvinnslu gefi um 25-30.000 GWh á ári - alls á milli  55.000 og 65.000 GWh á ári. Þá er búið að gera ráð fyrir ákveðnum afföllum með tilliti hagkvæmni og umhverfissjónarmiða en mat á "ásættanlegum umhverfisáhrifum" er ávallt umdeilanlegt.  Það er enda eitt megin markmið rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma að vega og meta umhverfisáhrif af nýjum virkjunum.

Árið 2007 nam raforkuvinnsla innanlands um 12.000 GWh. Þar af komu um 70,0% vinnslunnar frá vatnorkuverum og tæp 29,9% frá jarðvarmavirkjunum. Raforkuvinnsla með eldsneyti nam þannig aðeins broti úr prósentu. Að þessum tölum gefnum, hafa Íslendingar beislað sem nemur um 20% af nýtanlegri endurnýjanlegri orku í landinu - að gefnum óvissuþáttunum að ofan.

Árlegur vöxtur raforkuþarfar vegna almennrar notkunar nemur aðeins rúmum 50 GWh á ári. Þeirri þörf mætti sinna með litlum virkjunum sem hefðu hver um sig lítil umhverfisáhrif - þótt annað sjónarmið sé það að ein stór virkjun geti haft minni umhverfisáhrif en margar litlar. Verulegur áhugi er á að nýta orkulindirnar til orkufrekrar stóriðju en margir eru þó á öndverðri skoðun. Í fjarlægari framtíð er m.a. horft til framleiðslu eldsneytis með raforku og jafnvel flutnings hennarum sæstreng til annarra landa.

Með vaxandi orkuþörf samhliða ótta við loftslagsbreytingar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda verður endurnýjanleg orka sífellt verðmætari. Æskilegt verður að nýta slíkar orkulindir svo fremi að það sé gert á sjálfbæran og vistvænan hátt. Á sama tíma vex jafnframt þörf og áhugi fólks fyrir útivist og tilvist ósnortinnar náttúru sem mótvægis við þéttbýlt manngert umhverfi. Það er einmitt í þessu samhengi sem mikilvægi rammaáætlunar um nýtingu vatnsorku og jarðvarma kristallast.

Sturla Snorrason, 14.10.2009 kl. 16:58

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Sturla,

Það er staðreynd að eyðist það sem af er tekið. Ef við virkjum og virkjum og höldum áfram að fjölga þjóðinni, hvað ætla þá 700.000 Íslendingar að gera í einhverri kreppu á næstu öld ? Hvaða varasjóðir verða þá ?

Getum við geymt að bjarga okkur í dag vegna framtíðar sem við þekkjum ekki ?

Halldór Jónsson, 15.10.2009 kl. 07:35

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þessu er fljótsvarað: þá verða engar vatnsaflsvirkjanir lengur til, því hlýnun jarðar mun eyða jöklum og draga úr úrkomu. Við eigum að virkja hverja einustu sprænu núna meðan eitthvað vatn rennur í henni, því sá dagur kemur að þar verður ekki nægt vatn til að virkja.

Svo horfum við galvaskir til framtíðar og nýtum kjarnorku eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Einnig er enn þá ókannaður sá kostur að nýta þá varmaorku sem dvelur djúpt í jörðu. Þar er mikinn auð að vinna.

Svandís og það fólk allt er á steinöldinni og hefur ekki menntun til að fjalla um orku.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 09:47

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Baldur minn, af hverju hlýnar jörðin? Ekki trúir þú þó á Gorið?

Halldór Jónsson, 15.10.2009 kl. 20:46

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gorið? Hvað er nú það?  Ég get ekki svarað því hvers vegna jörðin hitnar, sá í fréttum að ísinn á Norðurheimskautinu muni hverfa á næstu 10-20 árum. Vera má að fljótlega verði ekki lífvænlegt hér á landi. Okkur væri þá líklega óhætt að samþykkja Icesave því enginn yrði eftir til að borga.

Baldur Hermannsson, 15.10.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband