12.10.2009 | 22:36
Samkeppniseftirlit ?
Forstjóri Samkeppniseftirlits fór mikinn í Sjónvarpinu í kvöld. Sagðist eiginlega efast um að samkeppni ríkti á matvörumarkaði. Gylfa ráðherra tókst í löngu viðtali að segja akkúrat ekkert um það hvort yfirleitt væri samkeppni á Íslandi þegar einstakir aðilar eru með 60 % markaðshlutdeild eða meira. Enda Samfylkingin kostuð af þessum sömu aðilum.
Jón Gerald Sullenberger lýsti því hvernig Bónusveldið kúgar allt í kringum sig þannig að enginn þorir að bjóða Jóni neitt né vinna fyrir hann kæliborð. Þeir tveir sem talað var við af ráðamönnum færðu áhorfendum heim sanninn um það hversu gersamlega máttlaust allt ríkiskerfið er enn gagnvart hákörlum viðskiptalífsins.
Í USA væri löngu búið að skipta Högum upp. Hér er japlað og fuðað. Alveg sama þó Sullenberger lýsi sömu staðreynd og verslanirnar í uppsveitunum lýsa, að hann fær lægra verð útúr Bónusi en hann getur fengið hjá framleiðendunum. Slík eru heljartök fantanna. Alveg eins og var hjá KEA á Akureyri einu sinni.
Í raun og veru, þá er það skemmtilegt hvernig Jóhannesi í Bónus hefur tekist að búa til þá mynd af sér í þjóðarsálinni, að hann sé velgjörðamaður almennings , einskonar bangsaafi allra landsmanna, ekkert nema gæðin og gjafmildin. Og víst er þetta vænsti kall sem hefur byggt upp ótrúlegt viðskiptaveldi úr nánast engu,.sem enginn fær séð yfir, hvorki samkeppnis-né skattyfirvöld. Ég tek ofan fyrir slíkum manni.
Ég hef hinsvegar lengi velt fyrir mér starfsháttum Bónusar. Ekki held ég samt að allt sé sem sýnist. Verzlunin rekur einkalögreglu á merktum bílum. Þeir ryðjast inní fyrirtæki annarra og skanna verð í hillum án leyfis né samráðs við eigendur. Allt undir þeim formerkjum að þeir séu sífellt að gæta þess að aðrir selji ekki ódýrara en þeir. Og allir trúa þessu af því Jói er svo góður. Hann á líka fjölmiðlaveldi, sem sér um ímyndina ef eitthvað ber uppá og gefur stórt úr pokasjóði sínum, sem neytendur borga.
En svo eru aðrir sem segja að lögreglan hans gegni því hlutverki að gæta þess að allir selji dýrar en það verð sem Bónus er búinn að setja hjá sér sem hæfilegt gangverð Þeir setja svo Hagkaups- og 10-11- verðin þar fyrir ofan. Lögreglusveitirnar gæti þess að birgjar selji engum ódýrt og fyrirtækið er sagt beita refsiaðgerðum gegn þeim sem dansa útúr línunni. Þannig haldi Bónuslögreglan upp vöruverði í landinu með því að ákvarða lágmarksverðið. Þannig sé Bónus ábyrgur að stórum hluta fyrir því háa vöruverði sem allir sjá að ríkir í landinu miðað við útlönd. Afganginn sjái íslenzka ríkið um með landbúnaðinum og ofurtollastefnu sinni.
Og nú í kvöld staðfestir Sullenberger að þetta sé allt saman svona eins og menn hafa lengi haldið fram. Til viðbótar þora iðnaðarmenn ekki einu sinni að vinna fyrir Jón til þess að styggja ekki Bónus.
Þegar ég var í samkeppnisbransanum þá fékk maður ekki að vita hvað keppinauturinn bauð. Það leyndarmál varðveitti kúnninn, sem svaraði með því að versla annarsstaðar byði maður ekki nógu lágt. Og verðið auðvitað lækkaði og lækkaði, sérlega þegar framboðið var meira en eftirspurnin.
Í Bandaríkjunum var ég umsvifalaust handtekinn þegar ég tók mynd af vöruhillu í Albertsson. Þeir vildu vita frá hverjum ég væri . Ég þurfti að basla við að skýra út að myndin væri aðeins til minningar um búðina góðu þegar ég kæmi heim til Íslands, þar sem engin verzlun hefði viðlíka verð. Þeir sögðu mér skilmerkilega, að skipulagðar verðnjósnir samkeppnisaðila væru alls ekki liðnar í Bandaríkjunum. Hér tíðkast slíkt fyrir opnum tjöldum og fólk trúir því í blindni að þetta sé í þess eigin þágu. O, sancta simplicita !
Sumir telja að þessi starfsemi Bónusar sé ekkert annað en samkeppnishindrandi njósnastarfsemi af fyrstu gráðu og brot á friðhelgi eignarréttarins. Ef þeim væri raunverulega alvara með að selja vöru á lægra verði en samkeppnisaðilinn, þá yrðu þeir að finna út sjálfir hverju þeir treysta sér til. Kúnninn yrði að finna út úr því hvort þetta væri það verð sem hann vildi taka.
Víða er hægt nú þegar að breyta öllum hillumerkingum og kassaverðunum í Bónus í einu frá skrifstofunni og verður bráðum svo allsstaðar. Verðkönnun verður hægt að stýra á innan við mínútu.Í dag trúa fáir því, að einhver samkeppni ríki á markaði þegar Baugsófreskjan afturgengin er orðin svo yfirþyrmandi voldug og allsráðandi í samfélaginu.Hagar eru löngu orðnir að Stórabróður þjóðfélagsins og hver skyldi nú stjórna þeim ennþá?.
Mörgum finnst því nauðsyn bera til að stöðva framferði Bónus-lögreglunnar og viðskiptaþvingandi starfshætti fyrirtækisins. Það væri allavega eitt skref í átt til þess að koma aftur á virkri samkeppni á neytendamarkaði. En hana eyðilagði Samkeppnisstofnun þegar hún leyfði samruna Hagkaups og Bónusar. Þessi stofnun er því ekki til nokkurs gagns fyrir almenning. Hagar borguðu bara 300 milljónir(sama upphæð og tengdir aðilar buðu Davíð Oddssyni fyrir að hætta að rífa kjaft) með brosi á vör. Allt sótt til baka í vasa neytendanna að sjálfsögðu eins og gjafmildin á pokasjóðnum.
Það er alveg sama hvað fólk er að röfla yfir verðsamráði ríkisbankanna eða framferði orkufyrirtækjanna sem hafa snarhækkað heildarverðið í ESB-leik sínum, eða atkvæðasvindli á aðalfundi BYR, eftirlitsstofnanir heyra ekkert, sjá ekkert og segja ekkert nema ef það passar ráðherrum.
Á meðan trúi ég ekki á að Samkeppniseftirlitið, Gylfi Magnússon ráðherra, eða Fjármálaeftirlitið geri nokkurn skapaðan hlut fyrir íslenzka neytendur. Þetta er bara kjaftæði
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gylfa hefur tekist á undra skömmum tíma að læra að tala að hætti stjórnmálamanna.
Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 22:38
Er þetta Bónusveldi ekki það sem kallað væri í sumum löndum "Mafía"...?
Ómar Bjarki Smárason, 13.10.2009 kl. 09:40
Ég hélt, að þú hefðir betra minni.
Manstu ekki, að Gylfi hélt margar góðar lofræður um útrásina, framtak bankana og fyrirtækja í útrás.
Hann er enn með sigg í lófunum eftir allt klappið.
Hver ber virðingu fyrir svona liði?
Ekki þeir sem muna.
Ekki þeir sem horfa uppá, að ungt fólk er gert upp vegna tiltölulega lítilla upphæða, á meðan stórlaxarnir sem eru höfundar millifærslna, loftbólu hagkerfisins fá að kaupa sitt aftur á góðum kjörum EFTIR VERULEGARAAFKRIFTIR.
Þetta er ekki bara vítavert athæfi, heldur held ég, að varði við lög (ætti í það minnsta að gera það)
mibbó
Bjarni Kjartansson, 13.10.2009 kl. 09:46
Bjarni, er ekki til eitthvað sem heitir jafnræðisregla?
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 09:58
Bónus ræður lægsta og hæsta verði á matvöru á Íslandi.....
sumir segja að þeir hafi ekki efni á að versla annars staðar á meðan raunin er sú að Íslendingar hafa ekki efni á að versla við Bónus, því með því viðhalda þeir hryllilegri fákeppni...kem hér með á framfæri frábærri búð sem heitir Fjarðarkaup.....
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 18:01
Sammála þér Karen, Fjarðarkaup er besta búð landsins, þar ríkir samskonar stemning og í himnaríki, góðar vörur, góð þjónusta, þægilegur hljómburður, gott skipulag. Melabúðin vestur í bæ er líka ótrúlega góð. Þar ríkir mikil og fögur verslunarhefð.
Baldur Hermannsson, 13.10.2009 kl. 18:20
Það er alveg rétt að núverandi stjórnarherrar virðast ekki hafa áhuga á að skerpa á samkeppnisreglum, en það vill reyndar svo skemmtilega til í þessu máli að Bónus er ekki nýtt fyrirtæki fremur en viðskiptaveldið í kringum það og einokunin ekki ný af nálinni.
Fyrirtækið stækkaði gríðarlega mikið á árunum 2000-2007. Á þessum tíma var viðskiptalífið svo sexý í augum stjórnenda ríkisins að ekkert mátti þar á skyggja. Til að styðja við viðskiptalífið var markvisst unnið að því að veikja eftirlitsstofnanir eins og skattaeftirlitið, fjármálaeftirlitið og ekki síst samkeppniseftirlitið. Fjárframlög til þessara stofnana tóku engin mið af því hversu atvinnulífið blés út enda þótti ekkert sniðugt að vera með einhverjar stofnanir með misvitrum ríkisstarfsmönnum sem stýrðu leikreglunum og gætu átt til að setja spýtu í hjólin hjá hinum hugsandi frjálsu bissnessmönnum.
Undirritaður starfaði hjá einni af þessum eftirlitsstofnunum á þessum tíma og það var ljóst alla daga að þær höfðu ekkert í atvinnulífið að segja sem lýsti sér best í því hvað mál tóku langan tíma og árangurinn varð oftar en ekki neinn.
Það virðist í raun hafa verið sérstakt áhugamál Davíðs Oddsonar sem sat á stóli forsætisráðherra á þessum tíma, að vinna gegn eftirlitskerfinu sem hann taldi eina mestu meinsemd þjóðfélagsins. Þetta kom meðal annars vel fram í smásögu hans um reiknivélarþjófinn þar sem gert var stólpagrín af eftirlitskerfinu og vinur hans kvikmyndaði síðan handrit unnið upp úr sögunni með peningum úr sjóðum almennings.
Til er svonefnd Herfindahl-Hirschman vísitala sem er notuð við að reikna út samþjöppun á markaði. Til viðmiðunar er sett að ef vísitala á tilteknum markaði fer upp fyrir 1200 stig eiga stjórnvöld að vera á varðbergi. Fari vísitalan upp fyrir 1800 stig þá séu komnar vísbendingar um að einokunin sé orðin mjög mikil. Félagi minn sagði mér að hann hafi reiknað þessa vísitölu út fyrir Bónus og matvörumarkaðinn á Íslandi árið 2006 í tengslum við lokaverkefni hans í lögfræði. Vístalan hafi þá numið 8000 stigum og ljóst að einhverjir hefðu sofið værum svefni.
Tilvist einokunarstöðu Bónuss varð því ekki til á vaktinni hjá Gylfa Magnússyni heldur undir stjórn Valgerðar Sverrisdóttur og Finns Ingólfssonar sem sátu sem ráðherrar samkeppnismála í ráðuneytum Davíðs á þessum tíma. En nú er mál að linni og kominn tími til að hreinsa upp það sem niður hefur farið og að neytendur í landinu fái breik. Vonandi sér Gylfi að sér í þessum efnum.
Halldór Þormar Halldórsson, 14.10.2009 kl. 12:01
"Í Bandaríkjunum var ég umsvifalaust handtekinn . . "
Já, þar er strangara tekið á svona njósnum og þó saklausar séu. Lenti í svipuðu og var þó ekki handtekin.
Það verður að fara að stöðva þennan strák- Jón Á Jóhannesson, það er ÓÞOLANDI að hafa hann eins og konung yfir öllu. Og tek undir með Baldri með Fjarðarkaup. FJarðarkaup er allt sem hann lýsir og í 1. klassa.
Elle_, 14.10.2009 kl. 20:00
Halldór Þormar,
Þakk þér fyrir ítarlegt og skilmerkilegt erindi.
Það var í tízku á þessum árum að tala niðrandi um eftirlitsiðnaðinn. Í mínum huga var það nú meira verið að tala um Flugmálastjórn, Vinnueftirlitið, heilbrigðiseftirlitið, Neytendastofu sem nú er komin undir Brunamálastofnun, og svo aðila sem náðu undir sig ótrúlegum einkaleyfum í eftirlitsiðnaðnum eins og Frumherja, Rafskoðun, umferðarljósasérfræðingar, skipaskoðunaraðilar, heldur en fjármálaeftirlitið.
Almenningur var og er skíthræddu við skattinn, sem ryksugaði reglulega hjá okkur litlu köllunum en virtist láta stórveldin í friði, líklega mest af því þeir réðu bara ekki við þá.Litlir kallar á lágu kaupi gegn ofurveldi þotuliðsins sem gat flutt peninga sjösinnum í kring um heiminn á dag.
Ég held að Davíð hafi aldrei talað fyrir því að minnka skatteftirlitið og grunneftirlitið í fjármálakerfinu. Þú mátt ekki falla í þessa tísku að kenna einstökum mönnum um fall þjóðfélagskerfis.Nikulás Rússakeisari bar ekki einn ábyrgð á Rússaveldi þegar Lenin stútaði honum í nafni verkalýðsins og réttlætisins.
En vöxtur þessara aðila var svo mikill og veldi þeirra, að Davíð lýsti því yfir þegar baugsmálið kom upp að íslenzka dómskerfið ráði ekki við stærri mál en innbrot í sjoppur. Ég held að Davíð hafi eins og aðrir verið á því að eftirlitsaðilar ættu ekki að vera að vasast í smáskít og angra borgarana að litlum tilefnum eins og sumar löggur halda að þeir eigi að gera, en látið stórlaxana í friði.
Ég held að enginn hafi áttað sig á stærðinni sem var orðin á þessum bönkum, mörgum sinnum stærri en ríkið með útbú í öllum löndum. Hvernig í veröldinni eiga íslenzkir sveitamenn eins og Davíð og Velgerður og svo þú í eftirlitsgeiranum að sjá yfir allar þær barbabrellur sem svona apparöt geta gert með ljóshraða og þúsund manna staffi meðan yfirvinna og kaup er skorið niður hjá þér og fáeinum kollegum í vagtpasseríinu ?
Einbeittur brotavilji í toppnum á svona batterí eins og Kaupþing var, sem var orðið stærra en ENRON, ræður okkar litla eftirlit ekki við. Sjáðu hlutfallslegan muninn á okkur og Bandaríkjunum, sem eru 1000x fleiri. Eftir 3 mánuði frá handtöku Maddox, miklu minni svindlari en Kaupþingsgæjarnir, var búið að dæma hann í 150 ára tugtús.Hér hefur enginn einu sinni sett upp handjárn þó ár sé liðið frá hruninu. Ég held að þú getir ekki einfaldað þetta svona með að kenna Davíð um þetta allt, þjóðin varð of lítil fyrir þessa menn og það hefði vantað þig þúsund sinnum til þess að líta eftir þessu öllu.
Og núna, hvernig heldurðu að Bandaríkin myndu líta á það ef WalMart hefði náð 70 % markaðshlutdeild þar? Hvernig heldurðu að gengi að finna nálar í heystakki þá?
Hvernig gengur Þjóðverjum td.að finna út hvernig þýska ríkið gat komist upp með það að myrða milljónir eigin ríkisborgara sem voru Júðar? Hvað eftirlitsstofnanir klikkuðu þar ? Það er bara auðvelt að kenna Hitler um það einum því hann er dauður, leið sem bara dugar til að þagga málið niður.
Lög og laganna verðir verða að halda takti við viðfangsefnið á hjverjum tíma. Lokaðu Landspítalanum á tímum svínaflensu og þú færð vandamál.
Halldór Jónsson, 14.10.2009 kl. 20:35
Gott svar.
Maður sem hægt er að rökræða við :)
Ég hef reyndar aldrei kennt Davíð einum um þetta, það bera allir sök í þessu, bara mismikla.
Kv.
Halldór
Halldór Þormar Halldórsson, 15.10.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.