Leita í fréttum mbl.is

Hlustið á Jón Magnússon!

Jón Magnússon tekur aðalatriðin í þeim kröfum sem Evrópuþjóðirnar gera á hendur okkur Íslendingum  saman í pistli sínum á Útvarpi Sögu hinn 12.10.09.

Ég tek mér það Bessaleyfi að vitna hér í pistil Jóns þar sem mér finnst að allir þurfi að glöggva sig á grundvallaratriðum málatilbúnaðarins á hendur Íslendingum:

"Fjármálatilskipun Evrópusambandsins nr. 94/19  gerir kröfu um 20.000 Evru lágmark en við innleiðingu tilskipunarinnar með lögum 98/1999 var lágmarkið sett í 1.700.000.- sem var bundið við kaupgengi Evru 5.1.1999. Uppreikningur á gengi krónunnar leiðir til þess að upphæðin er 20.887. Miðað við tilskipunina þá er þarf skuldbinding okkar ekki að vera nema 20.000 Evrur eða rúmum 4% minni en gengið var út frá við samningagerðina. Það skiptir máli þegar verið er að tala um hundruði milljarða. . Í öðru lagi þá liggur fyrir að við erum ekki skuldbundin til að greiða í enskum pundum eða Evrum. Við getum greitt í íslenskum krónum. Reglugerðin kveður ekki á um það að við greiðum innistæðurnar í annarri mynt en íslenskum krónum. Í 9.gr. laga nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fjárfesta segir orðrétt: “Ávallt skal heimilt að endurgreiða andvirði innistæðu, verðbréfa eða reiðufjár í íslenskum krónum, óháð því hvort það hefur í öndverðu verið í annarri mynt.”  Þess vegna er mér óskiljanlegt af hverju ekki var samið um lausn Icesave deilunnar með greiðslu í íslenskum krónum. Ljóst er að það hefði verið verulegt hagræði fólgið í því fyrir okkur að geta gert upp skuldina í eigin gjaldmiðli í stað þess að kaupa gjaldeyri til að greiða skuldina hvenær svo sem það er gert.  Í þriðja lagi þá virðist samninganefndin og ríkisstjórnin ekki hafa gætt þess að þessi ábyrgð er lágmarkstrygging fyrir neytendur en ekki sveitarfélög stofnanafjárfesta eða fagfjárfesta. Þannig eiga sveitarfélög ýmis félagasamtök, enska lögreglan  og sambærilegir aðilar ekki rétt á greiðslu innistæðutrygginga samkvæmt tilskipuninni. Svo  virðist sem það hafi farið framhjá samninganefndinni.  

Í fjórða lagi þá er samið um vaxtagreiðslur og gjalddaga umfram skyldu miðað við fjármálareglugerðina. Gjalddagi  skuldbindinganna er samkvæmt því 23. október 2009 en ekki fyrr."

Þessi aðalatriði sem hæstaréttarlögmaðurinn dregur hér saman eru slík grundvallaratriði að allir verða að átta sig á þeim áður en ráðist er í að láta Evrópusambandið beygja okkur í duftið og dæma íslenzku þjóðina í þrældóm vegna erlendra skulda óreiðumanna.

Ef við nokkurntímann verðum dæmdir til að borga eitthvað eftir að hafa fengið hæfustu menn, eins og Jón Magnússon, til að verja okkar þjóð til síðasta blóðdropa, þá er morgunljóst að við greiðum aðeins í íslenskum óverðtryggðum krónum. Aldrei með erlendum lánum frá Bretum eða Hollendingum. Hlustum á Jón Magnússon frekar en Steingrím J.!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Halldór þessi ríkisstjórn stígur ekki í vitið, er gagnlaus & stórhættuleg "land & þjóð".

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 14.10.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Það er búið að benda á þetta fyrr.  Ég skrifaði um þetta fyrir nokkru og furðaði mig á því hvers vegna ekki var samið í krónum, evrum og pundum og á sama tíma beðið um hjálp Evrópubankans til að halda gengi krónunnar innan ákveðinna marka svo Bretar og Hollendingar tapi nú ekkert á þessu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.10.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sjálfsagt hafa fleiri gáfumenn gert sér þetta ljóst en einhvernvegin hefur það farið fram hjá mér hvað rosa-þýðingu þetta hefur fyrir okkur. Enn einusinni sjáum við sönnun þess hvað það er mikils virði að hafa eigin gjaldmiðil í hverju ríki sem lendir í hremmingum eins og Írara og Spánverjar til dæmis.

 Hvernig færum við að núna ef við hefðum verið með evru hverrar verðmæti miðað við framleiðni þýzks útflutningsiðnaðar.? Ég sé ekki að Írarnir séu að meika það.

Halldór Jónsson, 14.10.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Elle_

En við skuldum ekki Icesave.  Enginn dómur hefur nokkru sinni fallið um skuldbindingu okkar og fjöldi lögmanna vísað í lög gegn ríkisábyrgð. 

Sigurður Líndal skrifaði í gær um Icesave:

Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.


Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:

http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061

Elle_, 14.10.2009 kl. 20:35

5 Smámynd: Halldór Jónsson

ElleE, Jón er einmitt að tala um þetta. Við getum fengið hann til að verja okkur í málsókn Breta og Hollendinga ef við bara segjum þeim að koma. Við munum ekki borga nema dæmdir til þess. Og þá í íslenzkum krónum, vaxtalaust væntanlega.

Halldór Jónsson, 14.10.2009 kl. 20:42

6 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er alveg ótrúlegur skandall!

Hvað er þetta fólk eiginlega að hugsa á vinstrivængnum.  Mætti halda að þetta fólk hataði sjálft sig og alla sínu nánustu sem hugsanlega búa á Íslandi...

Jón Ásgeir Bjarnason, 14.10.2009 kl. 21:08

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þessi samantekt hjá Jóni hefur verið í bloggheimum í 9 mánuði. Þetta eru smánarlegir samningar, og í fullu samræmi við getustig vinstri manna.

Eggert Guðmundsson, 14.10.2009 kl. 21:52

8 Smámynd: Elle_

Það verður gleðilegur föstudagur þegar Icesave-ið þeirra kol-fellur um öll svikin.  9 days and counting.  Upp með stjórnarandstöðuna.  

Elle_, 14.10.2009 kl. 22:22

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir þetta Halldór. Gott hjá þér að birta þetta eftir Jón Magnússon.

Þetta mál er allt á einn veg og fleiri og fleiri eru að átta sig á þeim afglöpum sem forystumenn okkar hafa gert með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi.

Að við skulum vera að taka á okkur skuldbindingar langt úr fyrir alþjóðleg lög og reglur er út í hött og ótrúlegt að það skulu hafa verið íslenskur menn sem um þetta sömdu fyrir hönd þjóðarinnar.

Eftirmæli um þessa men eiga á komandi áratugum ekki eftir að vera falleg. Þau eru ljót í dag og þau munu bara versna.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.10.2009 kl. 22:56

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Friðrik

Ég get alls ekki skilið hversvegna   mönnum liggur svona á að leggjast í duftið. Eru þeir að halda að þeir geti komið okkur í ESb áður en stjórnin er öll ?

Og ef það er svo, var þá Steingrímur ESb sinni í dularklæðum allan tímann?

Halldór Jónsson, 15.10.2009 kl. 07:27

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var á fundi í Iðnó þegar þetta ákvæði laganna var borðið undir þá Steingrím og Indriða og virtist það koma flatt upp á Indriða, hann sagði þó að ekki hefði þýtt að bjóða Bretum upp á þetta.

Magnaðasta atriðið á fundinum, þú Halldór áttir að mæta á, var þegar Steingrímur var spurður af hverju nefndin hefði verið svona skipuð? Af hverju voru ekki nýttir starfskraftar okkar bestu Evrópufræðinga eins og D. Elvíru Mendens, sem er doktor í Evrópurétti og hefur rannsakað fjármálaréttinn þ.m.t. lagaumhverfi Icesave út í hörgul. Hann svaraði því til að "það væri endalaust hægt að eyða peningum í sérfræðinga sem vildu selja ráðgjöf sína dýru verði".

Elvíra sem kom aðdáunarlega  vel undirbúin til fundarins sagði að "henni þætti vænt um Ísland, hún hefði boðið fram aðstoð sína og hún hefði gert þetta frítt"  

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 08:59

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steingrímur átti þess kost að skipa í samninganefndina sjálfboðaliða sem stendur jafnfætis bestu sérfræðingum Breta og Hollendinga í Evrópurétti.  Hann kaus hinsvegar að skipa Svavar, Indriða og einhverja lögmenn úr stjórnsýslunni , sem eru ekki þekktir af kunnáttu í Evrópurétti. Í ljós kom líka að samninganefndina skorti þekkingu á þjóðarrétti því hún skrifaði undir að "þjóðríkið Ísland afsalaði sér heimild til að óska eftir griðum ævarandi og óafturkallanlega".  

Ríkisstjórnin keypti sér lögfræðiálit hjá Möller til að réttlæta samninginn en hann er heldur ekki þjóðréttarfæðingur og skautaði létt yfir þetta ákvæði. 

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 09:18

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú segir tíðindi Sigurður. Þetta með griðin, kanntu nánari útlistun á þessu í alþjóðlegaréttarlegur tilliti?

Halldór Jónsson, 15.10.2009 kl. 11:06

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Halldór, þetta hugtak hefur þjóðréttarlega tilvísun í Versalasamningana sem taldir voru óréttlátir gagnvart almenningi.  Þannig gætu lögmæt stjórnvöld óskað þegnum sínum griða ef neyðarástand skapaðist vegna þess að ekki væri hægt að halda uppi lámarks almannaþjónustu (s.staka á móti börnum eða löggæsla). Þetta samþykkti Svavar og bauð upp á kampavín í tilefni undirskriftarinnar.Það var ekki búið aðþýða samninginn þegar Jóhanna samþykkti hann. Ábyrgð Steingríms er að vissu leyti meiri því hann kann ensku þó hann hafi ekki skilið þjóðréttarlega merkingu orðanna.

p.s.  Flaskan af dýrastadiplómatakampavíni er örugglega vel yfir 100 þús í ríkinu.

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 11:21

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helgi Ás Grétarsson dósen í HÍ  hefur þjóðrétt sem sérgrein í lögfræðinni og getur skýrt þetta nánar.

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband