Leita í fréttum mbl.is

Við borgum ekkert !

Nú standa yfir umræður á Alþingi sem munu hugsanlega ráða því hvort lífvænlegt verður fyrir þjóðina í þessu landi næstu árin.

Okkar öruggasta útflutningsafurð til annarra landa, ef fyrr birtir þar en hér er fólkið sjálft. Okkar tryggasta auðlind. 

Besta og menntaðasta fólkið, sem ekki er í sjávarútvegi, fer fyrst og síðan hinir á eftir.

Ég og hinir ræflarnir, gamlir og veikir  verðum eftir og látum Steingrím plokka af okkur það sem eftir er.Þjóðin verður 200.000 manns að meðalaldri yfir sextugt eins og Þjóðverjar.

Hvað gerist ef við fellum Icesave ?

a. AGS og Evrópulöndin lána okkur ekki krónu ?

b. Við lendum i default með skuldir ? .

c. Gengið fellur og það verður vöruskortur öðru hverju ?

Hvað getum við gert?

d. Við borgum erlendar innistæður út í nýprentuðum íslenskum seðlum.

e. Við leitum til Kínverja og Rússa um lán og samvinnu ef vestrið vill ekkert sinna okkur.

f. Við tilkynnum einhliða um nýja gjalddaga á skuldum Íslands.

Er þetta nokkuð verra en að drepa okkur sjálf með Icesave ?

Útrýma þjóðinni sem flytur úr harðréttinum eins og 1880?

Borga eittoghálft hátæknisjúkrahús árlega í vexti af skuldum óreiðumanna ?

Ákveðum við ekki barasta að borga þetta ekki ?

Ef við samþykkjum Icesave er þjóðin búin að vera eins og við þekkjum hana.Við eigum enga völ.

Segjum bara kalt og ákveðið:

Við borgum ekkert !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Halldór, æfinlega !

Vel; að orði komist, verkfræðingur góður. Hefi engu; við að bæta - snjallri orðræðu þinni.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Ágæti Halldór

Ég er þér hjartanlega sammála er varðar Icesave.

Ég vil mynna á mótmæli á Austurvelli eða fyrir framan Stjórnarráðið á laugardaginn kemur kl 1200. Mótmælin verða friðsamleg og verður þeim beint gegn Icesave.

mbk HH

Halldóra Hjaltadóttir, 19.11.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Halldóra,

Það þýðir ekkert að hafa mótmæli gegn Icesave friðsamleg. Aðeins miklar óeirðir geta hrist uppí þessum vitleysingum. Annars bara fara þeir sínu fram 

Halldór Jónsson, 19.11.2009 kl. 22:43

4 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Rétt er það; Halldór.

Linka Halldóru Hjaltadóttur; mótast líkast til, af þeirri samansúrrun frjálshyggju flokkanna / Sjálfstæðis- og Framsóknar flokka - Samfylkingar og Vinstri grænna.

Þarna; þýða engin silki hanska tök - þér að segja; Halldóra Hjaltadóttir, hafir þú annað haldið, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Offari

Það er hvorki í mínun né barna minna verkahring að borga annara manna skuldir.

Offari, 19.11.2009 kl. 22:58

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

....er ekki búið að senda alla úr stjórnarflokkunum í frí sem ekki vilja Icesave eða ESB....?

En eitt er nú jákvætt, Halldór, eða var ekki verið að setja Steypustöðina á sölu... væntanlega hægt að fá hana fyrir slikk núna....

Ómar Bjarki Smárason, 20.11.2009 kl. 01:28

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég var að heyra það að Norðmenn væru flytja eldislax til Odessa.

60 milljónir mannkyns eru einsleitur markaður sem vill bara það besta og tryggingu fyrir því að einungs hann sitji að þessum kræsingum.  Gæða prótein tryggja líkamlega hreysti og greind. Þessi markaður telur um 5 milljónir í EU. Annars er hann út um allan heim. Hér þarf að setja upp öflugt net sölukerfi og byggja upp fullt af litlum fullvinnslum og hækka þjóðar tekjur úr 40 þúsund dollurum í 60 þúsund dollar á mann. Þýska land státar af 56 þúsund. 36 er EU meðaltalið. Skera niður fjármálgeira um 70% á móti.

Fækka fólki. Hætta þessu bulli um að sérhver kynslóð beri ábyrgð á sínum grunn ellilífeyri. Síðustu kynslóðir gátu ekki stolið spari fé pabba og mömmu eða afa og ömmu. Nú er verið að stela fasteignunum að börnum og barnabörnum. Fólk getur unnið lengri starfsævi.  

Vaxtamunur inn og útlánsvaxta núna er um 230% = 14/6*100%

Júlíus Björnsson, 20.11.2009 kl. 02:29

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar,

Seljandinn er veruleikafirrtur ríkisbanki. Hvaða idjót skyldi detta í hug að hægt sé að reka steypustöð í markaði sem er ekki til ? Og selja hana dýrt, þú verðu að sýna fram á að þú eigir 300 milljónir til a' byrja með. Það er ekkert beðið um vit eða reynslu.

Ómar minn, þó þú gætir fengið steypustöð gefins þá held ég að þú yrðir að hugsa þig vel um fyrst áður en þú þiggur eitrað peð.

Halldór Jónsson, 20.11.2009 kl. 08:07

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir asnar sem ætla að leggja á okkur þessar óbærilegu byrðar ættu bezt heima í gapastokki. Fyrirbærið mun hafa verið brúkað hér í Reykjavík rétt fram yfir aldamótin 1800, og er leitt til þess að vita, að svo skuli málum komið hér á landi, að þetta virðist eina úrræðið til að fá menn til að átta sig.

Jón Valur Jensson, 20.11.2009 kl. 15:52

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála ykkur þarna, það er sko ekki okkar að borga þessa Icesave skuld. Allir sem geta mætt á morgun mæta og sýnum að okkur er ekki SAMA.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.11.2009 kl. 17:44

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn og allir aðrir sem þetta lesa!

Ég auglýsi svo innilega eftir svo sem einum mótmælum gegn mannsali á börnum fátækra og sjúkra þræla þessa lands sem hafa verið í vinnu hjá fyrirtækjum þessa lands og haldið þeim dyggilega gangandi til margra áratuga og alda en hafa í dag sumir hverjir ekki efni á fína og góða menntakerfinu sem var byggt upp á tuttugustu öldinni.

Allir sem komu að stjórnmálum á þeim tíma bera einhverja ábyrgð á misréttinu og stéttarskiptingunni í þessu landi (sem er svo sannarlega í áratugi og aldir búið að bitna á saklausum börnum þessa lands). Það virðist vera sem sumir hafi ekkert að segja nema það snúist um peninga .

Hvar er réttlætið og mannúðin í öllum þessum hugsjónum? Hornsteinn þjóðarinnar er fjölskyldan og hornsteinn fyrirtækjanna er oftar en ekki illa launaðir starfsmenn þeirra.

Takk fyrir mig og almættið veri með okkur öllum syndugum manneskjum og hjálpi okkur að leiðrétta óréttlætið okkur öllum í vil en ekki bara sumum. Með jákvæðu hugarfari og trú á það jákvæða í lífinu er það hægt. Svo mikið veit ég. Virðing og jákvæðni fyrir öllum skoðunum er lykillinn að lausnum fyrir okkur öll. Íslendingar allir eiga að standa saman en ekki flokka sig til sundrungar.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.11.2009 kl. 18:02

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki hægt að bera virðingu fyrir öllum skoðunum, Anna Sigríður.

Ekki berum við virðingu fyrir nazisma, rasisma og kommúnisma.

Jón Valur Jensson, 20.11.2009 kl. 18:19

13 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ólafur Ragnar hlýtur að vísa þessu í þjóðaratkvæði ef þess verður böðlað í gegn um þingið þó minnihluti sé fyrir málinu í raun.

Kristinn Pétursson, 20.11.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband