26.11.2009 | 22:26
Glöggur Seðlabankastjóri.
Ég átti þess kost að hlusta á erindi Seðlabankastjóra í dag. Það gutlar greinilega á kallinum í almennri hagfræði enda víst búinn að vera einn af stýrendum peningamálastefnunnar eins lengi og yngstu menn muna. Hann fór lauslega yfir sviðið hvað útlit og horfur í efnahagsmálunum varðar.Ekki varð ég var við mikil fagnaðarlæti hjá fundarmönnum og fremur fátt um spurningar úr sal.
Hann sagði hlutverk seðlabankastjóra væri að vera bjartsýnn þegar aðrir væru svartsýnir og svartsýnn þegar aðrir væru bjartsýnir. Í þessu ljósi skoðaði ég ummæli hans þegar hann taldi margt benda til þess að hlutirnir færu eitthvað að hreyfast uppá við á næsta ári. Áður en það gerðist væri ávallt dimmast því þá væri maður á botninum. Hann minntist hinsvegar ekki á hversu botninn gæti verið langur.
Már sagði að stýrivextir væru búnir að vera í eins stafs tölu lengi þó menn notuðu annað viðmið í umræðunni. Vöruskiptajöfnuður væri hagstæður til lengri tíma núna og það hefði sín áhrif. Verðbólga ætti að ganga niður á næsta ári og vonandi myndi gengið ekki lækka mikið úr þessu. Hér biðu þó 500 milljarðar af erlendu fé sem nú dveldu sem innistæður á háum vöxtum en myndu sjálfsagt vilja ryðjast út ef gjaldeyrishöftunum yrði aflétt. Og höftin gætu þess vegna ekki fallið frá á næstunni þar sem krónan myndi ekki þola útrásina.
Seðlabankastjóri minntist ekkert á Icesave sem betur fór, því þá hefði líkast til hitnað í kolunum. En það sem stóð uppúr fyrir mig, að hann sagði að bankarnir sæjust ekki í Seðlabankanum að biðja um peninga eins og vaninn væri ! Það væri enginn eftirspurn ! Núll eftirpurn eftir peningum !
Þetta færði mér sanninn um það sem ég hef haldið fram, að þessir ríkisbankar sem ríkisstjórnin er að guma af að hafa endurreist hafa ekki endurreistst hætishót sem bankar þjóðarinnar. Þeir eru steindauðir fyrir þjóðfélagið. Allar þessar þúsundir bankamanna í ríkisbönkunum um allt land sitja bara og rukka og rukka gamlar skuldir frá því fyrir hrun. Og svo að afskrifa skuldir á útrásarvíkinga, taka yfir stórskuldara og fara útí fyrirtækjarekstur í rísavöxnum mæli á hinu nýja Sovét Íslandi. Búa til Volks Eigene Betriebe eins og það hét í A-Þýzkalandi æsku minnar.
Bankarnir eru ekki að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir Jón og Gunnu. Þeir eru ekki að gera nokkurn skapaðan hlut heldur fyrir einhver fyrirtæki. Þeir eru ekki að lána neitt út því það er enginn markaður fyrir lánsfé í þjóðfélagi þar sem er ekkert efnahagslíf utan sjávarútvegs. Það vill enginn lán því það eru engin viðfangsefni. Þeir sem kynnu að vilja lán geta fyrirsjáanlega aldrei borgað neitt og verða því að ganga af staðfestu sinni og leggja í hendur bankans. Fara á hausinn. Það eru einir fimmþúsund bankamenn á landinu öllu. Þeir eru eitthvað meira en milljón í USA. Hlutfallið er absúrd, kerfið okkar er helsjúkt, dýrt og óskilvirkt.Bankarnir eru steinrunnin náttröll í þjóðfélaginu og nærast mest á sjálfum sér.
En það er auðveldast fyrir ríkisstjórnina að byrja á að spara með því að skera niður fæðingarorlof, skerða barnabætur, skerða lífeyri gamlingjanna og hækka alla skatta sem hægt er. Það má ekki spara í opinberri stjórnsýslu, ekki spara í utanríkisþjónustunni, ekki reka heimavinnandi sendiherra, ekkert sem vit er í og gæti gengið uppí vextina af Icesave. Og umfram allt, engar framkvæmdir í orkuvinnslu. ekkert erlent fjármagn til stóriðju. Samt er allt í gegnsæju ferli umhverfismats og persónuverndar og vandaðra mannaráðninga í stjórnsýslunni.
Hvernig í veröldinni dettur þessum fólki í hug að unga fólkið okkar bíði eftir því að verða barið, teygt og togað ef það getur farið annað? Og það virðist geta það ennþá. Fjögur þúsund farnir á þessu ári og fleiri á leiðinni.
Fyrir mér er dimmur vetur framundan hjá hnípinni og brotinni þjóð. Fólkið er að missa vonina um að hér rofi nokkurn tímann til. Jafnvel þó að einn fundarmanna hefði það eftir bónda í sinni sveit, að það stytti einhvern tímann upp-, það hefði alltaf gert það, -þá getur rignt fjári lengi enn.
Seðlabankastjóri taldi að atvinnuleysi færi minnkandi. Það er auðvitað lækkun á atvinnuleysi þegar þúsundir manna flytja úr landi.
Það stefnir í landauðn. Unga fólkið fer því það ætlar ekki að eyða ævinni í háskatta og erfið lífskjör vegna lággengis og himinhrópandi vonleysisvaðal um kreppu og skort vegna vitlausra stjórnvalda sem vilja til viðbótar hneppa það í eilífan þrældóm Icesave, borga erlendar skuldir óreiðumanna sem fólki koma ekkert við. Hér eru hér harðindi eins og voru hér á kuldaskeiðunum um 1880 og fjórðungur þjóðarinnar bara fór.Nema að þessu sinni er það ekki náttúran sem veldur heldur eigin heimska þjóðarinnar.
Það er gott að eiga glöggan Seðlabankastjóra sem horfir ofan í glasið eins og Iði-Skriði, þar sem pöddurnar engjast.Hann veit þó allavega af af hverju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419728
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór,
Góð greining hjá þér og því miður satt. Hið raunverulega atvinnuleysi á Íslandi er nærri 20%. Því er leyndu með alls konar sýndarvinnu eins og í bönkunum.
Frá 2007 til loka 2009 hefur íslenska hagkerfið dregist saman um þriðjung mælt í dollurum. Útflutningsiðnaðurinn stendur fyrir sínu og var hér um 1/3 af hagkerfinu en er nú um 1/2, ekki vegna þess að hann hafi stækkað mælt í dollurum heldur vegna þessa að innlenda hagkerfið hefur helmingast mælt í alvöru gjaldmiðli.
Ég kalla þetta kommóðuhagkerfið okkar, við áttum hagkerfi sem var eins og kommóða með 3 skúffum en nú vantar efstu skúffuna. Allt annað tal eru sjónhverfingar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 27.11.2009 kl. 15:18
Sæll Herr Kollege Andri
Samlíking þín ætti í raun að hugga Íslendingnum í raunum sínum.
Ástandið í erlendum skuldum hans er ekki það að erlenda skuldin hafi hækkað heldur hitt að að hann er búinn að tapa helmingi þess sem hann hafði hugsað sem andlag á móti skuldinni, fasteignaverðmæti, bankainnistæðum og kaupinu sínu. Allt þetta getur komið til baka að einhverju leyti ef okkur tekst að reisa atvinnulífið við. Tekur hinsvegar tíma.
En það tekst mun seinna ekki með þessari vitlausu ríkisstjórn komma og krata, sem halda að skattheimta sé leiðin og fjandskapast við alla erlenda fjárfestingu. Fyrst eftir að hún er farin og fólk með viti tekið við er von til þess að hlutirnir geti farið að lagast.
Brjálæði hennar í að samþykkja Icesave vitleysuna setur svo batan aftur um mörg ár. Það er mörgum sinnum betra að láta lögsækja okkur til greiðslu sem þá yrði vaxtalaus og í krónum og bara til einstaklinga en ekki lögaðila.
Þessi andategund, sem kallast kjósendur, bítur svo höfuðið af skömminni með því að þegja og láta afvegaleiða umræðuna með evrópusambandsþvælu og ámóta kjaftæði um lækkun barnabóta, sem skipta engu máli til lengri tíma, hjá aðalatriðunum.
Halldór Jónsson, 27.11.2009 kl. 17:04
Nú væri upplagt að Seðlabankinn riði yfir viðskiptabankana og tæki að sér það hlutverk sem þeir eru ekki megnugir að sinna núna (override the banks). Seðlabankinn á að sjá til þess að peningakerfið virki. Auðvitað er enginn að lána út í neitt. Það er enginn lánshæfur. Dauðu zombie bankarnir sáu fyrir því að eyðileggja allt með ónýtri útlánapólitík í mörg ár. Því þurfa potential lántakendur að borga niður skuldir og jafna sig. Þetta tekur tíma.
Andri: please hættu nú að verðleggja VLF í nominal dollurum. Þetta er þvæla og þú veist það. Notaðu krónur. En þú virðist ekki gera þér grein fyrir því að þegar eitthvað verður "ódýrt" (cheap/bargain) á alþjóðamælikvarða þá eru þó mun stærri líkur á að einhver vilji kaupa eitthvað í þessu hagkerfi og líka af þessu hagkerfi, sem nú er orðið ódýrara í dollurunum þínum => samkeppnishæfara. Ekki hjálpar að verðleggja sig út af landakortinu. ísland þarf á veiku gengi að halda núna. Sama þarf ESB, en fær það bara ekki.
En VLF er mæling á MAGNI ! Tonn, tímar, metrar, watt. VLF er ekki gjaldmiðlaspá. Samdráttur í vergri landsframleiðslu Íslands er mun minni en víða í ESB. Mun minni enn sem komið er - og vonandi verður þetta ekki mikið verra. Gengið mun svo lagast seinna og þegar ástæða er til þess. Og þá Andri minn - og akkúrat þá - getur þú andað rólegar. En þú værir þá samt búinn að missa af kauptækifærunum - þ.e. ef þú er fjárfestir í dollurum. Það eru kauptækifæri á Íslandi núna. Og þau munu verða notuð. Verðlækkun virkar. Allt selst ef verðið er rétt.
Takk fyrir góðan pistil Halldór.
Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2009 kl. 17:27
Svo ætti þessi aulabárða ríkisstjórn að skattleggja ÚTFLÆÐI jöklabréfa - í stað þess að skattleggja Jón og Gunnu inn í helvíti. Seðlabankinn ætti svo að afnema gjaldeyrishöftin. Ísland þarf á þolinmóðu kapítali að halda.
Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2009 kl. 17:40
Halldór
Eins og Churchill sagði:
We contend that for a nation to tax itself into prosperity is like a man standing in a bucket and trying to lift himself up by the handle.
Gunnar,
Það eru kauptækifæri núna á Íslandi sérstaklega fyrir þá sem eiga evrur ef þessar eignir gefa arð af sér í alvöru gjaldmiðli og ef ekki er hætta á að sá arður verði skertur með "neyðarlögum". Í hagkerfum sem þurfa að flytja nær allt inn frá útlöndum skiptir gjaldmiðilinn máli. Ég nota dollara eins og AGS og aðrar stofnanir gera, enginn mælir landsframleiðslu í matadorpeningum. Líkurnar á að gengið lagist seinna eru litlar og seinna er líklega a.m.k. ekki fyrr en 2020.
Andri Geir Arinbjarnarson, 27.11.2009 kl. 17:47
Eina alin=tveir fiskar.Þannig var verðmælt í den tíð. Það verður að mæla í raunverulegu verðmæti, ekki bráfsnudda sem hagfræðiskálkar haf prantað. Lamb er lamb og flaska er flaska sagði Vigfús bóndi í Flögu.
Þetta snýst um fiska og lömb. Áltonn og kíówött, Ekki goodwill eða óefnislegar eignir.
Halldór Jónsson, 27.11.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.