Leita í fréttum mbl.is

Aðalatriði og aukaatriði.

Erlent kúlulán Íslendingsins hefur ekki  hækkað heldur hitt að að hann er búinn að tapa helmingi þess sem hann hafði hugsað sem andlag á móti skuldinni, fasteignaverðmæti sínu, bankainnistæðum, bílnum sínum  og kaupinu sínu. Skuldin hans hefur meira segja lækkað með hærri erlendri verðbólgu en vöxtunum nemur.

Allt þetta getur komið til baka að einhverju leyti ef okkur tekst að reisa atvinnulífið við. Það tekur hinsvegar tíma. Að því þyrfti þó að vinna með öllum árum. Útvega fólki vinnu. En raunverulegt atvinnuleysi hérna er hið skráða atvinnuleysi plús þeir brottfluttu, fjögurþúsund manns. En að þessum málum er ekki verið að vinna sem aðaltriðum heldur er tímanum sóað í karp um aukaatriðin.Það er kannski þessvegna sem fólkið saknar Davíðs. Það saknar einhvers ráðamanns sem tekur af skarið og segir sannleikann og skilur hvar eldurinn brennur.  

Steingrímur J. eða Jóhanna eru ekki slíkt fólk. Endurreisnin tekst mun seinna  með þeirra ríkisstjórn   sem hér er við völd og ekki sér fyrir endann á.  Fólk sem heldur að skattheimta sé leiðin sem lækni atvinnuleysi og fjandskapast við alla erlenda fjárfestingu er svo arfavitlaust að engu tali tekur.  Fyrst eftir að slíkt fólk er farið frá völdum og öðruvísi hugsandi fólk komið til valda er von til þess að hlutirnir geti farið að lagast á Íslandi. Það fólk þarf ekki endilega að koma úr Sjálfstæðisflokknum, það gæti alveg eins verið að finna innan Samfylkingar eða Vinstri Grænna. Fólk sem þar er nú hugsanlega  kveðið niður með aðrar skoðanir en forystufólkið.  Auðvitað finnast mér heldur minni líkur á því, að slíkt fólk komi úr þessum flokkum en útiloka það als ekki.

Óskiljanleg áhersla ríkistjóranrinnar á að láta samþykkja Icesave samningana í stað þess að fara dómstólaleiðina  setur allar batahorfur þjóðfélagsins  aftur um mörg ár.  Það er mörgum sinnum betra að láta lögsækja okkur til greiðslu innistæðutrygginganna heldur en að borga eftir samningunum. Ef við töpuðum málinu þá yrði greiðslan væntanlega vaxtalaus eins og skaðabætur eru  og svo  í íslenzkum krónum en ekki erlendri mynt. Og væntanlega þá  bara bætur til einstaklinga en ekki lögaðila eins og lögreglukórsins í Skotlandi, sveitarsjóðs einhvers skírisins eða þessháttar.

Þessi andategund, sem kallast kjósendur fyrir kosningar, bítur  höfuðið af skömminni með því að þegja um þessi aðalatriði og láta stjórnmálaskúmana í ríkisstjórnarflokkunum  afvegaleiða umræðuna með Evrópusambandstali og löngum ræðum um önnur smámál eins og tímabundna lækkun barnabóta, sem skipta engu máli til lengri tíma samanborið við  aðalatriðin. En þau eru ATVINNA og FRAMKVÆMDIR. Það eru þau mál sem munu skilja milli feigs og ófeigs, hvort hér verður landflótti eða landsbjörg. 

Fólk þarf að greina milli aðalatriða og aukaatriða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.............ég tel að það takist á tvö öfl: þráin eftir betra og gegnsærra þjóðfélagi lausu við svik og pretti ....og svo er það þráin eftir leiðtoga sem lætur vaða ,,no matter what"

icesave má aldrei verða leiðinlegt eða þreytandi...málið er of mikilvægt...við megum ekki láta ríkið stjórna þessu á þann veg...börnin okkar eiga skilið meiri þolinmæði,, því það eru þau sem eiga að greiða skuldir óreiðumanna!

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Elle_

Fólk sem lætur kveða sig niður núna og valta yfir sig innan flokka í graf-alvarlegum málum, Halldór, mun aldrei verða nýtilegt í pólitík eða sem verjendur mannúðarmála.  Þeir sem ganga eins og heilalausir og ósjálfstæðir inn í kúgun núna hafa ekki það sem þarf.   Það er engin afsökun að Jóhanna eða Steingrímur hafi skipað þeim fyrir verkum.  Það er afsökun fyrir barn en hefur aldrei verið afsökun fyrir fullorðið fólk að manni hafi verið skipað fyrir verkum. 

Glæpir hafa oft verið framdir undir hótunum, ógn og skipunum.  Það afsakar ekkert nema alvöru valdi hafi verið beitt.   Aular innan Samfylkingar og VG áttu að vera samkvæmir sinni sannfæringu eða víkja.   

Elle_, 28.11.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég lít svo á að við séum í biðstöðu þangað til við sjáum hverjir eru hæfir til að sitja á Alþingi og til að stjórna landinu. Þar til skýrsla Páls Hreinssonar er komin fram í dagsljósið og það sem þar kemur fram lifum í hálfgerðu tómarúmi.

Þessi skýrlsa má ekki dragast öllu lengur því ekki viljum við hafa tilvonandi tukthúslimi við stjórnvölinn, eða hvað?

 Þeir sem stóðu að því að gefa væntanlegum tukthúslimum bankana eða seldu þá hugsanlega gegn greiðslu á illa fengnu fé eru að mínu mati ekki hæfir til að stjórna landi, hvar í flokki sem þeir kunna að leynast og sama hvaða afrek þeir hafa sér til tekna í fortíðinni. Við þurfum að koma okkur upp heiðarlegum sjórnmálamönnum með óflekkaða fortíð og þokkalegt mannorð.

Ómar Bjarki Smárason, 29.11.2009 kl. 00:04

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Brennt barn forðast fremur eldinn Ómar Bjarki. Ný fífl eru ekki endilega betri en önnur. Það er vandinn að sjá í gegnum fólkið fyrirfram og fylgjast með því. Sjáðu nú bara hvernig Borgarnesræðan virkar í Kaupþingi og hjá liðinu sem Samfylkingin raðaði þangað inn.Sama er í öllum þessum ríkisbönkum. Hver valdi þetta lið og hvað er það að gera ?

Halldór Jónsson, 29.11.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Elle_

Vil taka það fram að ég kalla fólk ekki vanalega aula, held að vísu að ég hafi aldrei fyrr notað það orð.  Þeir sem kúga lítil börn og ófædd börn, foreldra og gamalmenni með þrælasamningi eiga það þó vel skilið og þó verra væri.   Og vildi að við hefðum getað lesið í gegnum þetta fólk í VG þó Samfylkingin hafi nú verið alveg gegnsæ og glapræði að kjósa þann flokk.  Flokk þar sem samfylktir ganga í öllu illu og hafa engin rök og hlusta ekki á rök.   Núna verðum við bara að losa okkur við þau úr landsstjórn. 

Elle_, 29.11.2009 kl. 13:07

6 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það verður fróðlegt að sjá, Halldór, hvað Wikileaks gestir Silfurs Egils draga fram í dagsljósið varðandi stjórnir bankanna og e.t.v. einkavæðingu þeirra líka. Líklega þurfa þeir að koma að skýrslu Páls Hreinssonar einnig til að tryggja að þeim sem komu þjóðinni á vonarvöl hljóti sína refsingu. Alþingi er tæpast í stakk búið til að taka neinar afgerandi eða meiriháttar ákvarðanir, ef litið er á frammistöðu þess nú um stundir. Það er ekki starfhæft frekar en ríkisstjórnin.

Líklega þurfum við útlagastjórn..... og kannski höfum við alltaf haft slíkar stjórnir, þær hafa nefnilega margar starfað á ansi gráu svæði úti á jaðrli laganna.....!

Ómar Bjarki Smárason, 29.11.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 3420048

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband