Leita í fréttum mbl.is

Þjóðfélagið er að sökkva.

Nú berast fregnir um nýjar stórfelldar uppsagnir á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hugsar fátt annað en skattahækkanir, Evrópubandalagsumsóknina og berja Icesave í gegn um þingið með illu. Ekki eitt einasta orð um það, hvort hér eigi að virkja eða fá erlenda stóriðju inní landið, sem er það eina sem bætt gæti það hrikalega atvinnuleysi sem við blasir.

Ríkisstjórnin stingur höfðinu í sandinn að hætti strútsins, svo hún sjái ekki landflóttann sem er brostinn á. Þúsundum saman flykkist unga fólkið úr landi uppgefið á þeim móðuharðindum af mannavöldum sem þessi versta ríkisstjórn Íslandssögunnar er að baka íslenskri þjóð.  

Engu líkara er að umhverfisráðherrann reyni að vinna þau skemmdarverk á þjóðarhag sem hún getur með því að þvælast fyrir lagningu Suðvesturlínu, áætlunum á  Þeistareykjasvæðiinu, virkjunaráformum í Neðri Þjórsá, afsala Íslandi losunarkvótanum á loftslagssirkusnum í Kaupmannahöfn í þessum mánuði og múlbinda Ísland á kolefnisklafamarkað ESB um alla framtíð. Ráðist er á öryrkja, fæðingarorlof, bílana, bensínið, brennivínið, alveg eins og gjaldþol atvinnuleysingjanna eigi sér engin takmörk.

Í fyrsta sinn í sögunni eru laun ríkisstarfsmanna mun hærri en laun í einkageiranum, þeir sem enn hafa þar vinnu.  Enginn samdráttur er í bönkum, utanreikisþjónustunni, eða opinberri stjórnsýslu. Erlendir kröfuhafar eignast Kaupþing og hugsa sér væntanlega gott til glóðarinnar að hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi.

Fjármálaráðherrann hlakkar yfir uppfinningum sínum og Indriða um auðlegðarskatta(Vermögensteuer að þýskri fyrirmynd, áður nefnt stóreignaskattur) í Baugstíðindum í dag, þrepatekjuskatti sem mun eyðileggja staðgreiðslukerfið og stórauka skattundanbrögð og valda miklum vandræðum á vinnumarkaði. Vitlausari áform í efnahagsmálum hafa aldrei fyrr litið dagsins ljós. Jafnvel sænskir kratar lækka skatta af fyllsta megni til þess að reyna að örva efnahagslífið.

Kreppan á Íslandi er núna formlega að hefjast í boði Steingríms og Jóhönnu.

Íslenska þjóðfélagið eins og við þekktum það er að sökkva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einmitt  ekki er hægt að tefja almenna kreppu lengur hér á landi það gátu allir sem hafa tölvuna í höfðinu sagt sér. Bregðast ekki strax við var það versta sem hægt var að gera og það er búið og gert. 

Við getum skorið niður þjónustugeirann 72% þar sem hann hefur sýnt sig vanmáttugan að auka þjóðartekjur á Íslending með viðskiptum við útlendinga allan regluverks tímann.

Við getum losað okkur við EU regluverkið og byggt upp útfluting utan EU og stóraukið innanland fullvinnslu eftirspurn líka.

Ef einhverjum hefur verið lofað að allt mun lagast eftir fullveldissvikin þá þykir allt í lagi að þjóðartekjur hér veri þær sömu  og að meðaltali í EU eða 25-30% lægri en fyrir regluverk, helmingurin er komin fram. Stöðugleiki að hætti EU er framundan. Það getur litla Alþjóðsamfélagið með öllum sínum lánastofnum, Evrópska Fjárfestinga bankanum þar á meðal sem stuðlar að velgengni fullvinnslu stóriðjuvera m.a. Þjóðverjar munu um 25% hluthafar. Það er fínt að skulda sjálfum sér. Hæfur meiri hluti í EU ræður 30% atkvæða í IMF.

Litla gula hæna, segir allt sem þarf. Ísland náttúruauðlinda ríkasta eintaka örefnahagskerfi heims miðað við Íbúafjölda getur ekki haldið um jafn stórri yfirmillistétt eins og fyrirfinnast í Stórborgum heimsins sem hafa tekjur af fjölmörgum  örefnahagskerfum nefndum regions.

Við getum haldið uppi hlutfalslega jafn stórri með því að losa okkur við EU regluverkið Það er heilaforrit nútíma Íslenskra stjórnmálamanna sem skilja ekki Litlu gulu hænuna.

Bjóða hinn vangann er ekki ríkistrú í löndum EU. Þar eins og hér gilda lagabókstafir eingöngu. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, er andinn sem ríkir í EU. 

Júlíus Björnsson, 1.12.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Einn góður vinur minn, sem er eitthvað feiminn í dag og vill ekki láta nafns síns getið, sendi mér eftirfarandi áminningu:

Davíð Oddsson var sá stjórnmálamaður sem hækkaði laun opinberra starfsmanna mest. Þess vegna er misvægið svo mikið núna.

Ekki gleyma því heldur að Styrmir Gunnarsson hefur þann helsta boðskap til þjóðarinnar að við eigum að una glöð við að veiða fiskinn og það sé nóg. Hann vill að Ísland verði verstöð og þannig kann það að þróast með jafn arfavitlausum stjórnmálamönnum og við höfum í dag sem leiðir til þess að fólk flýr umvörpum land jafnvel þjóðernissinnar eins og ég og þú af því að það verður ekki líft í landinu fyrir kommúnisma, femínisma, ofurskattheimtu og úrræða og aðgerðarleysi stjórnvalda.

 Annars er þessi ríkisstjórn alveg hámark ömurleikans. Hugsaðu þér félagsmálaráðherra sem kynnir fyrst eitt frumvarp ber síðan fram annað og segir að það sé ekki nógu gott og vonast til að þingnefnd breyti því og það allt í sama máli. Þetta er held ég hámark alls ömurleika sem nokkur ráðherra hefur sýnt af sér í fáránleika.  But this is for your eyes only eins og hin íðilfagra gríska gyðja sagði við James Bond um leið og hún lét kjólinn falla.  Ég svaraði honum eitthvað svona:'Eg er ekki sammála þessu hjá þér, Styrmir er ekki að tala um þetta. Auðvitað fjölgar hér vitleysingum hlutfallslega þegar þeir bestu flýja land eins og núna.



En hann er að segja það, að við getum gert allt sjálfir hérna, haft samvinnu við hvern sem er en ekki útiloka þau 85 % mannskyns sem standa fyrir utan Evrópubandalagið. Við klárum okkur betur einir en að burðast með þetta forneskjukratabandalag, sem ber dauðann í sjálfu sér því að þetta er ekki ríki eins og USA með eitt flagg heldur hræringur úr 27 sérvitringaþjóðum á sitthvoru menningarstigi, aríar og múslímar.



Hvaða frumvarp var þetta hjá ráðherranum? Ég hlusta aldrei svo naujið eftir því  sem hann segir því mér finnst hann svo.......

Halldór Jónsson, 1.12.2009 kl. 14:28

3 identicon

Mikið rétt hjá ykkur. Steingrími er að takast það ætlunarverk sitt að ná fullkomnum jöfnuði í landinu.... sem felst í að ALLIR Íslendingar Hafi það jafnskítt og ömurlegt. Draumalandið er að rætast hjá honum.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Elle_

Já, við erum að sökkva, Halldór, ofan í Icesave-skattafen.  Og þökk sé heyrnarlausum og mállausum stjórnarliðum. 

Elle_, 6.12.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband