Leita í fréttum mbl.is

Framtíð Ara-Jóns banka.

Mikið var Steigrímur ánægður með sig þegar hann sagði okkur að erlendir kröfuhafar hefðu tekið yfir Kaupthingsbankann sem sumir nefna Ara-Jóns bankann til heiðurs okkar afreksmönnum á fjármálasviðinu. Þetta væri þvílíkur bísness sagði Steingrímur,  sem sparaði ríkinu marga milljarða í útlegg við að þurf ekki að fjármagna hann á lappirnar. En það virðist auðvitað Steingrími alveg nauðsynlegt að bankafjöldinn héldist óbreyttur.

En er þetta endilega bísness fyrir Íslendinga ?  Eru þeir,sem taka yfir meirihlutann í bankanum ekki einhverjir  erlendir hákarlar sem hafa að líkindum keypt allar kröfurnar sínar á hrakvirði, 1-5 %. Þeir setjast núna ódýrt  í búið með íslenskum sakleysingjum og byrja að rukka Jón og Gunnu með hörku.  Þegar þeir verða búnir að rukka allt inn og selja þau skuldabréf á bankann sem þeir geta selt lífeyrissjóðunum á Íslandi, þá stinga þeir af með peningana, í stíl við íslenska fonsara og þessháttar útrásarlið.

Finnst mörgum trúlegt að þessir hákarlar og stórspekúlantar hugsi sér að reka einhven provinsbanka á Íslandi til að lána blönkum Íslendingum ? 

En þetta getur vel gengið upp hjá þeim. Þeir hljóta líka að vera bjartsýnir á sína möguleika eftir að hafa hitt svona afburða fjármálamann eins og Steingrím J. Verða þeir ekki bara skellihlæjandi alla leið í bankann eins og Kananrnir segja stundum ?

Hversu langa framtíð skyldi Ara-Jóns Banki annars eiga ? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hvað segir Steingrímur þegar bankinn fer að greiða arð til hluthafa!

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ps.  Halldór, hin mikla vitleysa var að ríkið átti að kaupa þessar kröfur á opnum markaði á 5%.  Þá stæði Steingrímur með pálmann í höndunum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sem vantar hér er ábyrgan þjónustubanka í þágu almenns launafólks. Ein sem fer eftir reglu sem koma í veg fyrir gjaldþrot.

Júlíus Björnsson, 3.12.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Siggi, Finni og Heiddi væntanlega komnir í bankann aftur í nafni vogunarsjóða.... þeir voru þá ekki lengi bankalausir...!

Ómar Bjarki Smárason, 3.12.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

.....enda skilanefndir væntanlega settar á til þess að skila bönkunum aftur til fyrri eigenda, eða var það ekki alla tíð ljóst....?

Ómar Bjarki Smárason, 3.12.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Hva, hafiðið ekki tröllatrú á viðskiptahæfileikum Steingríms ?

Halldór Jónsson, 3.12.2009 kl. 22:54

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þrautreyndur í rekstri Efnalauga

Halldór Jónsson, 3.12.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

....og hver var hann þessi Efna-Laugi...? Er það kannski nýyrði fyrir Efnaða Lygara....?

Ómar Bjarki Smárason, 3.12.2009 kl. 23:52

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Hét ekki einn dánumaður Efna-Ali í Írak?

Halldór Jónsson, 9.12.2009 kl. 00:17

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hérna fyrir Regluverk um 1994, sögðu þeir reyndu [raunverulegur höfuð stóll og áhætta kannski samsvarandi eigin vaxtavöxtum] ekki  myndi ég ráða þennan mann í vinnu fyrir mig. 

Það er hægt að heyra á mæli flestra hér á landi sem ræða viðskipta og efnahagsmál í dag að gervi einkafyrirtæki og stjórnsýslan hér eru eini staðirnir þar sem þeir fá vinnu. 

Samruna aðferðir í alþjóða fjármálaheiminum er svipaðar og gerðist hér á smásölunni  í samræmi við EU-frjálshyggju reglu verk.

Aukaviðskipta hlut sinn hjá einum aðila, steypa honum í fjárfestingar og segja svo ekki geta haldið viðskiptum áfram , nema ....

Í þessu lita Samfélagi fór allt jafn vægi úr böndunum. Banki sem fær lánað verður að lána annars fer hann á hausinn.

Deutche banki gerir 30 ára plön og tekur enga áhættu.

Íslenskir fjölmiðlamenn eru líka eylendingar og skoða hlutinn utan frá, hver frá sinn hlið.

Júlíus Björnsson, 9.12.2009 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband