6.12.2009 | 19:14
Það er ekki að birta.
Ég var á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gær þar sem Illugi Gunnarsson flutti mikið erindi við frábæarar undirtektir fundarmanna.
Illugi rifjaði upp hversu röng viðbrögð stjórnmálamanna við kreppunni 1929 hefðu dýpkað hana og lengt. Ríkin hefðu reynt að skattleggja sig útúr vandanum og dregið úr verslunarfrelsi með höftum og bönnum. Að mörgu leyti svipað og núverandi ríkisstjórn Íslands er að gera.Hennar hagfræði er að hækka alla skatta, leggja á orkuskatta sem leggjast á ylræktina og fæla varanlega fjárfestingu í orkugeiranum frá landinu. Því miður er skaðinn skeður þó að ríkisstjórnin sé að reyna að draga í land þegar hún sér hvaða afleiðingar þetta hefur haft. Mörg tækifæri sem við blöstu eru endanlega glötuð.
Skattahækkanir munu leiða til þess að eftirspurn minnkar. Lán fólksins lækka ekki, skatta verður að borga þannig að minna verður eftir til ráðstöfunar. Minna til hnífs og skeiðar, minna til barnanna. Vont verður það 2010 en enn verra 2011.Fjárlögin ganga ekki upp því þeir skilja ekki að tekjuhliðin fylgir ekki áætlun vegna hruns skattstofnanna. Betur hefði verið hlustað á Sjálfstæðismenn sem væru með ábyrgar tillögur um björgunaraðgerðir sem hefðu ekki reynst fólkinu eins þungbærar.Sjálfstæðismenn væru ávallt ábyrgir í málflutningi hvort sem þeir væru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þeir hefðu viljað leysa Icesave-málið á pólitískum vettvangi og setjast að viðræðum með Englendingum og Hollendingum á grundvelli Brüsselviðmiða. Núverandi ríkisstjórn hefði bara farið samningaleið og látið óhæfa menn koma heim með undirritaðan nauðungarsamning sem væri skelfileg niðurstaða en ekki glæsileg niðurstað eins og Steingrímur J. hefði lýst.
Skipt hefði verið um ríkisstjórn í landinu eftir brotthlaup Samfylkingarinnar. Indriði Þorláksson og Svavar Gestsson hefðu verið settir í samningana. Margir teldu aðkomu Indriða Þorlákssonar að hagstjórninni vera meira áfall en hrunið sjálft-þjóðarógæfu og afturför. Steingrímur J. hefði strax byrjað með hótanir ef menn samþykktu ekki Icesave samninginn strax, allt færi öfugt. Ekkert skeði samt þó málið hefði dregist. Alþingi hefði farið í samninginn og fært hann til betri vegar. Steingrímur fór með hann svo gerðan til Englendinga og Hollendainga en var sneyptur til baka með flestar breytingar útstrikaðar. Enn hótaði Steingrímur öllu illu ef menn samþykktu ekki og það væri svo voðalegt að hann bara segði ekki frá því. Ekkert hefði samt skeð þó að þessar hótanir Steingríms dyndu stöðugt á þjóðinni um að samþykkja samninginn en afsala sér rétti til pólitískra lausna. Þeir hefðu ekki einu sinni spurt hversvegna afgreiðsla AGS væri dregin á langinn og sekki spurt hvort ESB stæði að baki kúgunaraðgerðum.
Gunnar leikstjóri hefði spurt Strauss Kahn í bréfi hverju drátturinn sætti og fengið svör sem ríkisstjórnin hefði ekki leitað eftir, þetta væri allt að kröfu Norðurlandanna, sem eru svonefndar vinaþjóðir okkar.Steingrímur vill lögfesta að okkur beri skylda til að borga Icesave. Sjálfstæðismenn hefðum orðið að segjast vilja semja um hlutina þegar verst stóð á eftir hrunið og öll sund voru lokuð, ekki fengust lyf eða olía til landsins. En menn eru ekki bundnir af því sem þeir segja þegar byssu er haldið að gagnauga þeirra eins og verið hefði þá og er enn. Menn eiga ekki að semja sig undan ofbeldishótunum fjármálaveldanna. Við erum beittir fantabrögðum af nágrannaþjóðunum. Spurningar um breytilega vexti eða fasta vexti sem geta munað hundruðum milljarða eru hjóm eitt í huga Steingríms J. og ríkisstjórnarinnar. Ekkert nema gefast upp kemst þar að.
Ógæfa Íslands væri sú mest að fólk sem enginn hefði viljað treysta til stjórnarstarfa áratugum saman hefði allt í einu komist til valda fyrir tilstilli hrunsins. Þeir hefðu hafist handa til þess að breyta eins miklu í þjóðfélaginu og þeir gætu á grundvelli hugarheims síns, sem á uppruna sinn í kommúnismanum sáluga. Það yrðu áhrifin sem yrðu erfiðust og myndu valda mestum skaða. Útlitið væri svart um þessar mundir, atvinnuleysi og landflótti myndu ekki afla meiri skattekna á næstu árum.
Fjörugar umræður spunnust um hin alvarlegu mál sem við blasa sem ég rek ekki frekar.
Eftir fundinn var ég hugsi. Í mínum huga er útlitið grafalvarlegt. Hafi menn haldið að hér hafi verið kreppa þá er það rangt. Hún er ekki hafin ennþá. Hún verður þess dýpri sem þessi ríkisstjórn situr og keyrir okkur lengra ofan í fordíki skattahækkana, atvinnuleysis og eymdar.
Ég hef átt tal við menntað fólk sem er flutt úr landi. Það er þeirrar skoðunar að það muni ekki koma heim aftur í bráð. Ég held að straumurinn úr landi sé að vaxa og eftir sitji þeir aumustu. Barneignum Íslendinga mun fækka en útlendingar flytjast til landsins. Tveir erlendir hagfræðingar, James K. Galbraith og William K. Black, benda á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi málað of bjarta mynd af horfunum í efnahagslífinu, þar sem ekki sé litið til afleiðinga aðgerða ríkisstjórnarinnar, flótta vinnandi fólks af landi brott.
En aldrei hafa fleiri flutt á brott á jafnskömmum tíma, fjögurþúsund manns á síðustu mánuðum. Það er þetta sem er afleiðingin af því að kjósa yfir sig vinstri stjórn sem nú situr.
Meðan svo er mun ekki birta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Margt rétt sem þú segir hér en Sjálfstæðismenn gerðu ein reginmistök. Þeir áttu að láta hrunfólkið sitt hverfa og byrja á að taka til hjá sér. Geir og Davíð áttu að segja af sér strax.
Sjálfstæðismenn mislásu ástandið og ýttu beint og óbeint undir sitt eigið fall. Með því að hreinsa ekki til strax var Steingrími gefið frítt spil. VG var eini flokkurinn sem hafði fólk sem ekki var involverað.
Þetta kallast "double whammy" á ensku. Fyrst hrunið og nú afleiðingarnar allt í boði mistaka hjá leiðtogum Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn hafa aðeins eitt vandamál og það er að þeir hafa ekki hreinsað nógu til og endurnýjan sína leiðtoga. Ef þeir hefðu gert það væru þeir með 40% fylgi í skoðanakönnunum eða meir.
Þeir sem hafa traust fá atkvæðin.
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 19:38
Heill og sæll; Halldór, æfinlega !
Það; eiga þessir Hruns herrar / Geir H. Haarde - Steingrímur J. Sigfússon og Illugi Gunnarsson allir sameiginlegt; að hafa, hver á sinn máta brugðist landsmönnum öllum, með sleifarlagi sínu - sem sérhyggju allri.
Slíkir; ættu að halda sig til hlés, þessi misserin.
Um kratana og Framsóknarmenn; og þeirra hlutdeild, þarf vart að orðlengja frekar, sem kunnugt er.
Allir; frjálshyggjuflokkarnir 4, (B- D - S og V listar), hafa valdið slíku tjóni - sem hörmungum, að árhundruð tekur, hið minnsta, úr að bæta, að nokkru.
Með kveðjum; þjóernissinnans, af hinum forna skóla, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 19:48
Þip farið báðir villur vega Andri Geir og Óskar.
Hrunið var ekkert þessum mönnum að kenna, hrunið var bara endapunktur á löngu ferli sem á upptök í atburðum vestan hafs. Það bara sáu þetta fáir fyrir og það voru allir stimplaðir heimsendaspámenn sem andmæltu velgengninni. Ríkissjóður skuldlaus, lágt verð á innflutningi, nógir erlendir peningar til láns.Forsetinn veitti viðurkenningar til hægri og vinstri. Allir keyptu íbúðir og hlutabréf sem hækkuðu og hækkuðu, gaman gaman.
Fólkið treystir allavega Davíð langbest núna til þess að koma aftur og leiða landið uppúr drullunni. Sjáið bara hvaða fylgi hann hefur umfram aðra.
Viðfangsefnið framundan hefur ekkert með fortíðina að gera, hvað þessi gerði þá eða gerði ekki. Það er ömurlegt að segja að VG hafi hreinan skjöld og þess vegna eigi þeir að leysa eitthvað sem Sjálfstæðismenn eru of skítugir af fortíðinni að leysa.
Steingrímur J er kommúnisti sem ekkert gott mun af leiða.Hann skilur ekkert í hagfræði frekar en aðriri slíkir.
Það verður Frjálshyggjan og markaðshyggjan sem mun leiða okkur upp úr öldudalnum sem við erum nú að steypast ofaní.Ekki kommúnisminn sem við búum við núna.
Halldór Jónsson, 6.12.2009 kl. 20:10
Heilir og sælir; á ný !
Halldór !
Við höfum dæmin fyrir okkur; um skemmdarverk, ALLRA flokkanna 4.
Punktur !
Ég gleymdi; að geta þess að téður Davíð, ásamt Halldóri Ásgrímssyni og Jóni Baldvin Hannbalssyni, ætti að leiða sveit hlekkja fanganna, upp á vatn og brauð - það; sem þessir andskotar ættu eftir, hérvistarinnar, á jarðríki, verkfræðingur góður !
Illvirki; þessarra ómenna, munu verða greypt, í vitund Íslendinga, inn á Fjórða árþúsundið, mögulega.
Með hinum beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 20:29
Mér finnst þú fljótur að gleyma Óskar Árnesingur hvað þú hafðir það skítgott á Davíðsárunum.
Vildirðu ekki að þau ár væru komin aftur í stað þeirrar eymdar sem við nú lifum á ?
Halldór Jónsson, 6.12.2009 kl. 20:38
Það er ekki nóg að skrimmta valdatíma Davíðs og eiga ofan í sig og á, ef það á að vera á kostnað þess að þjóðin fari á hausinn, missi hæfasta fólkið úr landinu og sé úthrópuð af umheiminum um ókomin ár ..
Örlar aldrei á skynsemi eða heilbrigðri sjálfsskoðun hjá ykkur Davíðs trúaröfgamönnum ?
hilmar jónsson, 6.12.2009 kl. 21:19
Komið þið sælir; enn á ný !
Um; 1983, fór að halla undan fæti, hjá mér persónulega, Halldór; og hefi verið, á stöðugri niðurleið, síðan.
Með; afnámi verðtrygginar, á launakjör, í sínum tíma, hefir ójafnvægið frekar aukist, þér að segja - hjá öllum þorra landsmanna, ekki bara mér, einum og sér.
Þó svo; ég hæfi sjálfstæða starfsemi, snemmsumars 2004 - hefir kerfið ekkert reynst mér hagstæðara, en öðrum, svo sem.
Tek fram; að ég lifi mjög sparlega - og er kaffi og tóbak, mínar einu nautnir, í þessu lífi, og þætti ekki flottrræflum ýmsum mikið til koma, að mín þriggja manna fjölskylda gerðum okkur að góðu 76 m2 húsnæði - hvar; víða þykist fólk ei komast af, með minna - en 300 - 700 m2, undir sína bakhluta, verkfræðingur góður.
Hvar; minn hugarheimur er, að hálfu, aftur á Miðöldum - er kannski ekki að undra, nýtni mín, sem nægjusemi, svo sem.
Og; þess utan, foragta ég, allt heimskulegt og tímanlegt prjál - sem glys, margvíslegt, einnig.
Með beztu kveðjum; enn sem, öðrum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 21:23
Fólkið treystir allavega Davíð nú til að koma aftur og leiða landið upp úr drullunni segir Halldór ..
Er hægt að sökkva dýpra í sjálfsblekkingu og heimsku en með því að halda því fram að þjóðin sé nú áköf um að fá hrunameistarann aftur við stjórnartaumana ?
hilmar jónsson, 6.12.2009 kl. 21:42
Hilmar minn Jónsson,
á hvaða tíma lýðveldisins gekk þjóinni best ? Hvenær lifðu flestir við mest efni?
Á Davíðstímanum segi ég.
Óskar minn, ég er heldur ekki meðal þeirra sem rótgræddum þar voru margir mér fremri. En ég hef aldrei á minni ævi séð jafnmikla neyslu og uppgang á ÍSlandi eins og árin fyrir hrunið. Og var þetta þá allt ómögulegt bara af því að hefur slegið hressilega í bakseglið núna ?
Halldór Jónsson, 6.12.2009 kl. 21:53
Á kostnað hvers maður ? ? Klíkuskapar, spillingar, óráðssíu, andvaraleysis og heimsku...Enda sjáum við afleiðingarnar í dag..
hilmar jónsson, 6.12.2009 kl. 21:56
Halldór,
Þetta snýst ekki um sekt eða sakleysi heldur pólitísk klókindi. Sjálfstæðismenn gáfu færi á sér fyrir um ári síðan sem leiddi til þess að bæði Geri og Davíð hrökkluðust frá völdum. VG fékk frítt spil og með búsáhaldabyltingunni náðu til fólksins. Pólitík snýst oft meir um tilfinningar en staðreyndir og það skildi Steingrímur en ekki Geir.
Að fólk vilji Davíð aftur segir meir um gæði annarra en hans.
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 22:48
Heilir og sælir; sem fyrr og áður !
Um leið; og ég vil þakka skynsamlega frásögu Hilmars Jónssonar, að þá vil ég ítreka - að hinn mæti verkfræðingur, Halldór Jónsson; fæddist ei, með neina Silfurskeið í munni.
Hann hefir unnið sig upp; fyrir eigin verðleika - en miður kann okkur mörgum að þykja, hversu mikið trúnaðartraust Halldór ber enn, til þeirra Valhallar setuliða, að óverðskulduðu.
En; rétt er að taka fram; Halldór, að það er FRAMLEIÐSLAN, og aftur framleiðslan, til lands og sjávar, sem meginmáli skiptir, að sjálfsögðu - ekki, leikara skapur frjálshyggju gutta allra 4 flokkanna, og viðhlægjenda þeirra.
Með; hinum beztu kveðjum, sem öðrum og fyrri, áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 23:07
Óskar minn, þér mælist vel með framleiðsluna. Þar erum við, ég, þú, Davíð og Geir Haarde sammála.
Svona orðavaðall eins og rennur uppúr þessum hilmari hefur ekkert með stjórnmál að gera. Fólkið treystir Davíð mörgum sinnum betur til að hafa forystu fyrir þjóðinni heldur en öllu vinstra liðinu samanlagt, frá Ólafi forseta, Jóhönnu og niðurúr til Steingríms, Svavars og Indriða. Þetta hefur ekkert að gera hversu djúpt ég er sokkinn í heimskuna. Sjáið bara skoðnankönnunina hér til hliðar á síðunni.
Það birtir aldrei í þjóðlífinu fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn kemur aftur til valda, frjálshyggjann og kapítalisminn ryður því austurþýska módeli af kommúnismanum burtu sem nú ríkir á Íslandi. Það er sama hversu margir kommatittir gala um annað, svona er þetta !
Halldór Jónsson, 6.12.2009 kl. 23:18
Já skoðunarkönnunina..hvernig læt ég.. þetta hlýtur að vera afskaplega áreiðanleg könnun..svona á almennan mælikvarða. Hér inn á þessa síðu kemur auðvitað fólk jafnt úr öllum flokkum..
hilmar jónsson, 6.12.2009 kl. 23:24
Það ætla ég að vona hilmar. Ertu búinn að greiða þínum mönnum atkvæði?
Auðvitað er þetta ekki merkileg könnun á svo fámennri bloggsíðu sem mín er. En ég bendi á að sama kemur út í stærri könnunum sme hafa verið gerðar af Rás2 ofl.
Halldór Jónsson, 6.12.2009 kl. 23:31
Er ekki óvarlegt að stinga upp á því að landinu verði hugsanlega, og ég endurtek hugsanlega, stjórnað úr Eyarsveitinni....? Ekki svo að ég hafi nokkra athugasemd að stjórnarráðið verði staðsett í Grundarfirði.... Það þarf alla vega að fá úr því skorið hver er hugsanlega ekki sekur í Hruni I áður en þeim verður hleypt að kötlunum aftur.
Það voru að hluta afglöp frjálshyggjunnar hvernig fór. Þegar góð uppskera er á akrinum þarf að sjá til þess að hann sé nægilega vel girtur til þess að girðingarnar haldi og hliðin þurfa að vera á réttum stöðum til að hægt sé að hafa stjórn á því sem fer inn og út af akrinum..... Þetta var augljóslega ekki gert í tíð frjálshyggjuríkisstjórnanna og því hrundi þetta allt saman...
Ómar Bjarki Smárason, 7.12.2009 kl. 01:41
Mikil er þín trú, Halldór. Davíð Oddson tók við Reykjavíkurborg, sem sterkríku sveitarfélagi. Skildi við það á kafi í skuldum. Hann og Halldór, studdu nokkra vitleysinga dyggilega í því að setja Ísland á hausinn. Og í rauninn gerði hann Seðlabanka Íslands gjaldþrota. Þetta er snillingur á sinn hátt.
Þórir Kjartansson, 7.12.2009 kl. 07:47
kvóta þig Halldór Jónsson
"
Hilmar minn Jónsson,
á hvaða tíma lýðveldisins gekk þjóinni best ? Hvenær lifðu flestir við mest efni?
Á Davíðstímanum segi ég.
Óskar minn, ég er heldur ekki meðal þeirra sem rótgræddum þar voru margir mér fremri. En ég hef aldrei á minni ævi séð jafnmikla neyslu og uppgang á ÍSlandi eins og árin fyrir hrunið. Og var þetta þá allt ómögulegt bara af því að hefur slegið hressilega í bakseglið núna ?"
Nú gagnrýni ég Steingrím J og hans hyski harðlega en mér dettur þó ekki í hug að lofsyngja Dabba þrjót.
Hvenær bjó fólk við mest efni spyr þú!!
Hefur þú ekki enn þann dag í dag gert þér grein fyrir hvernig svikamyllan gekk fyrir sig? Kallast það að búa við góð efni þegar lánsfé er otað að landsmönnum og þeir settir á skuldaklafa
Og kallast það að þjóðinni hafi gengið hvað best þegar bankastofnanir voru einkavinavæddar og gerðar að glæpafyrirtækjum. Efnahagskerfið blásið óhóflega og óskynsamlega út með þeim afleiðingum sem við horfum uppá í dag.
Þetta er svona svipuð röksemdarfærlsa hjá þér og það að horfa á spikfeitan sjúklegan karlmann á miðjum aldri og fullyrða það að hann hafi nú haft það helv... gott á undanförnum árum. Hann gat jú troðið í sig blessaður en verum ekkert að horfa á sjúkdómseinkennin.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 07:48
Eggert,
Ef ekki væri uppgjöfin í Icesave málinu þá værum við með krónubréfavandann stærstan. Við myndum ráða við hann einan á lengri tíma. Allt hitt er eki tapað, flatskjérinn þinn er á sínum stað osfrv. Kreppuna í heiminum ráðum við ekki við einir. En inní virkinu Íslandi með eigin gjaldmiðil getum við varist.En til þess þurfum við Perikles en ekki Kléon sútara.
Halldór Jónsson, 7.12.2009 kl. 08:14
Alvarleiki málsins er sá Halldór ef þú hefur ekki gert þér þegar grein fyrir því að kreppan hér á íslandi er að mestu leyti heimatilbúin. Og ísland er ekkert virki í dag. Það er ónýtur torfkofi þökk sé íslenskum stjórnmálamönnum hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri. Davíð Oddson og Steingrímur J eru sömu druslurnar í mínum huga þannig að þú standir ekki í þeirri trú að ég sé að verja VG og Samfylkinguna. Því fer fjarri. En að halda því fram að allt hafi verið í sómanum í stjórn sjálfstæðisflokksins og allir hafi haft það svo gott er firra og sögufölsun. Það máttu vita.
ps: Ég á ekki flatskjá - keyri um á skuldlausum bíl - nota ekki yfirdrátt - þannig að vertu ekki að núa mér því um nasir að ég hafi tekið þátt í eyðslufylleríinu og tilbúna góðærinu - ég vissi betur.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 08:39
Og flutti Illugi Gunnarsson ykkur ekki smá-fyrirlestur um G9-selluna í Glitni á stórfundi ,,sjálfstæðismanna" í Kópavogi? Hann á, að sögn kunnugra, að vera vel heima í þeim fræðum.
Annars get ég ekki látið hjá líða, Halldór minn, að hæla þér fyrir lipurð og hugkvæmni í öfugmælaskáldskap. Pistillinn þinn hér að ofan er glæslegt dæmi um vald þitt á þessu vandmeðfarna listformi.
Jóhannes Ragnarsson, 7.12.2009 kl. 14:11
Hvada umraeda er thetta ma eg spurja,eini verdugi politikus okkar nu er ogmundur greyid,og hann getur litid sem ekki neitt samt.
Thetta endar alltaf med ad moka undir eigin rass og sinna,eg mun ekki kjosa nokkurn kjaft aftur heima a islandi,thad er enginn verdugur til,enda engin thorf a ad axla abyrd sidferdid er svo lagt hja thessu skitapakki ollu.
Lifid heil.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.12.2009 kl. 15:36
Já, Ögmundur er einn af þeim heiðarlegustu. Og þeir eru þó nokkrir að mínu viti. Og nokkrir góðir nýjir í stjórnarandstöðu.
Elle_, 7.12.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.