10.12.2009 | 23:27
Framtíð BYR.
Ég gerði mér ferð upp í BYR í Kópavogi til þess að sjá hvort forsíðufréttin í Baugstíðindunum á mánudaginn var hefðu komið af stað áhlaupi á sparisjóðinn. Ég gat ekki séð annað en allt væri með kyrrum kjörum enda yfirlýsing íslenska ríkisins í tíð Geirs Haarde um innistæðitryggingar í gildi ennþá. En ekki lengi, því Steingrímur J. ætlar að vinna skemmdarverk á því trausti almennings sem öðru með því að afnema hana. Þess vegna hafði þessi vaxtalækkun Seðlabanka lítil áhrif þegar hún er samfösuð stórhækkuðum fjármagnstekjuskatti sama manns. En þessi atlaga Baugsveldisins tókst ekki sem betur fer og allt var með kyrrum kjörum. En eitthvað þarf að gera varðandi framtíðina.
Skemmdarverk Steingríms J. og VG mun lengi sjá stað í efnahagslífi þjóðarinnar. Brjálaðar skattahugmyndir, skemmdarverk á hagsmunum Íslands í Kaupmannahöfn, skemmdarverk á orkufrekum framkvæmdum, ríkisvæðing atvinnulífsins, allt eru þetta miklir viðsnúningar frá öllu sem við áður þekktum. Og til viðbótar er Steingrímur höfuðgerandi, með Jóhönnu auðvitað, í því að hneppa þjóðina í óbærilegan skuldavanda með heimskulegum samningnum um Icesave, sem hann og Svavar Gestsson gerðu og ríkisstjórnin undirritaði sem er bindandi og gerður hlutur, hvað svo sem fjasað er um á Alþingi um ríkisábyrgð eða ekki. Skaðinn af Icesave er skeður, við erum komnir í þrældóminn Íslendingar, búnir að vera hvað sem forsetinn eða Indefence fólkið gerir. Það er aðeins hægt að taka Icesave málið upp á pólitískum grundvelli með nýjum samningum. Það verður ekki gert með þeim samningamönnum sem síðast komu að málinu hvað þá núverandi ríkisstjórnarflokkum. Þess eina jákvæða við þeirra stjórnarsetu er það að því lengur sem þeir sitja við völd, þeim mun lengra tímabil mun líða þar til að fólkið kýs aftur yfir sig vinstri stjórn. Síðast höfðum við átján ára hlé frá Steingrími J, næsta verður vonandi ekki styttra. Að því leyti er Steingrímur besti maður Sjálfstæðisflokksins að hann gerir allt sem hann getur til þess að lengja þetta tímabil.
En ég ætlaði að tala um BYR. Vitað er að fyrirtækið er í tröllahöndum. Þar situr stjórn sem að meirihluta tengist fjármálgerningum sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. En í þeim seldu stjórnarmenn verðlausa stofnfjárpappíra til pappírsfélags fyrir fúlgur sem þeir tóku beint úr sjóðum bankans sem þeir áttu að gæta. Litlir bankamenn voru nýlega dæmdir í tukthús fyrir að vinna vinnuna sína og reyna að fegra stöðu bankans sem þeir unnu hjá án þess að taka neitt fyrir það sjálfir. Stórlaxarnir úr bankahruninu og stjórnarmennirnir úr BYR valsa allir keikir um. Einn þeirra ósvífnustu, Bjarni Ármannsson, gerir meira að segja milljarða kröfur í þrotabú gamla Glitnis sem líkindi eru þó meiri fyrir að hann hafi stórskaðað í sinni þýlyndistíð við Jón Ásgeir og þá fósa alla.
Endurskoðandi BYR situr sem fastast eftir að hafa orðið uppvís að gerð ársreiknings fyrir BYR sem stórkostlega hlýtur að hafa fegrað niðurstöðurnar fyrir síðasta aðalfund og þagað um önnur atriði því bankinn var umsvifalaust kominn á hausinn skömmu síðar. Sparisjóðsstjórinn, steig til hliðar svona til að fegra útlitið, en situr bara bakatil og stjórnar í gegnum lögfræðing bankans Jón Finnbogason, þess sama sem úrskurðaði umboð Karenar Millen gilt á síðasta aðalfundi BYR og hélt þar með gömlu klíkunni í stjórnarmeirihluta. Þeim stjórnarmeirihluta treysta fáir almennir stofnfjáreigendur og greinilega ekki Steingrímur J. heldur þar sem ekkert hefur bólað á áhuga á að moka 10 milljörðum inní þennan sjóð þar sem gamla gengið situr þarna allt inni, hvað sem sérstökum saksóknara og rannsóknum hans á viðskiptunum við Exeter líður. Flestir stofnfjáreigendur sem ég hef hitt telja að Það verði að hreins út úr stjórninni í BYR og endurreisa trú og traust á stjórnendum bankans ef sparisjóðahugsjónin á að eiga möguleika á að lifa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er með hreinum ólíkindum, miðað við lög landsins, að þessir sem gerðu árásirnar á Sparisjóðina sem nú heita Byr, gangi enn lausir OG GETI JAFNVEL RIFIÐ KJAFT.
Í alvöru þjóðfélögum væru þeir allir með tölu komnir í grjótið og búið að taka af þeim þýfið (fyrirfram greiddan arð) með rentu.
En hér eru bara lyddur við völd, sama úr hvaða flokki þeir koma.
Svo eru LÍjúgararnir, sem hafa ,,hagrætt" svo mikið í ,,greininni" að allt er í bólakafi í skuldum en þeir með tölu ríkir menn.
Sömu LÍjúgarar eru að bjóða gjaldeyri í brask og svikamyllur, svo mjög, að talið er nema um það bil virði als Þorsks sem veiddur er við landið. Sömu þjófarnir halda innblásnar ræður á Landsfundum um, hvað þeir eru önnum kafnir við vinnu --allt í þágu þjóðarinnar.
Manni fer að flökra enn meir af þessu liði öllu saman.
Ef þetta eru vinir þjóðarinnar, þurfum við ekki óvini.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 11.12.2009 kl. 08:39
Úrræðaleysi og hægagangur í íslensku réttarkerfi er náttúrulega alveg óþolandi og að þessir fjárglæframenn skuli allir ganga lausir, vafalaust haldandi leik sínum áfram eins og ekkert hafi í skorist og það þarf ekki að koma á óvart þó þeir verið séu orðnir eða á leiðinni að verða stærstu eigendur bankanna aftur með dyggri aðstoð ríksstjórnarflokka og skilanefnda. Markmið og tilgangur "skilanefndanna" var kannski alltaf að skila þjófunum þýfinu aftur....?
Ómar Bjarki Smárason, 12.12.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Ég hef reynt að fá undirtektir við það að almennum stofnfjáreigendum í BYR verði veitt lán til að kaupa aukið stofnfé í BYR á sömu kjörum og VBS og Saga Capital fengu til að redda sér. Þá gætu stofnfjáreigendur hugsanlega safnað liði til að styrkja BYR án aðkomu ríkisins. En auðvitað eru þeir hremmdir eftir síðustu orrustur og ófúsir til nýrra átaka eins og sveitungar Þórðar kakala urðu. Vandamálið í BYR er hinsvegar hvernig stórir óprúttnir aðilar hafa traðkað á sparisjóðahugsjóninni og notað illa fengin völd sín til að ræna BYR og rupla með þeim afleiðingum að hann situr stórskaddaður eftir. Og það sem verra er að þeir krókarnir fá að valsa ennþá með völdin þrátt fyrir tengsli sín við fjársvik af miklu umfangi. Ætli ríkissjóður hugsi sér að þeim verði afhentir 11 milljarðar og þeir fái bara áfram að leika lausum hala, sparisjóðsstjórinn, endurskoðandinn og allt það? Af hverju ekki að setja þarna inn alvöru bankamann sem fólk getur treyst ?
Þó að ríkisbankarnir séu löngu búnir að hirða stofnfjárbréfin í BYR af stórlöxunum í veðköllum þá halda þeir áfram með atkvæðisrétti sína eins og ekkert hafi í skorist og greiða sjálfsagt atkvæði á næsta fundi samkvæmt því. Litlu mennirnir eru að verða uppgefnir á þessu ástandi þó að þeir hafi haldið áfram að veita viðnám í Exeter málinu og jafnvel uppskorið hótanir um lögreglukærur frá lögfræðingi gangsteranna fyrir.
Stofnfjáreigendur eiga sér sparisjóðahugsjónina fyrir draum. Þeir vilja að BYR lifi. En þeir vilja tryggja að krókarnir yfirgefi musterið svo að fyrirtækið verði hafið upp yfir allan vafa og verði heiðarlegt og trúverðugt fyrirtæki aftur. En það er eins og að Steingrímur J. hafi ekki neinn áhuga á öðru en ríkisvæðingu eða lokun. Annað skilur hann auðvitað ekki. Því er ekki mikil von til þess að BYR verði endurreistur til þess hlutverks sem hann átti að vera, banki og vinur fólksins sem átti hann, ekki spilaborð víxlaranna í musterinu. Það þarf að stinga út.
Þá getur BYR átt framtíð.