Leita í fréttum mbl.is

Svona raða kommarnir á jöturnar.

Kommúnistinn Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, skipar nýjan  landlækni. Geir Gunnlaugsson. María Heimisdóttir, yfirlæknir á hag- og upplýsingasviði Landspítala, er sögð hafa fengið mun hærri einkunn  matsefndar. Geir mun hinsvegar vera skoðanalega meir að skapi ráðherrans.

Merkilegt ef feministunum finnst ekkert um þetta. Því venjulega er það talið brot á jafnréttislögum ef  karl er skipaður þegar kona sækir um.

Kommúnistar í Tékkóslóvakíu undirbjuggu byltingu sína lengi með því að raða liði sínu á allar jötur. Svo sviku þeir ættjörðina allir í einu þegar kallið kom.

Þetta er bara eitt dæmið í löngu ferli. Þjóðfélagið skal gegnsýrt af jábræðrum með öllum ráðum. Íhaldið kemst ekki með tærnar sem þeir réttrúuðu hafa hælana. Svona raða kommarnir allir sem einn á jöturnar í ákveðnum tilgangi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Reyndar er ég hissa að það skuli ekki hafa verð valinn skurðlæknir í þetta embætti að þessu sinni, því væntanlega reynir mest á hæfnina til að "skera" og skera grimmt....

Ómar Bjarki Smárason, 2.1.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Elle_

Skeflilega stórhættulegt fólk.

Elle_, 3.1.2010 kl. 03:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Held að Geir Gunnlaugsson hafi kynnst vanþróuðum þjóðum sem gæti komið að góðum notum eftir lottó-ævintýri síðustu ára hér á Íslandi. Það er nauðsynlegt að tjalda þerri reynslu sem til er nú á vanþróaða skerinu okkar.

Við skulum ekki með hrokafullum yfirlýsingum vanmeta hæfni þeirra sem þekkja lífið frá mörgum mismunandi sjónarhornum þessarar veraldar af eigin reynslu. Ég  tel mig alla vega  ekki hafa efni á slíkum stóryrðum í þessu máli. Ætla alla vega að gefa honum séns. Er hann kannski ekki í sjálfsæðisflokknum og það sé vandi?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.1.2010 kl. 00:56

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kona landlæknisins er föðursystir Ásmundar Daða þingmanns VG svo að þar hafa menn hæfileikamatið á hreinu.

Halldór Jónsson, 4.1.2010 kl. 11:09

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Ég var nú að meina áhuga og reynslu hans af að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Þess vegna vil ég gefa honum séns. Þekki hann ekki persónulega og ekki hvar í flokki hann er, en bara þennan áhuga á að hjálpa þar sem hjálpar er þörf. Það er grunnurinn að minni skoðun.

Ef hann reynist ekki sanngjarn og velviljaður víðsýnismaður í starfinu skal ég verða fljót til að gagnrýna það, því ég hef svo sannarlega mikið um heilbrigðismál að segja. Það verður að hætta að gefa fólki sénsa á Íslandi út á ættar og flokka-tengsl og fara að láta alla vinna heiðarlega fyrir kaupinu sínu. M.b.kv. Anna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.1.2010 kl. 18:22

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Anna mín, ég þekki manninn ekkert. Heyrði bara að annar hefði verið talinn hærri í einkunn. Vel má vera að hann sé langbestur samt þó að hann tengist Ásmundi bónda.

Halldór Jónsson, 4.1.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband