Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Nú er það svart maður !

 

Ég hef verið skammaður fyrir að hafa ekkert á bloggsíðunni vikum saman nema þessa fyrirsögn um "Harðlyndu Hönnu" . Þetta nafn fer auðvitað í taugarnar á góðum sjöllum og ég er kominn þessvegna með móral, þar sem hún auðvitað hefur glansað blessunin í ráðhúsinu og verið  hin ljúfasta.  .Að minnsta kosti þangað til núna. !

  

Nú hélt ég í minni fáfræði, að hefði riðið á að semja um sem minnstar  kauphækkanir og verðlagshækkanir til þess að reyna að ná niður verðbólgunni sem allra mest og reyna að vinna þjóðina útúr vandanum. Það hefur átt sér stað kjaraskerðing,  sem ekki er hægt að ná til baka strax með allsherjarhækkun launa í landinu.   Því miður er raunhæfa eina vonin samstillt átak launþega, vinnuveitenda og ríkisvaldsins. En Einar Oddur og Guðmundur Jaki eru ekki lengur meðal vor heldur fólk af öðrum kaliber.  

 

Víglundur Þorsteinsson sagði nýlega í sínum ágætu greinum, að við hefðum aðeins um að velja erfiðleika með verðbólgu eða erfiðleika án verðbólgu.  Því miður er þetta satt og rétt.Við getum ráðið því sjálf að mestu hvernig við förum útúr þessu ástandi..  Það vill bara enginn viðurkenna þetta upphátt þó að allir viti þetta innst inni.

Einmitt við þessar viðkvæmu  aðstæður ríður Árni Mathiesen fjármálaráðherra á vaðið og semur við ljósmæður um 21 % hækkun.  Svo kemur  harðlynda Hanna með sitt margvalalið og hækkar Orkuveitugjaldskrána  um 11 %, ofan í það að ráðherrarnir höfðu nýfengið hækkun launa afturvirkt til júní s.l.!  

 

Og flestir kjarasamningar lausir, samdráttur í rafiðnaði sem öðru, bankarnir á hausnum, kauphallarviðskiptin í rúst  og yfirleitt allt á hraðri ferð til andskotans.  Þetta er stórkostleg  frammistaða við þessar aðstæður og pólitísk tímasetning auðvitað frábær.  Virðing mín  fyrir stjórnmálaleiðtogum mínum er í stórhættu  þegar ég er kominn á þessar gamalkunnu slóðir, þar  sem ég þjáðist á flest mín manndómsár. Ég er farinn að halda að vizkunni seú engin takmörk sett  í stjórnmálalífi þessarar þjóðar, sem nú virðist hugsa  mest um að hætta að vera þjóð og verða annexía innflytjenda og evrópubandalagsins.

 

Það þarf ekki lengi að veifa rauðri dulu framan í mannýg naut til þess að þau fari að bölva og róta með klaufunum.  Það rumdi duglega  í Guðmundi "bolsjevíkk" sem ég svo kalla stundum í gamni mínu vegna þess hversu skemmtilega skeleggur og byltingasinnaður hann er,    þegar hann sagði að þessar tölur yrðu auðvitað þær sem hann myndi nota í kjaraviðræðunum framundan. Kauphækkanirnar yrðu einhversstaðar á milli þessara talna. Og “læknirarnir” ætla sko ekki að nota aðrar tölur en ljósmæðurnar fengu. Svo koma auðvitað vanmetnir kennararar, sjúkraliðar, lögregluþjónar  og allt gengið.

 

 Ég held að ríkisstjórnin ætti bara að setja lög strax um 20 % kauphækkun til allra strax ef menn samþykktu að spara þessar væntanlegu kjaraviðræðuleiksýningar í karphúsinu,  verkfallasenur og  fjöldauppsagnir. Þá getum við reiknað út verðbólguna strax og tilkynnt um hvað gengið verður á næsta ári.  Ég held að þjóðin hafi sjaldan grætt svo mikið í afkáraleikhúsinu til þessa, að ekki sé  óþarfi  að færa aftur upp þessi gömlu stykki með nýjum leikendum og nýjum ríkissáttasemjara þegar handritið er óbreytt. Við þekkjum  endirinn  fyrirfram og því óþarfi að velkjast í vafa með áhyggjur af hvert við förum í kaffi eftir sýninguna .

 

Þetta er eitthvað í þessa veru sem framtíðin blasir við mér sem áhorfanda á aftasta bekk. Ég hef auðvitað engin áhrif á neitt sem fram fer á sviðinu.  Það stefnir þar í efnahagslegt sjálfsmorð  hjá íslenzku þjóðinni. Mér finnst hinsvegar ljóst,  að það  eru þessir framantöldu  aðilar,  sem eru að hleypa nautinu lausu inní glervörubúðina. Nú byrjar atgangurinn og ég má aðeins klappa eða þegja.  Kannske get ég  huggað mig við það  að við verðum kannske kosnir í Öryggisráðið og það að Ísland er komið efst á óskalistann hjá Búlgörum og Rúmenum sem land hinna gullnu tækifæra. 

 

Ég man þá tíð glöggt þegar vinstristjórn Ólafs Jóhannessonar  veitti landslýð frumgjöf sína . 10  % kauphækkun og 10 % styttingu vinnuvikunnar yfir línuna árið 1971.  Það tók þjóðina 20 ár, mörg verkföll og fjögurhundruðprósenta taxtahækkanir til þess að fá þá raunkjararýrnun fram, sem neyddi verkalýðshreyfinguna að borðinu hjá Einari Oddi árið 1990 til þess að reyna  að komast útúr þessu fari.  Vinna á verðbólgunni og reyna að ná fram kjarabótum hægar en örugglega. Það tókst með tilstyrk hinna vitrari manna. Það kostaði það að það varð að taka af BHM nýfengnar krónuhækkanir og margir urðu að sitja á strák sínum. En síðan lá leiðin hægt og rólega uppá við  þangað til núna, að ný kynslóð ofurhuga hefur tekið völdin. Lítilsháttar kaupmáttarlækkun ætlar að hleypa öllu í bál og brand. Og eins og önnur stríð byrjar allt með einu skoti sem nú hefur verið hleypt af. 

 

Nú hafa allir greinilega gleymt öllu því sem áður var kunnað. Mér er  sem ég sjái þau dansa vals á verðbólguballinu ,þau harðlyndu" Hönnu og  Guðmund "bolsjevikk". “Læknirabandið”  leikur  undir söng Árna Mathiesen í  Seðlabankakantötunni “Það er allt á floti allstaðar “ meðan ljósmæðurnar  dansa go-go á baksviðinu.  

 

Kannske batna okkur  líka  best  verðbólguverkirnir, með því að þynna þetta þjóðlega þrjóskublóð með blöndun við barbaraþjóðir .Bænasöngl frá mínarettum borgarinnar blandast við klukknahljóminn úr kirkjunum á kyrrum kvöldum.  Öryggisráðið á að vera öruggt skjól fyrir slíka afburðaþjóð.

 

  

 

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband