Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Niðurgreiðum atvinnuleysi í A-Evrópu.

Útlendingar, sem voru farnir af landinu þegar atvinnuleysið fór að vaxa, eru að koma aftur í stórum stíl. Þeir lenda í því að fá heldur ekki vinnu í heimalandinu. Bæturnar eru svo miklu betri hér að valið er einfalt. Maður velur aðeins það besta ! Enda heyrist lítið í Alþjóðahúsinu um þessar mundir.

Einu sinni var safnað gulli á Íslandi til þess að reisa Marteini Lúter minnismerki í Worms í Þýzkalandi. Það sama ár svalt fólk til bana á Íslandi.

Nú erum við búin að finna út að það borgi sig betur að byggja tónlistarhús með glerkápu utanum sem 200 innfluttir Kínverjar reisa og bora göng undir Vaðlaheiði með stórvirkum vinnuvélum heldur en að tvöfalda Suðurlandsveg, sem mætti moka mikið með handskóflum þess vegna. En svo merkilegt sem það er þá eru vinnuvélar oftlega aðeins afgerandi ofjarlar ódýrs mannafls hvað vinnuhraða snertir við valdar  aðstæður.

Það er oft kvartað yfir litlum afköstum Íslendinga við þróunarhjálp. Nú erum við þó að bæta okkur. Við niðurgreiðum atvinnuleysið hjá vanþróuðum þjóðum í A.-Evrópu.   

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband