Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Er sigur Svandísar sigur Íslands ?

Ástæða er til að óska Svandísi Svavarsdóttur til hamingju með þann árangur að koma í veg fyrir virkjanir í neðri Þjórsá. Henni hefur þar með tekist að tefja fyrir möguleikum Íslendinga til þess að komast upp úr öldudalnum með erlendri fjárfestingu í orkufrekum iðnað. Til dæmis álveri í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík. Hún er skörp hún Svandís að átta sig á þessum möguleika eftir að hafa legið yfir honum í heilt ár meðan við hin glímdum við afrek föður hennar í Icesave-samningunum.Jafnvel gleymdum afrekum Jóns Ásgeirs og Ólafs Ólafssonar á meðan.

Einn flokksbróðir hennar leiðir líka rök að því að lokun álversins í Straumsvík sé besti virkjunarkostur Íslendinga og við getum nýtt lausa kerskálana sem gagnaver í staðinn. Mér þætti ekki ólíklegt að Svandís væri mjög opin fyrir góðum hugmyndum af þessu tagi.

Á meðan þjóðinni blæðir út er ekki ónýtt að kjósa til valda fólk sem hefur hugmyndir og þor til að framfylgja hugsjónum sínum. Svandís má þó ekki gleyma því að þessar tafir gera Samfylkingunni greiðara með að telja Íslendingum trú um að þeim séu allar aðrar bjargir bannaðar en að ganga í Evrópusambandið. 

Er sigur Svandísar sigur Íslands ?


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband