Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Óforritaður Árvakur

berst fyrir lífinu skv.fréttum. Góðu tíðindin eru að það örlar fyrir von um að þrengingum Morgunblaðsins sé að ljúka. Ekki er að efa að aðkoma Davíðs Oddssonar að blaðinu skipti sköpum. Undir síðasta ritstjóra og efnistökum stefndi blaðið lóðbeint á hausinn.Hver nennti að lesa endalausar endursagnir úr Fréttablaðinu upprunnar í kratisma Samfylkingarinnar? Og ritstjórinn þar áður var beggja handa járn í pólitík eins og elstu menn muna.

Undir stjórn Davíðs Oddssonar og fyrir störf frábærra blaðamanna er Morgunblaðið orðinn eini óforritaði fjölmiðill landsins. " Mogginn lýgur ekki " var sagt í gamla daga og nú vita landsmenn aftur hvar helst er að leita óvilhallra frétta.Enda er Davíð Oddsson sá maður sem mesta trausts nýtur af öllum íslenskum stjórnmálamönum, sbr. könnun mína hér til hliðar á síðunni.Og menn skulu muna að hann er ekki formaður Sjálfstæðisflokksins lengur og getur því talað frjálst um málefni hans eins og annarra flokka.

Morgunblaðið á undir högg að sækja á auglýsingamarkaði, þar sem voldugar viðskiptablakkir sniðganga það, Það eru því áskrifendurnir sem eru ennþá bakbein blaðsins. Og Netmiðillinn Mbl.is er líka ómetanlegur fyrir almenning hvort sem hann græðir eða ekki. Við frjálshyggjumenn þurfum að styrkja Morgunblaðið með áskrift okkar um þessar mundir, á meðan ritstjórnarstefnan er með núverandi hætti. Hugsið ykkur hvernig færi fyrir frjálsri hugsun í landinu ef Morgunblaðsins í núverandi mynd nyti ekki við gegn blekkingarstefnu stjórnvalda og embættakerfisins?

Ef okkur almenningi bærust aðeins forritaðar fréttir úr öllum hinum fjölmiðlunumá yrði leiðin upp úr öldudalnum lengri en hún væntalega verður fyrir fólk með óforritaðar fréttir og upplýsingar Morgunblaðsins.

Áfram Árvakur!


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418430

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband