Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
5.5.2012 | 08:21
ESB-heppni Spalar
er eins og himnasending í þessu kreppulandi þar sem endalaust er hægt að skrúfa og kreista þrautpíndan lýðinn.
Nú þegar Spölur er að nálgast enda þess tímabils sem maður hélt að hann hefði til að klára að greiða lánin sín og afhenda þjóðinni göngin eins og þá var talað, þá kemur ESB með þá himnasendingu að ekki megi gefa nema 13 % afslátt af veggjöldum. En 70 % veggjalda í Hvalfjarðargöng eru á miklu meiri afslætti en það. Mikill minnihluti borgar fullt gjald hvað þá mínus 13%. Nú má græða og leggja í kistur fyrir t.d.nýjum göngum.
"Gaman, gaman,sendu meiti peninga" setti Tolli í skeytið til yfirboðarans eftir fyrsta kvöldið í Kjöben. Allir sem segjast vera á móti ESB eru ávallt reiðubúnir að skjóta sér á bak við tilskipanir sambandsins ef þær geta gagnast til að snúa upp á náungann. Sorrí-Stina !, þú verður að borga meira vegma ESB. RARIK-Orkusalan, Orkuveita Reykjavíkur,Seðlabankinn-Fjármálaeftirlitið,Olíufélögin, Bankarnir, Sýslumenn,Eftirlitisiðnaðurinn, Flugmálastjórn, Spölur. Allir geta notað þessa dásemd ESB sem þjóðin vill ekki til að skrúfa náungann og skrúfa. Bara ekki ég og aðrir aumingjar þessa lands.
Heppni fyrir þetta þotulið að geta skotið sér á bak við hana ESB-frænku.
3.5.2012 | 21:02
Vegarykið
sem var á öllum vegum landsins í gamla daga hefur minnkað með tilkomu olíumalarinnar á flestum vegum út um landið. Ýmsir fáfarnir vegir hafa fengið slitlag meðan aðrir bíða. Hvaða lögmál ræður geta menn dundað við að skýra, en líklega hefur þingmannadugnaður og atkvæðamisvægið eitthvað að segja.
Ég bý að hluta við Bræðratunguveg frá gömlu Tungufljótsbrú að nýja Flúðaveginum. Þessi spotti er mikið keyrður og hvenær sem er þurrt þá stíga rykmekkrinir til himins eins og í gamla daga og leggja sig yfir ferðamannaáninguna við Faxa.
Ég leitaði svara hjá Vegagerðinni hvort þetta gæti borgað sig að sjá allan ofaníburðinn hreinsast af veginum með þessum hætti þegar þurrt er og þegar rignir kemur þvottabretti svo hart að rútur geta ekki keyrt veginn. Ég gæti alveg verið rólegur var svarið, þetta hefur ekkert að gera með skynsemi. Peningaleysið og niðurskurðurinn væri orsökin
Ég fékk þær upplýsingar að þessi spotti minn yrði líkast til ekki lagfærður á minni lífstíð. Slíkt væri peningaleysið og niðurskurðurinn. Voila.
Rykbinding var mér sagt kostar 3 tonn af salti á kílómetrann og svo vinnan til viðbótar. Þó endingin sé varla nema 1-2 mánuðir, þá væri þetta þó skárra yfir blásumarið á þessum stað.Kostnaður yrði kannski hálfmilljón á kílómetrann yfir sumarið. Heflun og stöðugur ofaníburður á þenna veg hlýtur að kosta talsvert á hverju ári sem kæmi til móts við þetta.
Alvöru Klæðning á vegi kostar hinsvegar 10 sinnum meira. En dugir þá mörg ár væntanlega og kostar 5-6 milljónir á kílómetrann.
Ættu Íslendingar ekki að setja skyldubúnað í alla bíla sem skuldfæra fyrir aðgang að öllum jarðgöngum landsins þegar þau eru keyrð? Þá má leggja niður hliðið í Hvalfjarðargöngum og rukka fyrir Héðinsfjarðargöng, Vestfjarðargöng, Norðfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng. Sáraeinfaldur og ódýr búnaður eins og SunPass í Ameríku skuldfærir smáupphæð fyrir hverja notkun á Visakortið. Í staðinn fá menn vegabætur og jarðgöng fyrr en ella.
Af hverju má þá ekki reyna eitthvað nýtt? SunPass kerfið getur meira að segja hleypt tilteknum Framsóknarmönnum og öðrum minnihlutahópum í útrýmingarhættu gratís í gegn ef menn telja það nauðsynlegt. En "Grimsby-lýðurinn" verði látinn borga eins og fyrri dagnn og standa undir framkvæmdunum.
Annars hafa menn bara vegarykið áfram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.5.2012 | 07:00
Skíthrædd !
eru þau greinilega orðin skötuhjúin Steingrímur J. og Jóhanna að Landsdómur verði notaður á þau sjálf þegar þau fara frá. Ekki er að efa að hægt er að semja langa syndalista á Steingrím að minnsta kosti sem hann getur dundað sér við afneita næstu árin. Honum er ekki vandara um en Geir Haarde. nema sakir á Steingrím eru knallharðar staðreyndir í krónum og aurum en ekki huglægt mat eins og í tilfelli Geirs.
Nú ganga allskyns ráðstefnur, fundir og ályktanir um það að rétt sé að leggja Landsdóm niður úr því að búið er að brúka hann á íhaldið. Þessi furðulegi saksóknari Alþingis gengur um og skammar dómendurna fyrir að hafa ekki réttað betur og harðar yfir Geir.
Margt finnst mér benda til þess að þetta sé skipulagður áróður af hálfu skötuhjúanna Jóhönnu og Steingríms til að snúa upp á réttarkerfi landsins sér í hag þegar þægilegir þingmenn verða ekki lengur til að passa þau.
Þau eru greinilega skithrædd um að búmerangið geti komið í andlit þeirra sem köstuðu því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2012 | 21:07
Örvita Alþingi
er það sem manni finnst blasa við þegar maður horfir agndofa á aðfarir vinstri meirihlutans á Alþingi.
Nú er fimbulfambað um gerbyltingu á stjórnaráði Íslands, Það á ekki að fækka opinberum starfsmönnum eða spara í einu eða neinu: Allt verður við það sama og í húsakosti og hefðartildri. Það er verið að búa til ný nafnspjöld á hurðir og hús og flækja skipurit sem hafa þá einu afleiðingu að enn færri vita hvað á að gera og ótal tækifæri skapast til að vísa málum fram og til baka án afgreiðslu. Og þótti þó mörgum ærin ruglandin fyrir.
Svo er eytt tímanum í breytingar á fiskveiðistjórnun sem allir aðspurðir hafa sagt að séu hrein vitleysa í besta falli og óundirbúin. Og svo á að setja á þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningarnar um stjórnarskrá í haust sem hver viti borinn maður sem skoðað hefur finnast þær út í hött og ósvaranlegar hvað þá brúklegar til nokkurs hlutar fyrir þjóðina. Vanti stjórnarskrárbreytingar er það Alþingis að setja þær fram. Þetta búsáhaldabyltingarþing var hinsvegar gersamlega ófært um slíkar athafnir og lét það því í undirverktöku útí bæ.
Það er eins og þetta Alþingi sé að keppast við að setja lög og reglur útí bláinn eins og allri sögu þjóðarinnar verði lokið þegar valdatíma þess lýkur á næsta ári. Hitler hélt líka í byrginu sínu 1945 að saga þýsku þjóðarinnar væri á enda og gaf út skipanir í samræmi við það sem menn brosa skiljanlega að í dag.
Það verður verk sem bíður nýs fólks og nýs Alþingis að sópa vitleysunni sem runnið hefur frá þessu aumasta Alþingi lýðveldisins útaf borðinu og byrja upp á nýtt á raunhæfum ráðstöfunum.
Fjögur ár í framarasókn þjóðarinnar eru farin í vaskinn og fjármunum hefur verið brennt í dellur og drauma örvita fólks sem ætlar að gerbylta Íslandssögunni á þeirri örskotssund sem það situr á þessu örvita Alþingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 09:25
Hversvegna þjóð?
hefði manni kannski getað dottið í hug að spyrja sig þegar Egill Helgason fékk Manuel Hinds til að taka undir með sér að rakka niður íslensku krónuna. Ísland væri svoddan örþjóð með örmynt og greiddi þessvegna hærri vexti en aðrir. Þessi örþjóð sem kemst fyrir í einni blokk á Manhattan og leiðari Morgunblaðsins gerir að umtali í dag á snilldarlegan hátt.
Vissulega getur umræðustjóri ríkisins hann Egill Helgason fengið marga viðmælendur sína, bæði "vitleysinga og hagfræðinga" til að undirstrika skoðun sína á smæð Íslendinga og nauðsyn alþjóðavæðingar. En ætti hann þá ekki sjálfur að hætta með Kiljuþáttinn sinn um leið?. Því hvað hefur örþjóð að gera með eigið mál og bókmenntir þegar allir kunna ensku?
Hjá þjóðinni gengur önnur síbylja sem er orðin næsta þreytandi þó að Agli sé ekki einum um að kenna. Er þessi sífelllda vaxtaumræða ekki farin að tröllríða þessi þjóðfélagi? Það er eins og öll tilveran snúist um að taka lán á lán ofan og stynja svo þegar á að borga til baka? Öllu máli skipti hver sé vaxatprósentan á lánunum? Örlán, hraðpeningar, íbúðalán, Visa-raðgreiðslur, Lán og aftur lán. Ekki hvort greiddir séu vextir á sparnað? Enginn virðist sjá samhengið í því að erlendir peningar streymdu til landsins í hávexti Seðlabankans og núverandi hættu á að þeir vilji fara til baka í alþjóðlega vaxtaleysið? Af hverju komu þeir hingað? Hvað þarf til að fá þá vera um kyrrt?
Heill söfnuður manna undir sjálfskipuðum kórstjórum hrópar á verðtrygginguna burt. Kórinn veltir ekki fyrir sér hvaðan peningar eiga að koma. Þetta fólk ætti hugsanlega að lesa bók eftir Njál Ferguson um tilurð peninganna. Það myndi þá frekar gera sér grein fyrir því hver vilji lána þeim sína peninga án þess að eiga von í að fá þá til baka og hversvegna.
Það hrópar ekkert af þessu fólks um það hvernig eigi að verðtryggja sparnað svo að eitthvað fé myndist i sjóðum. En án sparnaðar einhverra er ekkert hægt að lána út. Og af hverju eiga sparendur skilyrðislaust að tapa? Jú Murphy segir það í lögmálum sínum að það sé siðlaust að láta bjálfa halda fé sínu. Og Murphy hefur yfirleitt rétt fyrir sér.
Júlíus Björnsson subprimelánagúrú og Jón Magnússon í verðtryggingarkórnum eru löngu búnir að reikna ú hvernig hægt sé að lána peninga þannig að þeir tapist hratt og örugglega og íþyngi ekki lántakendum um of. Júlíus skilur það hinsvegar betur en Jón að allur peningur heimsins rýrnar eftir ákveðnu lögmáli hvort sem hann heitir króna, pund eða dollari og það hefur áhrif á lánskjör. Til dæmis hefur dollarinn tapað sem nemur 85 centum af sér síðan Nixon afnam gulltrygginguna fyrir margt löngu. Og 98 centum af dollara Roosewelts.
Örþjóð, með örmál, og örkrónu. Af hverju á hún ekki bara að leggja niður tunguna, bókmenntirnar og krónuna, friða hvalinn og refinn og ganga í ESB ?
Hversvegna erum við að reyna að vera þjóð?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2012 | 08:14
Hvað er kvartmilljarður?
milli vina?
Nokkrir hinna vitlausustu þingmanna sem setið hafa á Alþingi á lýðveldistímanum hafa nú sameinast um að leggja Sjórnlagaráðstillögurnar í ráðgefandi þjóðaratkvæði 20. október. Kostnaðinn áætla þeir 250 milljónir. Þá hefur ekki verið tekið tillit til pí-faktorsins, sem er margföldunarstuðull á allar fjárhagsáætlanir þingmanna af vinstra vængnum.
Sjálfsagt finnst þessu liði þessi fjárhæð lítil miðað við þann árangur sem þeir telja sig ná fram. Sem er gersamlega hulinn venjulegu fólki enda kynntar spurningar svo margræðar og órökréttar að enginn árangur verður af þessu brölti.
Þingmenn stjórnarandstöðu vinna því vel fyrir þjóðina með því að koma í veg fyrir þessi áform með filibuster ef með þarf. Enda er ekki ólíklegt að velvilji Jóhönnu sé tryggur í þessu máli þar sem þetta er greiðsla hennar til Hreyfingarinnar fyrir stuðninginn. Og bros hennar mun verða sem hjá Goðmundi á Glæsivöllum þegar Þór Saaari furðar sig á hvað illa gangi að koma málinu hans fram eins og fyrri daginn. En hans mál er ekki hægt að selja á uppboði eins og mál Jóhönnu. Lincoln sagði að það væri hægt að plata marga oft en aldrei alla alltaf. Nóg um það.
20. október! Kvartmilljarður í kosningabaráttu? Þá verður farið að hilla verulega undir betri tíð með blóm í haga hjá þessari þjóð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko