Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014
31.8.2014 | 09:50
Nýr ritstjóri Samfylkingarinnar
hefur tekið við á Fréttablaðinu. Hann byrjar auðvitað á að krefjast afsagnar Hönnu Birnu. Síðan stillir hann sér upp til hliðar við stórar myndir af Hönnu Birnu og Hannesi Hólmstein og ræðst á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir væntanlegar skattahækkanir. Svo stillir hann upp á forsíðu að 2/3 Samfylkingarinnar í landinu krefjist afsagnar Hönnu Birnu. Og með þessu fylgir svo leiðari til þeirra sem kynnu ennþá að efast um sannleiksgildi Fréttablaðsins áminningu um að trúa enn heitara og segir svo:
"...Þegar skipt er um ritstjóra á fjölmiðli vill oft verða mikil umfjöllun um það. Alls kyns kenningar myndast. Ástæðurnar geta hins vegar verið margar og ólíkar, sem liggja að baki ákvörðun eigenda eða stjórnenda fjölmiðlafyrirtækja þegar ákveðið er að gera breytingar á fyrirtækjunum. Stundum gerist það að afkastamiklir skipstjórar og ágætlega fisknir eru látnir fara. Ástæður þess geta verið margar. Kannski fer viðkomandi ekki nægilega vel með skip eða veiðarfæri eða eitthvað annað. Já, ástæðurnar eru ekki alltaf augljósar þegar ákveðið er að skipta um stjórnendur.
Liðna daga hefur á sumum stöðum verið látið að því liggja að á fréttastofu 365 séu óeðlileg afskipti af ritstjórninni. Vilji einhver, eigandi eða annar, hafa áhrif á fréttir eða fréttamenn þarf margt að gerast. Og til að það geti gerst þarf mikið að láta undan. Sumt af því er óhagganlegt, en það er sómi og æra fólks. Fólks sem í þessu tilfelli mætir daglega til vinnu sinnar með sín eigin viðmið, sinn eigin sóma og sinn eigin huga.
Eftir að hafa starfað með þessu ágæta fólki í nokkra daga, talað við það og hlustað á hvað það hefur að segja um faglegt mat þess á blaða- og fréttamennsku er ég sannfærður um eitt, og það er það að hlustendur, áhorfendur og lesendur Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hafa ekkert að óttast. Hér starfar heilt og gott fólk sem tekur starf sitt alvarlega. Fólk með sóma og sannfæringu og það er ekki hægt að svíkja eigin sannfæringu. Það er bara ekki hægt. "
Hefði Ari fróði gert þetta betur?
Maður veltir fyrir sér hvort mikil verði aðsókn hægri manna í hlutlausa Sprengisandsþætti ritstjórans eftirleiðis?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2014 | 10:11
Múhameð
er nú algengasta karlmannsnafn í Ósló með um 4800 einstaklinga sem svo heita og er þar með komið fram úr norsku strákunum, þeim Jan og Per. Í Reykjavík er aðeins eitt nafn sem upp kemur á ja.is sé eftir því leitað.
Samtök múslímskra mæðra í Ósló eru að fara að opna múslímskan grunnskóla fyrir 200 börn þar sem kennd verða íslömsk fræði og siðir. Þær telja ekki gott að sín börn umgangist norsk börn í almennum skólum mótsett við vilja norskra skólayfirvalda. Þegar er fyrir hendi múslímskur leikskóli í Noregi rekinn af þessum mæðrasamtökum en til þessa hefur ekki verið rekinn grunnskóli.
Í Rotherham eru uppeldissiðir Pakistana til umræðu en þeir hafa viðgengist þar í 33 ár eftir að þeir fengu frið til að stjórna sínum skólamálum sjálfir. Ég er að vísu ekki vel kunnugur hugtakinu fjölmenning en hugsanlega er þarna eitthvað á ferðinni sem henni tengist. Því er borið við af þeim fullltrúum yfirvalda í Rotherham að þeim hafi staðið slík ógn af Pakistönunum að þeir hafi kosið að sjá ekki né heyra þó þeim væri kunnugt um misferlið. Manni er líka sagt að til séu hverfi í Malmö þar sem lögregla og slökkvilið veigri sér við að fara inn í af sömu ástæðum. Slíkt getur auðvitað aldrei gerst hér á landi eða hvað?
Skyggnist maður fram í tímann getur maður ímyndað sér að borgarastyrjaldir geti hafist á Vesturlöndum á þessari öld. Að því geti rekið að múslímar verði settir um borð í skip og sem verði rennt upp í fjörur framandi landa. Það verði talið mannúðlegra en annað. Enoch Powell vildi kaupa innflytjendur í brott frá Bretlandi. Allt slíkt munu mín augu aldrei sjá sem betur fer og "enginn villist af vegi , þótt Vandræðaskáldið deyi" segir í kvæði Davíðs.
Vandræðin af múslímskum innflytjendum til Vesturlanda fara hinsvegar ekki og allra síst þau sem verið er að leggja hornsteina að í dag með fjöldainnflutningi slíks fólks. Svo virðist að fari fjöldi slíkra sérstakra innflytjenda yfir eitthvað ákveðið þrep, þá virðist það leiða til samþjöppunar vandamálanna sem þá snúast frá hinu góða og jákvæða yfir í hið neikvæða þar sem þá hinir heimskari menn ráða för þeirra betur gefnu. Hinr eldri menn hérlendis muna sumir hugtakið Grimsby-lýður sem tiltekinn stjórnmálamaður notaði eitt sinn um reykvíska kjósendur til að sanna glötun þjóðlegra gilda á mölinni. Einhver vitur maður orðaði það líka einhvern veginn þannig að þegar hinir hæfari vilja ekki stjórna verður þeim stjórnað af hinum minna hæfari sagði einhver vitur maður. Sumum finnst þeir sjá merki þessa á stjórnmálamönnum dagsins og minnkandi kosningaþáttöku.
Allt um það er Múhameð enn ekki orðið algengasta skírnarnafnið á Íslandi hvað sem verður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
29.8.2014 | 11:58
Bretar iðrast
þess nú biturlega að hafa ekki hlustað á Enoch Powell á sinni tíð. Fyrrum varnarmálaráðherra hefur þetta að segja í MailOnline, sem grundvallast á lekabréfi sem ekki er nú gert mikið veður útaf þar:
A veteran Tory MP has claimed controversial rivers of blood MP Enoch Powell was right to warn against immigration.
Gerald Howarth said the notorious Conservative MP had been correct to warn that mass movement of non Christian migrants to Britain would cause problems.
His comments were made in an email to a constituent about the Islamist 'Trojan Horse' plot in Birmingham to radicalise school children by taking over governing boards.
In the leaked letter the former defence minister wrote: Clearly, the arrival of so many people of non-Christian faith has presented a challenge, as so many of us, including the late Enoch Powell, warned decades ago.
Recent events have illustrated that some of these new arrivals have a very different ethos from traditional Christian schools and we are right to intervene to prevent them from teaching divisive ideology to children born here.
Mr Howarth tonight confirmed that the leaked letter was 'entirely accurate' and reflected his views about the dangers of immigration.
He told MailOnline: 'I feel very strongly about this and what's happening in Rotherham is devastating. It is decades of political correctness and it's allowed this disgusting abuse of children to take place.
'It's the Labour party who are responsible. The Labour party and the left.'
He said England was now 'fighting back' against political correctness. He added: 'This is the United Kingdom for goodness sake - if you don't like it go and live somewhere else.'
Sir Gerald said the problem with immigration was about 'numbers', which he said 'Enoch always said'.
Enoch Powells notorious Rivers of Blood speech was delivered in Birmingham in April 1968, sparking widespread condemnation.
In the speech Mr Powell called for the repatriation of non-white immigrants, claiming the racial mix in Britain would lead to city riots. Sir Gerald did not advocate repatriation in the leaked email to his constituent.
Mr Powell was immediately sacked from the Conservative shadow cabinet by the partys then leader Edward Heath.
Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2736019/Enoch-Powell-RIGHT-warn-against-immigration-claims-former-Tory-defence-minister-Gerald-Howarth.html#ixzz3BmTyWa25
Follow us: @MailOnline on Twitter | DailyMail on Facebook "
Þeir sem treysta sér til geta farið á þennan link: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2737344/2ndAmessagetoAmerica-Hours-marching-300-Syrian-soldiers-desert-execution-ISIS-releases-chilling-new-beheading-vid. Þvílíkur viðbjóður þarna er á ferð í kalífaríkinu er nóg til að stöðva allan innflutning á fólki þaðan nema hægt sé að sanna aldur og fyrri störf. Að nýmúslímskir æskumenn frá Norðurlöndunum og Vestur Evrópu skuli taka þátt í þessu er óskiljanlegt.
Þar hafa menn það. Bylgja andspyrnuafla gegn óheftum straumi innflutningi óþjóða er að rísa í Bretlandi. Hún mun ná hingað fyrr en varir. Hún á þegar mikinn hljómgrunn meðal almennings þó að íslenskir stjórnmálamenn þori ekki enn sem komið er að snerta viðfangsefnið af alþekktu kjarkleysi. Í næstu kosningum mun afstöðuleysi ekki duga frambjóðendum eins og verið hefur.
Bretar iðrast andvaraleysisins og bráðum við líka
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2014 | 09:00
Orð af viti
um brjálæðislegar hugmyndir elítunnar um nýjan Landspítala sem átti víst upphaflega að byggja fyrir Símapeningana eina og sér eftir vel heppnuð veikindi frammámanns.
Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm skrifar:(Bloggari feitletrar að vild)
"Við áformum að byggja nýtt hátæknisjúkrahús utan á gamla Landspítalann og tengja þar saman gamlar og nýjar byggingar með löngum niðursprengdum dýrum göngum sem er vísun á mikla óþarfa vinnu, kostnað og tímasóun við að flytja fram og til baka vörur og sjúklinga næstu áratugina.
Þetta er sennilega dýrasta aðferðin við að byggja og þótt settar séu fram kostnaðaráætlanir vitum við skattborgarar af biturri reynslu að þær standast ekki, gera má ráð fyrir að kostnaðurinn við að tengja saman nýja og gamla byggingu ásamt þeirri endurbyggingu á gömlum innviðum sem fylgir slíku muni margfaldast.
Nýtt hátæknisjúkrahús hlýtur að þurfa að byggja þannig að öll kjarnastarfsemi sé fyrir miðju til að lágmarka flutninga á sjúklingum ásamt því að halda niðri kostnaði við lagnir vegna tæknibúnaðar sem og styrkleikaþörf burðarvirkis, sjúkralega yrði þá í léttbyggðum aðliggjandi álmum.
Gamli Landspítalinn sómir sér vel sem hjúkrunarheimili, sjúkrahótel, rannsóknasetur, hús Íslenskra fræða og/eða heilsugæslu, varðveitum þessar gömlu byggingar í upprunalegu ytra formi.
Ábyrgðarleysi ráðamanna og rörsýn vegna þessara áforma er sláandi, kostnaður virðist engu skipta enda eru þeir ekki sárir á almannafé þegar þeir reisa sjálfum sér minnismerki. Öryggi sjúklinga virðist litlu skipta í þessum áformum því þótt búið sé að loka nánast öllum skurðstofum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins til að réttlæta nýtt hátæknisjúkrahús virðist horft fram hjá því lykilatriði sem flutningstími með sjúkrabifreiðum er en það dýrmætasta í lífi okkar allra er tíminn.
Veika og slasaða verður að flytja að sjúkrahúsi um langan veg með sjúkrabílum nú þegar búið er að loka öðrum skurðstofum og í stað þess að horfa á gatnakerfið og staðsetja nýtt hátæknisjúkrahús þar sem greiðast yrði aðgengi og stystur tími færi í flutninga er ákveðið að troða nýjum byggingum utan á gamlar vestur í bæ þar sem fara þarf um þegar yfirfullar aðflutningsleiðir og fyrir liggja nú þegar hugmyndir um að þrengja að þeim akstursleiðum.
Það hafa þegar verið byggðar hátæknisjúkrastofnanir víða erlendis og óþarfi að finna upp hjólið enn einu sinni, X- eða Y-laga byggingu tekur stuttan tíma að reisa og ódýrara verður að reka slíka. Minna fé fer í bygginguna sem þýðir að meira fé verður til tækjakaupa og til að byggja upp mannauðinn.
Hvort það verður byggt nýtt hátæknisjúkrahús á lóð ríkisins við Vífilsstaði, á fyrrum hesthúsalóðum við Smárahverfið í Kópavogi eða á öðrum þeim stað þar sem minnstar tafir og stystan tíma tekur að flytja sjúklinga að skiptir öllu máli.
Hér er slóð á rannsókn sem staðfestir að dánartíðni fólks eykst í hlutfalli við akstursvegalengd með sjúkrabifreið: http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2464671/
Það er verið að taka ákvarðanir um líf þeirra 21.470 manna á Suðurnesjum, 23.780 manna á Suðurlandi, 10.282 manns á Vesturlandi auk þeirra 208.210 íbúa á stór-höfuðborgarsvæðinu; út frá þeirra öryggi verður fyrst og fremst að hugsa og horfa til þess hvar miðja sjúkraflutninga verður.
Í vesturbæ Reykjavíkur búa 16.378 af þessum 263.742 Íslendingum sem verða að treysta á skjóta sjúkraflutninga með bifreiðum, er verið að gæta hagsmuna meirihluta landsmanna eða er það rörsýn á aðra hagsmuni sem ræður för?"
Varðandi kostnaðaráætlanir ráðamanna almennt þá vísast til pí-lögmáls Halldórs(það er ég). Það hljóðar svo:
Í hvert sinn sem stjórnmálamenn leggja fram áætlun um nýtt þjóðþrifamál þá verður lokakostnaðurinn fyrir skattgreiðendur N x pí-sinnum hærri en hann áætlar. Sannanir lögmálsins má sjá í byggingu Hörpu, óperuhúss í Hamborg, flugvallar í Berlín,Noregi og víðar. Lögmálið rúmar N-Faktora frá 1-3 eftir því sem breiðari samstaða fæst um framkvæmdina og skal meta í hverju tilviki fyrir sig. Þannig ber að skoða kostnaðaráætlanir um viðbyggingu Landspítalans.
Hvernig í veröldinni stendur á því að þetta stóra mál fæst ekki einu sinni rætt? Þorsteinn segir allan sannleikann í þessu skrifi sínu og er þar engu við að bæta. Nema að spyrja um þessa óhuggulegu þöggun um gang málsins?
Af hverju má ekki segja orð af viti um þessa miklu framkvæmd áður en farið er af stað?
28.8.2014 | 13:56
Fyrir 9 árum
skrifaði ég grein í Morgunblaðið. Auðvitað vakti greinin engin viðbrögð og ég var sjálfur búinn að steingleyma henni. Ég rakst á hana í ruslinu í tölvunni og las hana. Mér til furðu þá hef ég ekki breytt um skoðun í ljósi reynslunnar. Ég læt hana flakka hér án þess að breyta nokkru:
" ÉG ER fyrirfram smeykur við múslíma. Mér sýnist að mörg óáran í heiminum tengist þeim trúarbrögðum. Hryðuverkamenn samtímans eru líka flestir múslímar. Q.e.d., þessvegna er ég fyrirfram smeykur. Mér er sagt að islömsk lög séu æðri öðrum lögum hjá múslimum. Ég er því fyrirfram smeykur við að hingað komi illir múllar á vegum múslima og hvetji þeirra ungu sálir til óhæfuverka. Ýmislegt í fari múslíma veldur því að mér finnst öruggara fyrir Íslendinga að takmarka sem mest innflutning þeirra. Ég vorkenni að vísu hverskonar strangtrúarfólki, vegna þess andlega ófrelsis sem það undirgengst. En strangtrúarfólk er því miður oft árásargjarnt og óumburðarlynt. Hvað gerðist í krossferðunum?
Mér er sagt að ekki megi lengur kenna kristnifræði í skólum, og múslímakrakkar fái frí frá trúarbragðatímum. Í mínu ungdæmi var kristnifræði uppsláttarfag, sem ég lærði utanbókar, alveg án þess að ég hafi lagt trúnað á biblíusögur, hvorki þá né síðar.. Ég held samt að það hafi ekkert skaðað mig að hífa upp aðaleinkunnina með þessu hætti. Ekki frekar en að mér var skipað að læra margföldunartöfluna án þess að vilja það sjálfur. Skólarnir núna virðist hættir að sinna þessu grundvallaratriði reikningskennslunnar og ég þekki tólf ára börn sem geta ekki reiknað af því þau kunna ekki töfluna.
Mér heyrðist að til hafi staðið að banna að gefa börnunum svínakjöt í gamla skólunum mínum af tillitsemi við einhverja innflutta trúarhópa. Það var hellt uppí mig lýsi í þessum skóla í dentíð án þess að ég fengi rönd við reist. Er ekki þetta umburðarlyndi okkar ekki komið útí öfgar? Verður ekki að ríkja agi í þjóðfélaginu á undan eftirgjöfum?
Ég er líka fyrirfram smeykur við blökkumenn. Í Bandaríkjunum eru þeir um 10% fólksins en fremja hávaðann af öllum glæpum í landinu. Meðal þeirra virðast finnast fleiri frumstæðir einstaklingar en meðal annarra kynþátta. Sem valdahópar eða þjóðir fara blökkumenn gjarnan mjög illa með fólk eins og er í Afríkuríkjunum. Við blasir að það er mjög erfitt fyrir svarta og hvíta að samlagast. Þessvegna held ég að innflutningur á blökkufólki til Íslands eigi að vera í lágmarki, bæði þess fólks og okkar vegna.
Núna ríkir neyð víðast hvar í Afríku þar sem áður var gnægtabúr á nýlendutímunum. Ég las það í frönsku blaði eftir virtan stjórnmálamann, að eina leiðin til að bjarga Afríku sé að þeir leggi inn sjálfstæðið og verði nýlendur aftur. Mér finnst þetta ekki það vitlausasta sem ég hef heyrt. Verst settu þjóðunum kæmi best, að leggja sjálfstæðið inn til SÞ til geymslu meðan stofnunin reyndi að koma böndum á ástandið. Þessháttar stjórnarbót kemst hinsvegar ekki á nema með algeru stjónvaldaafsali og hervaldi. SÞ reyndu til dæmis til þrautar að koma á reglu á Haiti í með samvinnu og aðstoð við þarlent fólk. Þær urðu að gefast upp og hætta. Þar ríkir nú alger skálmöld.
Afríkupreláti einn kom fram á dögunum í íslenzku sjónvarpi og sagði að skuldaniðurfelling Afríkuríkja væri ágæt byrjun. Nú þyrfti hjálpin hinsvegar að fara að berast sem fyrst. Mun neyðin í Afríku ekki halda áfram hvað sem sent er þangað? Afríkuþjóðirnar flestar geta ekki séð fótum sínum forráð því fólkið þar virðir hvorki lög né mannréttindi. Það virðist því næsta vonlaust að senda Afríkumönnum mat, peninga eða vopn til að breyta núverandi ástandi. Vandamál Afríkuþjóðanna er að agann vantar í þjóðfélögin og þjóðirnar geta ekki haldið honum uppi sjálfar vegna uppeldisleysis og offjölgunar.
Ég er smeykur við afleiðingar þess fyrir íslenzka þjóð, að flytja inn hópa af framandi fólki, sem er aðeins að flýja fátæktina heima fyrir. Því fátækt og offjölgun er það eina sem nóg er af í heiminum. Er ekki blekking að kalla slíkt fólk flóttafólk til að vekja samúð almennings? Hvað er fólk að flýja sem flýr eigin þjóð? Kólumbía er ekki tiltakanlega vanþróað lýðræðisríki. Vissulega hefur Asíufólkið auðgað þjóðlífið okkar á margan hátt, en hvort það samlagast okkur efa ég.
Af hverju erum við skipulega að búa innflytjendavandamál til hér þegar við þurfum þess ekki? Nú eru StórDanir víst fyrirsjánlega að deyja út í landi sínu og aðrir kynstofnar munu byggja Danmörku framtíðarinnar, þökk sé innflytjendavíðsýninni. Og Bretland stefnir í að verða múslímaríki aðfluttra. Viljum við að einhverjir lesi fornsögur okkar í framtíðinni? Hvað þolir tungan mikinn innflutning fólks?
Ég er smeykur við að núlifandi Íslendingar, bæði á mínum aldri og yngri, hugsi ekki fram í tímann og séu uppteknir af stundarhag sínum og sjálfsaðdáun. Ég er smeykur við þann hugsunarhátt, að ein kynslóð Íslendinga telji sig geta sölsað undir sig verðmæti þjóðarinnar, sem margar kynslóðir á undan hafa byggt upp. Sóað því síðan í sjálfa sig með skattalækkunum án tillits til afkomendanna.
Ég er smeykur við að einstakir valdamenn okkar telji sig æ bærari að ráðstafa verðmætum lands og þjóðar í sína og sinna þágu, án þess að nokkur minnist Einars Þveræings.
Já, - stundum er ég smeykur. "
Ég hef ekki breytt um skoðun í neinu af því sem þarna er skrifað. Enginn tók mark á þessu þá og sjálfsagt tekur enginn mark á þessu í dag. Vandamálið hefur hinsvegar versnað um allan helming á öllum þeim sviðum sem ég nefni þá. En enginn vill sjá eða heyra.
Hafa málin batnað á þessum 9 árum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2014 | 10:11
Verðtryggingin hélt velli
og skynsemin þar með líka.
Nú geta verðtryggingar þjóðrægjendurnir æpt hver í kapp við annan.
Verðtryggingin hélt velli hjá EFTA og skynsemin þar með líka.
27.8.2014 | 12:35
Hvað með tölvuhakkara?
spyr Ágúst frændi minn. Hann segir svo í athugasemd til mín:
"Sæll frændi
Hefur engum komið til hugar að skjalið um ×Tony hafi einfaldlega verið sótt með hjálp tölvuhakkara og internetsins? Hvers vegna halda menn að einhver innanbúðar hafi laumað því á diskettu eða samsvarandi? Er búið að útiloka netinnbrot?
Sjá til dæmis þessa frétt Reuters um innbrot tölvuhakkara í belgíska utanríkisráðuneytið."
Hvernig ætlar Ríkissaksóknara að útiloka þennan möguleika?
Ég hafði sjálfur velt því fyrir mér hvort einhver gestur í ráðuneytinu hefði ekki geta rekist á skjalið á borði eða opnum tölvuskjá starfsmanns sem hefði brugðið sér a klósettið?
Hvernig ætlar Ríkisaksóknara að útiloka þann möguleika?
Gísli Freyr neitar sök. Hann Birna neitar sök. Enginn hefur gefið sig fram.
En er ekki aðalatriðið að fólk veit núna að Tony Omos er mögulega ekki æskilegur innflytjandi.
.Spyrjið bara Birgittu Jónsdóttur um hvað henni finnst almennt um leka hjá öðrum en Hönnu Birnu?
Mál Saksóknöru sýnist aðeins pólitískur leiðangur gegn Sjálfstæðisflokknum. Hvernig svo sem þessi nauðsynlegi leki hakkaðist eða barst út.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2014 | 09:00
Leiðangur gegn Sjálfstæðisflokknum
er í fullum gangi hjá Ríkissaksóknuru.
Ætla má að tiltektir hennar vekji ekki sorgarviðbrögð hjá fyrrum allsherjarráðherra í stjórninni sem veitti henni brauðið. Hugsanlega kærkomin uppbót vegna rýrrar eftirtekju af málatilbúnaði þeirra skötuhjúa í Landsdómi gegn Geir H. Haarde.
Nú sýnist gott tækifæri fyrir einhverja að kætast á bak við samúðartárin þegar hægt er að hakka linnulaust á ráðherru Sjálfstæðisflokksins með óvæntri aðstoð Umboðsmanns Alþingis sem glleðilega er hefur nú ákveðið, jafnvel í stíl Ólafs Ragnars, að taka svo rösklega og óvænt til starfa á grundvelli lagaheimilda sinna.
Það hlýtur þó að vekja blendnar tilfinningar hjá upphafsmanni málsins á DV, að vanur afskriftaraðili skuli kaupa blaðið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir frekari mannorðsmorð. En þessi ágústmánuður er greinilega tími umbrota í fjölmiðlaheiminum þegar hið heimskulega hugtak ritstjórnarlegt sjálfstæði er afgreitt í eitt skipti fyrir öll sem innihaldslaust slagorð. Hundarnir bíta ekki í höndina sem fóðrar þá.
Hvað sem öðru líður hlýtur þetta mál vera farið að pirra samstarfsflokkinn þó hann kalli nú ekki allt ömmu sína þegar kemur sértækum lausnum. Spurning er hvort hann notar tækifærið til að fá hjartað til að slá meira til vinstri en verið hefur og hugmyndir Bjarna Benediktssonar um umbætur í skattamálum fái þar með verra brautargengi en þörf hefði verið á. Það er eiginlega það sem er mest að óttast sem afleiðingar þessa máls. Bjarni hefur verið í stórsókn hjá almenningi fyrir prúðmannlegan og rökfastan málflutning. Það fer áreiðanlega í pirrurnar á ýmsum sem þó ekki þora í hann sjálfan.
Ég get ekki annað en fundið nokkuð til með Hönnu Birnu þegar úlfahjörðin ýlfrar svona nætur og daga. Þetta hlýtur að taka á taugarnar eins og raunin varð á með til dæmis Guðmund Árna og Björgvin Sigurðsson þegar þeir lentu í skotlínunum. Héðan af er ekki annað fyrir Hönnu Birnu en að hafa flaggið við hún hvort sem flýtur eða sekkur og gefa sig hvergi.
En um hvað er þetta lekamál? Það virðist ekki skipta neinu máli lengur? Nauðsynlegar upplýsingar um Tony nokkurn Omos sem átti að berja inn sem hælisleitanda, komast fyrir almenningssjónir. Rangar eða réttar spyr enginn um lengur. Ætli hann verði ekki sóttur frá Ítalíu til landsins af sérstakri sendinefnd með hattana í hendinni? Ekkert DNA og ekkert bull? Ekki sama hver í á. Hvað varð um njósnatölvuna á Alþingi? Það mál var þaggað niður af æðstu stöðum og FBI mennirnir reknir öfugir úr landi. Birgitta Jónsdóttir er hvítskúraður engill sem ætlar að leggja fram vantraust á Hönnu Birnu. Birgitta Jónsdóttir!
Er ekki bara leiðangur í gangi gegn Sjálfstæðisflokknum svo hann bæti ekki frekar við sig í skoðanakönnunum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.8.2014 | 22:04
Efta-dómurinn
er væntanlegur um lögmæti verðtryggingar sem einhverjir málafylgjumenn hafa þvælt þangað.
Það yrði með miklum endemum ef einni þjóð er ekki heimilt að setja sér fjármálareglur fyrir sig. Verðtrygging er velþekkt um allan heim. Íslenskar lögkrókaskýringar og keisaraskegg um einhverjar blekkingar neytenda eru úti í móa.
Falli þessi dómur að hætti hinna hávaðasömu. þá held ég að við ættum að afþakka fleira af þessum Evrópuslóðum. Og byrja þá á Schengen og fleira því sem ekki hefur fært okkur annað en óhamingju.
Efta-dómurinn verður athyglisverður hvernig sem hann fellur.
25.8.2014 | 21:49
Pétur Gunnlaugsson
á Útvarpi Sögu fannst mér lengi vera helst til gagnrýninn á Sjálfstæðisflokkinn án þess að hafa komið þar inn sjálfur. Í seinni tíð stend ég mig að því að líka betur og betur við Pétur og hvernig hann talar við fólkið, sem auðvitað er ekki allt með því spakara. Pétur er orðinn mun yfirvegaðri finnst mér og ég hugsa mér oftlega að fengur yrði að honum í Sjálfstæðisflokknum þar sem skoðanir hans eru margar orðnar bæði markaðsstefnandi og skynsamlega hófstilltar.
Í innflytjendamálum vil Pétur nota skynsemina og draga lærdóm af reynslu grannþjóða. Og ekki sér hann bara grænar grundir hjá Evrópusambandinu þó margir reyni að slá hann útaf laginu.
En Pétur er mikill áhugamaður um það sem hann kallar beint lýðræði. Mér skilst helst að það þýði þjóðaratkvæðagreiðslur í sem flestum málum. Pétur var líka á Stjórnlagaþingi og er greinilega mjög hrifinn af því sem þar gerðist, Og er þetta beina lýðræðistal hans væntanlega ættað þaðan.
Rómverjar sögðu eitthvað í þessa veru um háttvirta kjósendur í hinu beina lýðræði sem þeir viðhöfðu í einhverjum málum: " Vulgus, indoctus, mobile, horrendum que" sem ég held að útleggist ó þú hræðilegi óupplýsti hvikuli múgur(ef ekki bara skríll). Skrílræði er nefnilega niðurstaða sem æsingamenn á öllum tímum hafa skapað og kallað það beint lýðræði eða Alþingi götunnar eftir hentugleikum.
Til þess þarf innblásna menn eins og Adolf Hitler, Cicero, Demosþhenes eða Kléon sútara. Slíkir menn geta æst upp lýðinn til að taka ógrundaðar skyndiákvarðanir sem ekki verða aftur teknar, Svo eru aðrir lítið skárri sem dreifa röngum upplýsingum og fá sinn vilja þannig. Þjóðrægjendur til forna(psykofantar)voru þeirrar tegundar. Af seinni tíma körlum má nefna George W.Bush sem teymdi okkur með sér til að drepa Saddam Hussein verkfræðing og merkismann. En það hefði betur aldrei verið í ljósi sögunnar og því blóðbaði sem af því leiddi.
Ég held að við Íslendingar höfum nógu góðan farveg fyrir allt það beina lýðræði sem nokkur þjóð þolir. Það er málskotsréttur Forseta Íslands sem hann beitti til að losa okkur undan Icesave helsinu sem kommúnistarnir og afglaparnir Steingrímur J. og Svavar Getsson voru nærri búnir að koma á okkur. Hugsið ykkur ef þeim hefði tekist það? Aðeins í örþrifatilvikum getur þurft að grípa fram fyrir hendurnar á lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Þá er eins gott að á Forsetastóli sitji stjórnmálamaður með bein í nefinu en ekki einhver menningarleg tuskudúkka sem engu þorir.
Ég vildi heyra nánar um það hvernig Pétur hugsar sér beint lýðræði í framkvæmd og með hvaða takmörkunum. Mér finnst núverandi stjórnarskrá duga Íslendingum ágætlega og hafa sannað sig. Langhundurinn sem Pétur og félagar sömdu hér um árið var að mínu viti ekki til þess fallinn að greiða úr neinum vanda.
En áfram með Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu því hann er vaxandi maður að mínu viti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko