Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2021

Öfugur endi

er stundum það sem menn byrja á og hindrar lausn vandamálanna.

Nú gengur mikið á í þessum svokölluðu loftslagsmálum þar sem að maðurinn sé að hita loftslagið um meira en 1.5 gráðu á næstu 20 árum með útblæstri vagna hagvaxtarins sem sífelld fólksfjölgun krefst.

Er þetta ekki öfugi endinn? Mannkynið verður að snúa sér fyrst að sér sjálfu. Of margt fólk blæs of miklu út. Það er fólksfjöldinn ekki magnið af útblæstrinum sem er að gera alla ráðmenn veraldar vitlausa. Útblásturspípunun verður að fækka því annars er baráttan töpuð. Kínverjar verða að draga saman um leið og aðrar þjóðir. Verkurinn er að þeir ætla sér ekki að gera það.

Ef þjóðir heims setja sér  ekki markmið um að fækka fæðingum í heiminum um einhverja hundraðshluti þá er loftlagsstríðið tapað fyrirfram, hvort sem að sólin tekur þátt í þessu eða ekki.Það er sama hversu mörg fífl hlaupa saman á ráðstefnur í heimsin háborgum, ástandið bara versnar ef mannkynið snýr sér ekki að rótum vandans.

Mannkyninu verður að fækka. Einhverjir fatalistar gætu hugsanlega sagt Covid vera aðvörun náttúrunnar í þessum málum sem stefna í ógöngur hvernig sem á er litið. Fólksfjölguninni verður að linna.

Útblásturstakmörkun er öfugur endi 


It ain´t neccessarily so

sagði Sportin-Life í Porgy & Bess.

"

Nánast má heita öruggt að hlýnun verði meiri á landi en yfir hafi, og að meira hlýni á Norðurskautssvæðinu en á heimsvísu. Þá er líka talið næsta öruggt að sjávarborð muni halda áfram að hækka, og mjög líklegt að lóðrétt hringrás Atlandshafsins veikist á öldinni, þótt óvíst sé hversu mikið það verður.

Þrátt fyrir allt þetta er ekki of seint að bregðast við þótt tíminn sé vissulega naumur. Með róttækum aðgerðum til að stöðva losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda má enn koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en þær 1,5 gráður sem að er stefnt í Parísarsamkomulaginu. Hvernig farið verður að því er svo umfjöllunarefni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi í nóvember, þar sem þessi 6. ástandsskýrsla IPCC verður í brennidepli. "

Fylgnin í tölunum sannar ekkert þar sem sólin er sú sem sendir okkur hitann. Og geislun hennar er breytingum háð sem við stjórnum  ekki.

It ain´t neccessarily so!
 


Óbreytt skólastarf?

segja ráðherrar. Bólusettir og óbólusettir saman í bekkjum?

"

Þórólfur sér fyrir sér að heimsbyggðin muni þurfa að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel í eitt til tvö ár til viðbótar. Faraldrinum ljúki ekki hér fyrr en honum lýkur alls staðar. Ekki sé hægt að stöðva veiruna við landamærin en máli skipti að lágmarka lekann inn í landið. 

„Við getum stoppað veiruna af hér en hún mun alltaf leka inn í gegnum landamærin hvernig sem við högum okkur á landamærunum. En við þurfum að hafa fyrirkomulag á landamærum sem lágmarkar þennan leka og við þurfum að hafa einhver takmörk innanlands því annars dreifist veiran mjög hratt. Það þarf ekki nema tvo eða þrjá einstaklinga til að koma af stað bylgju, “ segir Þórólfur að lokum. "

Hvernig skyldi óbreytt skólastarfið eiga að ganga fyrir sig?


Ókurteisi

bæði af hálfu Morgunblaðsins að birta grein Óla Bieltvedts ESB og Samfylkingarsinnans með spurningum til formanns Sjálfstæðisflokksins varðandi afstöðu hans til ESB og svo auðvitað Óla líka sem hefur þó líklega sér til afbötunar að kunna lítt fyrir sér mannasiðum.

Þegar Styrmir var orðinn leiður á greinum frá mér fyrir löngu stofnaði hann bloggsíðu fyrir mig og bað mig eiginlega að skrifa eftirleiðis þar frekar en að vera að angra Moggann eða þannig skildist mér tónninn vera.

Spurning er hvort Moggi ætti ekki að athuga að hlífa okkur lesendum við skrifum frá svona fólki eins og Óla Bieltvedt, Birni Leví  og TalnaBensa til að nefna einhverja og biðja þá um að skrifa frekar á bloggsíður sínar en að sóða út dýrmætar prentaðar síður í Mogga?

Óli er líklega nægilega dómgreindarlaus að halda að formaður Sjálfstæðisflokksins fari að svara bullinu frá honum opinberlega.

Ég ætla því að stytta Óla leið, þó ég hafi ekkert umboð frá Bjarna formanni, til svara honum stuttlega sem almennur Sjálfstæðismaður sem ég tel mig alveg mega hér á minni bloggsíðu:

Óli skrifar m.a.:

"Leiðandi menn innan Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft þessar fullyrðingar um ESB og mögulega aðild að því hér í blaðinu: -

Að aðild Íslands að ESB „væri fullveldisframsal til yfirþjóðlegs embættismannavalds og stofnanaveldis í fjarlægum borgum“ -

að ESB sé „martraðarkennt möppudýraveldi“ -

að ESB sé „ólýðræðisleg valdasamþjöppun“ -

að ESB sé „kjötkatlaklúbbur afdankaðra 3. flokks stjórnmálamanna“ -

að ESB sé „vígi verndarstefnu og pilsfaldakapítalisma“ -

að „stærstu ríkin, sem leggja fram mest fjármagn, verða ráðandi í í öllum meginatriðum“."

Þá er svarið við þessu alveg hreint út.Þetta er mergurinn málsins og þess vegna viljum við ekki sjá deyjandi og handónýtt Evrópusambandið.

Það ætti að vera morgunljóst að það er vonlaust fyrir einhvern ótíndan ofstækismann út í bæ, eins og þennan Bieltvedt, að halda að hann geti bara skrifað hvaða fyrirmenni sem er og heimtað skrifleg svör við dellu sinni.Af hverju skrifar Óli ekki Joe Biden, Páfanum í Róm eða Boris Johnson spurningar um ESB?

Morgunblaðið þarf að fara að athuga sinn gang áður en það prentar hvaða ókurteisi sem er frá hvaða framagosa sem er.


Hvernig á að leysa málið?


Saigon endurtekning

Af vef RÚV:

"Harðir bardagar geisa í Kunduz, höfuðborg samnefnds héraðs í norðanverðu Afganistan, milli afganska stjórnarhersins og talibana. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum og íbúum í borginni. Amruddin Wali, sem situr í héraðsstjórn Kunduz, greinir frá því að barist sé um alla borg. Nýjustu fregnir herma að borgin sé fallin í hendur talibana þótt enn sé barist á götum hennar og að fjórða héraðshöfuðborgin, Sar-e Pol, sé líka fallin í hendur talibana.
 

Fréttin var uppfærð klukkan 06.45 og aftur kl. 08.15

Kunduz-búinn Abdul Aziz, sem tíðindamaður AFP ræddi við í síma í morgunsárið, sagði algjöra ringulreið ríkja í borginni. „Talibanar eru komnir á aðaltorgið í borginni,“ sagði Aziz, „og flugvélar varpa á þá sprengjum.“ Seint á sjöunda tímanum í morgun barst svo fréttaskeyti frá AFP þar sem fullyrt er að Kunduz sé fallin í hendur öfgaíslamistanna sem kalla sig talibana. 

Mikið áfall fyrir Kabúlstjórnina 

Talibanar hafa  nú náð þremur héraðshöfuðborgum á sitt vald frá því á föstudag; Saranj i Nimros-héraði í suðvestri og Sheberghan í Jawzjan héraði í landinu norðvestanverðu. Hernám Kunduz-borgar er enn meiri sigur fyrir þá og að sama skapi feiknarhögg fyrir stjórnarherinn og stjórnina í Kabúl, þar sem hún er töluvert stærri en hinar tvær til samans og hernaðarlega mikilvægari líka.

Fjórða borgin féll í morgun

Nokkru eftir að fréttir bárust af því að Kunduz væri fallin bárust þau tíðindi að bærinn Sar-e Pol, höfuðborg samnefnd ríkis í Norðvestur-Afganistan, væri líka komin í hendur talibana. Sar-e Pol er fámenn höfuðborg í afar dreifbýlu ríki. Þar búa um 50.000 manns en ríflega 630.000 í héraðinu öllu. En þótt hún sé ekki stór eða fjölmenn er fall hennar enn eitt áfallið fyrir Kabúlstjórnina á síðustu vikum og boðar ekkert gott fyrir framhaldið.

Talibanar hafa náð ríflega hálfu landinu á sitt vald enda hefur stjórnarherinn nánast yfirgefið hinar dreifðari byggðir og einbeitt sér að því að verja lykilborgir og bæi frá því að erlend ríki tóku að draga herafla sinn frá landinu í maí. Talibanar sækja hins vegar æ harðar að mörgum þessara borga og virðist stjórnarherinn ekkert ná að hamla gegn þeirri sókn. Fall fjögurra héraðshöfuðborga á þremur dögum; Saranj á föstudag, Sheberghan í gær og Kunduz og Sar-e Pol í dag staðfestir það. 

Bandaríkjamenn töldu um hríð að þeir hefðu náð um það samkomulagi við talibana, að þeir myndu láta af árásum að fyrra bragði þar til Bandaríkjaher væri farinn úr landi, og setjast að samningaborðinu með stjórninni í Kabúl eftir það. Atburðarás síðustu daga bendir til þess að talibanar hafi ekki skilið niðurstöður viðræðna þeirra með sama hætt."

Þetta þýðir nýja flóttamannabylgju til Vesturlanda og þar með aukningu hælisleitenda til Íslands.

Hversu mörgum ætlum við að taka við frá Afganistan?


Hvernig?

verður skólastarfið framkvæmt með bólusettum og óbólusettum nemendum saman í stofum?

Af hverju frestum við ekki öllum skólum til áramóta og sjáum til hvort við höfum náð einhverjum tökum á veirunni?

Eða hvernig gerum við þetta?


Þetta er í boði hér

Svo segir í Staksteinum Morgunblaðsins í dag:

"Sósíalistastjórnin í Venesúela situr enn þrátt fyrir að hafa komið þessu áður ríka landi á vonarvöl og þrátt fyrir að allt bendi til að hún hafi tapað kosningum fyrir þremur árum. ---

Sósíalistastjórnin situr líka þrátt fyrir að talið sé að yfir fimm milljónir manna hafi flúið landið á síðustu árum og að þaðan streymi um 5.000 á dag. ---

Þar sem áður var velmegun í krafti olíulinda er nú viðvarandi skortur í boði sósíalismans. Fólk fær ekki mat og jafnvel þó að hann sé í boði hefur það ekki efni á honum. Lágmarkslaun voru til dæmis þrefölduð í maí vegna viðvarandi óðaverðbólgu en duga þó ekki fyrir einu kílói af kjöti. ---

Eitt af ráðum sósíalistanna er að skera ítrekað núllin af þjóðarmyntinni, bólívarnum. Árið 2008 skar þáverandi forseti, Hugo Chavez, burtu þrjú núll, eftirmaðurinn Nicolas Maduro felldi niður fimm núll fyrir þremur árum og nú á að bæta um betur og taka burt sex núll. Samtals 14 núll! ---

Mikill efnahagssamdráttur hefur ríkt í landinu í átta ár og ekkert útlit fyrir bata að óbreyttri stjórn. Og það er ekki heldur útlit fyrir breytingar á stjórn landsins, því að stjórnvöld tryggja sér völdin með bolabrögðum og hervaldi. ---

A frek sósíalista í Venesúela eru ekkert einsdæmi. Þau eru aðeins enn ein staðfesting þess að sósíalismi leiðir ekkert af sér annað en örbirgð almennings."

Það er vonum seinna að þessar hugsjónir frá Venezúela nái til Íslands. Fyrrum Baugsþjónninn og Villueigandinn úr Arnarnesi, Gunnar Smári Egilsson,  boðar frelsun landsins okkar með framboði Sósíalistaflokks síns.

Í stað olíulindanna þar hefur hann fiskimiðin umhverfis landið, hugvit og menntun þjóðarinnar  og fallvötnin til að höndla með.

Þau gefa honum líklega möguleika á að strika nokkur núll af krónunni okkar, innan eða utan ESB, ef hann lendir í samsteypu með Samfylkingarflokkunum þeirra Loga Más,  Talna Bensa, Þorgerðar Katrínar og Þorsteins Pálssonar.

Þetta er í boði hérna í kosningunum í 25. september næstkomandi sem þá verða alveg eins síðustu kosningarnar hérlendis að venezúelskri og sovézkri fyrirmynd.

 
 
 
 

Gömul minning

er geymd hjá gömlum íhaldsgaurum sem fengu ordru um það í Viðreisnarstjórninni(ekki þeirrar sem vill nú skreyta sig með stolnu nafni) að kjósa Alþýðuflokkinn(Konan mín af Hlaðaíhaldinu á Selfossi hefur ekki fyrirgefið mér ennþá þá gerð) til að tryggja stjórnarsamstarfið.

Spurning er hvort við verðum að endurtaka þetta í haust til að skellurinn verði ekki of mikill fyrir Kommana í VG? Lána þeim valin atkvæði? Það sýnist nauðsynlegt að þessi stjórn haldi frekar áfram heldur en að litlu ljótu flokkarnir komist til áhrifa? Gunnar Smári eða Björn Leví, Herre Gud!

Gömul minning gæti rifjast upp.


Stýrum við ekki álaginu

í Leifsstöð?

Ráðum við ekki hversu margir mega lenda á degi hverjum svo að okkar fólk ráði við fjöldann.

Eða eru ferðaskrifstofurnar að stjórna aðfærslunni ?

Ég hélt að við gætum stjórnað álaginu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband