13.8.2021 | 21:46
Plastpokar
eru nauðsynlegir í ruslafötuna.
Þeir eru hættir að fást í Krónunni í Hamraborg. Bara fást þar bréfpokar sem passa ekki í ruslafötuna. Þetta er annars ágætis búð en sem neyðir sína umhverfisstefnu upp á viðskiptavini sína án útskýringa.
Það er enn hægt að fá plastpoka í Bónus á Nýbýlavegi ef maður tekur þá sjálfur á staur áður en maður kemur að kassanum.
Þetta atriði er farið að hafa áhrif á innkaupavenjur mínar. Ég fer ekki lengur í Krónuna vegna plastpokaskorts. Þeir beita mig ilmkaupaofbeldi vegna sinna prívatskoðana i umhverfismálum sem leiðir til þess að ég fer bara ekki í búðina þerra.
Af hverju þarf ég að láta þá ráða fyrir mig?
Hversvegna láta neytendur sig hafa það að stimpla sjálfir inn varninginn á rafmagnskössum fyrir ekki neitt og taka sjansinn á að vera gripnir fyrir þjófnað ef þeir gera vitleysur? Alveg straumurinn í þessa vinnu fyrir búðareigendur í eigin áhættu?
Neytandinn má ekki ráða sjálfur hvort hann vill plastpoka eða ekki?
Skil þetta ekki frekar en plastpokaleysið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2021 | 16:06
Katla er ábyrg fyrir 4 %
af heimslosuninni af CO2 á hverju ári.
Mér barst í hendur ákaflega vönduð vísindagrein um raunverulegar mælingar á CO2 útstreymi frá hinni fornu eldstöð Kötlu undir Mýrdalsjökli sem ekki hefur gosið síðan 1918.
https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1029/2018GL079096
Í stuttu máli þá er þær tölur sem þarna koma fram að styðja það sem Magnús Tumi hefur látið í ljósi um það hvað þarna geti verið á ferðinni.
Katla getur verið að blása út jafnmiklu CO2 í tonnum á ári og allir Íslendingar eru að losa, eða um 10 milljón tonnum.
Er CO2 bölvun eða blessun? Af hverju hefur jörðin grænkað með hækkandi innihaldi af þessari lofttegund? Verður ekki fæðuframboð að aukast eigi vaxandi mannfjöldi að forðast hungur? Ekki moka ofan í skurði og kreppa að landbúnaði?
Verður ekki mannkynið að átta sig á því að það sjálft er mesta ógnin við lífríki jarðar? Jörðin þolir ekki meira af svo góðu, hagvexti og hagfræðibulli.
Bann við Meetoo -káfi er greinilega ekki nóg. Verður ekki að draga úr barneignum á annan hátt og þá fyrst í fátækustu löndunum þar sem það verður erfiðast? En hvernig?
Katla ein er ábyrg fyrir 4 % af allri árlegri losun CO2 á jörðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.8.2021 | 00:17
Þorsteinn og þráhyggjan
um Evruna eru enn á ferðinni í málgagni Evrópusambandsins og íslenskara vinstrimanna, sem kallast Fréttablaðið, í dag.
Það er engu líkara en það Þorsteinn hafi aldrei heyrt af landlægu atvinnuleysinu í Evrulöndunum og skortinum á hagvexti sem þar hefur ríkt árum saman.Hvernig þar var kreppa meðan allt var rauðglóandi hér á Íslandi.
Og raunverulegum kolefnisbúskapnum sem þar hefur ríkt þegar þýskir bílaframleiðendur eru hættir að framleiða boddíin sjálfir heldur kaupa þau tilbúin af Kína og greiða enga kolefnisskatta af fullunninni vöru og Kinverjar auðvitað akkúrat ekkert heldur af þessu sem öðru.
Setjum svo að Alþingi hefði fallið í þann forarpytt að taka mark á málflutningi Viðreisnar. Að það hefði verið byrjað á því að láta líklega við ESB um inngöngu Íslands í Evrópusambandið þessa til þess að fá samstarf um að tengja Krónuna við Evru. Þar með hefði Seðlabanki Evrópu verið orðinn meðrekstraaðili á krónunni okkar á móti okkar Seðlabanka. Eða er hægt að álykta öðruvísi en að þetta væri nokkuð stórmál fyrir þá í Evrópu líka?
Og hefðum við ekki orðið þá að útskýra hvernig við ætlum að halda kaupgjaldi innanlands í stíl við þýskaland til dæmis. Hvernig skyldi Hr. Þorsteinn Pálsson hugsa sér að slíkt færi fram og hvaða rök hann myndi fram færa í þeim viðræðum?
Hvernig hann léti Flugumferðarstjórana og frú Snædal útskýra hvernig þeirra kröfugerð og svo annarra sem á eftir koma yrði aðlöguð markmiðum Viðreisnar um stöðugleika þegar allir hundrað kjarasamningar verða lausir á næstunni? Kæmi trúverðugleiki á dagskrá?
Og snjói hér inn túristum sem kallar á eftirspurn eftir vinnuafli, innfluttu frá Evrópu,(sbr. Pólverjana),hvernig sér Hr. Þorsteinn Pálsson fyrir sér að hér muni við þær aðstæður ríkja stöðugleiki á vinnumarkaði? Engin kröfugerð og samkeppni í launum? Er kyrrstsða og stöðugleiki líkleg?
Og er stöðugleiki á vinnumarkaði einhver sérstakur eiginleiki hagkerfis sem sem fólk þráir? Hvað skyldu Beneluxarar segja um stöðugleika umfram önnur markmið?
Eða sér hann sér leik á borði til skamms tíma að stýra ferðum til landsins með því að loka landinu eftir þörfum undir yfirskyni Kóvidsins? Að vísu aðeins til bráðabirgða enda sjálfur orðinn aldinn að árum.
Þorsteini líkar ekki að lífeyrissjóðir muni verða að fjárfesta meira erlendis undir verndarstefnu ríkisstjórnarinnar í stað þess að fjárfesta í krónum án gengisáhættu Viðreisnarkrónunnar?
Í öllum tilvikum verða þeir að fjárfesta gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka sem þeir geta raun gert í dag til að tryggja hag launþega.
En gjaldeyrisvarasjóðurinn Seðlabankans er flestur í skuld. Fæ ég og aðrir öllum mínum krónum skipt? Og hvernig verða fasteignir landsmanna verðlagðar eftir að samstarfið hefst?
Hvernig verður breytingin framkvæmd Hr. Þorsteinn Pálsson?
Og tæknilega lausnin og tímaramminn?
Sýndi Þorsteinn Pálsson sig sem stjórnmálamaður að vera mjög mikill framkvæmdamaður eða röskur til snöggrar ákvarðanatöku. Er hann líklegur til að klára mál á stuttum tíma?
Gæti hann líklega komið nauðsynlegum samningum við ESB í gegn og lofað inngöngu Íslands í sambandið á næsta kjörtímabili til að koma þessum krónudraumsýnum sínum í framkvæmd?
"Cherzes la femme",segja Fransmenn; Hvað er á bak við loforð svona trymbla eins og Þorsteins Pálssonar. Eru þeir sjálfir menn til að standa við svona risastór orð eða eru þetta allt bara óraunhæfir pípudraumar?
Veldur hver á heldur?
Verður maður ekki að horfa fyrst og fremst á manninn sjálfan eins og Hannes banki sagði mér að hann gerði.
Horfa á manninn en ekki Ecxeltöfluna þar sem allt gengur upp?
Á maður sem kjósandi að horfa á mennina og spyrja sig hvort þeir séu líklegir til stórræða?
Eru þeir með fortíðarsögu sem við getum treyst?
Ég átta mig ekki fyllilega á hvað sé þráhyggja og hvað séu raunhæfir möguleikar sem vinstrimenn og Evrópusinnar eru að kveðja í haugum sínum sem þeir kalla hóla.
11.8.2021 | 13:28
Sama tuggan
og venjulega hjá kommunum er rauður þráður í málflutningi Gunnars Smára í rifrildisþætti hans við Arnar Þór Jónsson.Arnar haggast hvergi í rökföstum málflutningi sínum gegn upphrópunum og gasprinu í Gunnari.
Allt sem aflaga fór hjá Stalín, Maó og öðrum morðingjum sósíalismans, var vegna þess að þetta voru svo vondir menn. Það er nú munur en núna verður hjá nýja Sósíalistaflokknum hans Gunnars Smára.
Ef forstjórar stefnunnar verða jafn góðir og við sem núna boðum sannleikann, þá verður þetta allt miklu betra og allir hafa það gott.Þetta er borðskapurinn hjá Gunnari Smára í mjög stuttu máli.
Við berum ekki ábyrgð á gömlum glæpaverkum manna sem þóttust vera sósíalistar en voru bara ótínd illmenni. Algerlega mótsett við okkur sem núna ætlum að gera allt fyrir alla. Við gerum þetta nefnilega allt öðru vísi en þessir gömlu glæpamenn. Þeir kunna bara ekki fræðin nógu vel.
Ég man alltaf þegar trúaði komminn sagði við mig þegar ófriðlegt var hjá Ulbricht í A-Þýskalandi:
"Ef stefnan er rétt, þá þarf enga stjórnarandstöðu."
Það verður ofvaxið mínum skilningi ef fólk flykkist til að láta endurborið hugsjónafólk úr gamla Baugsveldinu stjórna sannfæringu sinni á kjördag.
Hverjir munu falla fyrir gömlu tuggunni um að mannleg mistök í framkvæmd sósíalismans séu eina skýringin á því að fyrirmyndaríkin urðu ekki að veruleika hjá þeim Maó og Stalín?
En núna muni sælan örugglega birtast undir forystu þessa nýja hreinlífa hugsjónafólks eins og fer fyrir nýja Sósíalistaflokknum hans Gunnars Smára Egilssonar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2021 | 11:21
30.000 íbúðir
boða ég yður með miklum fögnuði.
Þekktur er ég að því að leggja fjármálaheiminn að fótum mér.
Sem ég heiti Gunnar Smári Egilsson og margreyndur í fjölmiðlaheiminum að allri skilvísi.
Gjörum vilja fólksins hér eins og í Venezúela og gjaldmiðillinn verður látinn þjóna fólkinu við að byggja þessar 3.000 íbúðir á árinu 2022-2032.Ekkert mál fyrir Gunnar Stál, hinn íslenska Maduro.
Fiskimiðin og fallvötnin eru hinar íslensku olíulindir sem Sósíalistaflokkurinn mun nýta fyrir fólkið í landinu.
"Byggja á íbúðirnar með því að stofna Húsnæðissjóð almennings sem á að afla 70 prósent nauðsynlegs fjármagns með útgáfu skuldabréfa sem seld verða lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum,(sem bíða bara eftir því að fá að kaupa?). Ríki og sveitarfélög eiga að leggja til um 13 prósent kostnaðarins í formi lóða og um 17 prósent á að koma sem lán frá ríkissjóði á lægstu vöxtum, lán sem greiðist til baka á endingartíma íbúðanna.
Húsnæðissjóðurinn leigir húsnæði síðan til leigufélaga almennings en til að tryggja ódýrar framkvæmdir á ríkið að stofna byggingafélag og stuðla að stofnun byggingafélaga sveitarfélaganna og samvinnufélaga byggingaverkafólks.
Við erum þarna með hugmyndir um að auka hlut félagslegs húsnæðis úr átta prósentum upp í 24 prósent, segir Gunnar. Hann segir að stjórnvöld hafi dregið lappirnar við að bregðast við neyðinni sem skapast hafi á húsnæðismarkaði bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Lágtekjufólk, öryrkjar, eftirlaunafólk og námsfólk hefur klemmst á milli lágra tekna og sífellt hærri húsnæðiskostnaðar, segir hann .
Íslenskur húsnæðismarkaður var braskvæddur. Þegar við horfum ekkert svo langt aftur í tímann - kannski fjörutíu ár - þá voru hér byggingarsamvinnufélög. Það voru verkamannabústaðir og félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaganna voru mun stærri hluti markaðarins. Hérna var félagslegt kerfi og félagsleg stjórn á hluta af markaðnum. Það var tekin ákvörðun um það að færa öll völd og allar ákvarðanir á þessum markaði yfir til einkaaðila, segir Gunnar."
Þegar er búið að ákveða hverjir eiga að fjármagna húsnæðiskerfið af fúsum og frjálsum vilja. Þaðan koma peningarnir glaðir þar sem þeir eru fyrir.
Jesús hvað lífið er einfalt ef manni tekst að finna nógu mörg fífl til féfletta.
30.000 íbúðir ekkert mál fyrir Gunnar Stál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2021 | 10:34
Eftirsjá
er mér að brotthvarfi Sigmundar Ernis af Hringbraut.
Mér fannst hann sanna sig þar sem einhver besti þáttagerðarmaður sem við höfum eignast lengi sem lætur eftir sig ótrúlega fjölbreytta flóru málefnalegs efnis.Fyrir allt þetta er ég honum þakklátur.
Mér finnst Sigmundur setja niður með því að gerast ritstjóri í því að mér finnst þröngsýna og hundleiðinlega málgagni ESB- inngöngu og fullveldisframsals, sem Fréttablaðið er og hefur verið lengst af. Það hefur að vísu skrimt í 20 ár um þessar mundir en sumir segja að það hafi safnað svo myndarlegum skuldum, að blaðið eigi bankann en ekki öfugt.
Mér finnst persónulega illt til þess að vita að Sigmundur ætli nú að verða málpípa Viðreisnarfylkingarflokkanna við að reyna að troða Íslandi í ESB og okkar æskulýð í Evrópuherinn eftir þá víðsýni og menningu sem hann hefur sýnt á Hringbraut.
Mér er eftirsjá í honum Sigmundi Erni úr sjónvarpinu.
10.8.2021 | 09:57
Kjarni málsins
og hin skörpu skil á milli kommúnisma Gunnars Smára Egilssonar og Sigríðar Önnu sem ætla að byggja 30.000 íbúðir án þess að nefna hver borgi, reka betra heilbrigðiskerfi án þess að segja hver borgi, fátæktarblaðursins í Ingu Sæland, og svo raunhæfra stjórnmála,kemur fram í skarpri greiningu Björns Bjarnasonar á vefsíðu hans í dag.
Björn segir þar:
"
Árið 1995 kom þessi vefsíða til sögunnar. Væri hún enn rekin á sama hátt og þá var mætti líkja því við að skófla væri notuð til að grafa fyrir nýjum Landspítala.
Vísinda- og tækniráð markar stefnu stjórn valda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Umfjöllun ráðsins á hvoru sviði um sig er undirbúin af starfsnefndum ráðsins, vísindanefnd og tækninefnd. Ragnheiður H. Magnúsdóttir vélaverkfræðingur er núverandi formaður tækninefndar vísinda- og tækniráðs. Við hana var rætt í Morgunblaðinu mánudaginn 9. ágúst um stöðu tæknimála innan Landspítalans. Lýsingin sem þar birtist ber öll merki þess þegar risavaxin ríkisstofnun staðnar á einhverju sviði og eina sem kemst að í umræðum henni til bjargar er krafa um aukið fjármagn.
Nýr ritstjóri Fréttablaðsins, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar í takt við flokkinn sinn í leiðara blaðsins í dag þegar hann segir:
[S]ú 14 prósenta aukning sem þó hefur orðið á fjárframlögum til Landspítalans á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið étin upp af framlögum til nýs meðferðarkjarna, launahækkana og styttingar vinnuvikunnar. Fyrir vikið blasir við mönnunarvandi á tímum þegar síst skyldi.
Þarna er því haldið að lesendum að með auknu fé mætti leysa mönnunarvanda sjúkrahússins. Ritstjórinn boðar ekki neinar nýjar lausnir. Hann veltir ekki fyrir sér að til sé önnur leið en að dæla auknu skattfé í óbreytt kerfi og þá leysist mönnunarvandinn. Hann keppir í raun eins og aðrir forystumenn Samfylkingarinnar um þessar mundir við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda og hugmyndafræðing Sósíalistaflokks Íslands, um hver dásami ríkisrekstur í heilbrigðiskerfinu mest og lofi sem mestum fjármunum til að lappa upp á kerfið eins og það er. Að hreyfa hugmyndum um breytingar er pólitísk ósvífni að mati sósíalistanna.
Grunnur lagður að meðferðakjarna Landspítalans. Hverjum dytti í hug að gera það með skóflu og hjólbörum?
Í samtali Morgunblaðsins við Ragnheiði H. Magnúsdóttur má meðal annars lesa þetta:
Það eru ótal hlutir að breytast í okkar heimi en við erum enn þá eins og árið sé 1995 á þessum spítala, segir Ragnheiður. Með því að nýta stafrænar lausnir færðu hamingjusamara starfsfólk og sjúklinga, að mati Ragnheiðar. Stytta megi ferla, spara sporin og veita betri þjónustu. Ef þetta væri hátæknisjúkrahús þá væri starfsfólk að flykkjast hingað.
Stóra spurningin er: hvers vegna hafa ekki orðið stafrænar framfarir í rekstri Landspítalans frá árinu 1995? Fréttir berast af fjárfestingum í hátæknibúnaði til lækninga. Þar hafa læknar sýnt frumkvæði og framsýni sem notið hefur stuðnings fjárveitingavaldsins, fyrirtækja og almennings. Þegar litið er til hátæknilausna í rekstrinum sjálfum varð stöðnun árið 1995 að mati formanns tækninefndar vísinda- og tækniráðs.
Árið 1995 kom þessi vefsíða til sögunnar. Væri hún enn rekin á sama hátt og þá var mætti líkja því við að skófla væri notuð til að grafa fyrir nýjum Landspítala eða hjólbörur til að flytja steypu í grunn nýja meðferðarkjarnans við Hringbraut.
Stöðnun Landspítalans í stafrænum lausnum og upplýsingatækni er hættulegri en fjárskorturinn sem flaggað er. Þetta breytist ekki með ríkisrekstri á öllum sviðum spítalaþjónustu. Stafrænar lausnir heilbrigðismálum kalla á frumkvæði og þátttöku einkaaðila. Séu þeir talin pest verður Landspítalinn áfram forngripur anno 1995."
Kanínur úr hatti nýkommans Gunnars Smára Egilssonar, fyrrum Arnarness-auðvaldsþýs og Baugsþjóns, eiga að borga fyrir allt það bull sem frá þessu framboði rennur.Það er kjósendanna að greina hverjir eigi svo að borga.
Eins og hjá Maduro í Venezuela er það bara kjósandinn sjálfur sem fær að borga. Gunnar Smári mun ekki borga sjálfur né Sigríður Anna nema úr annarra manna sjóðum eins og Eflingar.
Viðreisnarfylkingarflokkarnir ætla hugsanlega að ná sér í fyrstu peningana með því að selja fiskveiðiheimildirnar á markaði ESB og svo orkulindirnar.
Önnur framboð,að Pírötum frátöldum og flokki fólksins, sum hver að minnsta kosti, vilja fara fram ögn ábyrgari hætti.
Spurningin er hvað kjósendur velja í september sem kjarna málsins.
10.8.2021 | 09:08
Never complain, never explain
er máltæki sem Disraeli notaði og svo Henry Ford síðar.
Þetta er heilræði sem Arnar Þór Jónsson framjóðandi Sjálfstæðisflokksins þarf að hugsa um.
Þegar tveir áróðursmenn fyrir ESB, Hannes Pétursson og Óli Bieltvedt fara að skrifa honum pólitísk skeyti og eru að reyna að egna hann upp til andsvara, þá er mikilvægt að heyra slíkt hvorki né sjá.
Þessi Bieltvedt til dæmis heldur að hann geti skrifað formanni Sjálfstæðisflokksins og krafið hann um skrifleg svör við hinu og þessu. Þvílíkt ofmat á eigin persónu.Pelar halda víst stundum að þeir séu heilflöskur.
Og ekki er Hannes Skagfirðingur mikið skárri sem virðist halda að hann geti tekið upp Brexit og látið Arnar bera á því ábyrgð.
Hvorugur þessara mann er þess virði að eyða á þá orðum um stórmál eins og inngöngu Íslands i ESB.
Það þarf Arnar að gera sér ljóst að það það borgar sig aldrei að munnhöggvast við ótínda götustráka sem enginn tekur mark á hvort sem er um málefni stór né smá.
Never complain, never explain Arnar Þór.
9.8.2021 | 23:03
Öfugur endi
er stundum það sem menn byrja á og hindrar lausn vandamálanna.
Nú gengur mikið á í þessum svokölluðu loftslagsmálum þar sem að maðurinn sé að hita loftslagið um meira en 1.5 gráðu á næstu 20 árum með útblæstri vagna hagvaxtarins sem sífelld fólksfjölgun krefst.
Er þetta ekki öfugi endinn? Mannkynið verður að snúa sér fyrst að sér sjálfu. Of margt fólk blæs of miklu út. Það er fólksfjöldinn ekki magnið af útblæstrinum sem er að gera alla ráðmenn veraldar vitlausa. Útblásturspípunun verður að fækka því annars er baráttan töpuð. Kínverjar verða að draga saman um leið og aðrar þjóðir. Verkurinn er að þeir ætla sér ekki að gera það.
Ef þjóðir heims setja sér ekki markmið um að fækka fæðingum í heiminum um einhverja hundraðshluti þá er loftlagsstríðið tapað fyrirfram, hvort sem að sólin tekur þátt í þessu eða ekki.Það er sama hversu mörg fífl hlaupa saman á ráðstefnur í heimsin háborgum, ástandið bara versnar ef mannkynið snýr sér ekki að rótum vandans.
Mannkyninu verður að fækka. Einhverjir fatalistar gætu hugsanlega sagt Covid vera aðvörun náttúrunnar í þessum málum sem stefna í ógöngur hvernig sem á er litið. Fólksfjölguninni verður að linna.
Útblásturstakmörkun er öfugur endi
9.8.2021 | 12:37
It ain´t neccessarily so
sagði Sportin-Life í Porgy & Bess.
"
Nánast má heita öruggt að hlýnun verði meiri á landi en yfir hafi, og að meira hlýni á Norðurskautssvæðinu en á heimsvísu. Þá er líka talið næsta öruggt að sjávarborð muni halda áfram að hækka, og mjög líklegt að lóðrétt hringrás Atlandshafsins veikist á öldinni, þótt óvíst sé hversu mikið það verður.
Þrátt fyrir allt þetta er ekki of seint að bregðast við þótt tíminn sé vissulega naumur. Með róttækum aðgerðum til að stöðva losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda má enn koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en þær 1,5 gráður sem að er stefnt í Parísarsamkomulaginu. Hvernig farið verður að því er svo umfjöllunarefni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi í nóvember, þar sem þessi 6. ástandsskýrsla IPCC verður í brennidepli. "
Fylgnin í tölunum sannar ekkert þar sem sólin er sú sem sendir okkur hitann. Og geislun hennar er breytingum háð sem við stjórnum ekki.
It ain´t neccessarily so!
9.8.2021 | 12:14
Óbreytt skólastarf?
segja ráðherrar. Bólusettir og óbólusettir saman í bekkjum?
"
Þórólfur sér fyrir sér að heimsbyggðin muni þurfa að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel í eitt til tvö ár til viðbótar. Faraldrinum ljúki ekki hér fyrr en honum lýkur alls staðar. Ekki sé hægt að stöðva veiruna við landamærin en máli skipti að lágmarka lekann inn í landið.
Við getum stoppað veiruna af hér en hún mun alltaf leka inn í gegnum landamærin hvernig sem við högum okkur á landamærunum. En við þurfum að hafa fyrirkomulag á landamærum sem lágmarkar þennan leka og við þurfum að hafa einhver takmörk innanlands því annars dreifist veiran mjög hratt. Það þarf ekki nema tvo eða þrjá einstaklinga til að koma af stað bylgju, segir Þórólfur að lokum. "
Hvernig skyldi óbreytt skólastarfið eiga að ganga fyrir sig?
9.8.2021 | 09:59
Ókurteisi
bæði af hálfu Morgunblaðsins að birta grein Óla Bieltvedts ESB og Samfylkingarsinnans með spurningum til formanns Sjálfstæðisflokksins varðandi afstöðu hans til ESB og svo auðvitað Óla líka sem hefur þó líklega sér til afbötunar að kunna lítt fyrir sér mannasiðum.
Þegar Styrmir var orðinn leiður á greinum frá mér fyrir löngu stofnaði hann bloggsíðu fyrir mig og bað mig eiginlega að skrifa eftirleiðis þar frekar en að vera að angra Moggann eða þannig skildist mér tónninn vera.
Spurning er hvort Moggi ætti ekki að athuga að hlífa okkur lesendum við skrifum frá svona fólki eins og Óla Bieltvedt, Birni Leví og TalnaBensa til að nefna einhverja og biðja þá um að skrifa frekar á bloggsíður sínar en að sóða út dýrmætar prentaðar síður í Mogga?
Óli er líklega nægilega dómgreindarlaus að halda að formaður Sjálfstæðisflokksins fari að svara bullinu frá honum opinberlega.
Ég ætla því að stytta Óla leið, þó ég hafi ekkert umboð frá Bjarna formanni, til svara honum stuttlega sem almennur Sjálfstæðismaður sem ég tel mig alveg mega hér á minni bloggsíðu:
Óli skrifar m.a.:
"Leiðandi menn innan Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft þessar fullyrðingar um ESB og mögulega aðild að því hér í blaðinu: -
Að aðild Íslands að ESB væri fullveldisframsal til yfirþjóðlegs embættismannavalds og stofnanaveldis í fjarlægum borgum -
að ESB sé martraðarkennt möppudýraveldi -
að ESB sé ólýðræðisleg valdasamþjöppun -
að ESB sé kjötkatlaklúbbur afdankaðra 3. flokks stjórnmálamanna -
að ESB sé vígi verndarstefnu og pilsfaldakapítalisma -
að stærstu ríkin, sem leggja fram mest fjármagn, verða ráðandi í í öllum meginatriðum."
Þá er svarið við þessu JÁ alveg hreint út.Þetta er mergurinn málsins og þess vegna viljum við ekki sjá deyjandi og handónýtt Evrópusambandið.
Það ætti að vera morgunljóst að það er vonlaust fyrir einhvern ótíndan ofstækismann út í bæ, eins og þennan Bieltvedt, að halda að hann geti bara skrifað hvaða fyrirmenni sem er og heimtað skrifleg svör við dellu sinni.Af hverju skrifar Óli ekki Joe Biden, Páfanum í Róm eða Boris Johnson spurningar um ESB?
Morgunblaðið þarf að fara að athuga sinn gang áður en það prentar hvaða ókurteisi sem er frá hvaða framagosa sem er.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko