Leita í fréttum mbl.is

Kveðið í haugnum

var háttur magnaðra drauga í fornöld.

Einar Benediktsson er í hlutverki slíks draugs þegar hann skrifar þessar línur í Morgunblaðið:

"...En Evrópusambandið er ekki við eigin sögulok. Síður en svo.

En það ríkir óvissa á alþjóðasviðinu og tilefni til að athuga nánar okkar tengsl við Evrópusambandið og þá sérstaklega myntina."

Hún rís ekki hátt fullveldishugsjónin hjá Samfylkingarflokkunum.Né heldur hagfræðiskilningurinn á fasamuninum í hagsveiflum meginlandsins og Íslands í fjölþjóðlegum heimi með tugi fríverslunarsamninga.

Þetta er sannarlega draugakveðskapur úr haugnum sem fáir kjósendur munu vilja heyra.


Borgarlínubullið

virðist bruna áfram stjórnlaust vegna þráhyggju nokkurra forystumanna stjórnmálaflokka sem mynda meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur.

Og það sem furðulegra er  þá hefur þeim tekist að rugla forystumenn í ríkisstjórn Íslands svo í ríminu að að þeir hafa heitið að opna fjárhirslur þess fyrir þeim til að láta vatnið renna upp í móti.

Elías Elíasson hefur lagt sig fram um að greina vandamálið í almenningssamgöngum. Einn meginþáttur í því eru umferðartafir sem kosta fé og fyrirhöfn.

Elías skrifar svo í Morgunblaðið í dag:

"Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðin eru að þjappa saman fólki sínu. Hús skulu nú reist upp í loftið svo fleiri íbúðir rúmist á hverjum hektara og meiri fasteignagjöld streymi í kassann. Fólk á ferð skal einnig taka færri fermetra á vegunum svo því skal þjappað saman í hina stóru vagna Borgarlínu þegar hún kemur en pakkað saman þangað til í biðröðum umferðartafa.

Meðan á þessari baráttu stendur má umferðin ganga á hraða snigilsins. Borgarlína bætir lítið. Þó henni séu ætlaðar sér akreinar sem enginn annar má nota flýtir það aðeins för milli þess sem hún stoppar á öðru hverju götuhorni svo hún nær aðeins lágum hraða. Höfuðborgarsvæðið er sett í hægagang og menn spyrja: hvað með kostnaðinn? Fátt er um svör.

Mikilvægum upplýsingum um tafakostnað í umferðinni upp á tugi milljarða á ári er leynt.

Skýrsla Mannvits og COWI frá 2020 um félagslega greiningu Borgarlínu vakti, þrátt fyrir vafasamar forsendur, athygli á því að beinan kostnað af umferðartöfum má meta til fjár. Í skýrsluna vantaði hins vegar tölur um heildarumferðartafir á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að þær hafi ótvírætt verið reiknaðar við gerð hennar hafa þær ekki verið birtar, enda óþægilegt fyrir Reykjavíkurborg sem hefur staðið gegn áhrifaríkum aðgerðum til að greiða fyrir umferðinni innan sinna vébanda.

Því var svipast um eftir upplýsingum sem gætu gefið til kynna hve miklar tafirnar væru og þær fundust. Vegagerðin hefur á heimasíðu sinni upplýsingar um umferð á höfuðborgarsvæðinu, magn hennar og dreifingu yfir sólahringinn, til eru alþjóðlegar mælingar og verkfræðistofan VSÓ gerði árið 2017 á vegum SSH umferðarspá fyrir höfuðborgarsvæðið og gekk þá út frá grunnupplýsingum frá árinu 2012.

Þessar upplýsingar má setja saman í reiknilíkan og kemur þá í ljós, að það líkan skilar nánast sömu niðurstöðum um umferðartafir grunnárs VSÓ eins og þeirra umferðarlíkan gerði og var í samræmi við þá fyrirliggjandi umferðarmælingar. Munurinn er innan við 10% og breytir það litlu um heildarmyndina.

Niðurstaðan úr þessum reikningum er sú, með núverandi aðstæðum í umferðinni, að félagslegur kostnaður ársins 2020 vegna umferðartafa hefur legið skammt neðan við 30 milljarða króna eftir að hafa legið þar yfir í þrjú ár samfleytt vegna meiri umferðar. Þessi kostnaður mun síðan vaxa upp í nærri 50 milljarða árið 2030.

Tímakostnaður tekur mið af launum fólks á millitekjum en væri hærri ef flutningabílar og aðrir vinnubílar væru teknir með í reikninginn. Þetta eru mun hærri tölur en áður hafa sést. Til dæmis gaf Samband iðnrekenda út töluna 15 milljarða árið 2017 og þótti nóg um. Þarna er um að ræða beinan samfélagslegan kostnað umferðartafa en við hann má bæta auknum eldsneytiskostnaði sem gæti hækkað fyrrnefndar tölur í grennd við 10%. Hinn beini tafakostnaður er þó ekki allt.

Umferðartafir eru afar óreglulegt fyrirbrigði og gerir það bæði einstaklingum og fyrirtækjum erfitt um vik við áætlunargerð. Af þessum sökum verður til töluvert af dauðum tíma sem erlendar rannsóknir benda til að geti orðið um 65% af beinu töfunum.

Þeir erfiðleikar koma t.d. fram í auknum kostnaði við framkvæmdir og má sem dæmi nefna byggingu nýrra íbúða og vega á byggðum svæðum, að ekki sé talað um framkvæmdir eins og nýja háskólasjúkrahúsið við Landspítalann.

Hér er ekki verið að tala um þann kostnað sem verður vegna þrengsla á framkvæmdasvæðum, aðeins dauðan tíma vegna erfiðleika í áætlunargerð og tafir á aðföngum. Heildarmyndin er því sú að kostnaður sem umferðartafir valda getur nú þegar verið kominn upp í stærðargráðuna 50 milljarðar króna á ári og verði ekkert að gert vex sú tala í 80 milljarða eða meir á næstu 10 árum.

Það munar um minna sagði einhver en viðbrögðin eru jafnan þau að „Borgarlínan reddar þessu“. Það er af og frá, hún bætir í tafirnar og kostnaðinn þar með. Þó svo Borgarlínan fái sérstakar akreinar fyrir sig, sem nýtast auðvitað illa, þá gengur hún ekki mikið hraðar en strætó í dag stoppandi á öðru hverju götuhorni.

Fólk er ekki farið að flýja úr einkabílnum enn yfir í strætó og vafasamt að sérakreinar Borgarlínu flýti svo för að hlutur hennar í umferðinni fari langt yfir 5% ferða.

Fólk flykkist ekki í Borgarlínuna fyrr en hún sparar umtalsverðan tíma á við einkabílinn, slíkir eru yfirburðir hans þegar kemur að þægindum, sveigjanleik og flutningi farangurs.

Fyrirliggjandi gögn gefa mjög sterka vísbendingu um að kostnaður vegna umferðartafa á höfuðborgarsvæðinu sé kominn langt yfir öll ásættanleg mörk.

Það er alveg óskiljanlegt hvernig hægt er að hella yfir almenning hverjum auglýsingabæklingnum á fætur öðrum og hverri sérfræðiskýrslunni af annarri án þess að gerð sé grein fyrir því hver kostnaðurinn af töfunum er og allri þessari baráttu um flatarmálið yfirleitt.

Það er deginum ljósara að tafirnar hafa verið reiknaðar en niðurstöður ekki birtar, enda er kostnaður sem gæti legið á bilinu 50 til 80 milljarðar króna á næsta áratug of hár til að horfa fram hjá honum. Það eru stjórnmálamenn sem ráða þessari leynd og tími kominn til að þeir bæti ráð sitt."

Hvert orð Elíasar er byggt á rökum sem varla verður í móti mælt. Það er dapurlegt þegar málsmetandi menn hafa látið ginna sig til þjónustu við þessar brjáluðu hugmyndir um að þrenging gatnakerfisins með tilkomu nýs Borgarstrætós í öðrum lit og með hjólahlífum, muni fjölga þeim sem ferðast með þessum almenningssamgöngum úr 4 % í 12 %.

Síðan hvenær vilja menn norpa í íslenskri veðráttu í að bíða eftir strætó þegar allir sem vettlingi geta valdið hafa valið einkabílinn. Hvernig á að leysa skutlið með skólafólkið öðruvísi?

Hversvegna myndu menn kjósa að eyða 2 klukkutímum í að ferðast með Borgarlínu í erindum sínum þegar hálftími dugar á einkabílnum?

Af hverju er Reykjavík öðruvísi samgöngulega heldur en á Florida þar sem veður er þó miklu stöðugra og biðvænna á stoppistöðvum?

Menn geta horft á þetta á götum Orlando í Florida. Hvergi eru bílar ódýrari né bensínið billegra. Þar ganga strætóar líka eftir götunum sem þeir fátækustu nota. Eftir götunum streyma bílarnir um mislæg gatnamót og umferðarbrýr og allir virðast ánægðir með það.Hví skyldu þar gilda önnur umferðarlögmál en hérlendis?

Eina leiðin til að stöðva Borgarlínubullið og þá brjáluðu peningabrennslu sem þetta lið ráðgerir er að það verði kosið frá í næstu kosningum áður en það getur valdið frekara tjóni en orðið er. 


Framtíðin í sjávarútvegi

er kannski sú sem Síldarvinnslan er að fara?

Þegar fyrsta kynslóð  útvegsmanna er að eldast og setur fyrirtæki sín á markað þá virðist þetta vera leið sem getur stuðlað að breiðri eignaraðild sjávarútvegsfyrirtækja.Og þar með meiri sátt um þessa miklu atvinnugrein í landinu.

Frétt af mbl.is

Unnið að skrán­ingu Síld­ar­vinnsl­unn­ar á markað

"Ekki er gert ráð fyr­ir að gefið verði út nýtt hluta­fé í Síld­ar­vinnsl­unni við skrán­ingu fé­lags­ins á aðal­markað Nas­daq Ice­land, seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við 200 míl­ur. Þess í stað munu nú­ver­andi hlut­haf­ar selja af sín­um hlut við skrán­ing­una.

Til­kynnt var í morg­un að stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafi ákveðið að hefja und­ir­bún­ing að skrán­ingu fé­lags­ins í Kaup­höll­ina og gert ráð fyr­ir að það sé komið á markað á fyrri árs­helm­ing þessa árs. Þá sé mark­miðið að opna fé­lagið fyr­ir fleiri fjár­fest­um.

Spurður hvað hafi orðið til þess að ákveðið sé að skrá fé­lagið á markað nú svar­ar Gunnþór: „Þetta hef­ur komið til tals og menn hafa fundið fyr­ir áhuga aðila á að koma að sjáv­ar­út­vegi. Þessi ákvörðun er liður í því að svara því kalli.“ Hann seg­ir þessa aðgerð til fallna að efla fé­lagið til framtíðar.

Fjöldi hlut­hafa

Meðal nú­ver­andi hlut­hafa Síld­ar­vinnsl­unn­ar er Sam­herji stærst­ur, en það fyr­ir­tæki fer með 44,64% hlut. Þá fer Kjálka­nes ehf. með 34,23% hlut en það fé­lag er í eigu tíu ein­stak­linga og eru Anna og Ingi Jó­hann Guðmunds­börn með hvort um sig 22,54%, en aðrir með minna. Þar á meðal Björgólf­ur Jó­hanns­son, einn tveggja for­stjóra Sam­herja, sem fer með 8,67% hlut í Kjálka­nesi.

Þá fer Sam­vinnu­fé­lag út­gerðarmanna Nes­kaupstaðar með 10,97% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Eign­ar­halds­fé­lagið Snæ­fugl ehf. fer með 5,29% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni, en eig­end­ur þess eru fjór­ir. Hall­dór Jónas­son er stærsti hlut­hafi í Snæ­fugli með 54,25% en Björgólf­ur Jó­hanns­son minnsti hlut­hafi með 5%.

Hraun­lón ehf., í jafnri eigu Ein­ars Bene­dikts­son­ar og Gísla Bald­urs Garðars­son­ar, fer með 1,62% hlut í Síld­ar­vinnsl­unni en aðrir hlut­haf­ar eru með minna en eitt pró­sent. Alls eru ríf­lega 280 hlut­haf­ar í fé­lag­inu og ekki ljóst hverj­ir eru nú að hugsa um að selja hluti sína."

Framtíðin í sjávarútvegi og nýting auðlindarinnar er grundvallarmál sem ríkja þarf sem víðtækust sátt um meðal landsmanna.


Hábrúar hrifningaralda

fór um Ísland þegar hugmyndir um hábrú fyrir sundin voru kynntar.

Nú er það svo að hliðarálag  á mannvirki vegna vind og jarðskjálfta eykst hratt  með hæð mannvirkisins.

Mér datt í hug að til þess að Brúarfoss komist undir brúna þarf hann meira en 31 metra breiða rennu til að fara um.

Kæmi til greina að ódýrara væri að tveir turnar í miðju hífðu brúargólfið upp þegar skip þarf að fara í gegn. Einfaldur mekanismi til þess að gera?

Burlington bridge

Bara svona skot út í bláinn í hrifningaröldu glæsilegrar hábrúar Sigurðar Inga.

 G.Tómas Gunnarsson sendi mér þessa mynd frá Ontario.Hábrú og lágbrú

 


Vel mælt Víðir

þegar þú segir svo:

„Það skiptir mestu máli að við séum al­menni­legt fólk og góð hvert við annað, og kær­leikurinn er það sem mun koma okkur á­fram í þessu.“

Það er afskaplega leiðinlegt að heyra af ókurteisi fólks í garð þeirra sem eru bara að reyna að fylgja fyrirmælum.

Vonandi virðir þetta fólk áminningu Víðis um viðhorf kærleikans sem Páll postuli minnti okkur á fyrir margt löngu.


Áfram gakk

utanríkisviðskiptastefna Íslands finnst mér  vera dæmi um vel unna og vandaða skýrslu um útlit og horfur í íslenskum utanríkisviðskiptum.

Ég þrælaði mér í gegn að lesa þessar 70 síður  á hundavaði og sé ekki annað en þær séu afskaplega fróðlegar og upplýsandi fyrir það mikla starf sem unnið hefur verið á sviði utanríkisviðskipta Íslands allt frá Bretton Woods samkomulaginu árið 1944 til þessa dags. 

Það er gefið greinargott yfirlit yfir stöðu mála í viðskiptasamningum Íslands sem hver maður hefur gott af að renna yfir. Maður getur tekið ofan fyrir því gríðarlega heimildasafni sem höfundar hafa notast við í gerð skýrslunnar.

Það verður erfitt verk fyrir afturhalds-og fíflaflokka í stjórnmálum að vinda ofan af þessu öllu eigi að hverfa aftur til þeirra hafta og ófrelsis sem ríktu í viðskiptamálum Íslands framan af síðustu öld. Enn ríkir ekki fullkomið frelsi og tollaleysi í viðskiptum Íslands við önnur ríki. En greinilegt er að stefnt er að því marki af Íslands hálfu við núverandi stjórn.

Guðlaugi Þór er óskað til hamingju með þessa Áfram Gakk skýrslu um Utanríkisviðskipti Íslands sem hann hefur látið semja.


Á að versla við Vðreisn?

Hér fer á eftir ræða Styrmis Gunnarssonar á stofnfundi félags um fullveldi Islands í ágúst 2018.

 

"Hvers vegna að stofna félag um fullveldismál Íslands?

“We’ve learned that quiet isn’t always peace”
Amanda Gorman

 



Flestir Íslendingar telja að Íslandi eigi að vera frjálst og óháð land. Þannig er hagur þjóðarinnar best tryggður og þannig getum við með stolti tekið þátt í alþjóðlegri samvinnu án þess að aðrar þjóðir geti sagt okkur fyrir verkum. Á þann hátt verða tækifæri okkar fleiri bæði heima og að heiman og við getum komið fram við aðrar þjóðir með stolti og virðingu og án þess að vera leppar einhverra annarra ríkja.  Þannig getum við lagt mest að mörkum í síbreytilegum og ótryggum heimi.

Sjálfstæðisflokkurinn var á sínum tíma stofnaður um frelsi þjóðarinnar. Hans aðalstefnumál  var skýr og óumsemjanleg krafa um frjálsa þjóð í frjálsu landi. Fyrsta aðalstefnumálið var „að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn“ og hitt var „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi aðalstefnumál eru enn grunngildi flokksins. Það eru sagnfræðilegar ástæður fyrir því að flestir Íslendingar vilja ekki inngöngu í  Evrópusambandið (ESB). Sumir segja þetta tilfinningar en eins og með margar tilfinningar byggir þessi tiltekna tilfinning á gefinni reynslu.

Í þessu ljósi getur verið að einhverjir hafi orðið hissa þegar fréttist af stofnun sérstaks félags sjálfstæðismanna um fullveldismál 1. desember 2019. Undir öllum venjulegum kringumstæðum stofnun slíks félags innan flokksins að vera óþörf

Í dag er öldin önnur. Nýlega samþykktu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins innleiðingu þriðja orkupakka ESB (OP#3) í íslensk lög, að aðeins einum þingmanni undanskildum (Á.F.). Hvað veldur? Skýringuna er ekki að finna í lögum eða reglugerðum Sjálfstæðisflokksins því í 1. kafla, 7.gt. skipulagsskrár flokksins segir um landsfund:

“Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokksins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans.”

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, haldinn í Laugardalshöll 16. – 18. mars 2018 segir eftirfarandi í Ályktun Atvinnuveganefndar í kaflanum um Iðnaðar- og orkumál:

“Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði
til stofnana Evrópusambandsins.”(leturbreyting bloggarans)

Lögfræðingar sem sérfróðir eru um stjórnskipunarrétt og stjórnarskrármálefni hafa lýst áhyggjum af því að Alþingi hafi með innleiðingu OP#3 í íslenskan rétt yfirstigið mörk stjórnarskrárinnar með því að opna fyrir framsal yfirráða yfir orkuauðlindum Íslands til erlends yfirþjóðlegs valds. Mörgum kann að koma þetta á óvart, einkum þar að lýðræðislega kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins stóðu allir sem einn fyrir og stóðu þétt að baki þessum gjörning, sem er framsal á fullveldi landsins í eigin orkumálum. Íslenska þjóðin hefur aldrei verið spurð að því hvort hún er sammála þessum gjörningi.

Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál er stofnað í þeim tilgangi að efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins sem fjalla um frjálsa og fullvalda þjóð. Ekki er þar vanþörf á."

Margir Sjálfstæðismenn spyrja í dag hver stefna flokksins sé í Evrópumálum.Fá svör fást og ekki hefur Birgir Ármannsson mér vitanlega rætt mikið við Sjálfstæðismenn um þau mál sem þá voru umdeild sem 3.Orkupakkinn var.

Er einhver verslunarsamningur í bígerð við Viðreisn þeirra Þorgerðar Katrínar, Þorsteins Pálssonar og Benedikts Jóhannessonar?


A ég að trúa því ?

að Vladimir Pútín sé bara ótíndur glæpamaður og eiturbyrlari. Ofsæki Navalny varnarlausan?

Ég sem alltaf hef trúað því besta um Pútín. Á ég virkilega að fara að skipta um skoðun á honum? Er hann bæði fífl og drullusokkur eins og verstu úrrhrök KGB voru að atvinnu?

Pútín minn, sýndu nú stjórnvisku og bregstu mér ekki svo ég þurfi að fara að trúa því versta um þig. 


Fyrri bólusetning

barst okkur hjónum (83) með Pfizer bóluefni kl 10:00 í morgun hér í Sunnuhlíð. Við þökkum yfirvöldum fyrir þessa fyrri bólusetningu.


Raunveruleg skelfing

Skelfingartíðindi af klerkabrjálæðingunum í Persíu.

Spurningin er hvað Joe Biden ætlar að gera í þessu? Og svo líka í dæmi Kim Jong Un. Trump var að vinna á móti þessu en hann er ei meir. 

"Tuesday, 02 February 2021 4:57 PM

Iran's representative to the Vienna-based organizations says the country has installed new cascades of advanced centrifuges at two nuclear sites in Natanz and Fordow to increase enrichment capacity.

"Thanks to our diligent nuclear scientists, two cascades of 348 IR2m centrifuges with almost 4 times the capacity of IR1 are now running with UF6 successfully in Natanz," Kazem Gharibabadi said in a post on his Twitter account on Tuesday.

He added that Iran also started the installation of two "cascades of IR6 centrifuges" at its Fordow nuclear facility.

"There's more to come soon," the ambassador said.

In another tweet, Gharibabadi said Iran has informed the International Atomic Energy Agency of the progress as planned, adding that the IAEA "is yet able to verify."

Back in May 2018, former US President Donald Trump pulled Washington out of the multilateral nuclear agreement, officially known as the Joint Comprehensive Plan of Action (JCPOA), reached between Iran and major world states in 2015 and adopted the so-called maximum pressure campaign against Iran with the declared aim of forcing Tehran to negotiate a new deal.

Iran remained fully compliant with the JCPOA for an entire year but as the remaining European parties failed to fulfill their end of the bargain, Iran began in May 2019 to scale back its JCPOA commitments under Articles 26 and 36 of the accord covering Tehran's legal rights.

In one of its latest steps away from the deal, Iran on January 4 announced the beginning of the process to enrich uranium to 20-percent purity at Fordow in its latest step to reciprocate the American withdrawal and the European failure.

New US President Joe Biden, who was vice president when the deal was signed, has said he hopes to return Washington to the deal. However, his foreign policy team has said Iran should take the first step by coming back into "full compliance" with the JCPOA.

Iran, however, says it will only reverse its reciprocal measures if the United States lifts its sanctions as a prelude to rejoining the deal."

Þetta eru skuggaleg tíðindi því að Persarnir eru ekki að auðga úran nema til þess að búa til sprengjur á Israel. Hvað gera Ísraelar. ? Horfa þeir bara á þetta gerast?

Þetta eru raunveruleg skelfingartíðindi.


Bóluefnisslys Íslendinga

tekur Gunnar Rögnvaldsson fyrir í færslu dagsins:

"Bóluefnaskorts-lest Evrópusambandsins og EES brunar fram af brúninni

Það nýjasta sem gerst hefur í bóluefnaskorts-apparati Evrópusambandsins síðan á sunnudag, er að forseti framkvæmdaleysisstjórnar þess, Ursula von der Lygar, reynir nú að kenna undirmönnum sínum um og hendir þeim hverjum á fætur öðrum undir járnbrautarlest veruleikans sem nú brunar bóluefnislaus fram á egyptalandsteinum Evrópusambandsins, á meðan fólkið fellur, og stefnir þráðbeint í gerræðislegt allsherjar slys sem taka mun allt þetta ár og næsta að hrúgast upp með ærandi hávaða – til að byrja með. Síðan mun stund sannleikans taka við og taka ruslahrúgur Evrópusambandsins yfir og snúa það niður. Vonandi, því frá og með nú nú er því algjörlega sjálfhætt. Það sjá allir

Þarna átti að hefja Evrópusambandið á loft og sýna heiminum hversu máttvana sjálfstæð og fullvalda ríki jarðar væru með því að láta umboðslaust fjölþjóðaapparat en ekki ríkin sjálf um að bjarga sér úr verstu áföllum sem dunið hafa á Evrópu síðan 1945

En það fór heldur betur ekki þannig, því nú skín Stóra-Bretland –ásamt öðrum vestrænum ríkjum utan sambandsins– sem fullvalda, sjálfstæð og fögur borg á hæstu hæð í þessu máli öllu

En við sem hins vegar lutum svo örkumlandi bænaskjals lágt að láta EES-samninginn koma okkur þarna á kaldan og bóluefnislausan klaka Evrópusambandsins, erum varnalaus og munum heldur betur þurfa að éta skít þegar að bata og framförum í efnahagsmálum okkar kemur þetta árið og það næsta, og svo koll af krónískum ESB-kolli eftir það, einungis vegna EES-tengingar okkar við svarthol Evrópusambandsins. Út með þetta lamandi ees-ekkert!

Úr leiðara Morgunblaðsins í dag þriðjudaginn 2. febrúar 2021: Bóluefnastríð ESB

"Eft­ir á að hyggja hefði sjálfsagt ekki veitt af sam­keppni, því Evr­ópu­sam­bandið hef­ur full­kom­lega brugðist á hverju ein­asta stigi bólu­efnisáætl­un­ar sinn­ar. Fyr­ir vikið má heita ómögu­legt að það ná­ist að bólu­setja Evr­ópu­búa að því marki á þessu ári að ein­hver vörn sé í. Það er hörmu­legt fyr­ir al­menn­ing í Evr­ópu, þar með talið á Íslandi, en ís­lensk stjórn­völd ákváðu af ein­hverj­um enn ótil­greind­um ástæðum að binda trúss sitt við þessa ólán­legu áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins. Af því súp­um við nú seyðið og rík­is­stjórn Íslands þarf að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um um það." [krækja]

Mætti ég spyrja af hverju heilbrigðismálaráðherra okkar er enn með stól þess almennings sem hún hafði að háði og spotti í þessu máli undir sér? Hvers vegna er hún enn þá í því embætti? Hér ríkir gerræðislegur bóluefnisskortur einungis vegna EES-tengingar okkar við svarthol – á meðan ný Oxford/Spitfire æðir um og þekur Stóra Bretland og verndar þjóð þess með bóluefni, til dæmis með 600 þúsund skotum á laugardag

Er ekki komið nóg af engu? Ísland hefur mátt éta skít í bráðum fimmtán ár vegna EES-tengingar við svarthol þjóða."

Bara af því að Björn Bjarnason vill vera í EES þá búum við í Bóluefnisslysi ESB.?


Hinn bíllausi lífsstíll Borgarstjóra

er G.Tómasi Gunnarssyni umfjöllunarefni:

"Borgarstjóri ræktar "garð sinn" og bílastæði

Það er rétt að taka það fram í upphafi að þessi færsla er tengd við ríflega 3ja ára gamla frétt af mbl.is.  Ég minnist þess ekki að hafa tengt færslu við jafn gamla frétt.

En í fréttinni kemur fram að Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt á fundi sínum stækkun á lóð í eigu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra.

Það kemur jafnframt fram að lóð nágranna minnki samsvarandi.

Ekkert við það að athuga og um eðlileg viðskipti virðist að ræða.  Dagur segir í svari til mbl.is, að bætt hafi verið við lóð hans "órækt og rósarunnum".

Þar kemur einnig fram að lóðin sem minnkar, er skilgreind sem íbúðahúsalóð.  Þar sé þó ekki bygging, heldur sé hún nýtt að mestu leyti sem bílastæði.

Ég held því að öllum sem hefðu lagt á sig lágmarks heimildavinnu hafi mátt vera ljóst að ekkert óeðlilegt sé við að húseign Dags (og konu hans) hafi 2. til 3. einkabílastæði (ég veit ekki hver heildarfjöldinn er, þó að keypt hafi verið 2. af nágranna).

Sjálfur hefði ég líklega ekki hikað við að taka sömu ákvörðun, hefði verðið verið ásættanlegt, enda líklegt að verðgildi húseignarinnar hækki með aðgangi að bílastæðum.

En það sem vekur ef til vill upp pólitískar spurningar, er hvers vegna oddviti þess meirihluta í borgarstjórn sem hefur tekið "bíllausan lífstíl" upp á sína arma, og talið byggingar fjölda íbúða án bílastæða til framfara, telur sig þurfa þessi bílastæði?

Ef til vill er þetta gott dæmi um stjórnmálamenn sem segja, ekki gera eins og ég geri, gerið eins og ég segi?

Slíkt væri vissulega ekkert einsdæmi, en það væri fróðlegt ef fjölmiðlar myndu beina slíkum spurningum að borgarstjóra."

Hverjar voru réttlætingarnar fyrir hinum miklu forgangsframkvæmdum við Óðinstorg þar sem Dagur býr umfram önnur svæði?

Finnst kjósendum Dags B. Eggertssonar og fylgismönnum hins bíllausa lífsstíls þessi hegðun Borgarstjórans vera bara í lagi?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband