10.1.2010 | 23:56
St.Eva Íslendinga !
Í kvöld hlustaði ég á viðtal Egils við Evu Joly, Alain Lipitz, Michael Hudson og Elviru Mendes.
Þegar ég lít yfir hvernig okkar Icesave-mál hafa þróast þá get ég ekki annað en fært þessari konu þakkir fyrir hvernig hún, óskyld manneskjan, hefur tekið til varna fyrir okkar hart leiknu þjóð. Þessi kona hefur tekið upp varnir á heimsvísu með skrifum og málflutningi sem er að opna augu heimsins að eitthvað kunni að liggja á borðinu annað en einhliða sekt Íslands. Til hennar koma nú æ fleiri sterkir liðsmenn, sem taka undir hennar sjónarmið, miklir menn og góðir.
En það var hún sem hóf upp merkið. Þessi einbeitta kona sem ég hélt fyrst að væri hér bara í eiginhagsmunaskyni. Þar skjátlaðist mér herfilega.Ef við Íslendingar ættum að velja okkur þjóðardýrling núna, svona eins og við veljum okkur þjóðarblóm, þá vildi ég greiða Evu Joly mitt atkvæði.
Við ættum að reyna að ganga í lið með henni í baráttunni fyrir Ísland og óbornar kynslóðir. Hætta að dýrka þessa menn sem rífast eins og krakkar í sandkassa um það hversu sekir við séum eða ekki og kyngja ofan í okkur stolti, gargi og pólitískum þráa. Reynum að rísa upp eins og menn til að horfast í augu við okkar stríð og okkar opnu sund. Mér finnst ekki liggja mest á að rakka niður það sem við höfum verið að gera til þessa. Reynum heldur að bæta um betur og nota þau tæki sem okkur bjóðast.
Eva Joly hefur umfram aðra vakið okkur til vitundar.Reynum að fylgja hennar fordæmi.
Hún er í mínum augum St.Eva Íslendinga !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ekki má heldur gleyma Michael Hudson. Hann gæti fengið að vera engill.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 00:03
Já mín vegna ! Það munaði nú um hann í fyrra.
Halldór Jónsson, 11.1.2010 kl. 00:04
Tek undir þetta og er reyndar að hlusta á Michael Hudson líka og hann getur verið St. Michael ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.1.2010 kl. 00:10
Gleðilegra ár Halldór sæll, tek undir með þér heilshugar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.1.2010 kl. 00:15
Það er forsetinn sem er okkar bjargvættur.
Offari, 11.1.2010 kl. 00:18
Þegar vammlausir og réttsýnir fara offari, þá lýkst upp ljósið, jafnvel hjá forseta.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.1.2010 kl. 00:28
Og það merkilega er að fjármálaráðherra vor er svo "ánægður" með ákvörðun forsetans að hann vill hvorki sjá þennan vin sinn og samherja, samkvæmt grein í Pressunni. Það er ansi hart ef menn mega ekki lengur vinna vinnuna sína af samviskusemi og þjóðinni til heilla án þess að það verði vinslit....
Það er greinilega ekki allt í lagi á stjórnarheimilinu og skilnaður líklega yfirvofandi!
Og varla eru þau skötuhjúin, Jóhanna og Steingrímur, hrifin af afstöðu Evu Joly til yfirgangs Breta og Hollendinga.... Ætli þau vísi henni ekki frá landinu næst þegar hún kemur til landsins. Það kemur manni fátt á óvart lengur....!!!
Ómar Bjarki Smárason, 11.1.2010 kl. 00:43
Flott allir góðu englarnir,enginn Lúsifer,búið.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2010 kl. 02:52
Þeir eru nú ýmsir, föllnu englarnir, Helga mín, ef grannt er skoðað.
En Halldór, þú sem berð réttilega lof á Evu Joly, gleymdu ekki forsetanum! Hugsaðu þér bara: Ef hann hefði skrifað undir, hvar stæðum við þá? – nú þegar! Og hvað hefði þá tjóað fyrir Evu Joly að segja eitthvað í Silfri Egils!
Taktu nú einu sinni ofan fyrir Ólafi Ragnari, þótt þú lofir að gera það aldrei aftur!
Jón Valur Jensson, 11.1.2010 kl. 04:20
Meira að segja ég, hef tekið ofan minn hatt fyrir Ólafi, að hafa haft þor til að snupra fyrrum allaballa.
Ég sem fór á fund fyrri forseta þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og Ólafur var korinn. Þar fékk ég hennar leyfi til að líta á hana sem minn forseta svo lengi sem Ólafur gegndi embættinu og hún væri á dögum.
Hún er enn lifandi og Ólafur enn í embætti.
Mibbó
veit að virðing ber góðu dagsverki.
Bjarni Kjartansson, 11.1.2010 kl. 11:09
Eva Joly .....er sannarlega kona þessa árs sem og þess síðasta......
Ég er hrærð yfir þeirri umhyggjusemi sem hún sýnir okkur Íslendingum með þessa máttlausu ríkisstjórn sem við nú búum við. Steingrími er að vísu vorkunn.....en það er með ólíkindum hvernig Samfylkingarfólkið nær að firra sig allri umræðu og ábyrgð.....hvar eru fjölmiðlar núna. Því eru þeir ekki fyrir utan glugga og hurðar Jóhönnu og Össurar. Steingrímur er látin eins og í skaupinu axla alla ábyrgð og þrífa eftir kafftímana þeirra.
Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 14:55
Ok sammála að hún geti verið St Eva.
Þá er það hinir,, Helv.Steingrímur. og Helv.Jóhanna og....... etc Því ekki?
Þessi svokölluðu skötuhjú Steing og Jóh. Gera lítið annað en að rakka allt niður sem þetta fólk Hudson og Joly segja.
Ég get ekki séð að þau Steing og Jóh séu réttu megin við samningaborðið, miðað við málflutning þeirra. Og þá hljóta þau því að kallast Landráðamenn.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 18:23
Og hvað er með Kidda Sleggju sem segir okkur verða að borga í Mbl. í dag. Þar varð ég nú fyrst roðlaus þegar ég las þá grein. Skil ég hann rétt ?
Halldór Jónsson, 11.1.2010 kl. 18:53
Ekki viss um að hann skliji sig sjálfur,,,,, þessi kálfur.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 20:59
Kannski hálfur ?
Halldór Jónsson, 11.1.2010 kl. 23:34
Mér brá líka. Hvílíkur utanveltumálflutningur! Manni dettur það versta í hug. Er hann á leið í Samfylkinguna?
Jón Valur Jensson, 12.1.2010 kl. 00:14
Sæll frændi.
Við skulum ekki gleyma framlagi Dr. Mariu Elviru Méndez Pinedo sem er doktor og dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands og flestum fróðari um þau mál. Lítur á sig sem Íslending.
Hún er gift Íslendingi og hefur búið hérlendis í allmörg ár. Ég hef það eftir starfsfélögum við HÍ að hún sé "eldklár".
Hún bloggar stundum hér: http://elvira.blog.is
Ágúst H Bjarnason, 12.1.2010 kl. 13:19
Já frændi ágúst, ég minntist einmitt á hana í innganginum , mig vantaði Pinedo nafnið.
Halldór Jónsson, 12.1.2010 kl. 13:53
skarfur
12.1.2010 | 20:47
Samningar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir hönd þjóðarinnar 10. október 2008 og 16. nóvember 2008! Þannig hófst samningaferlið!
Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
Reykjavík 16. nóvember 2008
Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar dynja á núverandi ríkisstjórn. Svona hófst í raun þessi samningaruna. Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls! Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð. Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!
Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:58
Auðun Gíslason er alls staðar að dreifa þessum villandi gögnum í BLEKKINGARSKYNI.
Þetta er afar villandi og í raun forheimskandi innlegg frá honum. Þetta sem dagsett er 11.10. 2008 er október-minnisblaðið, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir benti á í desember 2009 að hefði fallið úr gildi um einum mánuði seinna, í nóvember 2008! Þá kom vinnusamkomulagið 16. nóv. í staðinn, þar sem Brussel-viðmiðin (sem ISG segir, að EKKI hafi verið farið eftir í Icesave1- og Icesave2-samningunum!) voru tekin upp, og þá, í nóv. 2008, viðurkenndu Hollendingarnir sjálfir, að október-minnisblaðið væri ekki lengur gilt. Þar að auki var þetta minnisblað aldrei borið undir Alþingi né fjárveitingavald þess og var því ALDREI skuldbindandi fyrir íslenzku þjóðina, skv. stjórnarskránni.
Hér þyrfti að svara meira til, um nóvember-skjalið 2008, en ég var að uppgötva þessi innlegg Auðunar hér og víðar nú í nótt og gef mér því ekki tíma til að höggva inn í þetta frekar, að því undanskildu að gera aths. við eftirfarandi orð þar í 1. og 2. lið: "Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags svæð ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins. – Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu ..." o.s.frv. En það er alveg rétt, að tilskipun Evrópubandalagsins frá 1994 gilti og gildir hér vegna laga okkar nr. 98/1999, um það deilum við, sem höfnum ábyrgð ríkissjóðs á Icesave, EKKI, heldur eru það einmitt Bretakvikindin, sem hafa þverskallazt við að játa þá staðreynd, að einmitt þetta tilskipunarákvæði 94/19/EC sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu!
Svo ætti Auðun að muna, að Icesave-myllan fór af stað með vilja og vitund brezkra og hollenzkra yfirvalda! – og þeirra var það að verja sína þegna með góðu eftirlitið – það var að áliti Evu Joly alls ekki hægt að leggja á rúmlega 20 manna FME hér heima!
Ekki nóg með það, heldur skapaði tilskipunin 94/19/EC falskt öryggi, gaf rangar væntingar um öryggi reikninganna. Á því verður Evrópubandalagið að taka fjárhagslega ábyrgð, segir hinn sérfróði prófessor Stefán Már Stefánsson og hinn frábæri Lárus Blöndal hrl. með honum, ekki hin einstöku ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, sjá hér: Bótaskylda EVRÓPUBANDALAGSINS vegna eðlilegra, en rangra væntinga innistæðueigenda!
Þar að auki komu þeir nýju endurskoðunarstaðlar, sem bjuggu í haginn og sköpuðu starfsumhverfið fyrir bólufyrirtæki, krosseignatengsl og áhættukeyrslu í rekstri stórfyrirtækja, frá Evrópubandalaginu, ekki frá sjálfstæðri löggjöf íslenzkri! Sjá um það þessa grein: Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir – og þessa: Alþjóðlegu endurskoðunarskrifstofu-risarnir bera þunga ábyrgð á kerfislægri orsök fjármálabólunnar sem sprakk, hér jafnvel fremur en erlendis.
Lifðu heill, Halldór minn, og sjáumst!
Jón Valur Jensson, 13.1.2010 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.