Leita í fréttum mbl.is

Er sigur Svandísar sigur Íslands ?

Ástæða er til að óska Svandísi Svavarsdóttur til hamingju með þann árangur að koma í veg fyrir virkjanir í neðri Þjórsá. Henni hefur þar með tekist að tefja fyrir möguleikum Íslendinga til þess að komast upp úr öldudalnum með erlendri fjárfestingu í orkufrekum iðnað. Til dæmis álveri í Helguvík og stækkun álversins í Straumsvík. Hún er skörp hún Svandís að átta sig á þessum möguleika eftir að hafa legið yfir honum í heilt ár meðan við hin glímdum við afrek föður hennar í Icesave-samningunum.Jafnvel gleymdum afrekum Jóns Ásgeirs og Ólafs Ólafssonar á meðan.

Einn flokksbróðir hennar leiðir líka rök að því að lokun álversins í Straumsvík sé besti virkjunarkostur Íslendinga og við getum nýtt lausa kerskálana sem gagnaver í staðinn. Mér þætti ekki ólíklegt að Svandís væri mjög opin fyrir góðum hugmyndum af þessu tagi.

Á meðan þjóðinni blæðir út er ekki ónýtt að kjósa til valda fólk sem hefur hugmyndir og þor til að framfylgja hugsjónum sínum. Svandís má þó ekki gleyma því að þessar tafir gera Samfylkingunni greiðara með að telja Íslendingum trú um að þeim séu allar aðrar bjargir bannaðar en að ganga í Evrópusambandið. 

Er sigur Svandísar sigur Íslands ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er stjórnafarið á íslandi líkt og á Haíti eða Zimbabwe?, ef frá eru dregnar blóðsúthellingarnar þar.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 13:00

2 identicon

þyngra en tárum tekur......

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:40

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Yfirsést þér ekki Halldór, að í nýlegri skoðanakönnun nýtur ríkisstjórnin stuðnings um helmings kjósenda og ríkisstjórnarflokkarnir sömuleiðis. Eitthvað hefur farið úrskeiðis einhvers staðar, er það ekki? Veldur það engum áhyggjum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast í skoðanakönnunum nú með minna fylgi en hann hefur nokkurn tíman fengið í kosningum óklofinn? Mér þykir þetta allt furðulegt í ljósi þess að nú situr að völdum versta ríkisstjórn samanlagðrar Íslandssögunnar.

Gústaf Níelsson, 3.2.2010 kl. 22:51

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Menn þrauka nú lengi Gústaf og bíða eftir að Eyjólfur hressist eins og Kiljan gerði. Steingrímur ber hausnum við steininn og öskrar á liðið að þetta sé alveg að koma hjá sér. Það er ekki fyrr en allt er komið í steik að menn sjá að maðurinn getur ekki neitt frekar en aðrir vinstristjórnarkappar.

Jú, íhaldið er ekki að trekkja. Helgi Seljan þráspurði Bjarna að því á sinn venjulega heimska hátt, hvort hann væri ekki örugglega spilltur. Þjóðin er jafnvitlaus og þessi Helgi og sér ófreskjuna i öllu sem tengist Sjálfstæðisflokknum.

Það verður bara að bíða eftir að stjórnin tortími sjálfri sér, sem verður innan tíðar. Þá áttar fólkið sig og skammast sín til að kjósa framfarir en ekki kommúnismann.

Halldór Jónsson, 3.2.2010 kl. 23:35

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þér hefur ekki dottið það í hug, Halldór, að það sé stóriðjustefnan sem sé hér til vandræða.

Fyrir kosningarnar 2007 hélt ég því fram að hægt væri að fá mörg erlend fyrirtæki til að kaupa hér orku sem sköpuðu fleiri og betri störf fyrir hverja orkueiningu en álverin, mesta orkubruðl á byggðu bóli.

Ég var sagður vera að bulla og geta ekki bent á neitt sem gæti komið i stað fyrir stóriðjuna en "eitthvað anna" sem fælist í besta falli í fjallagrasatínslu.

Nú segir í tilkyningu Landsvirkjunar: "Mörg erlend fyrirtæki" og mitt mál hefur sannast.

Ef stóriðjuæðinu hefði verið hætt væri ekkert vandamál að taka þessi erlendu fyrirtæki hér inn á skaplegum hraða af yfirvegun og framsýni sem best á við um jarðvarmavirkjanir.

Ómar Ragnarsson, 3.2.2010 kl. 23:45

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ómar, Þjórsá átti einmitt að vera fyrir "eitthvað annað en álver" en Svandís hindrar samt!

Álver eru ekki "vond" vísindi en auðvitað vill enginn sjá álver í hvern fjörð. Hitt er annað mál að leyfa sér að gera álverksmiðjur að einhverjum vonda sjálfum er ekki rétt. Auðvitað eigum við líka að reyna að fá annað, ræddu það við Svandísi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 4.2.2010 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband