5.2.2010 | 08:20
Þorvaldur og þjóðríkið Ísland.
Enn þeytir Þorvaldur Gylfason Evrópusambandsrokkinn sinn og spinnur garnið sem Samfylkingin notar til að skrýða framtíðarkeisara Íslands með. Grípum niður í grein Þorvaldar frá fimmtudeginumí Baugstíðindum:
Eistar eru ekki nema fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þeir eru smáþjóð líkt og við og að sama skapi viðkvæmir fyrir sögu sinni, tungu og menningu. Sagan, tungan og menningin stöppuðu í þá stálinu árþúsundum saman undir erlendu oki, síðast undir þungu fargi Sovétveldisins 1940-1991. Samt gengu Eistar glaðir inn í ESB 2004, án þess að um inngönguna væri umtalsverður ágreiningur af þjóðvarnarástæðum eða öðrum sökum. Reynslan af ofríki Rússa vó þungt. Eistar þykjast ekki hafa þurft að fórna neinum þjóðlegum verðmætum við inngönguna í ESB, og sama máli gegnir um Letta og Litháa og einnig um Austurríkismenn, Dani, Finna, Grikki, Íra, Portúgala og Svía. Hví skyldi annað lögmál gilda um Ísland? Hvernig veit Þorvaldur hvernig allir Eistar hugsa ? Hvernig veit hann hvernig ég hugsa ? Eða þú ?Ætli þjóð sem á landamæri að stórveldi sem hefur oftlega beitt þá ofríki telji ekki allt skárra en endurtekning?
Hvernig skyldi Þorvaldur ætla að leysa vanda Grikkja um þessar mundir ? Skera niður opinbera þjónustu og minnka ríkissjóðhallann ? Gengur flott upp í Háskóla Íslands. En Grikkir bara vilja ekki láta taka af sér skóla og heilsugæslu. En þeir geta bara ekki prentað peninga eða fellt gengið því þeir eru með mynt Þýskalands. Þeir geta bara ekki framleitt eins mikið á mann og Þýskaland til þess að standa undir sömu þjónustu og þar er. Íslendingar geta það ekki heldur nema stundum í góðæri.
Enn aðrir andstæðingar inngöngu í ESB bera fyrir sig skert fullveldi af völdum aðildar og mega ekki til slíks hugsa. En það er þó einmitt einn höfuðtilgangurinn með ESB-aðild að deila fullveldinu með öðrum til að skerða völd þeirra, sem hafa farið illa með vald á liðinni tíð. Land, sem hefur um margra áratuga skeið haldið illa á peningamálum sínum, þarf að deila peningastjórninni með öðrum til að hafa hemil á verðbólgu. Land, sem vanrækir alþjóðaviðskipti af undanlátssemi við innlenda sérhagsmuni, þarf að deila fullveldi sínu með öðrum til að sækja til þeirra styrk til að standa gegn innlendu ofríki. Harðdrægir sérhagsmunahópar leika sér að stjórnvöldum, en þeir geta ekki sagt ESB fyrir verkum. Þorvaldur og hans nótar gefa ekki mikið fyrir hugtakið fullveldi og þjóðerni. þeir sjá ekkert athugavert við það að flytja inn þúsundir af öðrum kynstofnum og múslímum til Íslands. Þeir telja það fordóma að setja spurningamerki við slíkt.
Í því opna félagafrelsi sem hér ríkir er ekki hægt að stjórna efnahagsmálum með fastgengi. Eins og til dæmis ef Þorvaldur fengi að skipta krónunni út fyrir Evru á genginu ca. 1:250 eins og trúlega gæti boðist. Reikni hver fyrir sig. Hvernig ætlar Þorvaldur að leysa það mál þegar kennarar ákveða að leiðrétta laun sín um 30 % í Evrum talið? Eða ljósmæður ? Og svo þarf einhvern tímann að huga að launum prófessora og slíkra sem allt vit í landinu veltur jú á að þeirra eigin dómi.
Greiðasta leiðin til að lækka vexti og verðlag og losna undan innlendu ofríki, gjaldeyrishöftum og öðrum heimatilbúnum ófögnuði er að semja sig að þeim húsaga, sem fylgir aðild að ESB. Við gætum að vísu gert þetta allt á eigin spýtur, en reynslan sýnir, að við gerum það ekki. Til þess þarf traustan gjaldmiðil, og þá er evran nærtækust og kallar á aðild að ESB.Hvað eru vextir í Þýskalandi ? Yfirdráttur til góðra fyrirtækja ber ca. 15 % vexti. Sparisjóðsbók til þriggja ára ber 4.5 % vexti. Heldur einhver að bankinn láni þá út til 25 ára á einhverju lægra ? Eru nokkuð öðruvísi lán en myntkörfulánin hér voru plús bankaþóknunin ? Hver er verðbólgan í Þýskalandi ? Ætli hún sé ekki um 5 % ?Hversvegna ekki meiri. Því Þjóðverjar þora ekki að hrófla við launum í landinu. Það sleppur af því að þeir eru með þrælahald í landinu sem stritar fyrir lægri laun en Þjóðverjar láta bjóða sér.En þetta er allt á niðurleið því að Þjóðverjar eru að deyja út í eigin landi en þrælarnir að taka yfir.
Fullveldisrökin gegn aðild Íslands að ESB hafa holan hljóm í munni þeirra, sem steyptu þjóðinni í skuldir. Með öðrum orðum sagt: Hlustið ekki á Sjálfstæðisflokkinn sem er einn sekur um hrunið. Samfylkingin kom þar hvergi nálægt.Útlendingar hafa nú alla þræði Íslands í hendi sér samkvæmt viðteknum umferðarreglum alþjóðlegra fjármálaEr hægt að túlka viðhorf ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu betur ? Uppgjöf fyrir Icesave og AGS . Samþykkjum þúsundmilljarða skuld svo við getum fengið meira skammtímalán. Við engan má tala nema ESB. Kínverjar eru ekki til frekar en Rússar ?
Hversu mörgum Haitibúum skyldi Þorvaldur vera tilbúinn að veita hér landvist ? 100 ? 1000 ? 10000? 100000?
Þjóðríkið Ísland, hvað er það ?lFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það er ósköp gott að eiga menn sem eru bernskir í hugsun og hjartahreinir fram á efstu ár.
Aftur á móti duga slíkir menn nú ekki í stærri pólitískum ákvörðunum.
Árni Gunnarsson, 5.2.2010 kl. 09:34
Ég ætlaði einmitt að skrifa um þessa fráleitu grein hans Þorvalds, Halldór, og geri það vonandi. Hann notar þær vitlausu röksemdir, að menning og þjóðtunga Eista hafi ekki lagzt af með innlimun í Evrópubandalagið. Þetta er heimskuleg röksemd, enda hef ég hvergi heyrt, að gera eigi frönsku eða þýzku að tungumáli íbúa í bandalaginu. Svo er fullveldið ekki fólgið í tungumálinu.
Hann heldur því fram, að Ísland sé ekki fullvalda, af því að það sé skuldugt! Samt tekur hann Eystrasaltslöndin sem dæmi um, að ríki, sem fari inn í þetta bandalag, haldi fullveldi sínu – og þó eru sum þeirra a.m.k. yfir sig skuldug eins og við! - Nei, þau eru auðvitað fullvalda, en við ekki! Þvílíkur EB-spuni rennur upp úr mönnum, þegar þeir fara að réttlæta það að leggja niður okkar sjálfstæði og setja okkur á bás, þar sem við fengjum að ráða sennilega um 2% af löggjöf landsins og þar sem okkur yrði veitt 0,06% atkvæðavægi til að hafa áhrif í því bandalagi!
Vitaskuld eru það því svik við fullveldi og sjálfstæði landsins að taka stefnuna inn í þetta stórveldis-sambandsríki sem EB er. Annar Icesave-flokkurinn gerir sér það að góðu og sennilega hluti hins líka – svei þessu óþjóðholla liði!
Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 10:15
Vel mælt Jón Valur
Þú kemur hugsuninni til skila. Menn eru ennþá að áfellast Gizur Þorvaldsson frænda minn fyrir Gamla Sáttmála. Heldurðu að einhverjir muni eftir Þorvaldi Gylfasyni eftir 800 ár ? Hvað skyldi mönnum finnast um hann ef þá íslenskt þjóðerni er ennþá til eftir starf þeirra krata og Alþjóðahúss í þau ár.
Árni Gunnarsson,
Ég vænti þess að þú sért að tala um mig enda passar það að enginn áhrifamaður hefi ég verið..
Halldór Jónsson, 5.2.2010 kl. 10:59
Ekki misskilja mig svona hroðalega Halldór.
Ég var að hugsa upphátt um Þorvald Gylfason.
En auðvitað mátti misskilja þetta þegar enginn var nefndur.
Ég hef aldrei efast um afstöðu þína til ESB og fullveldis okkar þjóðar að því marki sem eftir lifir af því. Minn draumur er að stofna samtök um kröfuna um að ganga úr þessu EES rugli.
Árni Gunnarsson, 6.2.2010 kl. 21:07
Ég kæmi svo sannarlega með þér í slík samtök, Árni.
Jón Valur Jensson, 7.2.2010 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.