Leita í fréttum mbl.is

St.Eva enn á ferð.

St.Eva er enn á ferð til að reyna að tal gegn málsvörum Breta og Hollendinga eins og Þórólfi Matthíassyni og Steingrími J. Sigfússyni, sem nú stundar raunar búktal í gegnum ráðuneytisstjórann sinn meðan hann talar við stjórnarandstöðuna. En hann þykist á yfirborðinu vera að fá þá að samningaborðinu þó hann sé meira veruleikafirrtur og blindur af trú á eigin óskeikulleika  en nokkur íslenskur ráðamaður fyrr og síðar og reynir að grafa undan starfinu við betri lausn.
 St.Eva segir m.a. í grein í Mbl.:
"ICESAVE-samningarnir snúast þegar öllu er á botninn hvolft um réttmæti þess að gera einkaskuld að opinberri skuld - skuld sem þýðir 12.000 evrur á hvern íbúa Íslands, börn og gamalmenni meðtalin.

 

" Þegar Landsbankinn opnaði Icesave-reikningana var það gert í samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins þar sem ríkið ber ábyrgð á að stofnaður verði tryggingasjóður fyrir innistæðurnar. Ekki stendur í neinni tilskipun Evrópusambandsins að þetta hafi í för með sér ríkisábyrgð; þvert á móti eiga bankarnir að fjármagna tryggingasjóðinn. Ríkisábyrgð væri brot á samkeppnisreglum. Hvort Ísland hafi brotið jafnræðisreglur með því að borga íbúum á Íslandi tryggða upphæð, en ekki borgurum á Bretlandi og í Hollandi, myndi í þessu tilfelli falla undir grein 107 í reglunum um starfsemi ESB og væri mál framkvæmdastjórnarinnar og gæti haft í för með sér sekt, en sennilega gerir undantekningartilfelli á borð við hrun bankakerfis kleift að færa rök að mismunun. Mörg önnur lönd gerðu slíkt hið sama í fjármálakreppunni......

 

 

Prófessor Þórólfur Matthíasson hefur um langt skeið stutt kröfur Breta og Hollendinga. Í grein hans, sem birtist í Aftenposten 2. febrúar, er ýmsu sleppt og rangt farið með staðreyndir. Hann nefnir ekki að Íslendingar þurfi að greiða 5,5% í vexti og þannig dregur hann úr skuldinni. Uppsafnaðir vextir eru stór hluti af vandanum (5,5% vextir uppsafnaðir í yfir sjö ár eru +46%). Hann segir einnig að þrotabú Landsbankans muni duga fyrir bróðurpartinum af skuldinni. Það er rangt. Óvissan um það hvað fáist fyrir eignir Landsbankans er mikil, hún magnast vegna alþjóðlegrar efnahagsóvissu og það er mjög sennilegt að salan muni ekki hrökkva nema fyrir um 30% skuldarinnar (fyrir utan vexti)........

 

Það er líka mikilvægt að missa ekki sjónar af því að bróðurparturinn af upphæðunum á Icesave-reikningunum kom ekki til Íslands! Íslendingar stungu ekki af með peningana. Stór hluti af hinum stjarnfræðilegum upphæðum, sem Íslendingar eru nú krafðir um, eru í umferð á Englandi og í Hollandi sem lán til fyrirtækja! Afborganir á lánunum eru lagðar inn hjá Englandsbanka á 0% vöxtum á meðan Íslendingar eiga að borga 5,5% okurvexti......

Prófessor Þórólfur skrifar að »Icesave-andstæðingunum á Íslandi hafi tekist að sannfæra stóra hluta þjóðarinnar, auk Evu Joly, um að Icesave-skuldirnar gætu horfið á einni nóttu með einföldum lögfræði- eða samningabrellum........

 

Hefði prófessor Þórólfur lesið greinar mínar hefði hann séð að ég held engu slíku fram. Ég tel að í samningunum hafi hvorki verið tekið tillit til hins efnahagslega né lagalega raunveruleika og samningsaðilar verði að komast að betri niðurstöðu. Ég hef fært rök að því að ekki sé hægt að gera Íslendinga ábyrga fyrir lélegu regluverki um fjármálalífið. Innan Evrópusambandsins hafa þeir, sem hafa sett sig inn í vandamálið, tekið undir mína greiningu. Það þýðir að Ísland myndi hafa betur fyrir dómstólum, en það er ekki leiðin til að fara vegna þess að það tæki of langan tíma. Það þarf að semja upp á nýtt og það liggur á. Það verður að vera eining um samninginn. Hættan er sú að þeir, sem hafa samið um slæma niðurstöðu, séu ekki tilbúnir að viðurkenna að þeir hafi gert mistök.......

Það sem við getum lært af þessu stríði og skortstöður í þessari viku gegn evrunni sýna einnig greinilega að við verðum að knýja fram betra regluverk, sem gæti orðið grundvöllur öflugs efnahagslífs. Og öryggisnet af hálfu Evrópusambandsins...

 

Það er mögulegt að Íslendingar muni geta borgað Icesave, en hver verður verðmiðinn? Frekari iðnvæðing ósnortinna náttúrusvæða til að tryggja gjaldeyristekjur vegna þessarar »ógeðfelldu skuldar«?

 

Noregur má ekki vera hluti af þeirri lausn.¨"
Það er Íslandi ómögulegt að fullþakka fyrir svona málsvara eins og Evu Joly. Rödd sem sker í gegnum myrkur forheimskunar og hroka ráherra ríkisstjórnar Íslands og skósveina hans. Manns sem áður talaði hæst á torgum um landssölumenn íhaldsins og néri þeim uppúr vilpu ásakana um föðurlandssvik og þjónkun við heimsauðvaldið.
Það er stundum sagt að engill fljúgi um þegar mönnum verður orðfall.
Þjóðin hlustar þegar St.Eva er á ferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Halldór það birtir alltaf aftur,þegar þú skrifar um ,,þessar ógeðfelldu skuldir,,?- Aftur,-  það er dapurt að sjá hve stjórninni er mikið í mun,að rífa af okkur æruna,  Það er ekki ofsagt að Steingrímur vinnur hörðum hausnum,að koma okkur í hendur´"óvininum".

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Halldór, það er full þörf til að vekja athygli á þeim sem hafa vit til að tala réttu máli fyrir okkar hönd.  

Afl hinna hefur verið svo mikið framundir aðgerðir Ólafs að vitræn umræða gat ekki farið fram. 

Enda hafa aðgerðir til að sundra, í þeim tilgangi að hindra samstöðu, verið viðurkend sem rökrétt aðferð valdaræningja.     

Hrólfur Þ Hraundal, 11.2.2010 kl. 21:40

3 Smámynd: Elle_

Já, enn halda Icesave-liðarnir fram blekkingum opinberlega og komast sífellt upp með það í Fréttablaðinu og RUV okkar landsmanna.  Og takið eftir hvað Þórólfur segir um að ICESAVE SKULDIN HVERFI EKKI eins og Icesave væri OKKAR skuld.  Maðurinn hefur níðst á mannorði okkar og æru eins og allir hinir Icesave-sinnarnir sem gera okkur sek.  Nema hann er hvað verstur og kannski verstur.  Já, óvissan um hvað fæst fyrir eignir Landsbankans er þarna og fáránlegt glapræði að ætla að fara að byggja á getgátum um það.  Þess utan kemur Icesave-skuld Landsbankans og Tryggingasjóðsins okkur bara ekki neitt við.  Og takk fyrir pistilinn, Halldór.

Elle_, 11.2.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband