Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur skrifar

Nú er Steingrímur  farinn að skrifa í nafni okkar allra að því miður beri of mikið á milli í Icesave. Maðurinn sem fagnaði "glæsilegri niðurstöðu " Svavars-Indriða" samninganna.

Hvað liggur honum svona mikið á ? Hversvegna er maðurinn "defacto" að gera heildarupptöku málsins erfiðari með því að segja að of mikið beri á milli ? Það er aldrei svo í samningum þar sem aðeins eitt tilboð liggur fyrir. "Of mikið" er huglægt mat. Vantar ekki líka ný sjónarhorn í málið ?

Er Bretum það ljóst að við teljum okkur til tekna þann skaða sem hryðjuverkalögin þeirra ollu okkur ? Þarf ekki Steingrímur að reyna að meta umfang hans ? Þar ekki Steingrímur að meta hvort við  eigum hugsanlega vaxtakröfu hjá þeim vegna frystingar íslensks fjár á núll vöxtum í Bretlandi meðan þeir vilja krefja okkur um vexti ?  Er hægt að koma með ný sjónarhorn inní viðræðurnar ? Eða eiga ef til vill engar vaxtakröfur við mál sem þetta, þar sem um tryggingarmál er að ræða ?

Gætum við velt því upp til dæmis að Jöklabréfamálið verði tekið til lausnar inní heildarpakkann og við getum losað okkur útúr þeirri óþolandi klípu sem við erum í vegna þrýstingsins á gengi krónunnar   frá bréfunum ? Bretar og Holllendingar kaupi af okkur krónur svo við getum borgað þau út ? Auðvitað er svona ekki leyst með því að Steingrímur sé að skrifa bréf heldur þarf diplómataviðræður til. Væri ekki hyggilegt að menn eins og Helgi Ágústsson komi  þarna að áður en Steingrímur og Indriði skrifa mikið af bréfum  í nafni þjóðarinnar ?

Við höfum um nóg að tala. Og við verðum að tala og tala mikið. Við megum aldrei þagna. Steingrímur hefði helst þurft að skilja það, að það eru hagsmunir þjóðarinnar að ná samningsgrundvelli um svo mikið mál. Þau vinnubrögð sem hann  bauð okkur uppá á fyrri stigum málsins dugðu okkur ekki.

Hagsmunir þjóðarinnar eru ekki endilega þeir að Steingrímur fái að vera ráðherra sem lengst og stofnsetja sitt norræna velferðarkerfi sem hann lýsir sem sinni hugsjón. Íslendingar eru allir um borð í bátnum og róa lífróður. Það skiptir öllu að brimlendingin takist og því er vel að komnir séu að málinu hinir vitrari menn. Því er ógott þegar helmingur áhafnarinnar treystir hvorki skipstjóranum né þeim rauðu vitum sem hann siglir eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband