Leita í fréttum mbl.is

„ Þetta stappar nærri sturlun."

 

Leiðara Baugstíðinda í dag skrifar Jón Kaldal.

Hann finnur krónunni allt til foráttu:

..."Nú er svo komið að varla er rætt um gjaldmiðil landsins öðruvísi en í félagsskap við orðin bönn og höft. Á Alþingi í gær viðraði til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að ef til vill væri orðið tímabært að banna sveitarfélögum að taka lán í annarri mynt en í íslenskum krónum.

Þetta er sá veruleiki sem Íslendingar búa við. Krónan er við svo slaka heilsu að hún lifir ekki á frjálsum markaði, heldur þarf að slá um hana höftum, boðum og bönnum.

Um tvö ár eru liðin frá því gengi krónunnar tók lóðrétta stefnu niður á við. Þegar fallið stöðvaðist höfðu helstu gjaldmiðlar heims hækkað um tugi prósenta gagnvart krónunni. Í febrúar fyrir tveimur árum kostaði til að mynda einn Bandaríkjadollar 66 krónur. Í gær kostaði hann 129 krónur...."

..."Allir fasteignaeigendur hafa mátt þola stórfellt eignatap og auknar álögur, líka þeir sem hafa lifað spart Um þetta er ekki deilt, frekar en að vegna krónunnar þurfa vextir að vera hærri á Íslandi en víðast annars staðar. Engu síður, eftir þær hamfarir sem krónan hefur valdið öllum nema fáeinum spákaupmönnum, lætur stór hópur fólks eins og hún sé ekki vandamál.

Þetta stappar nærri sturlun."

Krónan virðist duga ágætlega til að mæla tap í verðmætum. Hrun á fasteignamarkaði er krónunni að kenna að dómi Jóns. Hefur fasteign eða dollari eitthvað breyst þó að gengi krónunnar hafi fallið ? Hvað hefur breyst síðan 2007 ?

Lausn Jón er að taka upp evru. Á hvaða gengi eiga Íslendingar að skipta ? Fró'legt væri að fá leiðbeiningar frá Baugi um þetta atriði. 

Hvar fáum við svo evrur til að borga flugvirkjum 25 % kauphækkun ?. Og svo flugumferðarstjórum ? Þetta eru stéttir sem miða kjör sín við dollara. Og það má ekki láta flugumferðina stoppa. Við gætum misst yfirráðin yfir Atlantshafinu sem færir okkur svo miklar tekjur að það stendur undir öllum kostnaði við innlenda flugumferðarstjórn. Nei við verðum að ganga að hverjum þeim kröfum sem þessar stéttir setja fram. Hvar fá Grikkir núna evrur til að geta haldið áfram að reka ríkissjóð með halla ?Og svo koma kennarar. Ekki getum við látið kjaradeilur koma niður á saklausum börnunum. Fleiri evrur "a la Greck"  strax !.

 Leiðari Morgunblaðsins er um sama efni:

..."En þegar horft er til spurningarinnar um gjaldmiðilinn eru niðurstöðurnar nokkuð ólíkar, en þó hefur stuðningur við evru minnkað mikið. Rétt um helmingur svarenda var hlynntur því að fá evru sem gjaldmiðil en um 35% þeirra voru því andvíg."

..."Georg Soros varð ofsaríkur á kostnað skattgreiðenda í Bretlandi og Svíþjóð þegar hann veðjaði á móti því að myntsamstarf þessara ríkja við önnur Evrópuríki myndi halda fyrir 18 árum. Hann segist í viðtali við Financial Times hafa núorðið efasemdir um að evran haldi. Hann telur þó að hægt sé að fresta hruni hennar með því að fleyta Grikkjum yfir það versta, enda eru þeir aðeins 2-3% af evrusvæðinu. En þau úrræði dugi ekki til að leysa vandræði Ítalíu, Spánar, Portúgals og Írlands, svo hvað verstu dæmin séu tekin."

..."Og nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman segir að ekki megi kenna einu landi um »evruklúðrið« eins og hann kallar það. »Leiðtogar Evrópu þrýstu á það að tekin yrði upp sameiginleg mynt,« segir Krugman og »létu sem vind um eyrun þjóta aðvaranir um að einmitt það sem nú hefur gerst gæti gerst. Að vísu datt engum, ekki einu sinni Evrópuefasemdarmönnum, í hug að þetta yrði jafn slæmt og það er að verða.«

Og enn segir :

...."Ný skoðanakönnun í Hollandi sýnir að 92% landsmanna vilja kasta evrunni og taka hollenska gyllinið upp á nýjan leik. Og ný skoðanakönnun Paris Match sýnir að 62% Frakka vilja einnig kasta evrunni og taka upp franska frankann á ný. ..."

Ég þekki til í Þýskalandi og fullyrði að evran yrði kosin frá með yfirburðum ef þeir bara fengju að greiða atkvæði um það. Þeir eru nefnilega búnir að fá nóg af því að burðast með þessi ruslararíki með sér. Þeim finnst nóg komið. 

Og þá veltir maður fyrir sér um hvað íslensk stjórnmál snúast yfirleitt ? Erum við að einbeita okkur að lausn vandamála dagslegs lífs ? Lifum við í nútímanum eða einhverri framtíð næstu áratuga ? Erum við ekki með rándýra samninga í gangi um framtíðarmúsík sem snúast um myntbreytingu ?

Á Davíðstímanum höfðum við frelsi til að nota hvaða mynt sem var . Við gátum geymt okkar fé í evrum í íslenskum bönkum, við gátum tekið lán í evrum. Við gátum allt en gerðum minnst af því sem skynsamlegt var, Nú þarf snjallan evrópusinnaðan krataþingmann eins og

„Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins,"til að fá „ þá hugmynd að ef til vill væri orðið tímabært að banna sveitarfélögum að taka lán í annarri mynt en í íslenskum krónum. „

Nú tek ég undir með Jóni Kaldal:

„ Þetta stappar nærri sturlun."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þjóð sem lifir um efni fram lendir í klandri. Vandamál íslensku þjóðarinnar verða ekki leyst með reikningsdæmum. Það eru engin dæmi um að það eitt að breyta þúsund krónu skuld í dollara geri skuldina að þúsund krónu eign.

Skólagenginn hálfviti er stórum verri hálfviti en sá sem nennti ekki í skóla. Íslendingar eiga að bretta upp ermar og vinna að því í sameiningu að gera Ísland að besta landi í heimi og krónugarminn að eftirsóttum gjaldmiðli. Til þess að svo verði þurfum við fullþroska fólk í vinnu við stjórnsýsluna.

Ég mæli nú svona frekar með þér í það verkefni en flestum þeim sem þar hafast við í dag á launum frá okkur. 

Árni Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég þakka þér Árni vinsamleg orð í minn garð. Mér finnst að félag endurskoðenda, sem fann upp tekjuskattskuldbindinguna sem eign ætti að skoða þín heimspeki.

Ég er sjálfsagt það sem kalla má  skólagenginn hálfvita, svo finnst mér  oft á tíðum, þar sem þetta lið sem fólkið kýs til forystu svarar flestu sem ég og mínir líkar höfum fram að færa með þögninni einni.

 Í raun og veru finnst mér stundum ég vera aðeins trúður sem fólk eins og þú notar sér til skemmtunar hér á nöldurssíðum bloggsins. En kannske er gott fyrir mitt sálartötur að hreinsa út úr sér óþverrann á þessu bloggi svo maður verði ekki sendur beint á Klepp. Og þá loksins á  launum frá þér Árni minn.

Halldór Jónsson, 23.2.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef ekki skólagöngu að ráði umfram það sem skylt var á mínum uppvaxtarárum. Það hefur nú að ég held samt ekki gert mig að gáfumanni umfram annað fólk, jafnvel ekki skólagengið fólk. Báðir munum við sennilega frá æskuárunum að þá töluðu foreldrar um "að setja börnin til mennta."

Lengi vel þóttist ég geta merkt það að þetta langskólagengna menntafólk sá marga hluti á breiðari og gagnrýnni máta en ég og mínir líkar og margt af þessu menntafólki bar með sér góða menntun. Nú finnst mér aftur á móti að farið sé að skauta yfir kröfurnar um góða menntun efri skólastiga.

Ég leita skýringanna í ljósi þess að nú hafa horfið skólamenn á borð við Pálma Hannesson, Þórarinn Björnsson og nokkra fleiri slíka sem þekktu muninn á bóklegri þekkingu og breiðri þekkingu sem byggir jöfnum höndum á lestri námsefnis sem og þekkingu á samfélaginu, jafnt eigin samfélagi og fjarlægari.

Menntamenn þykist ég finna í nær öllum hópum míns samfélags og vil undirstrika að best er sú menntun sem lærist gegn um þekkingu og hóflega forvitni ásamt tortryggni á einasannleik. 

Árni Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 15:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Halldór! Gaman að lesa þessi skrif ykkar Árna, enda báðir glöggir og greinargóðir menn. Þú mannst ef til vill eftir minni sýn á samhengi menntunar og áræðni til atvinnusköpunar og dæmum mínum um helstu atvinnuveitendur á Ísafirði og í Grindavík. Ekki meira um það. Mig langar að leggja fyrir þig tvær spurningar, ef ég má.

1) Lastu færsluna mína "Sjálfstæðismenn í Kópavogi á miðju jarðsprengjsvæði."?

2) Ertu genginn í Framsóknarflokkinn? Ég þoli illa óstaðfestar kjaftasögur.

Bestu kveðjur, BB

Björn Birgisson, 23.2.2010 kl. 19:48

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn sæll,

Ég las færsluna þín og hún er glöggskyggn að vanda. Gunnar jók fylgi flokksins í hæstu hæðir eða 17% Ómar Stefánsson tapaði meira en helmingi fylgis Framsóknarmanna á sama tíma. Gunnari er hegnt með brottvísun. Ómar skal endurkosinn.

Getu fólk lengur sætt sig við að vera í einum stjórnmálaflokki. Er ekki tímanna tákn að seilast til áhrifa í öðrum flokkum líka til að hafa áhrif til góðs ?

Ég hef sannfæringu fyrir því  að flokkskýrslur eigi að vera trúnaðarskjöl milli flokksmanns og flokksins. Hafi einhver dóni innan Framsóknarflokksins lekið upplýsingum varðandi mig til almennings þá er það flokksins að fást við hann. Flest af því er vel rekjanlegt. 

Sá  sem fyrir verður getur auðvitað kært viðkomandi þjóf til lögreglu þar sem flokkurinn sem slíkur getur ekki borið ábyrgð á hegðun einstakra flokksmanna, t.d. eins og Sigurðar Einarssonar, Finns Ingólfssonar, Ólafs Ólafssonar ofl ofl.

Ég rýf ekki trúnað við neinn vegna minniháttar atriða sem ekki skipta meginmáli.

Halldór Jónsson, 23.2.2010 kl. 22:58

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

GDP er dæmi um hvernig fínu skólanna menntamenn á meginlandinu skammstafa titla.

Titlar eru minnislyklar textans [niðurgreiningarinnar] sem þeir lýsa upp [í minninu]. Það er kjarni málsins í sjálfum sér.

GDP gefur Gross Domestic Production. Í alþjóðasamburði.

Gross stendur fyrir Gróft metnar virðiseiningar í US dollar lengst leiðandi fyrir hjörðina.  

Domestic [Gríska: tengist heimili] merkir hjá Breskum innlent.

Production  er svo allt sem leggja má fram til verðmæta mats.

Samsvarandi á Þroskaðri hverfandi Íslensku er þetta:

Gróft Innlend Framleiðsla.

Verðmæta vöxtur á henni miðað við höfðatölu í samanburði við fordæmis þjóðir má kalla Hagvöxt á góðri Íslensku.

Minni vöxtur er til alþjóðlegrar skammar.

Þetta er innanlands grunnur Íslensku myntarinnar óháð því hvort hún sé keypt á afarkostum EU með regluverki eða keypt af okkur sjálfum sem tól til að halda upp vermætum eiginlands framleiðslu á okkar forsendu grunni, fólksfæðar, landrýmis og þar af leiðandi gnægta orku og hráefna til verðmæta aukningar.  

Vandamálin hér eru að undanbókarlærdómur var að mestu lagður niður um 1972.

Fylltu þá apafræðingar upp orðaforða eyðurnar með svokölluð nýyrðum sem í raun er ekkert annað en villur á prófum hinna þroskuðu. 

Frá upphafi EES kúnið fram með samstillt átaki um þjóðarsátt er búið að auka skuldir þjóðarinnar umfram GDP úr 15% í 178% 2005.

Skuldir Ríkisjóðs 2005 næstu allar komnar í skuldagreiðsluþjónustu yngri hluta þjóðarinnar. Ríkið sjálft í hlutfallslegu samræmi við skuldir almennings feikistórt á alþjóðlegan mælikvarða.  Stærðarlega  séð sagt af starfsmönnum IMF hliðstætt með G-7 þjóðunum. USA, Þjóðverjum, Frökkum, Bretum Ítölum, Kanada og Japan. Hagstjórnarveslingar hér skilja þetta sem hrós sínum skilningi náttúrlega. Þar sem grunn og gæði þjóðarteknanna er ekki aðalatriði hjá þeim eins og heyra má í ræðu þeirra undanfarna ára tugi.

Svo fyrir þá sem vantar orðaskilning þá merkir inflation: athöfn þess flæða inn "inflo,-are" miðað við loft þess vegna tala enskir um bólu svo sem loftbólu. "inflatur" er uppblásin".Að forfeður okkar kalli þetta ekki rétt nefni sínu eða innblástur gefur auga leið. Hann er ætlaður almenningi á öllum tímum.

Hinsvegar er önnur hliðið kennd við "influo,-ere" sjá inf-lux-um, það er flæði sem vegur þyngra, svo sem belgingur í innflæði fljóta  og vatna. Táknar þrýstingi og bólgur í lækjum t.d. Sjá Vatns-elg-ur. Aqua est sanitas.

Frá Bólgu streymir mjólk úr augum sýr.  Boulge úr frönsku breytist líka í budget: Ríkisstjórnar efnahagsreikning.

Belgur er sjóður. Verðbólga vegna hækkandi heildar verðmæta innlendrar framleiðslu því meiri því betra ef erlendar greiðslu þjónustuskuldir eru engar.

Þetta er dæmi um apafræðinganna sem eru ekki erlendra skulda virði.      

Innblásturinn er væntinga fjármagnar hernað. Innan þolmarka [1,5% í EU og 2,5% hér] heldur ávöxtunarkröfu upp á á alþjóðlegum mörkuðum. Til að halda um hann er notaður Neytenda verð vísir sem mælir vegið meðaltal heildar vermætaflokka  á alþjóðamörkuðum á hverjum tíma.

Kostnaðar samar útfærslur eru svo til staðar til réttlættingar fræðifíflanna svo sem neysluvístalan Íslenska sem telur lítið af viti.

Þroskaðar ríkisstjórnir blása inn [verðrýra] á innlandsmarkað um 5% of fela svo belging til baka í Alþjóða lánstofnum um ca. 2,5% til að geta sýnt skuldir og eðlilega slæma stöðu ríkisjóðs í öfundsjúku alþjóða samfélagi.   Þjóðverjar mun hafa notað Sviss áður en þeir eignuðust 25% í Evrópska fjárfestingabankanum og Ráðandi meirihluta 36% í gegnum EU í IMF. 

Þjóðar hollusta er samkeppni grundvöllur Meðlima-Ríkja EU og sameinuð grunvöllur EU hollustunnar.  

Samfylking hlýtur að vera vanda mál í augum ráðandi meirihluta EU, eins óholl og hún er í sjálfum sér. 

Júlíus Björnsson, 24.2.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419728

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband