Leita í fréttum mbl.is

Andmælaréttur er enginn.

 

Ingimar Traustason skrifaði eftirfarandi á athugasemdalista hjá Jóni Magnússyni þar sem stjórnmálaferill ISG var til umræðu. Ég leyfi mér að tilfæra skrifin og leggja útaf þeim : 

"Ingibjörg Sólrún lýsti því sem fyrirhyggjulausu flandri þegar Halldór Ásgrímsson hóf kapphlaupið inn í Öryggisráð UN. Tók upp stjórnmálasamband við Burkina Faso og fleiri þróunarlönd. Það vafðist hinsvegar ekki fyrir ISG að taka við þessum kyndli Halldórs þegar hún komst í sæti utanríkisráðherra. Hún sló á gagnrýnisraddir og sagði að Íslendingar ættu ekki að vera með minnimáttarkennd þótt þjóðin væri smá.

Eftir að hafa verið kjörin Borgarstjóri í Reykjavík fyrir R-listann, fullyrti hún aðspurð að hún hyggðist ekki bjóða sig fram á þing næsta ár. Viti menn, að ári var ISG komin í framboð til Alþingis og búin að gleyma fyrri yfirlýsingum.

Ingibjörg Sólrún er ekki samkvæm sjálfri sér, hún er ekki hugsjónamanneskja, hún er ekki trúverðug. Hún endurspeglar í raun allt hið slæma í fari Íslendinga, einstaklingshyggja, hroki, ekki vottur af sjálfsgagnrýni og ekki nokkur efi um erindi sitt hvar og hvenær sem er. Verst er að þessi einkenni eru ríkjandi í þjóðarsálinni og það er m.a. þessvegna sem Íslenska hagkerfið hrundi til grunna.  Ef Ísland á að eiga sér viðreisnar von þurfa önnur hollari gildi að ná yfirhöndinni, þau er til staðar, en það er djúpt á þeim.

Ingimar Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 09:17 "

Kostnaður þjóðarinnar af framboðinu hefur ekki fengist staðfestur en er talinn amk.á annan milljarð.  

Ég man það líka frá borgarstjórnartíð ISG að hún sagði þann áfanga hafa náðst að Borgarsjóður væri rekin hallalaust. Mjög skömmu síðar var upplýst að Borgarsjóður væri með ca.967 milljóna halla. Þá var ISG spurð um þetta atriði og fyrri yfirlýsingu. Þá sagði hún " ja það var þarna undirliggjandi halli ".  Og spyrillinn var ánægður með þetta eins og venjulega og ISG hóf tafarlaust hefðbundna árás á Sjálfstæðisflokkinn í beinu framhaldi.

Gargþáttur hennar á móti Ingu Jónu verður mér alltaf minnistæður hvernig hægt er að yfirganga alla kurteisi með dónaskap og meðvirkni stjórnandans. Ég hef aldrei fyrr né síðar séð annan  eins ruddaskap í sjónvarpi nema á Jerry Springer. 

Þegar ISG var spurð um af hverju hún stæði ekki við yfirlýsinguna um að vera í borgarmálunum í stað þingframboðs svaraði hún snúðugt, "það var þá", og málið var ekki rætt meira.

Að vissu leyti fannst mér  ISG skera sig frá öðrum stjórnmálamönnum fyrir þá einstöku ósvífni sem hún var fær um að beita í viðtölum, hvernig hún óð áfram fram hjá óþægilegum spurningum með að setja á langar ræður um allt annað, sérstaklega Davíð og Sjálfstæðimenn. Sjálfsagt þekkti hún spyrlana oft og vissi hvernig hún tæki á þeim. Hún var yfirveguð í áróðurstækni, horfði gjarnan upp að myndavélinni til að undirstrika það að hún væri lítil kona að berjast við Store Stygge Ulv sem væri Sjálfstæðisflokkur Davíðs. Enda missti hún flugið pólitískt þegar Davíð hvarf af sviðinu. Hún þreifst einhvernvegin ekki án hans að mér fannst.  

En af hverju að rifja þetta Öryggisráðsmál upp ? Jú, er ekki krossferð Samfylkingarinnar til þess að koma Íslandi í ESB af sama meiði ? Það er purkunarlaust eytt öllu því skattfé sem þarf til að vinna þessu baráttumáli brautargengi. Hvað skyldu þær kosta samningaviðræðurnar sem nú eru í fullum gangi án þess að þjóðin læri sig um þær ?

Erum við ekki að horfa á sama hugsunarháttinn, sömu ósvífnina áfram ? Þjóðin er bandingi Samfylkingar Jóhönnu Sigurðardóttur  og verður að sitja, standa og borga sem hún vill. Á móti hefur Steingrímur frítt spil í öllu sem honum sýnist.

Andmælaréttur fóksins er enginn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kannski rétt að bæta því við að það var Halldór Ásgrímsson sem ákvað í samráði við Davíð að Ísland myndi bjóða sig fram til öryggisráðsins. Valgerður Sverrisdóttir fylgdi því svo eftir og Ingibjörg tók við því. Ísland var í framboði sem fulltrúi Norðurlanda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.3.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vitleysa hver sem átti upptökin. Sviku Norðurlöndin okkur þá líka þegar á hólminn kom.

Samastofna vitleysa og nú er í gangi nema nú eruð það þið kratarnir sem eru aleinir í vitleysunni og enginn hefur hjálpað ykkur við aðildarviðræðurnar að EB, sem allir vita að leiða ekki til neins, þar sem sjávarútvegsstefna Bandalagsins liggur fyrir. Landsmenn munu ekki samþykkja hana því allir sjá að við verðum sem eyþjóð að stjórna okkar meginauðlindum einir en ekki í samstarfi við aðra. Gamla alþjóðahyggjan ykkar frá  Kuomintern nær ekki til þess.   

Halldór Jónsson, 4.3.2010 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband