Leita í fréttum mbl.is

Mannlegt eðli.

Frétt í Mogga vekur athygli manns.

 

"Nokkur hundruð ungar erlendar stúlkur koma hingað til lands á hverju ári til að sýna nektardans. Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti í dag frumvarp þar sem lagt er til að undanþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum falli á brott.

Starfsemi sem býður uppá nektardans byggist nær eingöngu á ungum erlendum stúlkum sem hingað koma. Rannsóknir sýna að stúlkurnar séu almennt mjög ungar en þó yfir lögaldri og þolendur misneytingar af ýmsu tagi. Oft eru þær fórnarlömb mansals eða annarra glæpa. Allsherjarnefnd leggur til að lögin öðlist gildi 1. júlí næstkomandi. Þingmenn allra flokka nema Hreyfingarinnar standa að frumvarpinu, Þór Saari er þó samþykkur nefndinni. Fyrsti flutningsmaður er Siv Friðleifsdóttir."

lAf  hverju er þessi heilagleiki að ganga ljósum logum á Alþingi ? Er hæstvirtum þingmönnum ekki kunnugt um mannsins aðskiljanlegar náttúrur ? Að til er kvenfólk sem er alveg tilbúið að vinna sér inn betri lífskjör en bjóðast í þrælakistunni ? Að slíkur vilji þurfi ekki að tengjast glæpastarfsemi á nokurn hátt nema ef henni er neytt uppá starfstéttina með heimskulegum lögum?. Að ógiftir karlmenn, sem ekki eiga annars  úrkosta kjósi að kaupa slíka þjónustu. Menn sem ekki hafa orðið þeirra gæfu aðnjótandi að lifa í hamingjusömu hjónabandi eins og til dæmis Siv Friðleifsdóttir.

Í Stuttgart hefur verið rekið opinbert hús undir lögregluvernd og heilbrigðiseftirliti svo lengi sem menn muna . Bærinn á húsið sem er hérumbil áfast ráðhúsinu og borgin sér um rekstur þess. Þjóðverjar vita að starfsemin dregur úr vissri tegund glæpa og róar margan manninn. Engir glæpamenn koma þarna nálægt og stúlkurnar eru öruggar. Þarna er súludans ekkert vandamál.

Hversvegna vill Siv Friðleifsdóttir ekki hreinlega leyfa svona starfsemi hérlendis?  Er hún svona siðsöm ?  Er hún á móti því að ógiftir megi hafa kynhvöt ?   Vill hún vinna gegn glæpum? En ekki nema á sínum forsendum og þáekki ekki opinberlega eða raunhæft ?  Trúir hún því blessunin að neðanjarðarstarfsemi sé betri en á yfirborðinu? Vill hún frekar ljúga að sjálfri sér eins og íslenskum stjórnmálamanni af gamla skólanum hæfir? Finnst henni hræsnin betri en sannleikurinn? Spyr sá sem ekki veit.

Er mannlegt eðli eitthvað óskiljanlegra á Íslandi en í Stuttgart ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ef grár fiðringur lætur á sér kræla er betra að ófiðruð og vanþroskuð ungmenni séu til staðar. Er það pointið?

Björn Birgisson, 16.3.2010 kl. 03:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekkert með það að gera Björn, satt að segja hissa á svona þankagangi hjá svona kapítalista eins og þér í stað þess að velta fyrir þér málinu.

Halldór Jónsson, 16.3.2010 kl. 12:32

3 Smámynd: Björn Birgisson

Sko. Þó við settum alla þjóðina í lögguna og tollinn til að uppræta dóp og vændi þá tækist það aldrei. Enginn sérfræðingur er ég í vændi, en tel þó að til sé "frjálst" vændi, sem mikill minnihluti vændiskvenna stundar að eigin vali, síðan vændi sem leiðir af vandræðum, oft dópi og brennivíni og síðan vændi af hreinni og klárri nauðung og þá kemur orðið mansal upp í hugann. Ekki vil ég hefta "frelsi" 1. minnihlutans sem ég nefndi. Miðhópnum þarf að hjálpa, ef hægt er. Þeim hryllingi sem mansalið er þarf að útrýma algjörlega.

Björn Birgisson, 16.3.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband