Leita í fréttum mbl.is

Gott hjá Ragnheiði Elínu.

Ragnheiður Elín tekur myndarlega undir gagnrýni okkar á hindranir kommúnista í því að vinna að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Grípum niður í grein Ragnheiðar:

 

" VIKUNNI bárust jákvæð tíðindi af enn einu atvinnuþróunarverkefninu sem er í undirbúningi á gamla varnarsvæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Verkefni sem unnið hefur verið að um margra mánaða skeið í nánum tengslum við stjórnvöld í landinu og sveitarstjórnir á svæðinu og hefur í för með sér mikilvæga erlenda fjárfestingu og 150-200 tæknistörf á svæði sem glímir við stórfellt atvinnuleysi.

 

Fyrirtækið E.C.A. hyggst byggja upp heimastöð hér á landi fyrir óvopnaðar flugvélar sem munu þjónusta hinar ýmsu aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins, varnarbandalags sem við Íslendingar höfum verið aðilar að í yfir 60 ár. Varnarbandalags sem stendur fyrir reglulegum æfingum innan aðildarríkja sinna, m.a. á Íslandi, til þess að tryggja öryggi borgara sinna og frið og stöðugleika í álfunni.

 

....Þjónusta fyrirtækisins felst m.a. í því að leigja viðkomandi þjóðum flugvélar til heræfinga. Engar heræfingar munu fara fram á Íslandi á vegum fyrirtækisins, en öll viðhalds- og tækniþjónusta þess er fyrirhuguð hér á landi. Hugmyndin er sem sagt sú að setja upp viðhaldsstöð þar sem íslenskir flugvirkjar, hugbúnaðarsérfræðingar, verkfræðingar og skrifstofufólk af ýmsu tagi munu vinna við að þjónusta óvopnaðar þotur, reka flughermi sem notaður er til að þjálfa flugmenn og svo mætti lengi telja.

 

En það ekki var að sökum að spyrja, Vinstri grænir (reyndar fyrir utan VG á Suðurnesjum) og hluti Samfylkingarinnar fóru algerlega af hjörunum og lýstu undir eins megnri vanþóknun sinni á þessari starfsemi. Ímynd landsins væri að veði og þetta væri algerlega af síðustu sort. »Ég gef ekkert fyrir þau rök að þetta sé í nafni atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Við hljótum að setja einhver siðferðismörk um þá atvinnustarfsemi sem hér fer fram,« var haft eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur í Fréttablaðinu.

 

»Siðferðismörk« segir þingmaðurinn ábúðarfullur. Má ég þá spyrja hvar þau mörk byrja og hvar þau enda? Má íslenskt fyrirtæki eins og Arctic Trucks, sem hefur sérhæft sig í að breyta jeppabifreiðum, taka að sér að breyta bílum sem e.t.v. eru notaðir í hernaði? Er það innan siðferðismarka þingmannsins? Má íslenskt flugfélag kaupa flugvélar af Boeing-fyrirtækinu sem sannarlega framleiðir líka flugvélar sem notaðar eru í hernaði? Getur þingmaðurinn yfirleitt flogið í Boeing-flugvélum - ferðast hún ekki sjálfkrafa yfir siðferðismörkin þá? Hvað með fiskinn okkar góða sem við flytjum út, getum við verið algerlega viss um að hans sé aldrei neytt í mötuneytum einhverra herja NATO-ríkjanna? Eigum við ekki til öryggis að banna útflutning á fiski af siðferðilegum ástæðum?

 

Nei, auðvitað hefur þetta ekkert með siðferðismörk að gera heldur er þarna verið að setja nýtt met í pólitískri hræsni. Og ég gef ekkert fyrir það. Ég gef hins vegar mikið fyrir rökin fyrir því að við megum aldrei sætta okkur við atvinnuleysi. Við eigum að setja okkur þau siðferðismörk að gera allt sem við getum til þess að tryggja öllum vinnufúsum höndum atvinnu. Fyrir hönd Suðurnesjamanna bið ég þessa ríkisstjórn í allri vinsemd að hætta að standa gegn atvinnutækifærum á svæðinu - við höfum líka okkar mörk og þið eruð komin yfir þau!"

Nú stendur yfir verkfall flugvirkja. Þeir heimta 15 % kauphækkun við þær dýpstu atvinnuhörmungar sem yfir þessa þjóð hafa riðið. Hversvegna eiga flugvirkjar fremur að fá 15 % kauphækkun en til dæmis ljósmæðu, kennarar, ræstitæknar á spítölunum ? Af því að þeir treysta sér til þess að sækja þetta fram með ofbeldi.

Nú er í boði að fá aukin atvinnutækifæri fyrir flugvirkja á Keflavík eins og Ragnheiður fjallar um í greininni. Þá talar Steinunn Valdís um siðferðismörk. En er verkfall flugvirkja þá siðlegt athæfi gegn þjóð í vanda? Eða ríkir gamla sjónarmiðið: "Hvað varðar mig um þjóðarhag?" Við eerum ekki þjóð heldur hagsmunaklíkur.

Nú horfir þjóðin til Steinunnar Valdísar til að taka á atvinnumálum þjóðarinnar og verja þjóðarhag.

Vill hún leggja til 15 % kauphækkun á allar stéttir þjóðfélagsins ? Og þá engin verkföll?

Ragnheiður Elín á þakkir skyldar fyrir að minna svona á tvískinnunginn sem ávallt veður uppi hjá kommatittunum. Meðan þeir eru við völd og áhrif verðu ekkert nema afturför í atvinnumálum þjóðarinnar. Burt með þessa ríkisstjórn og kjósum uppá nýtt. Þessi stefna skattlagningar og eyðslu er helstefna sem dregur mátt úr þjóðinni.

Takk fyrir þessa grein Ragnheiður Elín.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Hvaða kommúnista ert þú að tala um?

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er að vísu rétt að ekki lítur út fyrir að ríkið þurfi að kosta einhverju til vegna þessarar herþotuleigu. Því ætti ekki að hindra að hún hefji hér starfsemi.

Flest hin verkefnin sem rætt hefur verið um snúast hins vegar um að ríkið fjárfesti í einhverju sem einkaaðilar vilja ekki fjárfesta í. Formælendur þeirrar stefnu eru kommúnistar hvar í flokki sem þeir standa. Það er sannkölluð hundaheppni að önnur stefnumál kommúnistanna í ríkisstjórninni hindri þá í að nota skattpeninga almennings í iðnaðaruppbyggingu að hætti Leníns og Stalíns.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2010 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband