Leita í fréttum mbl.is

Hvalreki ríkisstjórnarinar.

Mikill hvalreki fyrir ríkisstjórnina er þetta eldgos á Fimmvörðuhálsi. Skyndilega er ekkert verið að spyrja ríkisstjórnina að neinu, ekkert þrasað um Icesave eða skjaldborgina um heimilin, tjón þjóðarinnar vegna  stóriðjustoppsins, stöðugleikasáttmálans í skötulíkinu, ESB viðræðurnar eða hvaða vonbrigði sem er. Allt er núna á lygnum sjó af því að fjölmiðlar tala bara um eldgosið. Mikið hlýtur ríkisstjórnin að vera hvíldinni fegin.

Eldgosið er sannkallaður hvalreki fyrir ríkisstjórnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú ert eitthvað að misskilja þetta Halldór.

Hvalrekinn er allur hjá Mogganum, enda fara þeir þvílíkum hamförum í fréttafluttningi af gosinu, að erfitt er að finna hliðstæðu. Þeim væri í sjálfsvald sett að hamast á ríkisstjórninni, en því miður hefur þeim farist það hlutverk illa, og jafnan fengið skítkastið aftur í hausinn.

Hrunmeistarinn, þ,e, núverandi ritstjóri þessa auma snepills, grípur auðvitað þetta tækifæri fegins hendi, smá pústfrestur fram að birtingu skýrslu. En upp úr því mun væntanlega syrta í álinn hjá kappanum.

hilmar jónsson, 25.3.2010 kl. 22:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei ég er að segja það að Hilmar að allt fellur í skuggan hjá þessu gosi, líka hjá Mogga.

Hefuðu trú á því að nokkuð breytist við þessa skýrslu? Liggur ekki fyrir að það er Jón Ásgeir sem er hinn mikli gerandi, oft í gegnum samstarfsmenn sína,  á bak við allt það sem leiddi til hrunsins ? Hvaða banki sem er, hvaða félag sem er, allstaðar eru þeir Búnusfeðgar á ferð. Þessir menn komust til alltof mikilla valda og halda þeim að hluta til enn. Því miður reyndist viðskiptavitið ekki meira en að leiða til taprekstrar á flestum sviðum og því hrundu allir þeir sem lánuðu þeim peninga.

Ég skil ekki hvernig þú getur haldið því fram að Davíð hafi orsakað hrunið? Og ef þér finnst Mogginn aumur snepill, hvað finnst þér þá um Fréttablaðið og DV?

Halldór Jónsson, 25.3.2010 kl. 23:01

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Ummæli Geira gullputta  um málaferli gegn ríkisstjórninni hljóta líka að vera hvalreki fyrir íhaldsmenn í Kópavogi.

Eiður Svanberg Guðnason, 25.3.2010 kl. 23:04

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alveg er ég viss um að þetta eldgos er eitthvað "plott" frá ESB og Hollendingum og Bretum. Og gott ef það var ekki Samfylkingin sem hefur komið þessu gosi af stað bara til að trufala Sjálfstæðisflokkinn!

Ég spyr bara hvað gera þessir aðilar næst? Kötlugos, skrfa undir Icesave eða eitthvað þaðan af verra? Og svo áður en fólk veit af þá ganga þau frá aðild okkar að ESB á meðan allir eru að fylgjast með Kötlu!

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2010 kl. 23:09

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það liggur í augum uppi að Davíð með vanhæfni sinni, bráðræði og hefndarhug, er sá sem ber stærstu sökina þegar að uppgjöri kemur.

Dv er einfaldlega að brillera, bæði snarpri rannsóknarblaðamennsku og hvað ferskann fréttafluttning varðar..Hélt satt best að segja að ég ætti ekki eftir að hrósa DV á þennan hátt, en þeir mega eiga það sem þeim ber.

Það þarf reyndar ekkert yfirburðar blað til að toppa Moggan eins og nú er komið fyrir blaðinu.

Davíð náði á mettíma að breyta þessu að mörgu leyti ágæta blaði, í leiðindi dauðans. Jafnvel Hannes.H ófrumlegasti og fyrirsjáanlegasti náhirðarmaður allra tíma, verður allt að því dularfullur og spennandi við hlið þeirrar sorgar sem herra hans býður þjóðinni upp á í þessum sneppli sem inniheldur nú áróður í anda kalda stríðsins, hvað áróðurstækni varðar

hilmar jónsson, 25.3.2010 kl. 23:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

DV er bara fjölbreytt blað þegar maður skoðar það. En skrif Davíð í Mogganum eru svo fjandi skynsamleg og hefja sig svo langt yfir svartagallsrausi' í ykkur kommatittunum Hilmar minn. Hvað er það eiginlega sem þið sjáið gerast á þessu landi til að draga úr atvinnuleysinu? Hvað eru ykkar tillögur?

Halldór Jónsson, 25.3.2010 kl. 23:34

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Diversion er hluti af menningararfleið EU forfeðra minna. Skýrslan er gott dæmi. Ef eitthvað sannanlegt stórt lögbrot hefði fundist, þá er það ekki í samræmi við lög og reglur að þegja yfir því í marga mánuði. Hinsvegar fá sauðir útrás á meðan til að láta sig dreyma.  

Fara niður í meðaltekjur á haus í EU tekur lengri tíma en eitt ár ef á að ganga upp.

Júlíus Björnsson, 25.3.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband