Leita í fréttum mbl.is

Hvað er sannleikur ?

Loftur Altice Þorsteinsson skrifar grein í Mbl í dag. Þar segir m.a.:

"........Fram að því að Landsbankinn var þjóðnýttur í október 2008, hafði bankinn árum saman greitt iðgjöld til innstæðutryggingakerfanna í Bretlandi og Hollandi. Þess vegna höfðu Icesave-útibúin í þessum löndum fulla tryggingavernd, þegar hrunið átti sér stað. Í Bretlandi höfðu viðskiptavinir Icesave lágmarkstryggingu sem nam £50.000 (55.800) og í Hollandi lágmarkstryggingu sem nam 100.000.

 

Í Bretlandi greiddi Landsbankinn tryggingaiðgjöld til FSCS (Financial Services Compensation Scheme) frá desember 2001 og í Hollandi til DNB (De Nederlandsche Bank) frá marz 2006. Tryggingabæturnar sem þessir tryggingasjóðir greiddu eru miklu hærri en lágmarks-upphæðin, 20.887, sem reglur Evrópusambandsins skilyrða. Þar af leiðandi hefur Evrópusambandið engar löglegar ástæður til að leggja Bretum og Hollendingum lið í efnahagshernaði þeirra gegn Íslandi.

 

Innstæðutryggingakerfin í Bretlandi og Hollandi eru fjármögnuð af starfandi bönkum í þessum ríkjum. Þar af leiðandi hafa réttir aðilar greitt viðskiptavinum Icesave-útibúanna tryggingabætur og ríkissjóðir landanna hafa ekki þurft að inna neinar greiðslur af hendi. Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að vera nauðbeygður til að bæta ríkissjóðum Bretlands og Hollands útgjöld, sem ekki eru til staðar?

 

Staðan er sú, að réttlát barátta almennings á Íslandi er að vinna sigur gegn ríkisstjórnum Bretlands og Hollands. Ríkisstjórnir þessara landa hafa ennþá einu sinni afhjúpað einbeittan vilja ríkjanna til nýlendukúgunar. Með réttu ættu allar þjóðir heims að sameinast gegn þessum ofbeldisseggjum, sem nota sérhvert tækifæri til að gera atlögu að varnarlausu fólki, með vopnavaldi eða með efnahagshernaði eins og beitt hefur verið gegn Íslandi.

 

Ef íslenskir ráðamenn hefðu bein í nefinu, myndu þeir núna snúa vörn í sókn. Gera þarf kröfu um bætur úr hendi Breta, vegna beitingar hryðjuverkalaganna gegn íslenskum hagsmunum. Gera verður þá bótakröfu að skilyrði fyrir frekari samræðum við nýlenduveldin um Icesave-málið. Jafnframt er forgangsmál, að afnema lög númer 96/2009. Mikill meirihluti þjóðarinnar hafnar forsendulausum kröfum Bretlands og Hollands. Afnema verður öll merki um þá smánarsamninga og smánarlög sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir, með einstæðum undirlægjuhætti. "
Nú gengur á þeirri síbylju í þjóðfélaginu að allt sé í vindinum ef ekki er skrifað undir að borga Icesave. Líklega væri búið að borga ef ekki hefði gosið í Fimmvörðuhálsi, svo mikið liggur allskyns fólki af vinstravængnum á að borga, hvað sem það kostar. Annars fáum við víst ekki lán til að borga næstu afborgun af láni 2011. Og Evrópusambandsríkin vilja ekki lána okkur frekar en Grikkjum. Það er eins og enginn muni eftir vandræðum Kínverja með dollarafjallið sitt og sendiráðsbygginguna hér?
Ég hef hvergi séð þessum málflutningi Lofts mótmælt. Er ekki ástæða til að vita hvort það séu rök í málinu að Landsbankinn hafi þegar greitt tryggingarnar?
Og varðandi vaxtagreiðslur, Ef maður tryggir hús sem brennur, þá fær maður bara annað hús. Ekki vexti.
 Hvervegna er Landsbankadæmið öðruvísi?
Hvað er sannleikur spurði postulinn ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband