Leita í fréttum mbl.is

Kópavogsleiðtoginn

Út er komið eintak af blaðinu Kópavogi sem Samfylkingin gefur út.

Efsti maður þar á lista er Guðríður Arnardóttir jarðfræðinemi. Hún lét velja sig sem oddvita á lista Samfylkingarinnar á einum 180 atkvæðum á skipulögðum kaffihúsafundi stuðningmanna sinna þar sem úrslitin gátu ekki orðið öðruvísi. Guðríður þessi er búinn að sitja einhver ár í bæjarstjórn Kópavogs og hefur á þeim tíma vakið á sér athygli fyrir að vera á móti flestum þeim málum sem lögð hafa verið fram. Samfylkingin er því verðugur vettvangur hins nýja tíma í stjórnmálum þar sem opinberir starfsmenn verma bekkina. En varaoddvitinn er Hafsteinn Karlsson, einn skólastjóra Kópavogsbæjar.Sömuleiðis kosinn með örfáum atkvæðum á sama fundi.

Foringjadýrkunin í blaðinu er yfirþyrmandi. Einhverjar sjö myndir af Guðríði og fjórar af Hafsteini þekja mikið flatarmál á síðum blaðsins. Þar gera þau sig breið yfir Boðaþingi, sem þau áttu mest lítinn þátt í í koma á laggirnar  en skreyta sig auðvitað nú með ljómanum af þeirri þörfu framkvæmd eins og hún sé þeim einum að þakka.

Nú hafa leiðtogarnir fundið upp nýja Kópavogsbrú. Hún felst í því að moka milljarði af skattfé bæjarins í byggingafallítt í bænum. Fara að hjálpa bönkunum til að losa um vandræði sín í bænum.

Það er eins og þau viti það ekki, að það er fljótvirkasta aðgerðin til að létta á skuldavanda Kópavogs, að selja lóðirnar sem hann situr uppi með eftir að þeim var skilað inn. Kópavogur yrði best staddur allra sveitarfélaga á landinu ef hann seldi þessar lóðir. Nei, Samfylkingin vill slá milljarð í viðbót til að auka á skuldavandann. 

Ætti Samfylkingin ekki að einbeita sér að greiningu á hinum raunverulega vanda sem er við að fást í þjóðfélaginu? Atvinnuleysi og úrræðaleysi og kattasmölun í stjórnmálum landsins?  En það er ekki vona að opinberir starfsmenn í stjórnmálaflokki eins og Samfylkingunni beri skynbragð á slíka hluti. Fólk sem ekki þekkir annað en ganga að launatékkanum sínum vísum og þiggja svo digrar greiðslur fyrir setu í nefndum og ráðum á opinberum vegum.   

Þurfum við svona Kópavogsleiðtoga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halló Halldór er allt í lagi hjá þér. Samfylkingin í Kópsvogi ákvað að hafa forval hjá sér. Bæði til þess að spara fjármuni frambjóðenda  og eins af því að þetta hefur gefist vel t.d. hjá framsókn. Allir skráðir Samfylkingarfélagar í Kópavogi áttu rétt á að taka þátt. Ég var þar og þar voru á 3 hundrað manns. Sem þykit ágætt. Sé ekki hvað það kemur þér við sem kýst Sjálfstæðisflokkinn! Og er það betri aðferð að þeir sem eiga eða hafa aðgang að nægum peningum geti keypt sig inn á listann. T.d. heilu bílana með auglýsingum sem sáust hér í Kópavogi þegar prófkjör ykkar for fram.

Halldór ef einhver vill kaupa þessar lóðir af hverju eru þær þá ekki seldar nú í dag

Er það efnilegra að gera eins og gert hefur verið hér síðustu ár að rjúka í fjárfestingar í gatnagerð, landakaupum og jafnvel hesthúsakaupum upp á milljarða eða knattspyrnuakademíu án þess að hugsa málið til enda? Eða af hverju þurfti endilegaað fara svona geyst glannalega í hlutnina að bærinn siti nú eftir með skuldir upp á um 40 milljarða held ég að þær séu eftir að skuldir Knattspyrnuakademíunar bættust við.

Ég er hins vegar ekki endilega á því að það eigi að nota lán +a kosnað bæjarins í að koma þessum byggingum áfram. En hugmynd um að liðka fyrir kaupleigu og leigu íbúðum held ég að sé mjög góð. Það mætti bjóða fjárfestum í slíku góð kjör. Því margir kjósa held ég eftir hrun ný íbúðaúrræði þar sem þau eru ekki að taka á sig skuldabirgði. T.d. mætti reyna að fá búseta eða ný félög til að kaupa þessar ókláruðu blokki með aðstoð lífeyrissjóða, íbúðalánasjóðs og fleiri. t.d. með afslætti á gatnagerðagjöldum eða slíku.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.4.2010 kl. 15:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

það er nóg af fullgerðu húsnæði til sölu. Það vill bara enginn kaupa þær né heldur lóðirnar meðan helstefna núverandi ríkisstjórnar ríkir. Þið kratar eruð að dýpa kreppuna með vitleysunni í ykur og sífelldri kattasmölun, meðan þjóðinni blæðir út. Þegar þessi ríkisstjórn er frá þá verður fyrst hægt að ná einhverri vitrænu í viðnám þjóðarinnar. Þessar ókláruðu blokkir eru vandamál bankanna. Það vantar lóðir fyrir smáíbúðahverfi, lána unga fólkinu þær að fullu gegn því að það byggi yfir sig.

Ég held að þú skiljir tæpast sjálfur hvað  Samfylkingin í Kópavogi er að tala um ef ég les fyrstu línu í síðustu málsgrein þinni.

Halldór Jónsson, 10.4.2010 kl. 18:25

3 Smámynd: Haukur Harðarson

Mér finnst það nú koma úr hörðustu átt, að saka Samfylkinguna um að drita myndum af bæjarfulltrúum sínum í allar áttir, þegar Sjálfstæðismenn hafa verið á fullu með hið sama gagnvart Gunnari Birgissyni.  Meðan Gunnar Birgisson var bæjarstjóri og áður formaður bæjarráðs, var það ein helsta skemmtun okkar félaganna á kaffistofunni okkar í Hamraborg, að telja myndir af Gunnari Birgissyni og reyna að geta upp á fjöldanum áður en viðkomandi blað var opnað, þegar kom nýtt tölublað af Kópavogspóstinun, Vogum og öðrum "lokal" Kópavogsblöðum.  Það þótti frekar lélegt ef ekki voru a.m.k. 7-8 myndir af Gunnari í hverju blaði.  Og þetta var ekki bara stöku sinnum, heldur mánuðum og jafnvel árum saman.  Var einhver að tala um persónudýrkun?

Haukur Harðarson, 26.4.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband