Leita í fréttum mbl.is

Það skal í ykkur !

Í ritstjórnargrein Baugstíðinda skrifar Ólafur eftirfarandi:

"....

Þriðja skrefið, sem mun hjálpa okkur við endurreisnina, er að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki að hefja formlegar aðildarviðræður við Ísland. Aðildarviðræður eru skýr yfirlýsing af Íslands hálfu um að stefnt sé að því að regluverk og eftirlit hér á landi sé með sama hætti og í ríkjum Evrópusambandsins og að þær umbætur, sem þar eru nú til umræðu, komi einnig til framkvæmda hér á landi. Þær eru sömuleiðis yfirlýsing um að stefnt sé að því að taka upp trúverðugan gjaldmiðil og beita þeim aga við hagstjórnina, sem nauðsynlegur er til að taka þátt í myntbandalagi. Þetta mun efla traust umheimsins á íslenzku efnahagslífi.

Það er rétt, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í viðtali við þýzkan blaðamann, að fáir virðast þora að taka pólitíska forystu fyrir aðildarumsókninni þessa dagana. Ályktun hennar er hins vegar röng. Þetta þýðir ekki að fresta eigi umsókninni, heldur að fólk í öllum flokkum, sem hefur trú á að ESB-aðild muni stuðla að því að efla hagsæld og samkeppnishæfni íslenzks atvinnulífs til lengri tíma, láti rækilega í sér heyra. Það er ekkert nýtt að í upphafi aðildarferlis sé stuðningur við ESB-aðild lítill. Það átti við í ýmsum núverandi aðildarríkjum ESB en dró ekki kjarkinn úr stjórnmálamönnum, sem höfðu trú á eigin málstað...."

Það vantar ekki einbeitnina í þessum nýlega viðtakandi leigupenna Baugs og Samfylkingarinnar. Daginn áður lagði ritstjórinn útaf orðum bankamanns nokkurs sem skrifaði..." Ég geri allt sem þú segir mér..." Spurning er hvert samband ritstjórans er við eiganda blaðsins og Samfylkinguna sem hafa hinar réttu skoðanir? Það er ekkert pláss fyrir raunsæi Ingibjargar Sólrúnar sem kallar þó ekki allt ömmu sína í umgengni við staðreyndir.

Þetta staðfestir orð kratans vinar míns um að það verði bara að kjósa aftur og aftur þangað til að samþykki fæst.

Það skal í ykkur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband