20.4.2010 | 08:29
Súpermann ?
Það dylst manni ekki við lestur Fréttablaðsins hvernig fjárglæframaðurinn Jón Ásgeir og fjölskylda nota þetta stærsta blað landsins til að ófrægja stjórnmálamenn og þá auðvitað mest Sjálfstæðisflokkinn. Blaðið eys eldi og eimyrju dag eftir dag yfir flokkinn og alla forystumenn hans og hefur til þess legíó af leigupennum og sjálfboðaliðshatursmönnum. Nýbúnir að kaupa sér brottrekinn ritsjóra af Morgunblaðinu leggst blaðið eins og plága yfir landsmenn á hverjum degi. Eini kosturinn er sá að blaðið er frítt að því að menn halda. En einhversstaðar bíða milljarða reikningar sem þjóðin á að afskrifa vegna útkomu snepilsins.
Í dag skrifar einn reglulegi Fréttablaðspenninn Sverrir Jakobsson áreiðanlega þóknanlega grein fyrir Bónusfjölskylduna. Innihaldið er að ausa svívirðingum yfir Sjálfstæðisflokkinn og alla sem honum tengjast.
Grípum niður í sorann í greininni sem heitir Iðrun og endurmat, sem er að mestu leiti órökstuddur slagorðavaðall og bull:
....." Ekki er lengur hægt að efast um skaðsemi þeirrar stefnu sem rekin var í íslensku viðskiptalífi allt frá einkavæðingu bankanna og fram að hruni. Á hinn bóginn er óvíst að almenn samstaða væri um það ef ekki hefði verið fyrir hrunið. Efnahagshrunið veldur því að nú blasir við að kerfið var rotið og að tilraunin með fyrirmyndarsamfélag frjálshyggjunnar á Íslandi bar feigðina í sér frá upphafi...."
Þetta er augljós slagorðavaðall og á ekkert skylt við sagnfræði. Aðeins verið að draga athyglina frá glæpum þjófanna og reyna að klína sökinni á Alþingi.
..."Jafnframt er skýrslan áfellisdómur yfir pólitískri menningu á Íslandi á veltiárunum eftir einkavæðingu bankanna. Fljótlega eftir einkavæðingu bankanna árið 2002 hafði myndast breið samstaða um ýmsar pólitískar kreddur. Fyrir alþingiskosningar 2003 kepptust stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking, til dæmis við að lofa sem mestum skattahækkunum...."
Sama þvælan nema rugluð niðurstaða.
...."Í skýrslunni viðurkennir Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra að það hafi verið meðal afdrifaríkustu hagstjórnarmistaka áratugarins að efna þetta loforð. En þessi málflutningur féll bönkunum vel í geð. Þeir veittu peningum óspart til þessara flokka og styrktu frambjóðendur þeirra í prófkjörum. Fjórði flokkurinn, Vinstrihreyfingin-grænt framboð, fór hins vegar aðra leið. Í fyrsta lagi gagnrýndi hann bæði einkavæðinguna og framkvæmd hennar og hafnaði frjálshyggjukreddum hinna flokkanna.....
Hverjir voru þessir flokkar?
..."Í öðru lagi setti VG sér þær reglur að hvorki flokkurinn né frambjóðendur hans gátu tekið við milljónastyrkjum frá bönkunum og öðrum stórfyrirtækjum. Þess vegna eru engir vinstrigrænir á listanum yfir styrkþega bankanna. Munurinn felst í ólíkri, pólitískri menningu innan flokkanna þar sem einungis einn viðhafði þá siði sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Þess vegna voru íslensk stjórnmál ekki spillt í gegn; stjórnmálaflokkar gátu kosið að taka ekki þátt í peningavæðingu stjórnmálanna og sumir gerðu það...."
Það er náttúrlega að enginn vildi neitt með VG hafa að gera því þeir hafa verið á móti öllu. Niður með allt, nema fjallagrasatínslu. Enginn hefur viljað við þá tala um neitt þar sem þeir eru þversum á móti öllu. Enginn vill styðja slíkan flokk.
....."Öflug krafa er uppi um að þessi og hinn eigi að víkja og sumir vilja helst skipta út öllum stjórnmálamönnum fyrir nýtt og syndlaust fólk. En vandi íslenskra stjórnmála fyrir hrunið var kerfislægur en ekki persónubundinn. Það leysir ekki vandann að kúlulánþegi segi af sér þingmennsku því að næsti varamaður er líklega kúlulánþegi líka. Sumir flokkar aðhylltust einfaldlega ákveðna aðferðafræði í samskiptum við bankanna og rekstur fyrirtækja. Þess vegna er t.d. sá sjálfstæðismaður vandfundinn sem ekki hefur einhver tengsl við þau fyrirtæki sem koma fyrir í skýrslunni. Þó að sextán sjálfstæðismenn segi af sér þingsæti koma aðrir sextán í staðinn sem hafa til þess umboð frá þjóðinni...."
Burt með Sjálfstæðisflokkinn allan.
...."Þess vegna er lausnin ekki endilega mannaskipti heldur nýtt hugarfar. Það er einmitt það sem vantar hjá Sjálfstæðisflokknum; að hann hafi gert markvissa tilraun til að sýna fram á sú stefna sem hann boðar núna sé eitthvað annað en sá hrunadans sem lýst er í rannsóknarskýrslu alþingis. Að segja að fólk hafi brugðist en ekki stefnan dugar ekki því að rannsóknarskýrslan er samfelldur áfellisdómur yfir hugmyndafræði flokksins og stefnu hans í framkvæmd undanfarinn áratug...."
Þvílík endemis steypa sem maðurinn fer með. Nógu þykkt skal smurt svo að umræðan beinist frá húsbændum höfundarins og beinist að þeim sem hefðu átt að vera grimmari við þá og stöðva glæpaverkin fyrr. Skjótum sendiboðann.
...."Á hinn bóginn örlar á slíku endurmati hjá Samfylkingunni. Það kom að einhverju leyti fram í iðrunarræðu Ingibjargar Sólrúnar á flokksráðsfundinum á laugardaginn en þó enn frekar í grein hennar í seinasta hefti Tímarits Máls og menningar. Það hefur líka komið fram í ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar að undanförnu, þar sem Blair-ismanum er hafnað. Það verða að teljast tíðindi þar sem "hin nútímalega jafnaðarstefna" sem fellst í meginatriðum á allar helstu kreddur frjálshyggjunnar hefur verið ein af grunnstoðum Samfylkingarinnar allt frá stofnun flokksins. Að vísu dugar hér ekki Samfylkingunni að skipta um slagorð; gera verður þá kröfu að stefnubreytingarinnar sjái líka stað í landsfundarsamþykktum flokksins og verkum hans í ríkisstjórn. Raunveruleg stefnubreyting af því tagi væri töluvert meira virði en afsagnir fjölmargra þingmanna...."
Finnst einhverjum þetta vera sagnfræði. Grenjur Ingibjargar á fundinum snertu fáa. Hún bar sem flokksformaður ábyrgð á störfum Jóhönnu og sjálfrar sín í síðustu ríkisstjórn. En hún gerði ekki neitt og málflutningur hennar fram að fundinum beindist allur að því að segja;"Ekki benda á mig....."
Á öftustu síðu er vitnað í flokkahlauparann Kristinn H. Gunnarsson:
Sjúkir flokkar
"Flokkarnir eru sjúkir og þeir verða ekki læknaðir með því að verja þá," skrifar Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, á vef sinn. "Framsóknarflokkurinn gekk kannski flokka lengst þegar hann rak þingmann sinn fyrir það að spila ekki með liðinu," segir Kristinn, sem hefur setið á þingi fyrir Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkinn og Frjálslynda. Hann segir flokka eiga að vera samtök þar sem skynsemi og dómgreind ráði för. Spurning hvort nýr flokkur er í burðarliðnum?"
Skyldu menn taka mikið mark á þessum landhlaupa sem hefur farið eins og logi yfir akur á hinu pólitíska sviði í endalausri leit sinni að vegtyllum fyrir sjálfan sig.
Svo skrifar Njörður P. Njarðvík grein í sama tölublaðið, Þjóðarspegill:
......". Þessu verðum við að hætta og krefjast umbóta og hreinsunar þegar í stað. Þegar stjórnmálamenn bregðast þjóð sinni svo gersamlega sem nú ber raun vitni, verður þjóðin að hafa vit fyrir þeim. Alþingi bar ábyrgð á þeirri ríkisstjórn sem brást í aðdraganda hrunsins - og við sem þjóð bárum ábyrgð á þingmönnum...."
..."Um ábyrgð virðist tilgangslítið að ræða eins og skýrslan sýnir berlega. En það er líka hægt að taka öðru vísi til orða. Við getum í staðinn sagt, að menn skuli taka afleiðingum gerða sinna - og þar með aðgerðaleysi. Við erum stödd í ógöngum og "hnípin þjóð í vanda". Til þess að losna úr þeim ógöngum og endurreisa okkur sjálf þarf fyrst undanbragðalausa hreinsun. Og sú hreinsun þarf að hefjast í grundvallarstofnun íslensks samfélags, þeirri stofnun sem eitt sinn var kölluð "Hið háa Alþingi". Þeir sem þar brugðust, verða að víkja. Allt annað er markleysa. Þegar þetta er ritað, hafa tveir þingmenn vikið tímabundið, þeir Björgvin G. Sigurðsson og Illugi Gunnarsson. Þeim ber að þakka nokkurt raunsæi. En það er ekki nóg. Þótt ég beri persónulegan hlýhug til sumra einstaklinga sem sitja nú á þingi, þá verður hann að víkja fyrir nauðsyn. Kunningjatengsl eru einmitt hluti af vandanum...."
Ekki eitt einasta orð um glæpamennina sjálfa. Hakka á Sjálfstæðisflokknum. Hann er sekur, ekki þjófarnir, ekki svikahrapparnir, bankastjórarnir. Nei ráðumst á Alþingi. Sá sem átti að passa þjófana gerði það ekki.
Af þessum sökum verð ég að segja, að allir þeir þingmenn sem koma með vafasömum hætti við sögu í rannsóknarskýrslunni, eiga að segja af sér þingmennsku í þágu þjóðarinnar og framtíðarhorfa hennar. Allir ráðherrar í fyrrverandi hrunstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar ættu að víkja af þingi og úr ríkisstjórn. Þeir báru með stjórnarsetu sinni samábyrgð með stjórninni í heild, þótt ráðherrasvið þeirra krefðist ekki beinnar, persónulegrar ábyrgðar. Og allir þingmenn sem nutu óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu óheiðarlegra banka og vafasamra styrkja frá vafasömum fyrirtækjum (svo að ekki sé kveðið fastar að orði), ættu þegar í stað að segja af sér þingmennsku. Það er nefnilega ekki þannig, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins komst að orði í klaufalegri sjálfsvörn, að eðlilegt sé að þingmenn "taki þátt í atvinnulífinu". Þvert á móti er nauðsyn, að seta á löggjafarþingi krefjist þess, að þingmenn séu algerlega óháðir þeim sem þeir eiga að setja lög um. Ef menn skilja það ekki, eru þeir ekki hæfir til þingsetu. Ef vanhæfir þingmenn skynja ekki alvöru málsins, verður þjóðin að sýna þeim fram á hana...."
Er nokkur sem getur setið á þingi nema Njörður P.Njarðvík og Sverrir Jakobsson. Hvernig myndu þeir standa sig ef þeir kæmust í freistingar ? Eru þeir úr öðru efni en fólk er flest?
Súpermenn eins og Jón Ásgeir ?Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Burt séð frá því lagaumhverfi sem sett var um bankana, þá kemur það nafn "bankamanns", sem mestum skaða olli hvergi fram í því ferli þegar að einkabankarnir voru einkavæddir, þ.e. nafn Jóns Ásgeirs.
Það er talað um í skýrslunni að setja hefði mátt strangari lög um starfssemi bankana og viðskiptalífsins. Kannski byrjuðu menn á því með að setja fjölmiðlalögin. Það vita allir hvaða örlög þau lög fengu og hvaða öfl þrýstu á forsetann með að staðfesta ekki lögin, til þess að tryggja Baugi og tengdum aðilum næga aðkomu að fjölmiðlum og þar með að viðhalda sinni áróðursmaskínu.
Þegar horft er til þess hvaða ítök Baugsveldið hafði í bankakerfinu, áður en það veldi tók við að tæma Glitni, má alveg ímynda sér það, að hefði verið gerð tilraun til að þrengja að bönkunum, þá hefðu sömu öfl og komu í veg fyrir fjölmiðlalögin, farið á stjá.
Samt er varla hægt að segja að núverandi stjórnvöld séu nokkuð að læra af hruninu. Stuttu eftir að föllnu bankarnir voru einkavæddir, þá var tekin í "nýeinkavæddum" Arion banka ákvörðun um framtíð Haga. Við getum látið það liggja milli hluta hversu langur aðdragandi sé að þeirri ákvörðu. En gott og vel. Þegar ákvörðunin liggur fyrir þá birtist Jóhanna í Kastljósi og lýsir yfir undrun og skelfingu yfir þessu öllu saman, en stjórnvöld geti bara ekkert gert, bankinn sé kominn í hendur kröfuhafa. Eftir mikla eftirfylgni eftir því að fá uppgefið, hver eigi bankana, þá kom það úr dúrnum að í raun væri það eignarhaldsfélög skilanefndana, sem að héldi utan um eignir kröfuhafana, án nokkurrar aðkomu þeirra, semsagt kröfuhafarnir hafa enga aðkomu að rekstri og ákvörðun stjórnenda bankans. Stjórnarmenn nýju bankana fá ekki að setjast í stjórn nema FME, gefi þeim hæfnisvottorð til setu þar og eru því stjórnarmenn bankana þar á ábyrgð FME, sem er svo á ábyrgð viðskiptaráðherra. Það þarf vissulega að "teygja" langt til þess að stjórnvöld, hefðu getað einhverju breytt varðandi Haga, en það hefði samt verið hægt, hefði staðið til þess vilji.
Það má alveg þegar mál 365miðla hjá Landsbankanum, rikisbankanum er skoðað, þá má alveg ímynda sér að vilji stjórnvalda, til þess að koma einhverjum böndum á "Baugsveldið" er svo ekki sé meira sagt mjög takmarkaður.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.4.2010 kl. 09:12
Þakka þér fyrir Kristinn Karl fyrir einstaklega skarpskyggna athugasemd. Það er ef till vill gaman að bera saman einkavæðingu Steingríms J. á bankakerfinu og bera hana saman við einkavæðingu Davíðs og Halldórs. Í fyrra tilvikinu var eitthvað selt. Í seinna tilvikinu eru einhverjum með opin tékkhefti á ríkissjóð falin varsla bankanna. Allt sveipað því gegnsæi sem lofað var í stjórnarsáttmálanum væntanlega. Enginn veit neitt nema Steingrímur sem egir ekki frá því.
Og hneykslið með Haga. Það er verið að greiða fyrir afnotin af Fréttablaðinu, flokksblað Samfylkingarinnar. 365 er rekið á kostnað skattgreiðenda . Þannig vinna kratarnir alltaf, skattleggja almenning í eigin þágu. Og almenningur er virðist ekki taka eftir þessu af Jói er svo duglegur að honum í Fréttablaðinu og Stöð2 hvað hann sé góður . Hrein kjarabót fyrir almenning holdi klædd. 1000 milljarðarnir sem hann skuldar þjóðinni er summan af starfsemi fjölskyldunnar.
Halldór Jónsson, 20.4.2010 kl. 10:37
Fréttblaðið er hugmyndfræði vanþroskaðra. Ný-frjálshyggjan hér er útfærsla Miðstýrðs stofnanna kapítalisma að hætti nýlenduvelda Meginlands Evrópu. Rifjum upp síðustu þjóðarsátt undanfara EES stýringarregluverks hjarðarinnar. Laun almenn skert um 30% í evrum, fækkun séreignaraðila og samsvarandi lækkun framfærslukostnaðar með hugarfarsbreytingu frá endingu og gæðum yfir í lágvöru. Atvinnuleysi var breytt í neysluverðtryggð með 3% raunvöxtum námslán og námsdvöl lengd. Skuldfest var í menntun fjölda fjármála og EU tengdum störfum. Útlendingar voru fluttir inn til lækkunar launakostnaðar raunrekstrar geiranna sem ekki voru skornir niður og samkvæmt Seðlabanka til að mætta útlána umsvifum hraðvaxandi fjármálgeira, átti að skapa meiri eftirspurn eftir vaxandi fjármagni í umferð sem var rót undirliggjandi verðbólgu hitunar frá 1995 til 2000.
Ísland er að verða hreint hráefna og orku útflutnings land í anda regluverks sem hentar hinum fjölmörgu fylgi eyjum EU. Þótt miðstýringarkostnaður sé ekki ennþá í hlutfallslegu samræmi við einfaldan útflutning og almennt geldra neytenda í samanborið við Norðurlönd, Þýskaland og Frakkland.
Hjarðeðlið er verða fullmótað og séreignarhald íbúðarhúsnæðis er nú tæknilega til fyrirmyndar að hætti EU-Ríkjanna. Ísland nánast orðið eins og meðaltalið á meginlandi Evrópu: lítið spennandi að heimsækja EU-Ríkin.
Samkeppni sem EES opnaði fyrir fór ekki fram í tækni á fullvinnslugeirum, nei í fjármálageirum aðallega á heimavelli Meginlands samkeppni aðilanna.
Þjóðverjar eru sagaðir hér svo frekir að þeir heimtuðu öll bestu veðin.
Ég segi þroskaðir eins þeir sem byggja á bjargi.
Útlendingar frá um 1980 í fjármálageirum vaxandi sannfærðir um vanþroskann hér á fjármálasviðinu, samber bréfaskipti þar sem fávísin opinberaðist í fyrirspurnum um merkingu texta, og endursending eða frávísum viðskiptabréfa frá Íslandi.
Hæfi mannauðurinn að hætti núverandi persónu embættis Forseta Íslands.
Íslendingar eru og voru hafðir að ginningarfíflum sumum óbeint borgað fyrir að hald uppi taprekstri á meginlandi eða taka áhættuna af fjárfestinum í vafsömu uppbyggingarverkefnum EU Miðstýringarinnar.
Sá heldur sem veldur. Auðþekktur er asninn á eyrunum.
Frjálsmarkaður [eða frjálshyggja] gengur ekki út á að ofurskuldsett rekstrafyrirtæki með ríkisafskiptum í formi baktryggingar.
Hann gengur upp út á efnaðan almenna innri neytendaenda markað til langframa.
Fréttblaðið þarf að fá sér gleraugu. Hér var hagrætt í þágu hæfs meirihluta EU. Til langvarandi lækkunar verða orku og hráefna til EU innflutnings EU heildarinnar. Aðalverkefnið sem Umboð Ráðherra hæfs meirihluta í Brussel hefur með höndum.
Það góða við almenningsmenntun er að hún framleiðir hjarðeðli, það góða við fákeppni samhliða er að þessu má miðstýra án mikillar fyrirhafnar [kostnaðar] með og af Stofnunum Miðstýringarinnar.
Hér er búið að kaupa út alla rétthugsandi hægri menn. Framleiðslunni var lika almennt hætt um 1972: innræting lögð af. Þroski þjóðar fer eftir höfðinu sem limirnir dansa eftir. Íslandi er ennþá á mótunarskeiði og alltaf að þroskast efnahagslega. EU er fullþroskuð í sínum þroskuðu ríkjum að þessu leyti.
Júlíus Björnsson, 20.4.2010 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.